Þjóðviljinn - 01.05.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Qupperneq 13
VIÐHORF Við íslendingar vorum sveitamannaþjóð frá upphafi byggðar hér og allt fram á þessa öld. Það er fyrst á stríðsárunum um og uppúr 1940 að skriður kemst á búferlaflutninga hér, úr sveitum og smáþorpum í þéttbýli. Sveitamenn ristu torf og tíndu upp grjót og hlóðu veggi sína sjálfir, er þeir höfðu fundið sér fallegt eða hagkvæmt bæjarstæði. Svo tyrfðu þeir yfir og fluttu inn. í nútíma borgarþjóðfélagi duga ekki slíkar aðferðir. Með tilkomu þéttbýlis í núverandi mynd, kom þörfin fyrir sérstaka húsnæðisstefnu. Reykjavík og nágrenni varð langstærsta þétt- býlissvæðið og þandist út skipu- lagslítið á fyrrnefndum stríðsár- um og ekki síður á næstu ára- tugum þar á eftir. Önnur þéttbýl- issvæði uxu með líkum hætti, þótt í minna mæli væri. Sú húsnæðisstefna sem hér varð til við þessar aðstæður, mót- aðist ekki útfrá þeim viðhorfum sem settu mark sitt á húsnæðis- mál nágrannaþjóða okkar, að leysa húsnæðisþörfina með skipulögðum hætti og eins hag- kvæmum fyrir fólkið og mögulegt var. Hér varð braskstefnan snemma ríkjandi. Lengi framan- af var braskað með lóðir. Stjórnmálamenn og aðrir áhrifa- menn úthlutuðu lóðum, handa þeim sem höfðu efni á að byggja og gerðu það með sínum aðferð- um. Séð var til þess að aldrei væri nægilegt framboð á byggingalóð- um. Sett var á fót sérstakt lána- kerfi, er stjómað var af húsnæð- ismálastofnun, og þar réðu stjórnmálamenn og úthlutuðu lánum, einnig með sínum aðferð- um. Stofnun þessi starfaði í her- bergjum sem voru jafnmörg stjórnmálaflokkunum. Hafði þar hver flokkur sitt herbergi og þar inni sinn mann með sína spjald- skrá. Auk „pólitískra“ hagsmuna, var helsta markmið þessarar stefnu að tryggja markaðsverð húseigna. Ef markaðurinn mett- aðist, var auðvitað hætta á verð- falli eignanna. Litið var á hús- næði fyrst og fremst sem eign sem menn höfðu fjárfest í og hlutverk ráðamanna var í samræmi við það fyrst og fremst að gæta hagsmuna eigendanna. Þessi stefna ríkir enn, þótt lóðaframboð hafi aukist t.d. í Reykjavík og lána- fyrirkomulaginu hafi nokkuð verið breytt. Afleiðing þessarar stefnu var m.a. að þeir sem ekki höfðu efni á slíkri eignasöfnum, urðu bara að leysa sín húsnæðismál ein- hvern veginn. Húsnæðiskerfið náði ekki til þeirra og um þá giltu lengst af engin lög. Samhliða þessu var mótuð hér ákveðin efnahagsstefna, sem ein- kenndist af þenslunni í þjóðfé- laginu og þjónaði ákveðnum hagsmunaaðilum sem græddu á henni. Það var hin fræga verð- bólgustefna. Þessi stefna ein- kenndist af því að öll lán voru óverðtryggð, þrátt fyrir hækk- andi verðlag, en óverðtryggð lán í mikilli verðbólgu„pg með nei- kvæðum vöxtum, eru vitaskuld að stórum hluta gjöf til lántak- enda. Engin lánastefna getur til lengdar gefið þannig fjármagn sitt án þess eitthvað komi á móti. Því var komið upp viðamiklu sjóðakerfi sem alþýða var lögum samkvæmt skyldug að greiða til ríflegan hluta launa sinna. Líf- eyríssjóðir og fleiri sjóðir fólksins voru látnir lána bæði beint til húsakaupa og bygginga, auk þess sem þeir lánuðu gegnum hús- næðiskerfið. Þeir voru gerðir að einskonar byggingasjóðum. (Líf- eyrissjóðir voru stofnaðir til að greiða sjóðfélögum lífeyri, en þótt félagarnir hafi orðið hundr- að ára, hafa þeir ekki fengið nema brot af því sem þeir borg- uðu). Þannig hefur alþýðan staðið undir miklum húsnæðisstyrkjum til eigenda húsnæðis og ekki að- eins íbúðarhúsa, heldur einnig til Hættum að vera húsnæðisþrælar eftirJónfrá Pálmholti Þannig hefur alþýðan staðið undir miklum húsnæðisstyrk til eigenda húsnæðis. Þeir eignalausu hafa aldreifengið neitt, þeirhafa aðeinsfengið að borga. eigenda allskonar húsnæðis. Þeir eignalausu hafa aldrei fengið neitt, þeir hafa aðeins fengið að borga. Og vegna þess að séð var til þess að markaðurinn mettaðist ekki, hafa leigjendur oft orðið að sæta afarkostum bótalaust, með- an þeir greiddu sinn hlut til sjóð- akerfisins og þar með húsnæðis- uppbyggingarinnar eins og aðrir. Verðbólgustefnan leiddi auð- vitað til þess að enginn gat lagt fé sitt í banka. Þar urðu þeir að engu óverðtryggðir, eða brunnu upp á verðbólgubálinu, eins og það var kallað. Allir sem gátu, reyndu að ná út sem mestu af ódýru lánsfé og fjárfesta í einhverju verð- tryggðu, og vegna þess að hús- næðismarkaðurinn var aldrei mettaður var húsnæði verð- tryggt. Það gegndi því hlutverki fjárfestingarsjóða og varð í raun og veru gjaldmiðill. Allt þetta hefur að sjálfsögðu haft í för með sér gífurlegar til- færslur á fjármagni frá hinum fá- tæku til hinna ríku. Kringum þetta þróaðist spilling sem allir stjórnmálaflokkarnir tóku þátt í. Verðbólga verður þannig til að skortur er hafður á einhverju því sem fólk þarfnast nauðsynlega, eða vill endilega hafa. Vegna skortsins gerist fólk tilbúið að greiða fyrir þetta hærra verð en það raunverulega kostar. Hærra verð ýtir svo undir kröfu um hærri laun, sem síðan hækka enn verðlagið. Það er rangt að verð- bólga sé náttúrulögmál, hún er búin til af hagsmunaaðilum. Hér hefur alla tíð verið hafður skortur á íbúðarhúsnæði. Þar er því fyrst og fremst að leita ástæð- unnar fyrir verðbólgunni, sém síðan hefur verið látin ráða hús- næðisstefnunni. Auðvitað græddu húseigendur á þessu, en auk þeirra einnig braskarar og allskyns milliliðir. En græddu húseigendur í raun og veru, eða voru þeir kannski líka plataðir? Ætli þeir væru ekki margir betur komnir, hefðu þeir átt þess kost að leysa sín húsnæð- ismál öðruvísi? Þessi stefna hefur óneitanlega gengið nærri mörg- um, þótt skattgreiðendur og sjóðfélagar hafi létt þeim róður- inn. Byggingaskyldan varð hér að nokkurskonar herskyldu sem gerði til manna miklar kröfur og undir þeim gátu ekki allir risið. Skammtímalánin eyðilögðu marga fjölskylduna í stað þess að byggja hana upp til framtíðar. Uppúr 1960 var komið á sér- stöku kerfi til að byggja yfir verkafólk og aðra sem höfðu litl- ar tekjur. Einnig þetta húsnæði var haft hluti af eignakerfinu, þar sem íbúðirnar voru seldar íbúun- um með sérstökum skilyrðum. Byggingasjóður verkamanna lán- aði óverðtryggt til lengri tíma en áður hafði þekkst. Þetta kerfi hefur þann mikla annmarka, að þurfa að borga þeim út sem fara, en lána til allt að ca. 40 ára þeim sem flytja inn. Því fer stór hluti byggingarsjóðsins í það að kaupa menn útúr kerfinu (1983 fóru 95 miljónir kr. til endurkaupa, en 75 miljónir kr. til nýbygginga). Endursöluféð fara menn svo með til fasteignasalanna. (Löglegra eða ólöglegra). Þannig hefur verkamannabústaðakerfið orðið mörgum einskonar millistig uppí braskið og með því tryggt það í sessi. Leiguíbúðir hefur ekki mátt byggja hér nema á vegum sveitarfélaga en þau hafa ekki verið látin hagnýta sér þann möguleika í miklum mæli. (Reykjavíkurborg á rúmlega 900 leiguíbúðir). Vitaskuld hefur með þessari stefnu orðið hér til mikið af góðu húsnæði, en það er miklu dýrara en vera þyrfti vegna fyrirkomu- lagsins, og vegna þess að of marg- ir hafa hagnast á kerfinu. Margt ljótt er einnig hægt að nefna, t.d. voru yfirgefnir hermannabraggar notaðir sem íverustaður fyrir al- menning hér á landi um 30 ára skeið á einhverju ríkasta tímabili í sögu þjóðarinnar. Á sama tíma voru nágrannaþjóðir okkar að jafna sig eftir glæpi styrjaldarinn- ar og leysa sín húsnæðismál skipulega og með það fyrir augum að tryggja fólkinu sama- stað. Árið 1978 var sú breyting gerð á lánakerfinu að húsnæðislán voru höfð verðtryggð, var þá kippt að mestu grundvellinum undan þeim stuðningi sem hús- eigendur höfðu notið. Sömu stefnunni er þó að öðru leyti við- haldið. Eru þrælar húsnæðis- brasksins nú að kikna undan greiðslunum. Þrældómurinn hef- ur aldrei verið sem nú, en brask- arar og milliliðir halda áfram að græða. Aðeins aðferðirnar hafa breyst. Laun hér á landi hafa ver- ið margskert á undanfömum árum, eins og menn vita. Víst er að sá tekjuauki sem margt fólk hefur talið sig fá í formi óverð- tryggðra húsnæðislána (auk skattaafsláttar) hefur átt stærsta þáttinn í að halda kaupinu niðri. Menn lögðu meiri áherslu á lánin en launin og vinnutímann. Þeir töldu sér trú um að þeir væm að búa í haginn fyrir framtíðina. En vom þeir að því í raun og vem? Eins og áður segir, hefur hús- næðisstefnan hér á landi aukið hrikalega á efnahagslegt misrétti, en áhrif hennar á félagslíf og raunar öll mannleg samskipti landsmanna eru ekki minni. Ekk- ert hefur orðið eins til að stía fólki sundur og skapa félagslega ein- angrun. Eða hvert hefur orðið hlutskipti barna, aldraðra og sjúkra undir þessari húsnæðis- stefnu? Fyrir tveimur árum var stofnað hér í fyrsta sinn húsnæðissam- vinnufélag og síðan hefur þeim fjölgað og hafa þau nú með sér landssamband. Meginmarkmið þessara samvinnufélaga er að breyta húsnæðisstefnunni þann- ig, að húsnæði verði fyrst og fremst til að búa í með sem auðveldustum hætti, þann stutta tíma sem við erum hér. í stað þess að vera fyrst og fremst bankainn- istæða eða viðskiptahlutur. Slík samvinnufélög eru algeng ann- arsstaðar og þykja ekki róttæk lausn, þótt svo virðist vera hér. Enda em þau það miðað við ríkj- andi stefnu. Þarna getur fólk tryggt sér öruggt húsnæði ævi- langt, án þess að taka lán. Verj- endur ríkjandi braskstefnu reyna nú flest sem þeir geta, til að koma í veg fyrir svo eðlilega lausn í húsnæðismálum. Samvinnufé- lögin gætu nefnilega mettað markaðinn og hvert yrði þá verð- gildi eignanna? Og á hverju ættu þá húsabraskararnir og millilið- irnir að græða? Húsnæði er lífsnauðsyn á ís- landi. Án þess getum við ekki lifað hér. Léttum lífsbaráttuna og hættum að vera húsnæðisþrælar. FRÁ LESENDUM llm taunauppbót og spamað á Grundartanga í sambandi við fréttir frá ís- lenska járnblendifélaginu hf. sem birst hafa í flestum fjölmiðlum, þar sem greint er frá sérstakri greiðslu til starfsmanna, vil ég taka fram eftirfarandi: Um nokkurt skeið höfðu farið fram viðræður á milli viðkomandi verkalýðsfélaga og fyrirtækisins ogV.S.Í. um samninga en samn- ingar voru lausir 1. mars. í þess- um viðræðum var kröfunni um grunnkaupshækkun afdráttar- laust hafnað af hálfu okkar við- semjenda. Þegar ljóst var að erf- itt mundi að ná samningum, ef ekki yrði einhver hreyfing á grunnkaupi, tilkynnti fulltrúi fyrirtækisins að hann mundi leggja til við stjórn þess að hverj- um og einum starfsmanni yrði greidd ákveðin upphæð eftir nán- ari útfærslu sem samkomulag yrði um. Þessi hugmynd var lögð fyrir starfsfólk sem taldi sig geta fallist á aðrar hliðar samningsins ef af þessari greiðslu yrði. í trausti þess að þessi hugmynd næði fram að ganga hjá stjórn í. J. voru samningar undirritaðir 8. mars 1985. Annað atriði í fyrrnefndum fréttum vil ég aðeins minnast á, en það er um hinn svonefnda „Sparibauk". Nú mætti ætla að launakjör séu svo góð hér á Grundartanga að hver maður geti lagt til hliðar svo og svo mikið af launum sínum umfram aðra vinnustaði, en því miður er ekki svo. Ef menn eiga að geta staðið við skuldbindingar sínar í þessu vaxta- og lánaokri þurfa þeir að geta lagt til hliðar eitthvað af tekjum sínum og skipulagt fjármál sín. Hefur járblendifélag- ið raunar árum saman veitt starfs- mönnum, sem þess hafa óskað, aðstoð til að ná tökum á fjármál- um sínum með gerð greiðsluáætl- ana, sem síðan hafa verið notaðar í skiptum manna t.d. við lána- stofnanir. Á s.l. hausti kom fram sú hug- mynd hvort ekki væri hægt að skipuleggja einhvern sparnað hjá starfsmönnum á Grundartanga til þess að auðvelda þeim að standa við skuldbindingar sínar. Stjórn starfsmannafélagsins gekk svo í það að hrinda þessu í fram- kvæmd. Þetta fer fram með þeim hætti að launadeild fyrirtækisins held- ur eftir af tekjum hvers og eins þeirri upphæð sem hann ákveður mánaðarlega. Þetta fé er svo lagt í banka á sameiginlegan reikning á bestu fáanlegum kjörum en er þó laust fyrir hvern og einn þegar hann þarf. Einnig er miðað að því, að þessi skipan liðki fyrir lán- um til þeirra sem eru þátttakend- ur í „Sparibauknum“. Vel getur verið, að starfsemi „Sparibauksins" verði til þess, að einhverjir starfsmenn stofni til sparnaðar, sem þeir annars hefðu ekki gert. Slík aukageta af þessari starfsemi er að sjálfsögðu af hinu góða. Af því, sem hér hefur verið sagt, má vera ljóst, að fyrmefnd greiðsla kom starfsmönnum á Grundartanga ekki svo mjög á óvart (en engu að síður kom hún sjálfsagt mörgum vel) og einnig hitt að til „Sparibauksins“ var stofnað af nauðsyn, en ekki af því að tekjuafjgangur starfsmanna væri þeim til vandræða. Kjartan Guðmundsson, aðaltrúnaðarmaður, Grundartanga Miðvikudagur 1. maf1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.