Þjóðviljinn - 10.05.1985, Síða 4
LEIÐARI
Hyllingarsamtök í hrassakaupum
( dag mun að öllum líkindum ráðast á alþingi
hvort hrossakaup hyllingarsamtaka Jóns Bald-
vins Hannibalssonar verði að lögum í landinu.
í umræðu um rýmkun útvarpslaga og nýjar
sjónvarps- og hljóðvarpsstöðvar hefur það ver-
ið algert grundvallarmál hvort leyfa ætti auglýs-
ingar eða ekki.
I þeirri þróun sem orðið hefur meðal annarra
þjóða í fjölmiðlun hefur þetta grundvallarmál
verið aðalatriði umræðunnar og það sem ráðið
hefur endanlega afstöðu manna til rýmkunar-
heimilda. Nýverið var greint frá því að danska
blaðamannasambandið hafnaði algerlega
auglýsingaútvarpi og -sjónvarpi og félags-
hyggjuflokkar á Norðurlöndum og annars stað-
ar hafa spornað við útþenslu auðhringanna og
sterkari ítökum þeirra í fjölmiðlun í gegnum
auglýsingar.
Fram að þessu hefur Alþýðuflokkurinn staðið
að nokkru vörðinn með Alþýðubandalaginu á
alþingi gagnvart þeirri lýðræðisskerðingu sem
felst í auglýsingaútvarpi einsog því sem ís-
lenska auðvaldið hyggst og vill koma á laggirn-
ar.
í fyrradag kom hins vegar í Ijós að það sem
einu sinni var Alþýðuflokkur og nú hefur breyst í
hyllingarsamtök um Jón Baldvin Hannibalsson.
er reiðubúið til að braska með þetta grundvall-
armál á alþingi.
Jón Baldvin Hannibalsson sjálfur kvað
samtök sín tilbúin að styðja að auglýsingar verði
leyfðar gegnt því að auglýsingataxtar verði
undir verðlagseftirliti og að boðveiturnar verði í
eigu sveitarfélaganna.
Jafnframt lýsti Jón Baldvin sjálfur því yfir, að
samtök hans myndu breyta um afstöðu í efri
deild alþingis ef tillögurnar um eftirlitið og boð-
veiturnar yrðu felldar í neðri deild þingsins.
Þannig er að formsins vegna verða breyting-
atillögur við auglýsingaútvarpið fyrst bornar
undir atkvæði en síðan tillögurnar um boðveitu-
kerfið. Með öðrum orðum hefur Jón Baldvin
Hannibalsson lýst því yfir að samtök hans á
alþingi séu reiðubúin til að skipta um skoðun
Umhverfisvemd
í Þjóðviljanum á þriðjudaginn var merk frétt, -
gleðifrétt af hugviti íslenskrar alþýðu. Feðgarnir
á HREGGSTÖÐUM í Kolbeinsstaðahreppi
hafa búið til ofn og mót til að bræða plastpoka
utan af áburði. ( mótunum búa þeir til ílát og
girðingarstaura. Staurarnir hafa reynst mjög
vel; þeir bogna á vetrum undan snjóþunga, en
brotna ekki. í hitanum að vori réttist úr staurun-
um og þeir eru jafngóðir eftir.
Allir vita að í sveitum landsins hafa áburðar-
pokar verið til mestu vandræða; það er erfitt að
hemja þá og þeir liggja einsog hráviði um
landið. Þá eru þeir illa forgengilegir.
Með þeirri einföldu og snjöllu lausn feðganna
milli deilda á þinginu gangi Sjálfstæðisflokkur-
inn og Bandalag jafnaðarmanna ekki að
kaupunum.
Jón Baldvin hefur með þessu útspili sínu tekið
ákveðið frumkvæði í myndun þeirrar „við-
reisnarstjórnar", sem margir óttast að stefni í. í
öðru lagi hefur hann sýnt þingi og þjóð fram á að
pólitíska siðferðið sé ekki meira en svo að hyll-
ingarsamtökin eru reiðubúin til hrossakaupa
um grundvallarmál þegar þannig stendur í bólið
hjá Jóni.
og spamaður
á Heggstöðum, er því hægt að gera stórátak í
umhverfisvernd. Um leið gæti tækni þeirra leitt
af sér sparnað fyrir bændur sem leggja töluvert
fjármagn í girðingar. Girðingarefni hefur m.a.
verið flutt inn í landið og þannig gæti uppfinning-
in orðið til að spara gjaldeyri og bæta þjóðar-
hag. Um leið og Þjóðviljinn vekur athygli á fram-
taki feðganna á Heggstöðum, vill blaðið benda
á að tækninýjungar og atvinna í framtíðinni
þurfa ekki einungis að byggjast á skólalærðri
sérfræði. Meðal almennings í landinu býr þekk-
ing, reynsla og hugvit sem reynast okkur best í
bráð og lengd.
-óg.
KLIPPT OG SKORIÐ
NT kemur með þá skýringu í
gær á misheppnuðum fundahöld-
um Sjálfstæðisforkólfa um land
allt um síðustu helgi, að lands-
menn hafi verið límdir við beina
útsendingu á Evrópukeppni sjón-
varpsstöðva um dægurlög.
Þetta eru í sjálfu sér merkileg
tíðindi, því þótt þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins séu hverjir öðr-
um líkir og ekki sérlega uppörv-
andi í boðskap sínum, þá eru þeir
æsispennandi menn í samanburði
við þá sem framleiða lög og texta
í fyrrnefnda keppni.
Breskur blaðamaður sem
sendur var til Gautaborgar á dög-
unum til að fylgjast með keppni
þessari hafði þá sögu að segja, að
áður en gamanið hófst hafi allt
verið komið í háaloft út af ásök-
unum sem fóru á milli manna um
hugmyndastuld. Ef klippari man
rétt sökuðu Svíar Breta um að
hafa stolið frá sér, Bretar sökuðu
Þjóðverja og ísraelar Frakka.
Sem er ekki nema von, sagði
Bretinn, því lög í Evrópukeppni
eru svo lík hvert öðru að enginn
hefur til þessa fengið greint á
milli þeirra.
Það hefur líka verið sagt um
þessa keppni, að það lag sigri í
henni sem er líkast öllum hinum
lögunum.
Hvað sem því líður: það er
þjóðhátíð í Noregi yfir óvæntum
sigri norsks dægurlagafólks í
þessari keppni. Fróðir menn
telja, að hér sé fengin sú uppbót á
laskað þjóðarstolt Norðmanna
sem þá hefur vantað allar götur
síðan íslendingar unnu áróð-
ursstríðið um það hvers kyns
Leifur sá var Eiríksson, sem fann
Ameríku og týndi henni aftur.
Gallabuxna-
vandi
Eins og allir blaðalesendur
vita, þá er mikill vandi að vera til í
nútímasamfélagi. Hver hópur,
hver aldur eiga sér sín vandamál
sem virðast helst eiga það sam-
eiginlegt að sýnast því torleystari
sem fleira er um þau rætt.
En hvað um það: við sáum það
í Morgunblaðinu í gær að fleiri
kunna í vanda að rata en mennsk
kind. í grein sem hét því fróðlega
nafni „Gallabuxur í vanda”.
Greinin segir frá því að stærsti
framleiðandi gallabuxna hafi
brugðist svo við þessum vanda
buxnanna að hann hafi neyðst til
að loka útibúum sínum hér og
þar. Og eins og þar segir:
„En þótt gallabuxurnar haldi
enn velli, má telja að stórveldis-
tími þeirra sé liðinn, í bili að
minnsta kosti. Þetta viðurkennir
einn af framkvæmdastjórum Levi
Strauss í Bandaríkjunum, Robert
Haas, en hann segir að eftir-
spurninni sé nú fullnægt í bili.”
Það er nefnilega það. Mark-
aðsvaran vill gerast mennsk og
eiga í vanda. Ekki bara gallabux-
urnar. Okkur er til dæmis tjáð að
kókakóla sé í miklum vanda. Svo
miklum, að það ætli að breyta um
formúlu.
Eins gott að þorskblökkin
komist ekki í vanda líka.
Siðferðis-
vandi
Eins og blaðalesendur hafa
tekið eftir, var Reagan Banda-
ríkjaforseti gagnrýndur mikið og
víða fyrir heimsókn sína í þýskan
hermannagrafreit í Bitburg.
Stöku raddir reyndu þó að verja
karlinn með því, að hann hefði
hugrekki til að ganga gegn
straumi og viðurkenna að þýskir
hermenn, jafnvel í SS-sveitum
væru „eins mikil fórnarlömb Hitl-
ers eins og fórnarlömb útrýming-
arbúðanna” eins og Reagan sjálf-
ur komst að orði.
Það er ástæða til að minna á
það, að með slíkum röksemdum
eru menn komnir út á næsta hál-
an ís. Það má vel vera rétt að það
sé rangt að gera Þjóðverja sem
heild samseka Hitler. En ef slík
„hópsekt” er ekki til, þá er enn
síður til „hópsakleysi.” Til eru
þeir sem voru sekir rétt eins og
saklausir eru og voru tii. Þegar
reynt er að gera alla að fórnar-
lömbum jafnt, eins og Reagan
reynir, þá eru engin fórnarlömb
til lengur. Og allar siðferðilegar
spurningar eins og gufaðar upp úr
umræðu um harmsöguleg tíðindi.
Menningar-
vandi
Sigurður Þór Guðjónsson rit-
höfundur var í grein í Morgun-
blaðinu á dögunum að skammast
út í kvikmyndagagnrýnendur
sem aldrei gerðu mun á afþrey-
ingu og list. I leiðinni minnti hann
á þann sannleika, sem ekki verð-
ur of oft brýndur fyrir mönnum,
að mikið framboð - eins og á 200
myndbandaleigum, segir ekkert
um fjölbreytni. Eins víst, að sá
sem leitar að afreksverkum kvik-
myndamanna finni ekkert annað
en „rusl og enn meira rusl.” Sig-
urður hefur mörg orð hörð um
smekkleysi og gróðafíkn mynd-
bandastjóra sem hann telur „eitt
af mörgum dæmum um þá menn-
ingarlegu úrkynjun sem læst hef-
ur sig um þjóðina.” Hann minnist
líka á það „öfuga snobb” sem ger-
ist æ fyrirferðarmeira í fjölmiðl-
um:
„Orð eins og menning og list
eru nánast skammaryrði í dag-
legu tali og í umræðu fjölmiðla.
Nú er það talið vitni um hroka og
snobb að vilja auðga sálina af feg-
urð og fræðslu. Það eru aðeins
leiðinlegir menningarvitar sem
lesa góðar bækur, njóta fagurra
mynda, hlýða á háleita tónlist og
horfa á vandaðar kvikmyndir.
Það er orðið rækilega úrelt að
leitast við að vera þroskaður
maður.”
Svartagallsraus kynni margur
að segja. Já, og því ekki það?
Hressilegt svartagallsraus í ís-
lenskum menningarmálum er alt-
ént kærkomin tilbreyting frá
þeim meðvitundarlausa sælu-
vaðli um auglýsingafrelsið far-
sæla, sem þingmenn og ráðherrar
ýmsir láta nú frá sér ganga af lítilli
fyrirhyggju í umræðunni um út-
varpslög. -áb.
DJOÐVHJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson.
Ritatjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson.
Fróttastjórl: Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Guöjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Möröur Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljóamyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnuri: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson.
Skrlfstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjórí: Sigríöur Pétursdóttir.
Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bflstjórl: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð (lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 10. maí 1985