Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 7
Karl Kristjánsson 15 ára: Já, ég er sennilega búinn að fá vinnu í bókabúð, það á að vera alveg öruggt. Eg býst við að byrja þegar prófin verða búin um 20. eða 21. maí. Ég hef unnið þarna áður, af og til með skólanum í vetur. Sigrún Unnur Einarsdóttir, 16 ára: Já, já, ég er búin að fá vinnu í Kirkjugöröum Reykjavíkur- borgar. Ég vann þar í fyrra- sumar og sótti um aftur og fékk strax vinnu. Byrja um mánaðamótin - þetta er ágætlega borgað. Ertu búin/n aöfá vinnu? Unglingar í atvinnuhugleiðingum Nú eru skólarnir alveg að verða búnir, samræmdu próf- unum ægilegu allavega lokið og unglingar komnir í at- vinnuhugleiðingar. Glætan brá sér í bæjarferð með Val- dísi Ijósmyndara og hitti nokkra fulltrúa ungu kynslóð- arinnar á förnum vegi. Við fengum leyfl til að leggja fyrir þá spurningar um sumar- vinnu og hér koma svörin: Þór Víkingsson, 18 ára: Ég hætti í skóla í vetur þeg- ar kennararnir sögðu upp en ætla að byrja næsta haust. Sem stendur vinn ég í spilasal og held kannski eitthvað áfram í sumar en þetta er ekk- ert framtíðarstarf. Ég geri mér vonir um að fá vinnu hjá bróður mínum sem á Ijósritun- arfyrirtæki. Kristín Þórsdóttir, 15 ára: Ég fékk vinnu á (rafossi. Það er svona unglingavinna á vegum Landsvirkjunar, hreinsa í kring og svoleiðis. Kaupið er 70 krónur á tímann. Ég á heima fyrir austan og pabbi vinnur hjá Landsvirkj- un, svoleiðis frétti ég um þetta. Föstudagur 10. maí 1985, PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.