Þjóðviljinn - 24.05.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 24.05.1985, Page 1
ÞJÓÐMÁL GLÆTAN UM HELGINA VSÍ-tilboð Engin kauptrygging! Afstaða Verkamannasambandsins kom hreyfingu á Vinnuveitendasambandið. Aðeins átta tilþrettánprósent hœkkun áþessu ári. 9% á nœsta. GuðmundurJ. Guðmundsson: Uppsagnarákvœði einskis virði. Þeir viljafesta lélega kaupmáttinn r Igær lagði VSI fram samnings- tilboð á fundi með forystu- mönnum ASÍ. í því er ekki komið til móts við meginkröfu verka- lýðssamtakanna um kauptrygg- ingu, en hins vegar opnað fyrir mjög þröngan möguleika á upp- sögn fari verðbólga fram úr ákveðnu marki. Samkvæmt til- boðinu yrðu launahækkanir á þessu ári samtals átta prósent og níu prósent á árinu 1986. Jafn- framt er gert ráð fyrir að þeir sem taka laun undir 25. launaflokki hækki um tvo launaflokka síðar á þessu ári. Hver launaflokkur jafngiidir hækkun um 2,4 prós- ent. Tilboðið er nánar skýrt á blaðsíðu 2. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá eru uppi mismunandi viðhorf innan verkalýðshreyfingarinnar um tímasetningu kjarasamninga. Ýmsir forystumenn hafa viljað fara í samninga strax í sumar. Innan Verkamannasambandsins hafa menn hins vegar haft þá stefnu, að fyrst bæri að ræða og móta kröfugerðina í félögunum og fyrr væri ekki tímabært að fara í samninga. Margir telja að þessi afstaða VMSÍ hafi komið hreyf- ingu á VSÍ. Innan þess hafi menn viljað gera allt til að forðast átök við VMSf í haust, og því komið fram með tilboð sem ýmsir innan verkalýðshreyfingarinnar töldu í viðtölum við Pjóðviljann í gær að væri furðuhátt miðað við upphaf- stilboð, og kváðu margir það not- hæft sem umræðugrundvöll, að minnsta kosti fyrir árið 1985. „Tilboðið er langt frá því að færa fólki aftur þann hluta af kaupinu sem búið er að taka af því“, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson í viðtali við Þjóðvilj- ann. Hann benti jafnframt á, að Verðhækkanir Stórhækkun búvöruverðs r Eg vil ekki nefna neinar tölur en það er ljóst að búvöruverð kemur til með að hækka verulega um næstu mánaðamót. Þegar er vitað um 4,4% hækkun á verð- lagsgrundvellinum vegna úr- skurðar yfírnefndar, um hækkun á launalið bænda vegna launa- skriðs hjá viðmiðunarstéttunum, og hækkunar á flutningslið. Þetta sagði Ingvi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á væntanlegri búvöru- hækkun sem taka á gildi 1. júrií. Er jafnvel reiknað með allt að 16% hækkun. S.G. það væri engin kauptrygging inni í tilboðinu, en hins vegar upp- sagnarákvæði, sem að hans sögn er einskis virði. Hann kvaðst ekki heldur sjá betur en með tilboðinu væri verið að reyna að festa kaupmáttinn eins og hann var á fjórða ársfjórðungi 1983, þegar hann var nánast í lágmarki. „Það er ekki heldur gert ráð fyrir að launafólk fái hlutdeild í hinni auknu þjóðarframleiðslu sem hefur átt sér stað“, sagði Guð- mundur ennfremur, „og ég verð að segja að mér finnst þetta und- arleg aðferð hjá VSÍ. Þeir vilja endilega nota heildsöluformið, semja bara við alla hreyfinguna á einu bretti og neita svo að semja um sérmál einstakra félaga". Hann sagði að tilboðið yrði rætt á formannafundi VMSI á næsta þriðjudegi og „þá sjáum við hvernig framhaldið verður. En það er urgur í fólki, og það er gott að sjá það af þessu tilboði að VSÍ hefur skilist að okkur er alvara". -ÖS Brynjólfur Vilhjálmsson fyrir framan fjölbýlishúsið í Álftamýri: Notuðum 1400 tonnum minna af heitu vatni sl. vetur en áður vegna hlýindanna. Hlýindin Viðspöruðum yfir 20 þúsund kr. 32 íbúðafjölbýlishús notaðiMOO tonnum minna afheitu vatnifrá því í desember til maí en árið áður. Brynjólfur Vilhjálmsson: Gátum látið Hitaveituna lœkka áœtlunina á okkur I græða, án þess að taka svo mjög eftir því. Gróðinn fólst í hinu hagstæða tíðarfari vetrarins og vorsins, hann kemur mjög fram í lægri kyndingarkostnaði en í venjulegu eða köldu árferði. Frá 16. desember sl. til 16. maí notaði fjölbýlishúsið Álftamýri 24-30, samtals 32, íbúðir 1400 tonnum minna af heitu vatni en á sama tíma í fyrra. Og upphæðin sem sparast við þetta er 23.800 krónur. Tonnið af hitaveituvatn- inu kostaði 15 krónur fram að febrúar en hækkaði þá í 17 krón- ur. Brynjólfur Vilhjálmsson sem býr að Álftamýri 26 sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að árið 1981 hefði verið sett stillikerfi á alla ofna hússins og þá hefði vatnsnotkunin minnkað úr 24 þúsund tonnum á ári niður í 14091 tonn. Sú aðgerð hefði verið fljót að borga sig. Þessi minnkandi notkun á heitu vatni nú væri eingöngu að þakka góðu tíðarfari sagi Brynj- ólfur. Hann sagðist í ljósi þessa hafa farið á skrifstofu Hitaveitu Reykjavíkur og látið lækka áætl- unina. Áætlunin hefði gert ráð fyrir þremur greiðslum sem eftir lifir ársins, uppá 33 þúsund krón- ur hver. Sagðist Brynjólfur hafa fengið áætlunina lækkaða niður í tvær 16 þúsund króna greiðslur og eina 20 þúsund króna greiðslu. „Það er ástæðulaust að láta þessa peninga liggja vaxtalausa inni hjá Hitaveitunni, ekki síst þar sem við þurfum að láta mal- bika dálítið hjá okkur", sagði Brynjólfur að lokum. Þetta atriði gætu sjálfsagt fleiri athugað. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.