Þjóðviljinn - 24.05.1985, Qupperneq 9
Þjóðhagsáætlun
Framhald af bls. 6
4% jukust útgjöld þjóðarinnar
um V/2% (um 6%, ef birgða-
breytingar eru taldar með). Þjóð-
arframleiðsla jókst um 2Vi% í
stað þess að í þjóðhagsáætlun var
reiknað með 2Vi% samdrætti.
Breytingarnar frá því, sem
reiknað var með í þjóðhagsáætl-
un, eiga sér í meginatriðum
tvenns konar skýringar. Annars
vegar þróuðust ytri skilyrði þjóð-
arbúskaparins, afli og viðskipta-
kjör, með öðrum hætti en við var
búist. Hins vegar tókst ekki að
fylgja þeirri aðhaldssömu efna-
hagsstefnu, sem áætlunin byggð-
ist á.
Hvort tveggja kemur við sögu í
þessum samanburði eins og ræki-
lega er skýrt í riti Þjóðhagsstofn-
unar, „Ágrip úr þjóðarbú-
skapnum Nr.l, 1985“, sem út
kom í aprílmánuði síðastliðnum,
en þar segir m.a.:
* Þjóðarframleiðsla jókst í fyrra,
í fyrsta sinn síðan 1981.
Aukningin nam rúmlega 2Vi.
Ein meginskýring þessarar
aukningar var aukinn fiskafli
og útflutningsframleiðsla,
einkum á síðustu mánuðum
ársins.
* Mikilvæg skýring vaxandi um-
svifa í þjóðarbúskapnum 1984
var mjög aukin innlend eftir-
spurn. Utgjöld til neyslu og
fjárfestingar fóru verulega
fram úr fyrri spám. í heild eru
þjóðarútgjöld talin hafa aukist
um 3>/2%.
* Aukna eftirspurn má einkum
rekja til meiri tekjubreytinga á
síðasta ári en gert hafði verið
ráð fyrir. Að baki þessara
breytinga eru meðal annars er-
lendar lántökur og útlána-
aukning innanlands. Nú er
áætlað, að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna heimilanna í
fyrra hafi verið svipaður að
meðaltali, reiknaður á mann,
og á árinu 1983, í stað þess að
búist hafði verið við 3-4%
lækkun í fyrri spám.
* Útflutningsframleiðslan jókst
um nær 12% í fyrra og sjávar-
vöruframleiðslan um 11%.
* Þótt útflutningur hafi aukist
talsvert 1984 frá lægðinni 1983
varð halli á viðskiptum við út-
lönd mikill. Viðskiptahallinn
1984 svaraði til 6% af þjóðar-
framleiðslu. Hér olli einkum
veruleg aukning almenns vöru-
innflutnings og mikil vaxta-
byrði af erlendum skuldum.
Af þessari stuttu lýsingu má
ráða, að þótt útflutningsfram-
leiðsla 1984 ykist meira en menn
þorðu að vona varð verulegur
halli á viðskiptum við útlönd.
Astæðan var fyrst og femst vax-
andi innflutningur í kjölfar
aukinna eftirspurnar innanlands.
Vaxandi eftirspurn innanlands
fylgdi einnig aukin framleiðsla og
atvinnutekjur. Sá böggull fylgir
þó skammrifi, að viðskiptahalli
og verðbólga eru enn meginvand-
amál í íslenskum þjóðarbúskap.
Þannig virðast horfur á veru-
legum viðskiptahalla árið 1985.
Af þessu er ljóst, að sé það við-
urkennt að draga þurfi úr við-
skiptahalla gagnvart útlöndum,
verður því ekki jafnframt haldið
fram, að ástæðulaust hafi verið
að freista þess að halda aftur af
útgjöldum þjóðarinnar. Hvernig
það skuli gert verður vitaskuld
ætíð umdeilt.
Spár Þjóðhagsstofnunar um
framvindu efnahagsmála eru
auðvitað misjafnlega vel heppn-
aðar, og því fer fjarri, að hún sé
forvitri um fiskgengd og við-
skiptakjör. Kjarni málsins er hins
vegar sá, að þjóðhagsáætlun
ríkisstjórnarinnar á ekki að meta
á sama hátt og veðurspá Veður-
stofunnar.
SJONVORP
EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA
ERU EKKI í VAFA.
VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR.
T2) H
F
SJÓNV ARPSDEILD
SKIPHOLTI 7 - SÍMAR 20080 8c 26800
Umboðsmenn
um allt
land.
Barnfóstrunámskeið
Rauði kross íslands heldur námskeið fyrir barnfóstrur
dagana 28., 29., 30. og 31. maí n.k. í Nóatúni 21
Reykjavík.
Námskeiðið er ætlað 11 ára og eldri. Kennt verður á
tímanum 19-22. Námskeiðsgjald er kr. 600.-
Innritun og nánari upplýsingar í síma 26722 frá kl. 9-16
föstudag og þriðjudag.
SOVESK
BÓKA-
SÝNING
Sýningamar „Myndlist í Rússlandi11 og ;,Sov-
éskar bækur“ verða opnar í húsi MIR að
Vatnsstíg 10 um hvítasunnuhelgina (laugar-
dag, sunnudag og mánudag) kl. 14-19.
Næstsíðasta sýningarhelgi.
Aðgangur ókeypis. - M(R_
Aðalfundur
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn á
Hótel Sögu fimmtudaginn 30. maí n.k. og hefst kl.
20.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kynnt drög að
kröfugerð félagsins.
Kaffiveitingar.
Reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins.
Stjórn Dagsbrúnar.
Utboð
Tilboð óskast í steypuviðgerðir og málun á
húsi Landsbankans að Laugavegi 77,
Reykjavík. Útboðsgagna má vitja hjá skipu-
lagsdeild bankans að Álfabakka 10 (efri
hæð) gegn 2.000,- króna skilatryggingu. Til-
boð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
4. júní kl. 11:00.
Landsbanki íslands
Sjúkrahúsið Patreksfirði
óskar að ráða hjúkrunarfræðing og sjúkraliða til starfa
sem fyrst eða eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkr-
unarfræðing og Ijósmóður til sumarafleysinga. Gott
húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingarveitir Sigríður
Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eða 94-
1386.