Þjóðviljinn - 03.05.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.05.1985, Qupperneq 6
1. MAÍ 1. maí Framhald af bls. 5 ; gleymum ærið oft þeim sem lítið hafa fyrir sig að leggja á íslandi. Á meðaltalsmælikvarðann býr þjóðin þokkalega og getur ýmis- legt leyft sér, en meðaltalið hylur alvarlega misskiptingu í þjóðfé- laginu. Skiptir til jafns ofgnótt þeirra sem eiga og allsleysi þeirra sem úr engu hafa að spila. Pví fer fjarri að meirihluti þjóðarinnar búi við skort, en þeir sem erfitt eiga eru þó margir. Þeir eru hins vegar almennt hljóðlátir og hafa sig lítt í frammi. Það er okkar sem viljum vinna að jöfnuði og rétt- læti að halda málstað þeirra á lofti og knýja á um úrbætur. Það er okkar að bæla niður sérhyggj- una og koma samábyrgðinni til vegs. Samningaviðræður eru skammt undan. Með samstilltu átaki verður verkalýðshreyfingin að hnekkja launastefnu stjórnvalda og atvinnurekenda. Kaupmáttarhrap síðustu missera verður að vinna upp í áföngum. Kaupmátt verður að tryggja með öruggum hætti. Strax í vor þarf kaupið að hækka. Náist ekki ár- angur í viðræðum, verðum við að vera viðbúin hörðum átökum í haust. Keppikeflið er ekki kaup heldur kaupmáttur og kauptrygg- ing. Samninga án kauptryggingar má ekki endurtaka.” Samtök kvenna á vinnumarkaðnum héldu fund á Hallærisplani að göngu lokinni og fylltist svæðið fljótlega af fólki. Ljósm. Vðldís * Úr ræðu Hjördísar Hjartardóttur T reystumá okkur sjálf Hinn almenni launþegi - við sem eigum að iifa á laununum sem um er samið erum orðin hálf- gert aukaatriði í samninga- og samráðsmakki, eða ekki fæ ég betur séð þegar samningar ASF og VSÍ. eru orðnir einkamál ör- fárra gæðinga. Aðrir hafa ekki ákvörðunarrétt um hvaða krónu- tala verði í iaunaumslaginu næsta haust. Enda eru hinir almennu fé- lagar orðnir til hálfgerðara vand- ræða, það er ekki nóg með að þeir séu vaðandi uppi og blað- randi með einhverjar skoðanir og kröfur um lýðræðisleg vinnu- brögð - heldur eru þeir í ofanálag farnir að ganga svo langt að fella samninga sem forystan hefur gengið frá - dauðþreytt og svefnvana eftir samningaþófið. Hvflíkir tímar - hvflíkir siðir. Hvflíkt vanþakklæti. Forystan virðist nefnilega sem minnst vilja af okkur óbreyttum vita, nema þegar þeim hentar að fá okkur til að standa við hlið sér en þá um- fram allt - þögul og prúð og allrahelst með blys eða kertaljós í hendi. - En blysför er ekki sama og blysför. Öllu máli skiptir hver tendrar logann. Þegar almennir félagar í B.S.R.B. tendruðu blys til aðhalds og stuðnings samning- anefndinni þurfti ekki að taka mark á því. Á kannski að snúa kjarabarátt- unni upp í eina alsherjar sálu - messu - en~það dugir skammt þegar almenningur á ekki fyrir útförinni sinni - nema kannski verkfallsjóðir verði loksins opn- aðir og notaðir í kistur og líkklæði fyrir launþega sem eru dauðir úr þrælkun og örbirgð. Já - þrælkun og örbirgð - því þó þorri íslenskra launþega sé trúlega farinn að vinna tvöfalda vinnu dugar það ekki til, þær lýs- ingar sem maður heyrir af högum fjölskyldna eru farnar að nálgast ískyggilegar lýsingar Morgun- blaðsins á ástandinu Austan - t jalds. 4urra og 5 manna fjöl- skyldur í einu herbergi f Velferð- arríkinu íslandi árið 1985. Hvaða aðstæður erum við svo að bjóða uppvaxandi kynslóð uppá, nú á þessu alþjóða ári ÆSKUNNAR? Einveru, um- önnunarleysi og sífellda ósigra - því foreldrar sinna ekki bæði börnum sínum og vinnu samtím- is, þó að foreldrar eða foreldri leggi nótt við dag þá afla þeir ein- faldlega ekki þeirra tekna að þær hrökkvi til kaupa á öllu því sem þarf til að tryggja hamingjuríkt líf. Því samkvæmt auglýsingum og þeim lífsstfl sem að okkur er haldið er hamingjan einna helst fólgin í nýjum fötum, sólarland- aferðum og allskyns fermingar- tækjum. Það er engin spurning að þegar afkoman verður erfiðari er það á kostnað fjölskyldulífsins - skiln- uðum fjölgar - fleiri fjölskyldur flosna upp. Þörfin fyrir sam- neyslu og félagslega þjónustu eykst. Eins og vant er bitnar ástandið harðast á konum. Það eru fyrst og fremst konur sem bera ábyrgð á að endar nái saman á heimilun- um. - Það eru fyrst og fremst konur sem fylla flokk einstæðra foreldra og eru einar fyrirvinna heimila. - Það eru fyrst og fremst konur sem fylla láglaunalistana, fyrst og fremst konur sem ekki fá yfir- borganir. - Fyrst og fremst konur sem ekki geta bætt við sig vinnu vegna þarfa fjölskyldunnar. Ein af kröfum dagsins er kraf- an um 20.000-kr. lágmarkslaun. Með þessu er verið að taka undir kröfu SFR. En við vitum öll að 20.000 - kr. nægja ekki einu sinni til að framfleyta einstaklingi, hvað þá fjölskyldu - krafa þessi er nauðvörn - en ekki krafa um laun til að lifa af - ekki krafa um mannsæmandi líf - en því hljót- um við að eiga rétt á og við vitum öll að nóg er til skiptanna. Yfirskrift fundarins er gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar. Við verðum að gera okkur grein fyrir að ríkisstjórnir eru aldrei góðar við launþega - bara mis- vondar - þessi trúlega verst af öllum um langan tíma. Það verð- ur hvorki ný ríkisstjórn né Jón Baldvin sem bjargar okkur - heldur ekki verkalýðsforystan. Við höfum engan til að stóla á nema okkur sjálf. - Við verðum sjálf að móta kröfur okkar, við verðum sjálf að fylgja þeim eftir. Nú greiða kennarar atkvæði um úrsögn úr B.S.R.B. -Það er í rauninni ekki skrítið - það er hægt að örmagnast svo að maður velti fyrir sér örþrifaráðum. En ekki fæ ég séð að við séum betur sett sundruð í mörgum liðum með margar forystur. Samstaða launafólks innan B.S.R.B. efldist mjög í verkfall- inu í haust, með áframhaldandi samstöðu hlýtur sigurinn að vera á næsta leiti. Auk þess vitum við líka að það eru ekki bara þeir sem sitja hinum megin við samninga- borðið sem eru hættulegir. Við og sérstaklega konurnar vitum eftir verkfall B.S.R.B. í haust að við getum staðið saman þvert á starfsheiti og launaflokka - vitum að við getum næstum því allt. Nú náum við enn breiðari sam- stöðu, náum samstöðu launa- fólks bæði innan B.S.R.B. og A.S.Í. um að segja upp launalið- um samninga f haust - semjum ekki án vísitölutryggingar á laun. Verkalýðshreyfingin er til fyrir okkur og okkar að berjast hlið við hlið því við eigum nákvæm- lega sömu hagsmuna að gæta. Félagsstarf aldraðra Reykjavík Orlofsdvöl sumarið 1985 Eins og undanfarin sumur efnir félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar í samstarfi við íslensku Þjóðkirkj- una til orlofsdvalar að Löngumýri í Skagafirði. í sumar hafa eftirtalin tímabil verið ákveðin: 1. 28. maí-8. júní 2. 24. júní-5. júlí 3. 8. júlí-19. júlí 4. 22. júlí-2. ágúst 5. 19. ágúst-30. ágúst 6. 3. sept.-14. sept. Innritun og allar upplýsingar veittar á skrifstofu félags- starfs aldraðra Norðurbrún 1, sími 686960. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Úr rœðu Guðmundar Þ. Jónssonar Baráttan mun halda „í langan tíma hefur ekki verið meiri nauðsyn á alþjóðlegri sam- stöðu verkafólks til að verja lífs- kjörin, félagsleg réttindi og frið í heiminum. Andstæðingar okkar eru vel undir stéttarátökin búnir og þar skortir ekki samstöðuna. Við sjáum það á atburðum undangenginna missera hvernig atvinnurekendavaldið í heimin- um sækir að verkafólki. Bann við samningum á íslandi 1983; sigur ríkisstjórnar Bretlands á kola- námumönnum, sem vannst eftir margra ára undirbúning atvinnu- rekenda undir slík átök; lagasetn- ing dönsku ríkisstjórnarinnar gegn verkalýðshreyfingunni þar, svo dæmi séu tekin, eru atburðir sem við megum ekki sýna tóm- læti. Þarna er samhengi á milli. Þegar atvinnurekendavaldið vinnur sigur á einum stað, gefur það öðrum aukið áræði til árása á réttindi og kjör verkafólks.” „Baráttan fyrir jafnrétti kynj- anna heldur áfram. Það er skýlaus krafa okkar að konur njóti í öllu jafnréttis á við karla. Barátta okkar miðast við það. Það er ekki unnt að leiðrétta að fullu það liðna, en það er þó hægt að bæta þar nokkuð um. Það er skylda verkalýðshreyf- ingarinnar að taka frumkvæðið og hafa forystu í þessu mikilvæga réttindamáli. Þetta er ekki mál kvenna einna heldur verkalýðs- stéttarinnar allrar. Vissulega má deila um þann árangur sem náðst hefur. En það er jafnvíst, að í þessu máli sem öðrum er sam- staðan sterkasta vopn verka- fólks. Sundruð náum við ekki ár- angri. Sérhyggja á þessu sviði er málstaðnum ekki til framdráttar. Svo ekki sé talað um, þegar ein- staklingar eða hópar reyna að eigna sér eitthvað eða eyrna- merkja það sem sitt mál. Síðasta ár var viðburðaríkt á samningssviði verkalýðshreyf- ingarinnar. Tveir samningar voru gerðir á því ári. Og allt bendir til þess að árið í ár verði einnig við- burðaríkt að þessu leyti. Við vinnum nú að undirbúningi nýrra samninga og berum fram kröfur okkar. Við hljótum að líta um öxl á slíkum stundum og meta árang- urinn af baráttu liðins tíma. Febrúarsamningunum svo- kölluðu var ekki vel tekið þegar þeir voru kynntir. Vissulega voru á þeim gallar, en þeir voru þó tilraun til kjarajöfnunar. Þeir stefndu að því að stöðva það hrikalega kaupmáttarhrap sem orðið var staðreynd, og verulegur árangur náðist í að rétta hlut þeirra sem þyngsta höfðu fram- færslubyrði, einkum einstæðra foreldra. Samningarnir í nóvember voru af öðrum toga. í þeim samning- áfram um deildu menn um leiðir. Það var hvort leggja átti áherslu á kaupmátt eða kauptölur. Verka- mannasamband íslands og Landssamband iðnverkafólks reyndu að fara svonefnda skatta- lækkunarleið. Megin inntakið í þeim hugmyndum var að tryggja kaupmáttinn, meðal annars með banni við verðhækkunum, með banni við hækkunum á opinberri þjónustu. Með því að taka aðrar vísitölur úr sambandi þegar kaupgjaldsvísitalan mælir ekki. Og trúað get ég því, að hagur hús- byggjenda væri annar ef þessi leið hefði náð fram að ganga. Það var og er enn bannað að semja um kaupmáttartryggingu. Það varð því að fara aðrar leiðir að því marki að tryggja kaupmáttinn. En því miður var kauptöluleiðin valin án allrar tryggingar. í dag erum við með svipaðan kaupmátt og við höfðum fyrir samningana í nóvember s.l. Ef svo heldur sem horfir verðum við með um 4% lakari kaupmátt í september þegar kaupliðir samn- inganna verða lausir. Að þessu leyti er ekki bjart sumar fram- undan, hvað sem öðru líður. Við hljótum því að leggja höfuð- áherslu á kröfuna um kaupmátt- artryggingu í komandi samning- um. Við höfum nú reynt það að háar prósentur án tryggingar eru harla skammvinnar kjarabætur. Það er fyrirsjáanlegt að at- vinnurekendur munu ekki láta í té neinar tryggingar án átaka. Svo trúir eru þeir kjaraskerðing- arstefnu ríkisstjórnarinnar að þeir munu ekki ótilneyddir hverfa af þeirri braut. Og þeir munu fá gagnkvæman stuðning frá ríkisstjórninni. Þeirri ríkisstjórn sem mun helst fá þau eftirmæli að hafa verið mesta kjaraskerðingarstjórn sem setið hefur á íslandi, auk þess að hafa ráðist að samningsréttinum og reynt að afnema hann og kom- ið nær öllum húsbyggjendum í landinu á hausinn. Hjá þeim ríkir einn hugur og einn vilji. í greipar þessara afla verða launþegar að sækja tryggingar fyrir þeim kaupmætti sem þeir semja um. Það getur enginn einn tryggt annan. Launþegasamtökin og aðrir sem vilja tryggja árangur kjarabaráttunnar verða að standa saman að þessu verki. í nóvember settum við kaup- máttarmarkið á 1. ársfjórðung 1983. Þeim kaupmætti verðum við að ná og rúmlega það. Trú- lega þurfum við að sækja þann kaupmátt í áföngum. En að fyrsta áfanga verðum við að komast strax. Kjarabætur til þeirra sem hafa 14.075,- krónur á mánuði og hafa enga möguleika á tekjum umfram það þola ekki að beðið sé til haustsins. Þar þarf að leiðrétta strax. Það er krafa okkar í dag.” Dýrin kunna ekki umferðarreglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferðar- reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót og þeir ætlast til af þeim. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.