Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Landssamband vörubifreiðastjóra Verið að útrýma stétftinni Útboð og undirboð grafa undan stéttinni. Lögum um rétt vörubifreiðastjóra ekki sinnt. Atvinnuleysi og mikilfækkun í stéttinni. að er verið að útrýma vöru- bifreiðastjórastéttinni með útboðum, og undirboðum á vinnu, auk þess sem lög eru á okk- ur brotin með útboðum á vöru- bílaakstrinum einum, eru sam- kvæmt lögum frá 1970, um leigu- bfla- og vörubflaakstur, þá eigum við einir að sitja að slíkri þjón- ustu. Þetta sagði Herluf Clausen formaður Landssambands vöru- bifreiðastjóra í samtali vð Þjóð- viljann í gær. Herluf sagði að nú væri allt of mikið af vörubflum á landinu, og stórir verktakar, sem hefðu eignast mikinn flota vinnuvéla í gegnum stór verkefni hjá ríkinu, væru að ryðja vörubifreiða- stjórastéttinni úr vegi. Nú eru um 700 félagar í Landssambandinu. Við erum aðilar að ASÍ og eigum okkar samning við Vinnu- veitendasambandið, þar sem segir að félagsbundnir vörubif- reiðastjórar skuli ganga fyrir í öll- um akstursverkefnum. Þetta er hins vegar þverbrotið hvað eftir annað og VSÍ lætur eins og kjara- samningurinn sé ekki til. Það er að okkar mati ólöglegt að boðin séu út verk sem eru ein- göngu fólgin í vörubflaakstri á sama hátt og það er ólöglegt að semja við aðila utan okkar sam- taka um akstur langt undir taxta. Við erum ekki á móti verkút- boðum sem slíkum, en þau verða að vera innan ramma laganna. Það er heldur ekki óeðlilegt að samið sé um afslátt þegar um stærri verk er að ræða, en þá eiga þeir samningar að fara í gegnum viðkomandi vörubflstjórafélag eða -stöð. Herluf sagði atvinnu- leysi meðal vörubflstjóra slíkt um þessar mundir að útilokað væri fyrir menn að endurnýja bfla sína og víða væri nú fækkað þeim bfl- um sem eru í þjónustu. Þannig hefur vörubílstjórum hjá Þrótti fækkað úr 200 í 150 á einu ári. -ólg. Rœkja Ný mið út af Aust- fjörðum Mjög góð rœkjuveiði hefur verið undanfarið á Héraðsflóadýpi. Veiðiútlit víðastmjöggott nema í Kolluál. Aðgengi fyrir fatlaða í opinberar stofnanir eru til skammar. En maður líttu þér nær. Þessi mynd var tekin í gær þegar fatlaður maður var á leið á ritstjórnar- skrifstofur Þjóðvijjans. Tugir trappa og óyfirstíganleg hindrun nema með að- stoð. Ljósm. E. Ol. Fatlaðir Stofnanir slæmar Ferlinefndfatlaðra um ríkisstofnanir. Fá að meðaltali 30 stig afl00 mögulegum. Próunin þó í jákvœða átt Ingvar Hallgrímsson fiskifræð- ingur er nú í leiðangri að leita nýrra rækjumiða út af Austur- landi. Vonast er til að þar sé hægt að finna góð rækjumið. Undan- farið hefur veiðst mikið af rækju á Héraðsflóadýpi og sagði Unnur Skúladóttir fískifræðingur að það kæmi í sjálfu sér ekki á óvart þótt mikið væri þarna af rækju. Hún sagði að all straumþungt væri víða fyrir Austfjörðum og því hefði verið erfitt fyrir leiðang- ursfólk Hafrannsóknarstofnunar að veiða með 1200 möskva troll. AJlt öðru mál gegndi fyrir stór skip með miklu stærri troll og þau hefðu veitt þarna vel að undan- förnu. Unnur sagði að nú væri mikið af rækju í Húnaflóa, meira en nokkru sinni áður eftir að rann- sóknir hófust og sagðist hún telja þetta afrakstur veiðistjórnunar undanfarin ár á svæðinu auk þess sem mikið af 4ra til 5 ára rækju væri í veiðinni og ekki síst væri um meiri sóknarþunga að ræða en áður. Á Eldeyjarmiðum er útlitið gott en aftur á móti afar slæmt í Kolluál. Við rannsóknir fengust aðeins um 20 kfló á togtíma en undanfarin ár hafa fengist yfir 100 kfló á togtíma. Þarna voru veiddar um 2500 lestir af rækju í fyrra. Niðurstöður úttektar sem gerð var á húsakosti ríkisins með tilliti til þarfa fatlaðra eru þær að af 100 stigum möguiegum fá hús þau sem hýsa ríkisstofnanir að meðaitali aðeins 30 stig, sem sagt algert fall. Nokkurn veginn á þessa leið fórust nefndarmönnum í ferlinefnd orð þegar fylgt var úr hlaði umfangsmikilli úttekt á húsakosti ríkisins með tilliti ti) sérþarfa fatlaðra. Úttektin var unnin af embætti húsameistara ríkisins í samvinnu við ferlinefnd og að undirlagi fé- lagsmálaráðuneytisins. í niður- stöðum kemur fram að elstu byggingar svo sem Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Landsbóka- safnið eru meðal þeirra bygginga sem hvað erfiðastar eru fötluð- um. Er skemmst að minnast lag- færinga á tröppum Þjóðleikhúss- ins þar sem ekki var talið fram- kvæmanlegt að breyta þeim og gera aðgengilegar fötluðum m.a. vegna kostnaðar. Þó segir í niðurstöðum að þró- unin sé í jákvæða átt þar sem gæði bygginga hafi almennt aukist. Meðal annars með tilkomu á- kvæða í byggingarreglugerð um hönnun húsnæðis með tilliti til þarfa fatlaðra og eins því að mál- efnum fatlaðra er nú meiri gaumur gefinn en áður var. Þó vantar mikið á enn að full stiga- gjöf náist og er það oftast vegna atriða er varða sérþarfir fatlaðra og vega snyrtiherbergi þar einna þyngst. -aró. Innrásarskjölin Leynd eða ekki leynd? Þór Whitehead heimilað árið 1973 að athuga herlagaboðskapinn án nokkurra skilyrða. „Hefði ekki hikað við að birta“. Þrátt fyrir tilskipun um leynd til 8. maí 1985 fékk sagnfræðing- urinn Þór Whitehead árið 1973 að athuga herlagaboðskapinn í bögglinum sem losaður var við innsiglið í Þjóðskjalasafni í fyrra- dag. „Þór Whitehead er hérmeð heimilað að skoða hvað er í nefndum böggli" segir í bréfi til safnsins frá þáverandi stjóra í utanríkisráðuneytinu, Pétri Thorsteinssyni, „en æskilegt væri að hann yrði innsiglaður á ný“. Þór Whitehead sagði Þjóðviljan- um í gær að leyfið hefði ekki verið háð neinum skilyrðum. Hann ætti þessi skjöl í ljósriti, hefði vís- að til þeirra í doktorsritgerð sinni óprentaðri og „ekki hikað við að birta þetta“ ef ástæða hefði verið til. Skilningur Þórs var að leyndin hefði verið rofin strax árið 1973. Böggullinn var sendur frá ráðu- neyti til Þjóðskjalasafns árið 1965 með fyrirmælum um leynd þartil 40 ár væru frá stríðslokum. Pétur Thorsteinsson, nú sendi- herra, sagðist í gær ekki muna eftir þessu tilviki og sagðist ekki vita afhverju sérstök fyrirmæli hefðu verið gefin að loka bögglin- um aftur. Pétur var spurður hvort ekki væri þversagnarkennt að gefa Þór skilyrðislaust athugun- arleyfi en viðhalda leyndinni. Pétur sagði þá að skjöl sem utan- ríkisráðuneytið sendi safninu ættu ekki að koma fyrir almenn- ingssjónir nema með sérstöku leyfi hverju sinni, og hélt að- spurður að opinber birting her - lagagagnanna í fyrradag án sér- staks samráðs við ráðuneytið hlyti að stafa af misskilningi. -m Vorhappdrætti ABR Dregið í dag Vinningsnúmer innsigluð Gerið skil sem allra fyrst! -S.dór Bjórinn Mútur í stónim stal ÓlafurP. Pórðarson þingmaður sakar fréttamenn um mútuþœgni ogflutningsmenn bjórfrumvarpsins um að vera með umboð fyrir áfengt öl! Olafur Þ. Þór'ðarson þingmað- ur Framsóknarflokks sakaði í gær fréttamenn útvarps og sjón- varps um mútuþægni og flutn- ingsmenn bjórfrumvarpsins um að vera búnir að útvega sér um- boð fyrir áfengt öl! Ólafur sagði ljóst að alls stað- ar, þar sem áfengi og tóbak væri selt, reyndu söluaðilar að bera fé á æðstu starfsmenn í viðkomandi ríkjum til að fá þá til að breyta löggjöf eða koma í veg fyrir að löggjöf væri samþykkt. „Það skyldi þó ekki vera að einhver af flutningsmönnum (bjórfrum- varpsins) hefði búið sig undir það að þiggja umboðslaun fyrir áf- engt öl ef það verður selt hér á landi? Það skyldi þó ekki vera búið að ganga frá samningum um slíka hluti?“sagöi þingmaðurinn. Þá sakaði Ólafur fréttastofu sjónvarps um að sýna aðeins glansmyndir af glaumi og gleði, þegar fjallað væri um bjórinn. Þar væri aldrei minnst á hina hlið- ina, afleiðingar áfengisneyslunn- ar, slysin og afvötnunina. Þá sagðist hann hafa orðið undrandi á fréttaflutningi hljóðvarpsins um stofnun Bjórsamlagsins á sín- um tíma. Stundum hvarflaði nefnilega að honum að opinberir starfsmenn þægju mútur þegar auglýsingar af þessu tagi væru fluttar sem fréttir! Fleiri fengu ekki að taka til máls um bjórinn að svo stöddu, en búist var við að málið kæmi aftur á dagskrá í gærkvöldi. -ÁI Föstudagur 10. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.