Þjóðviljinn - 03.05.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 03.05.1985, Page 13
Glœtan rakst á þessa stuttu og hnitmiðuðu grein um Wham! dúettinn í ,/Eskunni“ og þótti sjálfsagt að láta fleiri njóta þess að lesa um þessa 2 fríðu pilta - keppi- nauta Duran-Duran. Veskú! Upphaf Wham! dúettsins má rekja til20. janúar 1963. Þá fædd- ist Andrew Ridgeley, annar helmingur Wham! Hinn helming- urinn, George Michael, fæddist hálfu ári síðar, nánar tiltekið 25. júní. Það var þó ekki fyrr en 1979 sem tvímenningamir byrjuðu að syngja, spila og semja saman. 1981 var sjálfstraust þeirra orðið það mikið að þeir hljóðrituðu nokkur frumsamin lög á eigin kostnað. Þeir sendu öllum helstu plötufyrirtækjum Bretlands upptökumar. Þeir fengu lagið „Wham Rap!“ gefið út. Það „sló í gegn“. í kjölfarið fylgdu nokkur önnur lög sem öll komust á „topp 10“ í heimalandinu, Englandi. Breiðskífan „Fantastic“ kom svo á markaðinn sumarið 1983 og tryggði Wham! í sessi. Ibyrjun sungu Wham! félags- leg vandamál, svo sem ofbeldi og starfsleiða. Nú syngja þeir hins vegar eingöngu um ástina. Fyrir það og fleira þurfa Wham sífellt að svara. „Við emm sagðir flytja væmið smábarnapopp og við emm sak- aðir um að vera pólitískar gungur“ segir George Michael og er mikið niðri fyrir. „Þeir hávæm Wham! andstæðingar sem halda þessu fram eru daufdumbir. Þeir heyra aðeins í smástelpunum sem öskra á tónleikum okkar en þeir vilja ekkert vita af fullorðna fólk- inu sem kom lagi okkar „Young guns“ í þriðja sæti vinsældalist- ans. Og þótt við séum hættir að semja söngva á borð við „Bad boys“ þá þýðir það ekki að við höfum lokað augunum fyrir því sem miður fer í þjóðfélaginu. Þegar kolunámamenn eru í verk- falli eða kjarnorkuandstæðingar þurfa á okkur að halda þá liggjum við ekki á liði okkar eins og dæm- in sanna. Sé málstaðurinn þess virði erum við reiðubúnir að koma fram á stuðningshljóm- leikum hvenær sem er og hvar sem er“. Við þetta mætti bæta því, að það er varasamt að setja öll lög Wham! undir einn hatt. Þótt yfir- leitt sé um lauflétt popp að ræða þá kennir þar jafnframt margra annarra grasa. Þess vegna mætti alveg eins skipta Wham! lögun- um upp í fönk, diskó, „Motown“, „rap“, „jitterbug“, sál og suður- amerískan stíl. Stuðmenn vinsælastir trti VEGAVINNUSKURAR TIL SÖLU Til sölu eru ýmsar gerðir af vegavinnuskúrum og eru þeir til sýnis við áhaldahús Vegagerðar ríkisins, samkvæmt eftir- farandi skrá: Húsavík Akureyri Akureyri Númer: Gerð: Stærð m2: Stað AE1-61 Eldhús á hjólum 20 AE1-60 Eldhús á hjólum 12 SF2-68 Forstofa 7 AF1-69 Forstofa 7 AF2-69 Forstofa 7 AS1-74 Snyrting 12 AS2-77 Snyrting 12 AV1-61 íbúðarskúr 12 TV1-62 fbúðarskúr 10 SV1-63 íbúðarskúr 10 AE2-62 (búðarskúr á hjólum 19 AI1-63 íbúðarskúr 12 AI2-63 íbúðarskúr 12 AI2-65 (búðarskúr 12 AI2-66 (búðarskúr 12 LE1-76 Eldhús á hjólum + anddyri 22 RI2-66 íbúðarskúr, 4ra manna 12 011-60 (búðarskúr, 4ra manna 12 I5-64 Ráðskonuskúr 12 Gera skal tilboð í skúrana í því ástandi sem þeir eru og skulu kaupendur taka við þeim á sýningarstað. (tilboðum skal tilgreina númer þeirra skúra, sem boðið er í (sjá skrá). Tilboð skulu berast skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 11:00 f.h. fimmtudaginn 16. maí n.k., merkt: „Útboð nr. 3124/85 - Vinnuskúrar"; og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 m Félagsstarf aldraðra 'I' Reykjavík Yfirlits- og sölusýningar. Eins og undanfarin ár verða yfirlits- og sölusýningar á þeim handavinnumunum sem unnir hafa verið í fé- lagsstarfinu í vetur. Sýningarnar verða nú að Norður- brún 1 og Lönguhiíð 3, laugardaginn 11. maí, sunnu- daginn 12. maí og mánudaginn 13. maí frá kl. 13-18 alla dagana. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar á Rásinni Stuðmenn reyndust eiga vin- sælasta íslenska lagið á fyrsta fjórðungi ársins 1985. Sú varð út- koman, er stigin voru talin saman á vinsældalistum Rásar tvö frá 28. desember 1984 til 3. apríl 1985. Vinsælasta íslenska lagið varð Búkalú úr Stuðmannakvikmynd- inni Hvítir mávar. í öðru sæti við þennan stig- aútreikning varð lagið Húsið og ég (Mér finnst rigningin góð) með hljómsveitinni Grafík. Sama hljómsveit átti einnig þriðja vinsælasta lagið á fyrsta ársfjórð- ungi. Það nefnist 16. Alls komust níu íslensk lög á vinsældalista Rásar tvö á fyrsta fjórðungi ársins. Þrjú voru flutt af Stuðmönnum, þrjú af Grafík, Laddi söng tvö og eitt var með hljómsveitinni Sonus Futurae. Hljómsveitin Duran Duran reyndist eiga lang vinsælasta er- lenda lagið. Það var Save A Pray- er, þriggja ára gamalt lag, sem aðdáendurnir virðast hafa tekið sérstöku ástfóstri við. í öðru sæti varð Wham-dúettinn með lagið Everything She Wants og enska hljómsveitin King í þriðja sæti ,með Love And Pride. Vinsældalisti Rásar tvö er unn- inn á hverjum fimmtudegi um síma. Á tímabilinu fjögur til sjö gefst hlustendum kostur á að hringja í síma 687 123 og segja þeim, sem fyrir svörum verða, hver þrjú uppáhalds lögin þá stundina eru. Tíu stigahæstu lög- in eru síðan leikin á fimmtudagskvöldum milli klukk- an átta og níu. Tuttugu til þrjátíu þau vinsælustu heyrast á sunnu- dögum milli klukkan fjögur og sex. Vinsœldalisti28. desember 1984-3. apríl 1985 1. SAVE A PRAYER.........................Duran Duran 2. EVERYTHING SHE WANTS.......................Wham! 3. LOVE AND PRIDE..............................King 4. THE MOMENT OF TRUTH.....................Survivor 5. SOLID............................Ashford & Simpson 6. SEXCRIME (1984).......................Eurythmics 7. BÚKALÚ..................................Stuðmenn 8. ONE NIGHTIN BANGKOK...................MurrayHead 9. THISIS NOT AMERICA.....DavidBowie/PatMetheny Group 10. HÚSIÐ OG ÉG (Mér finnst rigningin góð)... Grafík 11. YOU SPIN ME ROUND (Like A Record)...Dead Or Alive 12. FOREVER YOUNG.........................Alphaville 13. IWANTTO KNOWWHATLOVEIS.................Foreigner 14. KAO-BANG...............................Indochina 15. LASTCHRISTMAS..............................Wham! 16. HEARTBEAT..................................Wham! 17. SHOUT...............................Tears For Fears 18. 16........................................Grafík 19. IKNOW HIM SO WELL........Elaine Paige/Barbara Dickson 20. DO THEY KNOW IT‘S CHRISTMAS?.............Band Aid 21. THINGS CAN ONLY GETBETTER........... HowardJones 22. SOME LIKEIT HOT...................The Power Station 23. LOVEISLOVE...........................CultureClub 24. EASY LOVER...................Phil Collins/Philip Bailey 25. MATERIALGIRL............................ Madonna Samkoma - tónleikar í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því sigur vannst í síðari heimsstyrjöldinni á herjum nasista í Evrópu, efnir félagið MÍR, Menningartengsl (slands og Ráð- stjórnarríkjanna, til samkomu og tónleika í Gamla bíói sunnudaginn 5. maí kl. 15. Ávörp flytja: EVGENÍ A. KOSARÉV, sendiherra so- vétríkjanna á (slandi, og MARGRÉT GUÐNADÓTTIR prófessor, en að þeim loknum hefjasttónleikar LJÚD- MILU ZYKINU, þjóðlistamapns Sovétríkjanna, og þjóðlagasveitarinnar „ROSSÍA" undir stjórn Viktors Gridin. Kynnir verður JÓN MÚLI ÁRNASON. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. MÍR. Þri&Judagur 30. aprí! 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.