Þjóðviljinn - 01.05.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Side 15
ÍÞRÓTTIR Tveir við Noreg Leikið um sæti ÍA- keppninni Islenska kvennalandsliðið í hand- knattleik leikur tvo leiki við Norð- menn hér á landi á föstudag og laugar- dag. Þjóðirnar bítast um laust sæti í A-heimsmeistarakeppninni og leika báða leiki sína hér á landi. Viðar Símonarson landsliðsþjálfari hefur valið 16 stúlkur fyrir leikina og eru þær eftirtaldar, landsleikir fylgja með: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir, KR................28 Halla Geirsdóttir, FH...................11 Fjóla Þórisdóttir, FH.....................0 Aðrir leikmenn: Ema Lúðvíksdóttir, Val...................37 Guðrún Kristjánsdóttir, Val...............2 Magnea Friðriksdóttir, Val...............14 Kristbjörg Magnúsdóttir, KR...............0 Kristín Pétursdóttir, FH.................14 Sigrún Blomsterberg, Fram................22 Soffía Hreinsdóttir, Val.................1 AnnaM. Guðjónsdóttir, Stjörnunni..........0 Kristjana Aradóttir, FH..................35 Kristín Arnþórsdóttir, Val................3 MargrétTheodórsdóttir, FH................32 Arndís Aradóttir, FH.....................1 Erla Rafnsdóttir, Fram...................33 Til vara eru Jóna Bjarnadóttir, Víkingi, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR og Katrín Fredriksen, Val. Leikið verður í Digranesi í Kópavogi á föstudagskvöldið og í Seljaskóla á laugardaginn. -HrG. Knattspyrna Jafntefli Vals og KR Guðmundur Guðmundsson fyrirliði Víkings lyftir bikarnum - og ánægjan skín úr andlitum félaga hans. Mynd: E. Öl. Víkingar Unnu á reynslunni Bikarmeistarar eftir sigur á FH, 25-21. Frábœr markvarsla Mörk Víkings: Þorbergur 9 (3v), Viggó 4, Karl 4, Hilmar 3, Guðmundur 2, Steinar 2 og Einar 1. Mörk FH: Kristján 9 (3v), Jón Erling 4, Hans Guðmundsson 3, Þorgils Ottar Mathiesen 2, Sveinn 1, Guðjón Arnason 1 og Guðjón Guðmundsson 1 (1). Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erlingsson dæmdu þokkalega. -VS Valur og KR gerðu jafntefli, 2-2, í Reykjavíkurmótinu í meistaraflokki kvenna í fyrrakvöld. Guðrún Sæm- undsdóttir og Eva Þórðardóttir skoruðu fyrir Val en Björg Kristín Sigþórsdóttir og Ragnheiður Sæm- undsdóttir fyrir KR. Tveir aðrir leikir eru búnir í mótinu - Víkingur vann Fram 3-1 og Valur sigraði Víking 4-0. ÍR og Fvlkir hættu þátttöku. -HrG. Framarar Trausti hættur Trausti Baldvinsson landsliðs- bakvörður í knattspyrnu er hætt- ur að æfa með Framliðinu, vegna mikillar vinnu. Það er því nokkuð Ijóst að hann muni ekki leika með liðinu í 1. deildinni í sumar. - VS „Það er reynslan sem færði okkur bikarinn. FH-ingar eru í betra úthaldi og æfingu en við en þeir voru hræddir, við þekkjum svona þýðingarmikla leiki betur og sýndum að við erum ekki með síðra lið en Islandsmeistararnir þó okkur hafl gengið brösuglega í 1. deildinni í vetur,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson landsliðs- maður úr Víkingi eftir bikarsig- urinn á FH í gærkvöldi. Þetta var kveðjuleikur Þorbergs sem leikur með Saab í Svíþjóð næsta vetur. „Það var ekki hægt að kveðja öðruvísi,“ sagði Þorbergur. Viggó Sigurðsson kvaddi líka - fyrir fullt og allt. „Það er draumur að enda svona, við lék- um eins og við getum best. FH- ingar brotnuðu niður undir lok fyrri hálfleiks og markvarsla Kristjáns Sigmundssonar var síð- an grunnurinn að sigri okkar. Ég get hætt með góðri samvisku, við eigum mikið af efnilegum leik- mönnum,“ sagði Viggó. Fyrri hálfleikur var hnífjafn, Víkingar með undirtökin fram- anaf en FH seinni hlutann - þar til Víkingar gerðu þrjú mörk á lokamínútunni og komust í 12- 10. Þeir gerðu síðan fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og létu for- ystuna ekki af hendi, héldu FH í öruggri fjarlægð. Kristján lagði sitt af mörkum til þess með stór- brotinni markvörslu - hápunkt- urinn kom þegarstaðan var 20-15 og hann varði tvö vítaköst með nokkurra sekúndna millibili. FH komst aldrei nær en 21-18 - Vík- ingar svöruðu með tveimur mörkum og lokatölurnar urðu síðan 25-21. Víkingar bera titilinn Bikar- meistari í handknattleik 1985 með sóma. Þeir voru betra liðið í gærkvöldi - allir léku vel - Krist- ján ótrúlegur, Þorbergur kraft- mikill og með glæsimörk, Viggó drjúgur, Karl Þráinsson sýndi snilldartakta, Hilmar Sigurgísla- son var ómetanlegur í seinni hálf- leik þegar Þorbergur og Viggó voru teknir úr umferð, Guð- Tæknideild KSÍ gekkst fyrir C-stigs þjálfaranámskeiði um síðustu helgi og komust þar mun færri að en vildu. A námskeiðinu leikgreindu þátttakendur m.a. leik milli drengja- og unglingalandsliðsins á gervigrasinu og smellti E.ÓI. þessari mynd af hluta þeirra. Guðmundur Ólafsson tækninefndarmaður er lengst til vinstri en á myndinni eru m.a. Bjarni Jóhannsson þjálfari Þróttar Neskaupstað, Vignir Baldursson þjálfari Austra, Gunnar Gíslason landsliðsmaður úr KR (með reifaðan fót) og Sigurbjartur Guðmundsson aðstoðarþjálfari (K. mundur Guðmundsson, Steinar Birgisson og Einar Jóhannesson skiluðu allir sínu og vel það. Liðs- heildin góð og viljinn til að sigra fleytti Víkingum langt. Það var sem allir vildu sigra fyrir Þorberg og Viggó - kveðja þá með eftir- minnilegum leik. FH náði aldrei að rífa sig í þann bikarham sem til þarf við svona aðstæður. Margir laglegir hlutir sáust þó, einkum til Kristjáns Arasonar, sem þarna kvaddi FH og íslenskan handknattleik, a.m.k. um sinn, ásamt Sveini Bragasyni, og Jóns Erlings Ragn- arssonar. Aðrir voru mistækir og markvaslan var lítil þar til undir lokin. En þó bikarinn skilaði sér ekki í Hafnarfjörð geta FH-ingar verið sáttir við uppskeruna í vet- ur. Það er erfitt að gera mikið betur. Ovænt! Wales-Spánn 3-0 Walesbúar unnu óvæntan yfir- burðasigur á Spánverjum, 3-0, í undankeppni HM í knattspyrnu í gærkvöldi. Ian Rush skoraði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, Mark Hughes bætti öðru marki við um miðjan seinni hálf- leik og Rush innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki. Staðan í 7. riðli er þá þessi: Wales................. 5 3 0 2 6-5 6 Skotland................4 2 0 2 6-3 4 Spánn...................4 2 0 2 5-6 4 Island..................3 1 0 2 2-5 2 Öll lið hafa tapað jafnmörgum stig- um og ísland á því enn jafna mögu- leika á við hin liðin um að komast í úrslitakeppnina í Mexíkó. -VS Knattspyrna Stórieikur þýskra í Prag Öruggir til Mexíkó eftir 5-1 sigur Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Vestur-Þjóðverjar sýndu einhvern sinn besta landsleik í áraraðir í gær þegar þeir burstuðu Tékka 5-1 í Prag í undankeppni HM í knattspvrnu. Frá- bær úrslit á útivelli og V.Þjóðverjar eru nú nánast búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Mexíkó. Fyrri hálfleikur var stórkostlega leikinn af hálfu vestur-þýska liðsins og strax á 8. mínútu skallaði bakvörð- urinn Berthold í mark Tékka. Pierre Littbarski skoraði með skoti af 20 m færi á 22. mínútu, Lothar Mattháus með viðstöðulausu skoti á 36. rnínútu og Mathias Herget gerði fjórða mark- ið og það fallegasta á 43. mín - beint úr aukaspyrnu í blávinkilinn. Staðan 0-4 í hálfleik! V.Þjóðverjar slökuðu á klónni eftir hlé en misstu aldrei tökin á leiknum og Rudi Völler átti snemma skot í slá af 25 m færi. Klaus Allofs kom inná sem varamaður á 70. mín. og á 83. mín. fylgdi hann vel þegar markvörð- ur Tékka varði skot frá Völler og skoraði fimmta markið. Griga náði loks að koma heimaliðinu, sem var eingöngu skipað leikmönnum frá Prag, á blað þremur mínútum fyrir leikslok. Herget lék á miðjunni, ekki í sinni vanalegu stöðu sem miðvörður, og átti frábæran leik - var bestur ásamt Littbarski og Jacobs sem lék sem mið- vörður. Liðið var þannig skipað: Schumacher - Berthold, Brehme, K.H. Förster, Jacobs-Herget, Matt- háus, Magath, Rahn - Littbarski, Völler. Staðan í 2. riðli er nú þessi: V.Þýskaland.........5 5 0 0 18-4 10 Portúgal............5 3 0 2 8-7 6 Svíþjóð.............4 2 0 2 7-4 4 Tékkóslóvakía.......4 112 6-7 3 Malta..............6 0 1 5 3-20 1 Tvö efstu iiðin komast beint í lok- akeppnina í Mexfkó. Miðvikudagur 1. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.