Þjóðviljinn - 24.05.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1985, Síða 2
HVERNIG ENDAST LAUNIN? Halla Jónasdóttir Algjört stjórnleysi „Ég get ekki veitt mér neitt, maður getur varla þjónað frum- þörfum sínum, og finnst mér á- standið sífellt að versna. Megin- þættirnir í okkar neyslu eru alltaf að hækka, þetta er algjört stjórn- leysi. f nútíma samfélagi finnst mér til háborinnar skammar þessi launamismunur kvenna og karla úti í atvinnulífinu og finnst mér hlutskipti þeirra kvenna sem verða að vera heima að gæta barna hroðalegt, þær sjá aldrei manninn því hann verður að leggja á sig tvöfalda vinnu og bitnar þetta á heimilislífinu, ég held ég geti sagt að þjóðfélagið í heild sé í upplausn“. -sp- Harpa Nordal Hætt að fara til tannlæknis „Það gengur ekki vel, endarnir ná ekki saman þó maður spari í hvívetna, gangi í löfrunum allan ársins hring“, sagði Harpa Nor- dal. „Það er míklu erfiðara að lifa núna en fyrir nokkrum árum, ég hef ekki efni á að veita mér neitt. Öll þjónusta hefur hækkað svo gífurlega og sem dæmi þá er ég hætt að fara til tannlæknis, hef hreinlega ekki efni á því.“ -sp. Þorsteinn Sveinsson Hækka kaupið, lækka vörurnar „Það gengur misjafnlega, ég þarf barafyrirsjálfum mér aðsjá, maður hefur fyrir leigu og mat en ekki meiru, launin endast engan veginn ef ég ætla að kaupa mér eitthvað“, sagði Þorsteinn Sveinsson. „Það þarf að hækka kaupið og lækka vörurnar, alla vega að hækka kaupið í samræmi við vörurnar.“ _sD. FRETTIR Kjörin Tilboð VSI 8prósent hœkkun áþessu ári. 9prósent hœkkun á næsta. Hækkun um tvo launaflokkafyrirþá sem eru neðan við 25. launaflokk. Engin kauptrygging. Tilboð VSÍ sem lagt var fram í gær leggur til að eftirfarandi kauphækkanir verði samkvæmt samningi, sem á að ná til 31. des- ember 1986: Almennar launahækkanir verði svofelldar: Hinn 1. júní 1985 5 prósent Hinn 1. sept. 1985 3 prósent Hinn 1. janúar 1986 5 prósent Hinn 1. júlí 1986 4 prósent Auk þessa verði reiknitala í bónusi í fiskvinnu og saumaskap sem hér segir: Hinn 1. júní 1985 80 krónur Hinn 1. sept. 1985 84 krónur Hinn 1. janúar 1986 88 krónur Hinn 1. júlí 1986 92 krónur Reiknitala í dag er 74 krónur. Flokkahækkanir Auk þessa býr VSf til það sem það kallar „launajöfnunarbæt- ur“. Samkvæmt því eiga allir sem taka laun skv. 24 launaflokki eða lægri í kjarnasamningi að flytjast upp um einn flokk fyrst 1. júní á þessu ári og síðan aftur um einn flokk 1. september á þessu ári. Hver flokkur jafngildir 2,4 prós- enta launahækkun. Engin kauptrygging Engin kauptrygging er inni í til- boði VSÍ. Hins vegar er tekið fram að það grundist á eftirfar- andi spá um þróun vísitölu fram- færslukostnaðar, miðað við 100 þann 1. febrúar 1984: 1. des. 1985 : 150 stig 1. júní 1985 : 157 stig Fari vísitala framfærslu- kostnaðar meira en tveimur stig- um fram úr þessari spá, þá „telj- ast forsendur samningsins hafa brugðist". Jafnframt segir að við mat á þróun framfærslu- kostnaðar skuli jafnframt vera búið að draga frá þá hækkun, sem kunni að leiða af „tekjuöflun rík- issjóðs til að mæta kostnaði af aukinni félagslegri þjónustu eða aukinni fjáröflun til húsnæðis- mála“. Síðan segir jafnframt að „bregðist forsendur skal taka til athugunar hvort beinir skattar hafa lækkað eða muni lækka hlut- fallslega miðað við atvinnutekj- ur“. Opnun - uppsögn Hafi forsendurnar, sem að ofan eru raktar, brugðist á ann- Og ég sem hélt að menn leggðu fyrst fram kröfur og semdu síðan en ekki öfugt eða þannig sko.... arri hvorri dagsetninganna sem nefndar eru, þá hafa ASÍ og VSÍ frest til 29. sama mánaðar til að ná samkomulagi um úrbætur. Náist það ekki, þá getur ASÍ sagt upp samningnum með eins mán- aðar fyrirvara, og frekari launa- hækkanir koma þá ekki til fram- kvæmda. Guðmundur J. Uppsagnarákvæðineinskis virði Viljum lýðrœðislega umrœðu ífélögunumfyrst. Heildsöluformið er hins vegar allsráðandi hjá VSI. Vilja semja á einu bretti. Félögin þurrkuð af samningaborðinu. Verkamannasambandið telur að kröfugerðina og stefnuna í kjaramálunum þurfi að ræða innan félaganna sjálfra, áður en gengið er til samninga. Verka- lýðshreyfingin má ekki verða þannig að allt vald sé á hendi ör- fárra forystumanna sem taka all- ar ákvarðanir. Það er ekki lýð- ræði. Það þarf lýðræðislega um- ræðu í félögunum um hluti einsog þessa. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, í viðtali við Þjóðvíljann. „Vinnuveitendasambandið vill hins vegar hafa þetta allt í heildsöluformi. Þeir vilja semja á einu bretti við alla hreyfinguna og neita svo sérsamningum um þá hluti sem brenna heitt á einstök- um félögum. Við viljum hins veg- ar fara lýðræðisleiðina og láta fé- lögin sjálf móta stefnuna. Af ást sinni á launþegum vilja þeir hjá VSÍ hins vegar ekki láta þetta bíða stundinni lengur. Þeir vilja semja strax og við alla í einu.“ „Tilboðið er langt frá því að færa verkafólki þann hluta launanna sem búið er að taka af því. í því er heldur engin kauptrygging sem er ein höfuð- krafan hjá okkur. Það eru að vísu uppsagnarákvæði í tilboðinu, en þau eru einskis virði. Og kaupmátturinn verður ekki meiri samkvæmt tilboðinu en hann var á fjórða ársfjórðungi 1983, sem var þó einn sá lægsti um langt árabil. Og uppsagnarákvæðin eru líka algerlega í höndum ASÍ, þannig að félögin sjálf eru nánast þurrkuð út af samningaborðinu", sagði Guðmundur að lokum, þungur á brún. -ÖS Fyrirlestur um líftækni Þýskur prófessor í ensímtækni, lesturinn er haldinn á vegum dr. María Regína Kula frá Braun- Alexander von Humboldt félags- schweig í V-Þýskalandi, heldur í ins hér á landi, og Háskóla Is- dag klukkan 16:15 fyrirlestur um lands. Hann verður fluttur á nýjustu rannsóknir þýskra vís- þýsku, í Odda, Hugvísindahúsi indamanna á sviði ensíma. Fyrir- Háskóla íslands. VSÍ-tilboðið Loftleiðir/Flugleiðir 4 miljónir til Luxemborgar Um þessar mundir eru 30 ár síðan reglubundnar flugsam- göngur hófust á milli Luxemborg- ar og Islands en Loftleiðir opnuðu skrifstofu ytra í byrjun maí 1955. Alls hefur félagið flutt 4 miljónir farþega til og frá Luxemborg. Þegar Luxemborgarflugið hófst var flogin ein ferð á viku með Skymaster DC-4 flugvélum. Á þeim tíma var ekkert flugfélag starfandi í Luxemborg og flug- völlurinn þar lítt notaður en yfir- völd höfðu áhuga á að efla þenn- an þátt atvinnulífsins og greiddu götu Loftleiða eftir mætti. Fyrsta árið flutti félagið 589 farþega til Luxemborgar en í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 285 þúsund. -v. Dýrin kunna ekki umferöarreglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferðar- reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót og þeir ætlast til af þeim. yUMFERÐAR RÁÐ Verður rætt Ásmundur: fá afstöðu sambandanna áður en heildarsamtökin véla um Tilboð VSÍ er að áliti Ásmund- ar Stefánssonar eitt af því scm sambönd og félög í Alþýðusam- bandinu þurfa að móta til afstöðu í framhaldi af umræðunum á formannaráðstefnunni. Það er eina skoðunin sem hann lét í gær uppi við Þjóðviljann um tilboðið. „Við höfum ekki fjallað efnis- lega um tilboðið í okkar hópi“ sagði Ásmundur. „Einsog fram kom í fréttum af formannafundi okkar á mánudaginn verða málin nú rædd í hverju sambandi og í félögunum í ljósi þeirra viðhorfa sem fram komu á ráðstefnunni. Mér sýnist augljóst að í þeirri um- ræðu hljóti að verða fjallað um tilboð VSÍ og ég minni á í því sambandi að eitt af þeim atriðum sem ágreiningur var um á form- annafundinum á mánudaginn var hvort rétt væri að freista samn- i ingaviðræðna í vor eða ekki. Um- ræðurnar eru því ekki bara um efni heldur líka um meðferð máls.“ En hver er þín skoðun á tilboð- inu frá VSÍ? „Mín skoðun er sú að það verði að ræða málin nánar í sambönd- unum áður en fjallað er um þau frekar á vettvani heildarsamtak- anna.“ Telurðu líkur á að verkalýðs- hreyfingin gangi til samninga á grundvelli svipuðum þessum? „Einsog ég sagði: það er uppi sitthvort sjónarmiðið í hreyfing- unni um það hvort rétt sé að freista samninga nú í vor eöa draga það frammá haustið. Ég held að það sé ekki tímabært, og ekki hægt, að leggja niður fyrir sér hvernig málin æxlast innan sambandanna og á milli þeirra.“ -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.