Þjóðviljinn - 01.05.1985, Síða 14

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Síða 14
MINNING Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu Vesturlandsvegar í Mýrasýslu. Magn ca. 19.000 m3, lengd 9,3 km). Verki skal lokið 30. júní 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og í Borgarnesi frá og með 2. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 20. maí 1985. Vegamálastjóri. OPIÐ HÚS 1. maí Að lokinni 1. maí göngunni verður opið hús hjá VR í Húsi Verzlunarinnar 9. hæð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Kaffiveitingar, félagsmenn eru hvattir til að líta inn. Verið velkomin. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Norræni heilunarskólinn (Skandinavisk healarskole) Norræni heilunarskólinn heldur kynningarkvöld föstu- daginn 3. maí kl. 20.00 í Félagsheimili knattspyrnufé- lagsins Vals. Norræni heilunarskólinn gefur öllum, sem áhuga hafa á hinni andlegu hlið mannlegs lífs, kost á að öðlast þekkingu og þroska hæfileika sína á þessu sviði. Sagt verður frá stofnun skólans í Danmörku og hér á landi, starfi hans og markmiðum. Fyrirspurnum svarað um hvað námið, hvað heilun er o.fl. Allir velkomnir. Tæknistjóri flugrekstrar Staða tæknistjóra flugrekstrar hjá Landhelgisgæslu íslands er laus til umsóknar. Starfið felst í því að stjórna og hafa umsjón með við- haldi, skoðunum, viðgerðum og breytingum loftfara Landhelgisgæslu og Landgræðslu ríkisins. Æskilegt er að viðkomandi hafi mikla reynslu í viðhaldi loftfara, sé flugvirki, flugtæknifræðingur eða flugverk- fræðingur að mennt og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum um starfið skal skila til Landhelgisgæslu íslands, Seljavegi 32 fyrir 15. maí nk. Félagið STOÐ heldur félagsfund 8. maí kl. 20.30 að Hótel Hofi. Mætið öll! Ath.: skráning nýrra félaga fer fram eftir fundinn. 1. maí merki 1. maí merkjum er dreift til sölufólks á Hlemmi frá kl. 11 í dag. Góö sölulaun. 1. maí nefndin. Sigurður AUi Guðmundsson Fœddur 3. mars 1948 - Dáinn 22. apríl 1985 Mig langar í fáum orðum að minnast vinar okkar, Sigurðar Atla Gunnarssonar, sem lést í Borgarspítalanum 22. apnl sl., og jarðsunginn verður nú í dag kl. 15, frá Neskirkju. Sigurður Atli fæddist 3. mars 1948, sonur hjónanna Sigurðar Gunnarssonar kennara og Jó- hönnu Þorvaldsdóttur, sem ætt- uð var af Barðaströnd. Jóhanna lést fyrir fáum árum, aðeins 53 ára að aldri, úr sama sjúkdómi og nú lagði son hennar að velli, að- eins 37 ára. Sigurður Atli var tæknifræð- ingur að mennt, og réðist sem slíkur til Seyðisfjarðarkaupstað- ar vorið 1978. Kynni okkar hóf- ust á fyrsta degi dvalar hans hér á Seyðisfirði, þar sem í minn hlut kom að taka móti honum er hann kom til bæjarins. Var hann heimilisvinur að Garðarsvegi 6, frá þeim tíma, og ávallt aufúsu- gestur. Ekki þurfti löng kynni við Sigurð Atla, til að finna að þarna/ fór maður góðum gáfum gæddur. I Áhugamál hans voru ótal mörg, enda var alltaf ánægjulegt að sitja með honum kvöldstund og kryfja málin. Var nokkurn veginn sama um hvað var rætt, alltaf kunni hann skil á hlutunum. Auk tækniáhuga- og þekkingar, stóð hugur Sigurðar Átla mjög til alls sem að náttúruvísindum sneri. Enda var hann áskrifandi að margs konar ritum þar um. Ákveðnar stjómmálaskoðanir hafði hann, en lét þó aldrei blindast. Veit ég að hjarta hans sló réttum megin í þeim efnum. Trúi ég að ekki hefði verið auðvelt að hræða hann frá sjálf- um sér á þeim sviðum, eins og stundum vill verða. Til þess var hann of staðfastur. í æsku og fram á unglinsár, var Sigurður Atli tíðum í sveit á sumrin, hjá afa sínum og ömmu, Þorvaldi Bjamasyni og Ólöfu Dagbjarts- dóttur, að Gröf á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu. Minntist hann þeirra oft, er sveitina bar á góma, enda mat hann þau mikils. Þorvaldur lést fvrir fáum árum, en Ólöf amma hans lifir enn í hárri elli, fyrir vestan. Ekki gat ég fundið hvor honurrf' var kærari, Barðaströndin eða Vesturbærinn í Reykjavík, þar sem, hann ólst upp í hópi kátra félaga, svo sem, meðal annarra, Vilmundi Gylfasyni og Hrafni Gunnlaugssyni, sem hann oft minntist á, þegar bernsku og bemskubrek bar á góma. Þar og þá mun hann hafa eingöngu gengið undir nafninu Atli. Eins og við mátti búast af manni með svo mörg áhugamál, lét hann sér ekki nægja eingöngu störf á landi. Hugur hans stóð einnig til farmennsku. Auðnaðist honum að nokkm leyti að svala farmannseðli sínu. Minnist ég þess, að einu sinni á starfsferli sínum hér á Seyðisfírði fékk hann leyfí í nokkurn tíma, til að fara í siglingar á farskipi. Nú síðast, meðan þrek entist, starfaði Sig- urður Átli hjá Innkaupastofnun ríkisins. Já, margt kemur fram í hug- ann, þegar þessa prúða drengs er minnst. Engan þekki ég sem bar jafn gott skynbragð á vandaðar kvikmyndir, enda hafði hann næman skilning á listrænum og sálrænum boðskap þeirra, og hafði lag á að opna augu félaga sinna, til að nema hann. Þegar áhugamál Sigurðar Atla em nefnd, er ekki hægt að kom- ast hjá að minnast skákar, sem hann hafði mikla ánægju af. Enda var hann nokkuð lesinn í þeim fræðum. Eignaðist hann nokkra góða félaga hér á Seyðis- fírði, í gegn um það áhugamál sitt. Upp úr áramótum 1982, kenndi hann sjúkdóms þess sem hann hefur nú lotið í lægra haldi fyrir. Barðist hann mjög hetju- lega gegn honum, og sýndi þar aðdáanlegt þrek, uns yfír lauk. Vissi hann þó áreiðanlega manna best að hverju stefndi. Var mér kunnugt um, frá heimsókn minni til hans í nóvember sl., á heimili systur hans og mágs að Hæða- byggð 2, þar sem hann naut góðr- ar aðhlynningar í veikindum sín- um, að hann gerði sér vonir um að standast baráttuna fram á árið 1986. Hafði hann þá í huga að verða vitni að heimsviðburði þeim sem aðeins verður á 76 ára fresti. Það er þegar halastjarnan, sem kennd er við Halley, fer fram hjá hnetti okkar. Þessi von Sig- urðar Atla sýnir vel þann áhuga sem hann hafði á öllu sem mark- vert var, og lýsir honum því vel. Hann kunni vel að greina hismi frá kjarna. Oft furðaði ég mig á því, hversu brennandi áhuga hann hafði á öllu því sem fór fram hér á Seyðisfirði, eftir dvölina hér. Innti hann eftir hinum ólíkleg- ustu atvikum, smáum og stórum. Einkum þó verklegum fram- kvæmdum sem á döfinni voru í það og það skiptið. Sýndi það vel hug hans til staðarins. Sigurður Atli bar ekki tilfinn- ingar sínar utan á sér. Þó gat hann ekki leynt hug sínum til systur- sona sinna, Jóns Gunnars 12 ára, Ásmundar 10 ára og nafna síns Atla, sem er aðeins 4 ára. Var augljóst að þeir voru honum mjög kærir. Fylgdist hann vel með þroska þeirra, meðan hann dvaldi hér. Var von hans sú, eftir að*hann tók hinn banvæna sjúk- dóm, að hann héldi út það lengi, að nafni sinn, Atli, fengi munað sig, er hann væri allur. I einu af okkar síðasta símtali, sem mig minnir að hafa verið 3. mars, á 37. afmælisdegi hans, hafði hann á orði að heimsækja okkur á Seyðisfjörð, þegar vor- aði og hlýnaði í veðri, ef- „lyfja- kúramir", sem hann reglulega þurfti að þola, gengju vel. Ekki rættust allar þessar vonir hans. Engu að síður veit ég að við munum skynja nærveru hans. Já - hver veit nema hann sé búinn að „koma auga á“ halastjörnu Hall- eys, sem við hér verðum að bíða eftir að líta okkar „efniSaugum" í heilt ár. Fjölskyldan að Garðarsvegi 6 þakkar af alhug kynni við góðan dreng, og óskar horium farar- heilla til framandi stranda, vit- andi að: Þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Við vottum jafnframt föður hans, systur og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Þótt mannanna þekking sé markað svið, svo mœlt vér ei geiminn fáum, til Ijóssins að sannleika leitum við, svo langt sem með huganum sjáum. Hver veit þá er þeirri lýkur leit, hve langt vér að endingu náum. Þ.G. Jóhann Sveinbjörnsson Seyðisfirði MIÐ-AMERÍKA og KARABÍSKA HAFIÐ ertímarit um Rómönsku AmeríkU og stöðu þjóðfrelsisbaráttunnar í þeim heimshluta. Styrkið samstöðu- hreyfinguna á íslandi - GERIST ÁSKRIFENDUR. NAFN:.......................................SÍMI: .............. HEIMILI: ...................................................... BÆJARFÉLAG: ................................................... Ársáskrift (3-4 tbl.) kostar 200 krónur. El Salvador-nefndin, Pósthólf 1032, 121 Rvík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.