Þjóðviljinn - 01.05.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. HIÖDVIUINN MlðvlkudaQur 1. maí 1985 97. tölublað 50. órgangur Húsnœðisvandinn Lausn a minnsta vandanum Björn Ólafssonfrá húsnœðismálahópnum: Efþetta er hluti aflausninni er frumvarpið ílagi en efþetta er heildarlausnin þá erþetta hneyksli Ef þetta frumvarp forsætisráð- herra um greiðslujöfnun fyrir húsbyggjendur er aðeins hluti af heildarlausn, þá er það í lagi. En ef þetta er allt sem fyrir húsbyggj- endur á að gera, er frumvarpið hneyksli. Þetta sagði Björn Ólafs- son verkfræðingur einn af tals- mönnum áhugamannahópsins um húsnæðismál sem stofnaður var í vetur. Björn benti á að lán Húsnæð- ismálastofnunar væri lang- minnsta vandamálið fyrir hús- byggjendur, enda væru þau lán á langbestu kjörum sem fáanleg væru fyrir húsbyggjendur. Og ef það er orðið heils árs greiðslumis- gengi hjá fólki á þessum lánum, þá geta menn rétt ímyndað sér hvernig ástandið er gagnvart öðr- um lánum. Vandamál fólks eru einmitt varðandi þau lán. Ég trúi ekki öðru fyrr en ég tek á, en að þetta sé aðeins hluti lausnar á vanda húsbyggjenda. Og stjórnvöld verða að fara að koma með heildarlausnina, því fólk er gersamlega komið í þrot. Forsætisráðherra lofaði okkur í húsnæðishópnum að við fengjum að fylgjast með því hvernig vand- inn yrði leystur og ég vonast til þess að við fáum að ræða við for- sætisráðherra nú í vikunni, sagði Björn Ólafsson. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sem átti samráðsfundi með forsætisráðherra um þetta mál, hefur látið hafa eftir sér að hann líti á þetta sem skref en ekki sem heildarlausn. - S.dór. Hríflu- Jónas 100 éra Ljósmyndasýning og minnisvarði í dag, 1. maí eru 100 ár liðin frá fæðingu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Af því tilefni verður opn- uð ljósmyndasýning um Jónas, ævi hans og störf í Hamragörðum Hávallagötu 24 og mun hún standa frá 1. -12. maí. Opnunar- tíminn erfrákl. 14-22 þann 1. maí og um helgar en kl. 16-20 á virk- um dögum. Ljósmyndasafnið hefur annast uppsetningu sýning- arinnar en Skjalasafn Sambands- ins mun hafa með umsjón hennar að gera. Þá mun í dag afhjúpaður minn- isvarði um Jónas Jónsson frá Hriflu og er hann á svæðinu á milli Landsbókasafnsins og Arn- arhvols. Brjóstmyndin er eftir Einar Jónsson myndhöggvara en minnisvarðinn og umhverfi hans er eftir Steinþór Sigurðsson listmálara. Athöfnin fer fram í dag kl. 10.00. - v. Brjóstmynd af Jónasi frá Hriflu verður afhjúpuð í dag en 100 ár eru nú liðin fráfaeðingu þessa umdeilda stjórnmálamanns, sem stofnaði Alþýðuflokkinn/ASI árið 1916. Ljósm.: E.OI. Seðlabankahöllin 600 fermetrar í afgang Hugmyndirað leigjaplássið út. Hagnaður bankans 111 miljónir ásl. ári Hagnaður af rekstri Seðlabank- ans nam 111 miljónum á sl. ári en árið 1983 var halli á rekstr- arreikningi uppá 95 miljónir. Tekjur umfram vaxtagjöld hjá Seðlabankanum á sl. ári voru 1 miljarður og 87 miljónir sem er tvöfalt meira en frá árinu á undan. Kostnaður við rekstur bankans fyrir utan bygginga- kostnað var 145 miljónir sem er 34% hækkun frá fyrra ári. Kostnaður vegna nýbyggingar bankans á sl. ári var um 109 milj- ónir samkvæmt reikningum bankans. Jónas Rafnar formaður bankaráðs upplýsti á ársfundi bankans í gær að skrifstofurýmið í nýbyggingunni við Arnarhól yrði nokkuð stærra en bankinn hefði þörf fyrir og væntanlega yrði um 500-600 ferm. afgangs til útleigu. Til greina kæmi að leigja Þjóðhagsstofnun ásamt öðrum ótilgreindum þetta ónýtta pláss í nýbyggingunni, en eins og mönnum er eflaust kunnugt er Þjóðhagsstofnun nýlega búin að koma sér fynr í nýjum hýsakynn- um Framkvæmdastofnunar við Rauðarárstíg. -Ig- Grímsey Eina vonin er að fá keyptan kvóta Prír stœrstu bátarnir búnir með þorskkvóta sinn Húsavík Mokafli Aflabrögð á Húsavík hafa ver- ið með eindæmum góð undan- farna daga, jafnt hjá stærri sem minni bátum. Á sunnudaginn kom togarinn Kolbeinsey úr túr með 160 tonn og var uppistaðan karfi. Á mánudag kom svo Júlíus Hafstein inn með 35 tonn af rækju. Minni bátar hafa fiskað afar vel og má nefna sem dæmi að 30 tonna snurvabátur kom inn til Húsavíkur á mánudag með 14 tonn. Hefur verið unnið öll kvöld í frystihúsum á Húsavík og virðist næg vinna framundan. - AB. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá á dögunum eru stóru bátarnir 3 í Grímsey búnir með þorskkvóta sinn og blasir við þeim stöðvun það sem eftir er ársins og minnkandi atvinna í landi. For- ráðamenn í Grímsey hafa verið að reyna að fá sjávarútvegsráðu- neytið til að liðka til fyrir þeim. Það eina sem ráðuneytið getur er að fá keyptan kvóta til handa Grímseyingum og verður allt reynt til þess að það megi takast. Þetta sagði Hannes Guð- mundsson í Grímsey, en hann fór ásamt öðrum til Akureyrar á dög- unum til fundar við sjávarútvegs- ráðherra. Hannes sagðist von- góður um að takast myndi að fá keyptan kvóta, þá helst af rækj- ubátum, sem eiga þorskkvóta og ætla ekki að nota hann. - S.dór. Laxveiðar Laxinn mánuði fyrr en vanalega Vart við lax víða við ströndina Vart hefur orðið við lax víða við ströndina og er hann um það bil mánuði fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Finnur Garð- arsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun sagði að gott árferði réði hér mestu um. Þegar svona vel áraði færu gönguseiði fyrr niður úr ánum en ella og lax- inn í hafinu rennur á lyktar- slóðina og kemur því fyrr uppað ströndinni en vanalega. Vanalega gengur laxinn uppí árnar síðast í maí en að þessu sinni má búast við að hann gangi upp fyrr að sögn Finns Garðars- sonar. Þá má geta þess að fiski- fræðingar segjast eiga von á mikl- um laxi og góðri laxveiði í sumar. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.