Þjóðviljinn - 01.05.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Page 9
MENNING ein Eggerts Þorleifssonar, og má kannske setja það á reikning leikstjórans. En Eggert sýndi ótrúlega fimi í allskonar fettum og brettum og var merkilegt að maðurinn skyldi ekki fara sér að • voða í öllum látunum. Hlutverk fangavarðarins er raunar hálf vandræðalegt af hálfu höfunda, og er alltaf hætta á að það verði gert of yfírdrifið og langdregið eins og skeði hér. En snúum okkur að söngfólk- inu. Þar skal fyrstan telja Sigurð Bjömsson í hlutverki Gabriels von Eisensteins. Sigurður er eins og fæddur í þetta hlutverk, enda hefir hann sungið það og leikið margoft bæði hér heima og er- lendis. Röddin er stórfín og enn er hann léttur í spori og leikur af miklu fjöri glaumgosann hann Eisenstein. Það má segja að hann sé máttarstólpi sýningarinnar. Ólöf Kolbrún Harðardóttir fer með hlutverk Rósalindu. Hún syngur ágætlega eins og hennar er von og vísa og leikur allvel, en hvort hún er hin ekta Rósalinda sönglega séð, er ég ekki alveg viss um, t.d. hefði mátt vera meiri skaphiti f ungverska söngnum. En þessi Rósalinda er falleg eins og höfundar óperettunar ætlast til að hún sé, og að því leyti pass- aði Ólöf Kolbrún sannarlega í hlutverkið. Þriðja aðalhlutverkið, Adele, var í höndum Sigríðar Gröndal. Það er ekki spuming um það, að Sigríður vann mikinn listasigur. Hún beitir röddinni af smekkvísi og öryggi og lék hún þessa kátu stofustúlku af mikilli glettni og lífsfjöri. Júlíus Vífill Ingvarsson söng Alfredo tenorsöngvara og tókst að gera hann hæfilega kjánalegan. Hann var ágætur Kammermúsíkklúbburinn Sinnhofer-kvartettinn leikurí minningu Bachs og Peter Wöpke en þeir leika allir Thron tret ’ich hiermit“ en það með hljómsveit Rfldsóperunnar í fyrsttalda er síðasta stórverkið Múnchen. sem Bach samdi og er þetta í Á efnisskrá tónleikanna í fyrsta sinn sem það er flutt hér á kvöld era verkin „Die Kunst der landi. Fuge“ og sálmalagið „Vor deinen -ÞH Sænskur trúbadúr Kammermúsíkklúbburinn heldur í kvöld, 1. maí, kl. 20.30 tónleika í minningu þess að 300 ár eru liðin fráfæðingu tónskáldsins Johanns Se- bastians Bachs og verða þeir í Bústaðakirkju. Þarmun hinn þekkti þýski kvartett, Sinnhof- erstrengjakvartettinn frá Múnchen leik ásamt Ragnari Björnssyni organleikara. Þetta er í fjórða sinn sem Sinn- hofer kvartettinn heimsækir Kammermúsíkklúbbinn en fyrst kom hann árið 1977. Hann er skipaður þeim Ingo Sinnhofer, Aldo Volpini, Roland Metzger f kvöld, 1. maí, kl. 20.30 kemur sænski trúbadúrinn Jerker Eng- blom fram í Norræna húsinu og syngur lög eftir Bellman, Evert Taube ofl. Engblom er menntaskólakennari í bænum Karlstad og hefur jafnframt því starfi komið fram sem vísna- söngvari. Hann þykir ágætur túlkandi Bellmans og Birger Sjö- bergs og hefur sungið inn á hljómplötur auk þess að koma oft fram í útvarpi og sjónvarpi. -ÞH Bróðskemmti- leg efnisskrá Sinfóníuhfjómsvcit íslands. Tónleikar í Háskólabíói 27. apríl 1985. Stjómandi Jean-Pierre Jacquillat Finnski kvennakórinn Lyran, kór* stjóri Lena von Bonsdorff Efnisskrá: Leos Janacek: „Taras Bul- ba“ rapsodía fyrir hljómsveit Jean Sibelus: Impromtu op. 19 fyrír kvennaraddir og hljómsveit Ciaude Debussy: Þrjú næturljóð Manuel de Falla: ,,1‘ríhymdi hattur- inn“ balletttónlist. Það var leiðinlegt að ekki skyldu vera fleiri áheyrendur á tónleikum S.í. laugardaginn 27. apríl s.l. Þessir tónleikar áttu að vera 18. okt. s.l. haust en það varð að fresta þeim vegna verk- falls B.S.R.B. Tónleikamir vom illa auglýstir og fóm fram hjá mörgum sem hefðu viljað hlusta á þá. Það var synd, því efnisskrá- in var bráðskemmtileg og í heild vei flutt af S.í. undir ágætri stjóm Jean-Pierre Jacquillat. Finnski kvennakórinn Lyran söng í tveim vérkum, Impromtu op. 19 eftir Jean Sibelius og í þriðja næturljóðinu úr „Noctum- es“ eftir Debussy. Tónleikarnir hófust á „Taras Bulba“ rapsodíu fyrir hljómsveit eftir tékkneska tónskáidið Leos Janacek. Það er ekki oft sem leikin em verk eftir þennan höfund á sinfóníuhljóm- leikum hérlendis, en eftir þessu verki að dæma (og nokkmm öðr- um verka hans sem ég hefi kynnst) mætti hann gjama vera oftar á efnisskrá. Hér er um merkilegan höfund að ræða. „Taras Bulba" er mjög áheyri- legt verk, skemmtilega orkestrer- að þar sem hljóðfæraleikarar fengu að spreyta sig á fallegum sóióum og vil ég sérstaklega minnast á sóló enska hornsins sem Daði Kolbeins lék mjög vel á og að ógleymdum okkar ágæta konsertmeistara Guðnýju Guð- mundsdóttur sem lék sína fíðl- uobligato mjög fallega. Hróður Leos Janaceks hefur stöðugt far- ið vaxandi á síðustu áratugum en verk hans áttu erfitt uppdráttar framan af. Nú er hann talinn eitt merkasta tónskáld tékka, á eftir risunum, þeim Smetana og Dvor- ak. Eins og áður segir, þá söng kvennakórinn Lyran í tveimur verkum á þessum tónleikum. Kórinn er afbragðsgóður og söng hann Impromtu op. 19 eftir Sibe- lius ásamt S.í. firábærlega vel. Eftir hlé stjómaði Jean-Pierre Jacquillat hljómsveitinni í þrem- ur næturhljóðum, Noctumes, „Nuages“ (Ský), „Fétes" (Hátíð- ir) og „Sirénes“ (Hafmeyjar) eftir Claude Debussy. Af þessum þrem næturhljóðum hefir „Fét- es“ náð mestum vinsældum og er það oft leikið eitt sér á sinfóníu- tónleikum. Það var því upplagt tækifæri þegar þessi ágæti finnski kvennakór var hér á hljómleika- ferð. Flutningurinn tókst ágæt- lega og var góður heildarsvipur á þessu vinsæla meistaraverki. Að endingu var hin glæsilega balletttónlist „Þríhymdi hattur- inn“ eftir Manuel de Falla fjör- lega leikin af Sinfðmuhljóm- sveitinni. En vegna þess hversu fátt fólk var í salnum, var klappið í daufara lagi, en fólk skemmti sér vel, það held ég að ég megi fullyrða. R.S. Enn íslenska óperan: Leðurblakan. Óperetta í þremur þáttum eftir Henry Meiihac og Ludovic Halévy, með söngtextum eftir Richard Genée í ís- lenskri þýðingu Jakobs Jóh. Smára. Tónlist eftir Johann Strauss yngrí. Óperettan „Leðurblakan“ eftir Johann Strauss var frum- sýnd laugardaginn 27. apríl s.l. af íslensku óperunni. Þetta er í þriðja sinn sem þessi vinsælasta óperetta allra tíma er flutt hér á landi og er ekki minnstu ellimörk að finna á þessu meistaraverki sem hrífur enn í dag jafnt aldna sem unga, með sinni heillandi tónlist og sjarma í söng og texta. Það var mikil stemmning meðal fmmsýningargesta og er óhætt að segja að íslenska óperan hafi bætti einni skrautfjöður í hatt sinn með þessari uppfærslu, sem þó var ekki alveg hnökralaus á frumsýningunni, en það stendur sjálfsagt til bóta er frá líður. Fyrsti þáttur var bráðskemmti- legur mátulega hraður í leik og söng, en það sama verður því miður ekki sagt um annan þátt (veisluna í höli Orlofskis fursta). Það var undarlegur dmngi yfir þeim þætti framan af, hvað sem því olli, en þegar á leið lifnaði heldur yfir mannskapnum. Þriðji þáttur var sístur að mínu áliti, og það ekki hvað síst vegna ofleiks skrautfjöðrin John Speight, Asrún Davíðsdóttir, Eggert Þorleifsson og Guðmundur Jónsson ( hlutverkum sínum í Leðurblökunni. Myndin er tekin á æfingu. þegar hann var að reka upp rokur úr Verdi ópemm og yfirleitt fannst mér hann standa sig vel í söng og leik. Guðmundur Jóns- son fór með hlutverk Benjamin Falk. Það er ekki stórt hlutverk og gefur ekki tilefni til mikillar umsagnar. En það er ávalt gaman að sjá og heyra Guðmund á sen- unni. Hann stendur alltaf fyrir sínu. John Speight fór með hlut- verk Frank fangelsisstjóra og gerði því góð skil bæði í söng og leik. Raunar lék hann fangelsisstjórann alveg kostu- lega. Hlutverk Orlofksis fursta var í höndum Hrannar Hafliða- dóttur. Ekki var ég allskostar ánægður með leik hennar né söng. Gervið var einum of fárán- legt og söngurinn eins og þetta væri ekki hennar eðlilega rödd. En kannske hæfir þetta einmitt hinum lífsleiða fursta. Guð- mundur Ólafsson fór með lítið hlutverk Dr. Blint lögfræðings og gerði því skil eins og efni stóðu til. Sama má segja um Idu dansmey sem Ásrún Davíðsdótt- ir lék. Hljómsveit íslensku óperunn- ar var skipuð úrvalsfólki og lék hún prýðisvel undir ágætri stjórn Gerhards Deckerts. Kórinn var einnig prýðilegur. Þórhildur Þor- leifsdóttir var leikstjóri. Hún hef- ir unnið mikið og gott verk með því að koma þessari sýningu á laggirnar. Hún var hugmyndarík, en þó finnst mér að hún tefli stundum á tæpasta vað, sbr. hlut- verk Frosch fangavarðar eins og áður segir. En langmestur hlutur sýningarinnar er verulega vel uppsettur og öllu vel fyrirkomið á þessari þröngu senu. Leikmyndir vom ágætar og búningar fallegir. Að endingu óska ég íslensku óperunni til hamingju með þessa skemmtilegu uppfærslu á „Leð- urblökunni“. Ml&vikudagur 1. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.