Þjóðviljinn - 03.05.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.05.1985, Síða 7
MINNING Bjöm Jónsson alþingismaður fyrrverandi forseti Alþýðusambands íslands Við Björn Jónsson vorum bekkj- arbræður í Menntaskólanum á Akureyri. Þar urðum við góðir vinir og þá strax fundum við, að við áttum pólitíska samleið. Síðar varð samstarf okkar mikið og á mörgum sviðum. Báðir tókum við, fljótlega eftir skólagöngu, virkan þátt í verkalýðsbaráttu. Sátum báðir á Alþýðusambands- þinginu, urðum alþingismenn fyrir sama flokk, sátum saman í ríkisstjórn og héldum saman marga pólitíska fundi. Björn Jónsson var skarp- greindur og hann varð einn af á- hrifamestu og bestu foringjum ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Við Björn vorum alltaf góðir vin- ir og störfuðum mikið saman, einnig eftir að leiðir okkar skildu innan Alþýðubandalagsins. Brottför Björns úr flokknum var mér sár; ég vissi að Alþýðu- bandalagið missti góðan og mikil- hæfan félaga með Birni. En sem betur fer átti Alþýðubandalagið og margir félagar þess, eftir sem áður, gott samstarf við Björn, einkum innan Alþýðusambands íslands. Brottför Björns úr Alþýðu- bandalaginu var ekki vegna skoð- anaágreinings um stefnumál eða markmið í baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar var um að ræða, að mínu mati, persónu- bundin sjónarmið og ágreiningur um vinnuaðferðir. Samstarf Björns við tvo af helstu forystu- mönnum Alþýðubandalagsins innan Alþýðusambandsins, þá Eðvarð Sigurðsson og Snorra Jónsson, og samvinna hans við mig, eftir að hann hafði gengið í annan stjórnmálaflokk, sýndi á ljósan hátt, að Björn var sami sósíalistinn og hann hafði verið og viðhorf hans til þjóðmála var óbreytt í grundvallaratriðum. Starf Björns sem forseta Al- þýðusambandsins á þessum árum var erfitt og fjarri því að vera auðvelt. Björn vissi að megin- styrkur Alþýðusambandsins var í félagsmannahópi Alþýðubanda- lagsins. Björn skyldi að öll sterk- ustu verkalýðsfélögin í landinu voru undir forystu Alþýðubanda- lagsmanna. Fyrir Birni var meginmálið að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki að ná sér niðri á fyrri flokksfélögum. Nú þegar Björn Jónsson er allur minnist ég góðs vinar og samherja um leið og ég votta konu hans og börnum og öllum ættingjum samúð mína. Lúðvík Jósepsson. Nú, þegar Björn Jónsson, minn gamli vinur og baráttufé- lagi, er allur, get ég ekki látið hjá líða að setja nokkrar línur á blað í minningu hans. Þótt margs sé að minnast, mun ég ekki í þessum fáu orðum tí- unda samskipti okkar í smáat- riðum. Mér eru efst í huga fyrstu kynni min af Birni Jónssyni á öndverðum árum Verka- mannafélags Akureyrarkaup- staðar og samvinna okkar og fleiri félaga á þeim vettvangi, þar sem hann með eldlegum áhuga og dugnaði hreif okkur með sér til starfs og dáða í baráttu fyrir bættri afkomu launafólksins á fé- lagssvæðinu. Ég minnist sam- starfs okkar á skrifstofu verkalýðsfélaganna á Akureyri. Þegar vanda bar að höndum var leitað til Björns og ekki brást að hann fyndi lausn sem una mætti við. Björn Jónsson var einlægur verkalýðssinni, frjór í hugsun, heilráður og skjótráður. Það má segja að hann helgaði líf sitt mál- efnum launafólks í landinu, þótt hann sem alþingismaður og ráð- herra yrði að sinna nokkrum öðr- um málaflokkum. Hans áhuga- mál voru fyrst og fremst kjarabarátta launafólksins í landinu og á þeim vettvangi naut hann óskoraðs trausts sem sýndi sig best í því að hann vann sig upp með stuðningi fólksins frá því að stunda almenna verkamanna- vinnu til þess að verða forseti í allsherjarsamtökum þess, þar nutu sín vel farsælar gáfur hans og glöggskyggni, enda var hann óumdeildur forustumaður í sam- tökunum, meðan starfskraftar entust. Að leiðarlokum viljum við hónin þakka einlæga vináttu, gegnum árin, hjálpsemi hans og holl ráð og við minnumst með þökk . margra ógleymanlegra ánægjustunda á þeirri samleið. Kæri vinur, far þú í friði. Nunna mín, þér, börnum ykk- ar og barnabörnum vottum við hjónin okkar innilegustu samúð. Höskuldur Egilsson. Með Birni Jónssyni er fallinn frá einn mesti forustumaður, sem íslensk verkalýsðhreyfing hefur átt. Verkalýðsbaráttan og hug- sjónir hennar áttu hug hans óskiptan. Hann skildi að stríðið stendur ekki aðeins um kaup og kjör og erjur við atvinnurekend- ur. Einnig verður að sinna hinni almennu þjóðmálabaráttu, þar sem svo mörg stór mál ákvarðast. Hvort tveggja verður að fara saman því eins og Björn orðaði það sjálfur í ræðu: „Barátta á tveimur vígstöðvum verður því aðeins aðskilin að árangurinn á öðrum vígstöðvunum hafi ekki áhrif á það sem gerist á hinum.“ Björn Jónsson samtvinnaði öflugt starf í verkalýðshreyfing- unni virkri þátttöku á vettvangi stjórnmálanna. Baráttuna fyrir bættum kjörum og auknum rétt- indum alþýðu, fyrir jöfnuði, jafnrétti og réttlæti háði hann á báðum vígstöðvunurp. Hvar sem hann starfaði var Björn dæmdur til að fara fremst- ur. Með einstæðum forustu-,, hæfileikum dró hann fram kjarna hvers máls, fann úrlausn og sam- einaði hópinn til að fylgja henni fram. Hann hafði til að bera út- sjónarsemi, fortöluhæfni, úthald og sannfæringarkraft, í stuttu máli þá blöndu sveigjanleika og skaphörku sem þarf til að koma málum í höfn. Formennska í Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar, Alþýðusambandi Norðurlands, kjör á þing og til forseta Alþýðusambands íslands voru óhjákvæmileg skref á veg- ferð Björns, ekki vegna persónu- legs metnaðar, heldur þeirrar yfirburðahæfni hans, sem allir samstarfsmenn hans virtu og gerðu tilkall til að hann nýtti í þágu málstaðarins. Eg þekkti Björn aðeins af af- spurn þegar ég réðist til Alþýðu- sambandsins fyrir rúmum áratug. Ókunnugum virtist hann stund- um þungur og ómannblendinn og í reynd held ég megi segja að hann hafi verið dálítið feiminn við ókunnuga, þó aldrei hafi hann látið það trufla sig við neitt sem hann þurfti að gera. Þegar maður kynntist honum nánar kom hlýjan betur fram og næmni hans fyrir samskiptum við annað fólk. Björn gat verið óvæginn í deilum en hefnigirni réði ekki gerðum hans og hann átti gott samstarf við pólitíska andstæð- inga sína, einnig þá sem áður höfðu verið samherjar en einmitt það sýnist mér reynast flestum erfitt. Björn lagði ekki aðeins línur í önn dagsins. Hann markaði einn- ig stefnuna til lengri tíma. Þannig er sú stefnuyfirlýsing sem Al- þýðusambandið býr að í dag að mestu hans verk. Málefnin réðu afstöðu hans á hverjum tíma. Hann fór sínar leiðir í samningum og í stjórnmálum fylgdi hann sínu fram, þó það kostaði nýjan stjórnmálaflokk eða afsögn hans sem ráðherra. Ég átti þess kost að vera náinn samstarfsmaður Björns Jóns- sonar síðustu árin sem hann starf- aði. Ég á erfitt með að finna orð til að tjá það sem ég vildi. Með okkur tókst innileg vinátta og hann var mér jafnt félagi sem lærifaðir. Ég votta honum virð- ingu og aðdáun og þakka sam- starfið við einlægan baráttu- mann. Forustustörf eins og þau sem á Birni hafa hvílt leggjast á fjöl- skylduna alla. Eiginkona Björns Þórgunnur K. Sveinsdóttir axlaði sinn hluta, tók þátt í hugsunum hans og gerðum og tryggði Birni það umhverfi sem nauðsynlegt var til að gefa honum styrk í þjóðmálabaráttunni og þá um- hyggju sem hann þarfnaðist í erf- iðum veikindum síðustu árin. Þórgunni konu Björns, Birni syni hans og aðstandendum öllum vottum við hjónin dýpstu samúð. Megi minningin vera ykkur huggun á erfiðri stundu. Ásmundur Stefánsson. Einhvernveginn er mér um- hugað um að koma fáum minn- ingarorðum um Björn Jónsson alþingismann Akureyri og fyrr- verandi forseta Alþýðusambands íslands á blað. Ég kynntist Birni Jónssyni fyrst í föðurhúsum norður á Akureyri þar sem faðir minn, Baldur Svan- laugsson, var einlægur stuðnings- maður stjórnmála- og verkalýðs- baráttu Björns Jópssonar um langt skeið. Mun svo einnig vera háttað um móður mína, Sigur- laugu Guðmundsdóttur, hér fyrir sunnan. Man ég eftir Birni á kjörstað á Akureyri um það leyti, er land- helgin var færð út í 12 mflur. Starfaði ég við hlið Björns á kosningastað. Á þessum árum kynntist ég traustri verkalýðs- kennd hans. Eftir stúdentspróf mitt var Björn svo vinsamlegur að benda mér á leið til áframhaldandi menntunar, þá að sækja um styrk sem bauðst til þess að fara til Finnlands og leggja þar stund á nám í félagsráðgjöf. Ekki fýsti mig til ferðarinnar í það sinn, taldi finnsku erfitt tungumál. Það man ég einnig, að um svipað leyti, eða kannske fyrr, þótti mörgum skrítið að Nunna, Þór- gunnur Sveinsdóttir, eiginkona Björns, kona alþingismanns, skyldi vinna í frystihúsi. Þá minnist ég einnig ferðar á landsfund hernámsandstæðinga á Þingvöllum árið 1961, en þangað fékk ég far með Bimi og Guð- mundi J. Guðmundssyni. Minn- ist ég mannfjöldans á Þingvöll- um, og andrúmsloftsins á hótel- inu á Þingvöllum sem var mið- stöð fulltrúa á þingið. Eftir að ég flutti suður man ég eftir vináttu Björns við móður mína til dæmis þegar hann færði henni samovar eftir Rússlands- ferð. Einkum mun ég minnast Björns Jónssonar fyrir heilindi og trausta vináttu í garð fjölskyldu minnar svo og heilinda hans við íslenska verkalýðsbaráttu. Nunnu og afkomendum þeirra Björns votta ég samhygð. Svanlaug Baldursdóttir. í dag verður Björn Jónsson fyrrum forseti Alþýðusambands íslands ’jarðsunginn frá Dóm- kirkjunní í Reykjavík. Er þar með lokið æfi og starfi eins allra mikilhæfasta og farsælasta for- ystumanns íslenskra launamanna og þá verkamanna alveg sérstak- lega, en hag þeirra bar Björn fyrir brjósti alla tíð. Hér verður engin tilraun gerð til að rekja æviferil Björns Jóns- sonar, enda aðrir til þess betur fallnir. Þess skal þó getið, að hann var fæddur í Skagafirði 3. september 1916. Leiðir munu fljótlega hafa legið til Eyjafjarðar og Akureyrar, því að hann er verkamaður á Akureyri frá 1932 en er samhliða í Menntaskólan- um á Akureyri og útskrifast það- an stúdent 1936. Á 4ða áratugnum, kreppuár- unum, kynntist Björn atvinnu- leysinu eins og það hefur sárast sorfið að verkamönnum á íslandi á þessari öld. Hann kynntist líka á þessum árum og var beinn þátt- takandi í ýmsum af hörðustu vinnudeilum og hörðustu verk- fallsátökum sem voru háð, svo sem Nóvudeilunni og Borðeyrar- deilunni. Og hann kynntist líka pólitískri sundrungu verkalaýðs- samtakanna og afleiðingum hennar. Ekki er á því minnsti yafi að reynsla kreppuáranna, atvinnu- leysis og stéttaátaka, hafa átt drýgstan þátt í að mót lífsskoðun Björns og ráðið miklu um hvaða vettvang hann valdi sér - og var valinn - til að starfa. Fljótlega kom í ljós að Björn var óvenju vel til forystu fallinn. Fóru þar saman skarpar gáfur, djúpur skilningur á eðli og lög- málum íslensks þjóðfélags, skýr hugsun og framsetning jafnt í ræðu sem í riti. Á hann hlóðust ábyrgðar- og trúnaðarstörf á sviði verkalýðsmála og stjórnmála. Nægir að minna á að hann var formaður Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar 1947-1963 og eftir það sameinaðs félags verkamanna og verkakvenna, Verkalvðsfélagsins Einingar, til 1973. Átti hann mikinn og gæfu- ríkan þátt í sameiningu félag- anna. Formaður Alþýðusam- bands Norðurlands um árabil, varaforseti ASÍ frá 1968-1972 og síðan forseti þess til 1980 en varð að hætta störfum áður vegna veikinda. Alþingismaður var hann frá 1959 og meðan kraftar entust. Bæjarfulltrúi á Akureyri var hann 1954-1962. Björn Jónsson átti manna mestan hlut að stofnun Verka- mannasambands íslands 1964 og var varaformaður þess frá stofn- un til 1973. Á því er enginn efi að við stofnun og starf VMSÍ batt hann miklar vonir. Á stofnþingi sambandsins þann 9. maí 1964 hafði han:i framsögu um starf sambandsins og stefnu og sagði þá m.a: „Með boðun þessa stofn- þings VMSÍ er um að ræða til- raun til að sameina íslenska verkamannastétt í öflugri sam- takaheild en áður hefur verið til staðar, gera samtök hennar að öflugra vopni í lífsbaráttunni en áður“. Vafalítið hafa þær vonir, sem Björn gerði sér um VMSÍ, ekki . ræst nema að hluta, en hann átti mikinn þátt í að móta stefnu þess og starf fyrstu árin og hefur skilið þar eftir óafmáanleg spor. í öllum þeim störfum sem Björn tók að sér eða tók sér fyrir hendur var hann virkur og mót- andi, aldrei áhorfandi heldur þátttakandi af lífi og sál. Hann var einn skarpgreindasti maður sem ég hef kynnst. Fljótur að átta sig á aðalatriðum og aukaat- riðum, en um leið einn allra besti félagi í samtarfi, sem hugsast gat. Framhald á bls. 8 Föstudagur 3. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.