Þjóðviljinn - 10.05.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Side 9
Amnesty International Fangar maímánaðar Landsbyggðin Ný þjónusta Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirtalinna samvisku- fanga í maí. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu við að slík mannréttindabrot eru framin. beðnir um að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Þarfást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef ósk- að er eftir. Skrifstofan er opin frá 16:00-18:00 alla virka daga. Vitund á Vatnsberaöld Á mánudags- og þriðjudags- kvöld heldur Jeanne de Muras- hkin fyrirlestra í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fyrra kvöldið verður fjallað um hærri og lægri skyggni- gáfu en hið síðara um vitundar- byltingu á Vatnsberaöld. Jeanne hefur mál sitt um áttaleytið bæði kvöldin. Norræni heilunarskólinn er fundarboðandi en þann skóla stofnaði Jeanne árið 1979. Hér á landi hefur starfað heilunarskóli frá því í janúar. Nú stendur fyrirtækjum svo og einstaklingum úti á landi til boða að láta Sendibíla h/f útrétta fyrir sig í Reykjavík. Það sem felst í þessari auknu þjónustu er m.a. að hægt er að hringja í Sendibfla h/f í síma 91-24100 eða 91-11580 og láta sækja fyrir sig smávörur svo og stærri hluti sem þarf að koma á BSÍ, flugfragt eða ein- hverja af vöruflutningamiðstöðv- unum. Framkvæmdin er þannig að viðkomandi þarf að vita verð- ið á þeim hlut sem kaupa skal síðan hringja í annað ofan- greindra símanúmera og lætur í té óskir sínar og fær upp gefinn áætl- aðan kostnað við akstur sending- arinnar og leggur síðan heildar- upphæðina inná reikning Sendi- bfla h/f með C-gíróseðli. Allar nánari upplýsingar varð- andiþjónustuþessa erhægtaðfá hjá símastúlkum stöðvarinnar. Stöðin er opin alla daga vikunnar frá kl. 7.30 - 23.30. I Nígería. Dr. Tai Solarin er 63 ára gamall kennari, gagnrýnandi og blaðamaður. Hann var hand- tekinn á heimili sínu af lögregl- unni í Nígeríu 12. mars 1984. Engin opinber skýring var gefin á handtökunni en hún er álitin vera f tengslum við greinar sem Dr. Solarin hefur skrifað og birtust í blöðunum Sunday Tribune (26. feb. 1984) og Nigerian Tribune (12. maí 1984). f greinunum kom fram gagnrýni á stefnu stjórnar- innar. Eiginkona Dr. Solarins sendi „habeas corpus“ beiðni til yfirvalda og var handtaka hans úrskurðuð ólögmæt af Hæstarétti í Lagos og hann þar af leiðandi látinn laus. Hann var handtekinn samdægurs (24. apríl 1984) og hefur verið í haldi síðan án dóms ,og laga. Yfirvöld segja að hann sé í haldi af öryggisástæðum. Amn- esty samtökin álíta Dr. Solarin vera í haldi vegna skoðana sinna. Jórdanía. Hashim Gharaibeh er 37 ára gamall háskólanemi og ríkisstarfsmaður. Hann afplánar 10 ára fangelsisdóm fyrir þátt- töku í kommúnistaflokki Jórdan- íu. Samkvæmt lögum Jórdaníu er kommúnistaflokkurinn bannað- ur sem og öll starfsemi og rit sem að honum lúta. Hægt er að dæma menn í allt að 10 ára þrælkunar- vinnu við brot á þessum lögum. Hashi Gharaibeh var handtekinn í mars 1978, og dæmdur af her- rétti í Amman. Hann hefur ekki rétt til að áfrýja dómnum. Amn- esty samtökin álíta Hashim Gharaibeh vera í haldi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Kúba. Dr. Ricardo Bofill Pagés er félagsfræðingur og fyrrverandi prófessor. Hann var handtekinn 24. september 1983 í Havana og fréttir herma að hann hafi fengið 12 ára dóm. Handtaku virðist vera í tengslum við fund sem Dr. Ricardo Bofill Pagés átti við tvo franska blaðamenn 21. septemb- er 1983, en þeir voru einnig hand- teknir og yfirheyrðir. Yfirvöld segja ástæðuna fyrir handtökunni vera „andbyltingarlegt athæfi“ Dr. Ricardo Bofill Pagés. Hann hefur verið handtekinn áður, 1967 fyrir stjórnmálaskoðanir sínar en þá sat hann inni í 5 ár og 1980, fyrir að eiga erlendan gjald- eyri en þá sat hann inni í 2 ár. Honum hefur mörgum sinnum verið neitað um leyfi til að yfir- gefa landið og flytja til eiginkonu sinnar sem býr erlendis. Amnesty samtökin álíta ástæðuna fyrir handtöku Dr. Ricardo Bofill Pagés vera andstaða hans við kú- bönsku stjórnina. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu al- mennt, eru vinsamlegast h #K' 7 -18 MA! 1985 HAGKAUP (jEHGUR I LIÐ MEÐ I5LEH5HUM IÐHAÐI Það er góð stemmning á /5LEM5KUM DÖGUM í MAGKAUP: WÖMUMYMMIMCöAM - TÍ5MU5ÝMIMGAM - 5KEMMmmiÐI NÚ BOLT/NN HJæ\ ÞER ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.