Þjóðviljinn - 03.05.1985, Síða 17
Álafoss-
kórinn
Annað kvöld, laugardag, kl.
20 heldur Álafosskórinn ár-
lega vortónleika sína undir
stjórn Páls HelgasonaráMaí-
dögum í Mosfellssveit
Á efnisskránni eru einkum al-
þýðutónlist frá eftirstríðsárunum
og síðari árum, lög á borð við
„We’ll meet again“, „Chanson
d’amour“ ofl. Flest þessara laga
krefjast undirleiks og hefur kór-
inn fengið nokkra tónlistarmenn
til liðs við sig. Kórstjórinn, Páll
Helgason, leikur á píanó, Hans
Jensson á tenórsaxófón, Guðjón
Ingi Sigurðsson á trommur og
Gunnar Gíslason á bassa.
Á tónleikunum mun Kjarna-
kórinn einnig syngja nokkur lög
undir stjórn Lárusar Sveins-
sonar. í hléi verður veitt kaffi og
meðlæti og efnt til tískusýningar.
Að loknum tónleikunum mun
hljómsveit kórsins leika fyrir
dansi. - ÞH
Burtfarar-
tónleikar
Á morgun, laugardag, og á
þriðjudag heldurTónlistar-
skólinn í Reykjavíktvenna
burtfarartónleika og verða
þeir báðir í sal skólans að
Skipholti 33.
Þeir fyrri verða á morgun kl. 15
en þá syngur Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir mezzó-sópran lög
eftir Purcell, Schubert, Mahler,
Poulenc og Granados við undir-
leik Önnu Guðnýjar Guðmunds-
dóttur píanóleikara.
Þeir síðari verða á þriðjudag
kl. 20.30 en þá leikur Björn Da-
víð Kristjánsson á flautu verk
eftir Bach, Varése, Chaminade,
Bonneau og Hindemith. Elfa
Lilja Gísladóttir leikur með Birni
á píanó. - ÞH
Símon og
Siegfried
Gítarleikararnir Símon H.
ívarsson og Siegfried Kobilza eru
nú komnir til Norðurlands á yfir-
reið sinni um landið. í kvöld kl.
20.30 verða þeir í félagsheimilinu
á Raufarhöfn og á morgun, laug-
ardag, leika þeir í Húsavíkur-
kirkju kl. 17. Á.sunnudag kl.
20.30 leika þeir í sal Menntaskól-
ans á Akureyri, á mánudag kl. 21
í félagsheimilinu á Ólafsfirði, á
þriðjudag verða þeir í Hrísey og á
miðvikudag kl. 20.30 í Safnahús-
inu á Sauðárkróki. _ ÞH
Einsöngur í
Njarðvíkum
Á morgun, laugardag, kl. 15
halda Sigurður Pétur Braga-
son baritónsöngvari og Þóra
Fríða Samúelsdóttir píanó-
leikartónleikaávegumTón-
listarskóla Njarðvíkur í
Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á efn-
isskránni eru ítölsk lög og óp-
eruaríur ásamt íslenskum
lögum.
Sigurður Pétur Bragason er ný-
kominn úr söngnámi á Ítalíu og
hefur sungið á mörgum tón-
leikum hérlendis og erlendis.
Þóra Fríða Sæmundsdóttir stund-
aði nám í píanóleik í Freiburg og
Stuttgart í Þýskalandi og tók hún
ljóðaundirleik sem sérfag. - ÞH
Rússnesk
svartlist og
lakkmunir
Annað kvöld, laugardag, kl.
20.30 verður opnuð í húsa-
kynnumMÍRaðVatnsstíg 10
sýning á svartlistarmyndum
og handunnum lakkmunum
frá Rússlandi. Þessi sýning er
liður í Sovéskum dögum 1985
en þeir eru að þessu sinni sér-
staklega helgaðir Rússneska
sambandslýðveldinu.
Á sýningunni eru 63 svart-
listar-
myndir eftir 20 listamenn, öll
unnin á síðustu árum. Flestar
myndir á Nikolaj L. Voronkov
hreiðurslistamaður Rússneska
sambandslýðveldisins en hann
kemur til Islands í tilefni sýning-
arinnar og verður við opnunina.
Einnig eru á sýningunni 27
gripir sem unnir eru með aðferð-
um hinnar hefðbundnu og marg-
rómuðu rússnesku lakkmunalist-
ar. Gripirnir eru eftir 20 lista-
menn frá fjórum helstu mið-
stöðvum lakkmunalistarinnar:
Fedoskino, Palekh, Mstera og
Kholui.
Við opnunina koma fram þjóð-
lagasöngkonan Ljúdmfla Zykina
og hljómsveitin Rossía sem eru
hér á landi í tónleikaferð þessa
dagana. _ ÞH
Tryggvi Ólafsson
í Listasafni ASÍ
Á morgun, laugardag, kl. 14
opnarTryggvi Ólafsson
myndlistarmaðursýningu á
verkum sínum í Listasafni ASÍ
viðGrensásveg. Þarsýnir
T lyggvi uþb. 50 málverk og
klippimyndir sem hann hefur
unnið á sl. tveimur árum.
Tryggvi er frá Norðfirði en hef-
ur búið í Kaupmannahöfn um
tveggja áratuga skeið og gott bet-
ur. Þar hefur hann unnið að list
sinni en öðru hvoru skroppið
hingað upp á skerið til að sýna
okkur hvað hann er að gera. Síð-
ast var hann á ferð í fyrravor þeg-
ar hann tók þátt í samsýningunni
„10 gestir á listahátíð" að Kjar-
valsstöðum.
Sýning Tryggva verður opin
virka daga kl. 14-20 en kl. 14-22
um helgar fram til 27. maí.
- ÞH
Grímur á Mokka
Hallgrímur Helgason, „Grím-
ur“, opnar nú um helgina sýningu
á nýjum veggmyndum í Mokka-
kaffi við Skólavörðustíg Reykja-
víkur. Þetta er enn ein einkasýn-
ing Gríms, og að þessu sinni sækir
hann myndefni sín einkum í húð-
flúr mannlegrar hegðunar. Verk-
in eru öll ný, máluð um helgina
og í síðustu viku, með olíu á
pappír. Sýningin mun formlega
verða opnuð föstudaginn 3. maí
kl. 10 f.h., og eru allir þeir, sem
áhuga hafa á hinu mannlega myn-
s.tri neurtral nektar, velkomnir.
Hún mun síðan hanga þar til
Jean Luc Godard kemur til lands-
ins, en svo skemmtilega vill til að
Grímur tileinkar einmitt sýning-
una tilvonandi minningu Gor-
dards um Gauk á Stöng.
(Fréttatilkynning)
Föstudagur 3. mai 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Sigrún Eldjárn sýnir E.ÓI. Ijósmyndara eina af myndum sínum.
Listmunahúsinu
Sigrún í
Á morgun, laugardag, kl. 14
opnar Sigrún Eldjárn mynd-
listarmaöursýningu áverkum
sínum í Listmunahúsinu við
Lækjargötu. Þarsýnirhún
teikningar og þrenns konar
grafík: messótintu, sáldþrykk
og koparstungu. Verkin eru öll
unnin á síðustu tveimur árum.
Sigrún er liðlega þrítug að aldri
og stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskólann á árunum
1974-77. Árið eftir fór hún til Pól-
lands og lærði að beita þeirri
tækni sem nefnist messótinta.
Hún hefur haldið 4 einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýninga,
bæði hér heima og erlendis, þám.
í svo fjarlægu plássi sem Kóreu.
Sigrún er félagi í Gallerí Lang-
brók og hefur auk myndlistarinn-
ar fengist við að skrifa bækur fýrir
börn.
Sýningin er opin virka daga
nema mánudaga kl. 10-18 og kl.
14-18 um helgar fram til 19. maí.
Kleinukonsert
í Langholtskirkju
Kór Langholtskirkju efnir á
morgun, laugardag, til uppá-
komu í Langholtskirkju og hef-
ur hún hlotið nafnið Kleinu-
konsert. Stendurgleðskapur-
innyfiríáttatíma, frákl. 10-
18. Verður þar ýmiss konar
tónlistáboðstólum.
Framlag kórsins undir stjórn
Jóns Stefánssonar verður flutn-
ingur laga sem valin verða og
kynnt af nokkrum þekktum pers-
ónum úr þjóðlífinu, herra Pétri
Sigurgeirssyni biskupi, Ólafi
Skúlasyni vígslubiskupi, Stein-
grími Hermannssyni forsætisráð-
herra, Albert Guðmundssyni
fjármálaráðherra, alþingismönn-
unum Jóni Baldvin Hannibals-
syni og Sigríði Dúnu Kristmunds-
dóttur, ritstjórunum Ellert B.
Schram og Árna Bergmann,
Megasi, Sigrúnu Stefánsdóttur
fréttamanni og Jóhannesi- Aras-
yni þul. Verða óskalögin flutt í
þrennu lagi kl. 11, 12.15 og 15.
Kl. 13.30-14.30 verður barna-
stund þar sem Skólakór Kársnes-
skóla syngur undir stjórn Þór-
unnar Björnsdóttur, hljóm-
sveitin Snúran-snúran kemur
fram og Sverrir Guðjónsson
skemmtir. Klukkan 16 verða tón-
leikar í léttum dúr þar sem fram
koma feðgarnir Jón Sigurðsson
og Sigurður Rúnar Jónsson,
söngflokkurinn Sedró 5, Hálft í
hvoru og Jassgaukarnir.
Hljómsveit tekur á móti gest-
um með lúðraþyt og á milli atríða
verða á boðstólum kleinur, kaffi
og Svali fyrir börnin.
- ÞH
Kristjón Hall
í Lista-
miðstöðinni
Á morgun, laugardag, kl. 14
opnar Kristján Hall myndlistar-
maður sýningu á verkum sínum í
Listamiðstöðinni við Lækjartorg.
Þar sýnir Kristján 30 olíumálverk
frá sl. tveimur árum en viðfangs-
efni Kristjáns er fyrst og fremst
íslensk náttúra. Þetta er 7. einka-
sýning hans. Hún verður opin
daglega frá kl. 14-19 fram til 12.
maí.
- ÞH