Þjóðviljinn - 10.05.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Page 1
GLÆTAN ÞJÓÐMÁL UM HELGINA ÍÞRÓTTIR Ölfusvatnsland Dæmalaust jarðarverð Borgin vill borga erfingjum Sveins Ben 60 milljónir fyrir háhitajörð. Eigendur halda sumarbústöðum hálfa öld, mega reisaþrjá í viðbót, halda veiðirétti. Fasteignamat jarðarinnar 400þúsund. Voldugar íhaldsœttir íhár saman útafsilfri Davíðs? Þetta er svo vitlaust að það nær ekki nokkurri átt, sagði Árni Jónasson ráðunautur hjá Búnað- arfélaginu í gær um það verð sem Reykjavíkurborg hyggst greiða fyrir Ölfusvatnsland við Hengil. „Eg hef ekki heyrt dæmi um svona hátt verð áður. Ef borgin þarf á þessu landi að halda er eðli- legasta leiðin að leita heimildar til eignarnáms. Mér sýnist að þá kæmu út allt aðrar og lægri tölur.“ Samkvæmt fasteignamati er jörðin 400 þúsund króna virði. í drögum að samningi, sem borgin ætlar að gera við eigendur Ölfusvatnslands og kynntur var í borgarráði á þriðjudag, segir að tíu prósent kaupverðsins greiðist strax og afgangurinn af milljónunum sextíu á sex árum, verðtryggt og með 5% vöxtum. Eigendur Ólfusvatnslands eru Helga Ingimundardóttir, ekkja Sveins Benediktssonar, og synir þeirra, Benedikt lögmaður, Ein- ar forstjóri Sjóvár og Ingimundur arkitekt og varaformaður skipu- lagsnefndar borgarinnar. Fjölskyldan heldur aðstöðu sinni allri og hlunnindum í 50 ár, það er sex sumarbústöðum og öllum neta- og stangveiðiréttind- um. Að auki er eigendunum heimilt að reisa á landinu þrjá bú- staði til viðbótar með bátaskýl- um. Fasteignasalar telja bústaða- löndin þrjú geta selst á 1,5 - 2,5 milljónir og jafnvel meira þarsem borgin skuldbindur sig til að leyfa ekki fleiri sumarbústaði á landinu í 25 ár. Núverandi eigendur halda öllum neta- og stangveiðiréttind- um, sem í fasteignamati eru talin fjórðungur verðmætis. í Ölfusvatnslandi er talinn mikill hiti og segir Gylfi Páll Kennarar Hersis jarðfræðingur sem skrif- aði lokaritgerð sína um jarðhita á þessum slóðum, að syðst í land- inu, við Ölkelduháls, sé talin miðja háhitasvæðisins' kringum Hengil. Hitaveita Reykjavíkur sækist eftir landinu vegna fyrirhugaðrar virkjunar á Nesja- völlum og nágrenni. Milli Ölfusvatnslands og Nesj- avalla er land Hagavíkur. Það eiga erfingjar Helga Tómassonar læknis, Helga Þórðardóttir kona hans, Tómas prófessor og Ragn- hildur ráðherra. A landi Haga- víkur mun hins vegar ekki talið eftir jarðhita að slægjast. Þeir Sveinn og Helgi keyptu þessar jarðir í sameiningu á sín- um tíma en skiptu þeim síðan með gerðardómi. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans tók sú skipting ekki til hitaréttinda og kynni því að koma fram krafa frá eigendum Hagavíkur um hlut- deild í milljónunum sextíu verði af samningum. - m/ÁI VélskóflabyrjaðiaðgrafauppolíutankanaviðbensínstöðinaviðFellsmúlaeftir hádegið í gær. Skömmu síðar krafðist Olís lögbanns á verkið. Mynd: E.OI. Bensínstríð úrBSRB! Ný staða í baráttunni í gær voru talin flestöll atkvæði í kosningum Kennarasambands íslands um úrsögn úr BSRB og er þegar ljóst að úrsögnin hefur fengið tilskilið fylgi, tvo þriðju. Olís gegn Hreyfli Hreyfill lœturgrafa upp tanka Olís. Búnir að gera samning við Esso. Olís krefst lögbanns Eftir er að telja þau atkvæði sem enn hafa ekki borist frá landsbyggðinni og voru geymd milli 150 og 200 atkvæði til að telja með viðbótinni. Lokatölur úr talningunni í gær voru: úr BSRB 1484 (68,8%), í BSRB 673 (31,2%). Auðir seðlar voru 143, ógildur 1. Lokatölur fást á þriðju- dag. Sjá baksíðu Bifreiðastöðin Hreyfill og Olís eru komin í hár saman um framtíðarrekstur bensínstöðvar við Fellsmúla sem Hreyfill hefur rekið sl. 40 ár í samstarfi við OIís. f gær lét Olís setja lögbann á framkvæmdir Hreyfils við að grafa upp olíugeyma Olís við stöðina, en Hreyfilsmenn segja að Olís sé að tefja fyrir því að þeir geti hafið rekstur stöðvarinnar að nýju í samstarfi við Esso, með því að hirða ekki sinn búnað af lóð stöðvarinnar. Samstarfssamningi var sagt upp um áramótin og viðræður síðustu mánuði hafa ekki borið árangur. Olís krafðist þess að Hreyfill gerði upp skuldir 'sínar við félagið og Hreyfill krafðist þess á móti að 'olíufélagið tæki búnað sinn í búrt fyrir hádegi í gær. Þegar það var ekki gert sendu Hreyfilsmenn vélskóflu á staðinn til að grafa upp olíutanka Olís. Olíufélagið lagði fram lög- bannskröfu á verkið nokkrum stundum síðar. Krafan verður tekin fyrir hjá borgardómara síð- degis í dag. „Þeir eru bara að tefja fyrir okkur og valda okkur tjóni. Við erum aðeins að framkvæma það sem þeir buðu okkur að þeir myndu gera sjálfir", sagði Einar Geir Þorsteinsson framkvæmda- stjóri Hreyfils í gær. Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís sagði að málið væri alls ekki á því stigi að Olís væri tilbúið að selja. „Það hefur ekkert tilboð verið lagt fram af okkar hálfu og ég vil ekki segja að við séum bún- ir að missa þessa aðstöðu". -Ig-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.