Þjóðviljinn - 24.05.1985, Síða 8
GLÆTAN
Bjarni Bragason
Fer í vinnumennsku
„Pað er engin spurning um það hvert ég
fer, ég fer í vinnumennsku austur í Hruna í
Hrunamannahreppi“, sagði Bjarni Braga-
son.
„Ég hef dvalið þar öll sumur frá því ég
man eftir mér, og myndi alls ekki vilja vera í
bænum á sumrin, þegar maður hefur kost á
því að dvelja í sveitasælunni. Það er gott
félagslíf þarna og mikið af krökkum, annars
er aldursskiptingin ekki eins mikil í sveit-
inni eins og í bænum“.
-sp
Gunnlaugur
Guömundsson
Ber út Moggann
„Ég ætla bara að vera heima, jú og ég
ætla að bera út Moggann, ég veit eícki hvert
straumurinn liggur, ég held bara að hann
liggi ekkert! Það er búið að fyrirbyggja
flestar útihátíðir um hvítasunnuna með því
að loka flestum stöðum“, sagði Gulli.
„Þannig að ég slappa bara af um helgina,
í sumar ætla ég að leika mér og skreppa til
Ítalíu í júlí“.
-sp
FERÐAVASABOK
FJÖLVÍS 1985 .
Við höfum meira en 30 ára reynslu í
útgáfu vasabóka, og sú reynsla kemur
viðskiptavinum okkar að sjálfsögðu til
góða. Og okkur hefur tekist einkar vel
með nýju Ferðavasabókina okkar og
erum stoltir af henni. Þar er að finna
ótrúlega fjölbreyttar upplýsingar, sem
koma ferðafólki að ómetanlegu gagni
jafnt heima sem erlendis.
Meðal efnis t.d.: 40 íslandskort - Kort
af öllum hringveginum - Heimshluta-
kort - Sendiráð og ræðismannaskrif-
stofur um allan heim - Ferðadagbók -
Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald-
eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu-
vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón-
usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska
hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt
er upp að telja.
Sigurður Pálsson
Fresta ferðinni um viku
„Ætli ég verði ekki bara heima um hvítasunnuna nema eitthvað
verði ákveðið á síðustu stundu. Kannski fer ég uppí sumarbústað með
foreldrum mínum“.
„Ég hef ekki hugmynd um hvert á að fara eða hvort krakkarnir ætla
að fjölmenna eitthvað, allt virðist vera lokað“.
„Én við ætlum nokkur í útilegu eftir viku en vitum ekki ennþá hvað
kemur út ur því“.
Benedikt Baldursson
Eitthvað út úr bænum
„Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvert ég fer en við ætlum vinirnir
eitthvað út úr bænum en eigum eftir að koma saman og ákveða hvert.
Ég hef ekki hugmynd hvert straumurinn liggur og við ætlum heldur
ekki að fylgja honum".
„Ég er búinn að fá vinnu hjá Búnaðarbankanum og byrja 3. júní.
Verð þar að sendast og hjálpa til“.
G\œ'a .
\ g\ce\unrrt
Jæja krakkar, nú er skólinn úti, og gömlu
skruddurnar geta nú rykfallið með góðri sam-
visku fram á haustið, undir rúmi eða hvar sem
er.
Við gerum ráð fyrir að algjört andleysi sé nú
framundan hjá flestum ykkar, og fjölmiðla-
mötunin í algleymingi. Hvernig væri nú að nota
tækifærið og lofa sköpunar- og skáldagyðjunni
að hrista fram nokkrar setningar á blað? Krakk-
ar, sendið okkur nokkrar línur um allt milli
himins og jarðar. Við tökum við hverju sem er,
leiðbeiningum og svörum, pælingum, vanda-
málum, bömmerum, draumórum - öllu sem er
að angra heilastarfseniina og reynum að koma
glætu í lífið hjá ykkur, um leið og þið komið
glætu í Glætuna.
Hristið nú upp í litlu heilasellunum og við
munum bjrta.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. maí 1985