Þjóðviljinn - 24.05.1985, Síða 13
Þrír og hálfur
breti
Þjóðleikhúsið frumsýnir Chicago í kvöld
í kvöld, föstudag, frumsýnir
Þjóðleikhúsið bandaríska
söngleikinn Chicago eftir Bob
Fosse, Fred Ebb og John
Kander. Við uppsetningu
hans koma við sögu þrír bret-
ar, leikstjórinn og dansahöf-
undurinn Kenn Oldfield, tón-
listarstjórinn Terry Davies og
leikmynda- og búninga-
hönnuðurinn Robin Don.
Allir hafa þessir menn unnið
hér á landi áður. Þetta er annað
samstarfsverkefni þeirra Kenn
Oldfield og Benedikts Árnasonar
í Þjóðleikhúsinu á tveimur árum
en þeir stjórnuðu uppsetningu á
Gæjum og píum á sínum tíma.
Hann hefur dansað í Chicago og
sjálfur samið dansa við söng-
leikinn fyrir West End í London.
Hann hefur unnið bæði sem dans-
ari og leikstjóri í fjölda sýninga í
Bretlandi og víðar auk þess sem
hann hefur dansað í kvikmyndum
og sjónvarpsleikritum.
Terry Davies stjórnaði og út-
setti tónlistina í Gæjum og píum í
Þjóðleikhúsinu. Hann hóf feril
sinn sem upptökumaður í hljóð-
veri í London en fór svo að vinna
sjálfstætt við útsetningar og vann
þá með ýmsum þekktum tón-
listarmönnum, svo sem Jon
Anderson úr Yes, Justin Hayw-
ard úr Moody Blues og Robin
Gibb úr Bee Gees. Síðustu árin
hefur hann starfað mikið við
leikhús í Hong Kong, Bretlandi,
Noregi og Svíþjóð þar sem hann
hefur útsett, stjórnað og samið
tónlist við leikverk.
Robin Don er skoskur og kom
við sögu í Þjóðleikhúsinu árið
1981 þegar hann gerði leikmynd
og búninga við hótel Paradís eftir
Feydeau. Hann er kominn í
fremstu röð breskra leikmynda-
teiknara og hefur unnið fyrir
mörg þekktustu leikhús Bret-
Helstu aðstandendur söngleiksins Chicago sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Á litlu myndinni er tónlist-
arstjórinn Terry Davies en á þeirri stærri er hönnuður leikmyndar og búninga, Robin Don efst til vinstri, síðan koma
leikstjórarnir Benedikt Árnason og Kenn Oldfield en fremst sitja prímadonnurnar Carol Nielsen og Sigríður Þorvaldsdótt-
ir.
lands, svo sem breska þjóðl-
eikhúsið, Royal Shakespeare
Company og Old Vic en á verk-
efnalista hans hafa verið leikrit,
óperur og ballettar. Um þessar
mundir vinnur hann að verkefn-
um fyrir óperur í Sydney í Ástral-
íu og New York.
Síðast en ekki síst ber að nefna
fjórða bretann sem við íslending-
ar viljum nú meina að sé meiri
íslendingur en breti. Það er söng-
konan Carol Nielsen sem ólst að
mestu leyti upp hér á landi og gat
sér nafn sem söngkona, það nafn
var að vísu Janis Carol. Hún er
upprennandi stjarna í söngleikja-
lífi Lundúnaborgar og hefur farið
með stór hlutverk í Evitu og Cats.
Hún syngur annað aðalhlutverk-
ið í Chicago en í hinu hlutverkinu
er Sigríður Þorvaldsdóttir sem er
öllum þeim sem sáu Gæja og píur
í fersku minni. _j>h
Námskeið
Dalton
Baldwin
í dag, föstudag, kl. 14-17 held-
ur píanóleikarinn Dalton Bald-
win námskeið í Norræna húsinu
fyrir píanóleikara og söngvara.
Baldwin hefur oft haldið nám-
skeið hér á landi og fyrir tveimur
árum var hann aðaldriffjöðrin í
skipulagningu Sönghátíðar.
Aheyrendur eru velkomnir á
námskeiðið. -ÞH
íslenska
hljómsveitin
Tónleikar
í Eyjum og
á Akureyri
Um hvítasunnuna veröur ís-
lenska hljómsveitin áfaralds-
fæti og heldurtvennatón-
leika, þáfyrriísamkomuhús-
inu í Vestmannaeyjum á hvít-
asunnudag og þá síðari í
íþróttahöllinni á Akureyri á
annan í hvítasunnu. Báðirtón-
leikarnir hefjast kl. 14.
Efnisskráin er að hluta til sú
sama og hljómsveitin flutti í
Laugardalshöll fyrr í vetur en þar
voru á dagskrá sveifluverk eftir
Stefán S. Stefánsson, Vilhjálm
Guðjónsson, Ólaf Gauk ofl.
Einnig flytur hljómsveitin gítar-
konsert eftir Joseph Fung en
hann var frumfluttur fyrir
skömmu. 25 tónlistarmenn verða
með í ferðinni en stjórnandi verð-
ur Guðmundur Emilsson.
Einleikarar á tónleikunum
verða Vilhjálmur Guðjónsson
saxófónleikari, Ásgeir Hermann
Steingrímsson trompetleikari og
gítarleikararnir Joseph Ka Che-
ung Fung og Björn Thoroddsen.
-ÞH
Akureyri
Aðalsteinn Vestmann sýnir
Um hvítasunnuna heldur
Aðalsteinn Vestmann mál-
verkasýningu í skála Golf-
klúbbs Akureyrar að Jaðri.
Verður hún opnuð á morgun,
laugardag, kl. 14ogeropinkl.
14-22 fram á mánudags-
kvöld.
Aðalsteinn lauk námi úr kenn-
aradeild MHÍ árið 1951 og er
myndmenntakennari í Barna-
skóla Akureyrar. Þetta er önnur
einkasýning hans á Akureyri en
hann hefur einnig sýnt í Reykja-
vík og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga. -ÞH
Tónlistartélagið
Kanadísk stórsöngkona
Á morgun, laugardag, kl.
14.30 verða tíunda og síðustu
tónleikarTónlistarfélagsinsá
þessu starfsári í Háskólabíói.
Þar syngur kandadíska
mezzó-sópransöngkonan
Janice Taylorviðundirleik
Dalton Baldwin píanóleikara.
Janice Taylor er reyndar fædd í
Bandaríkjunum en hún lagði
stund á söngnám í Kanada og hóf
þar feril sinn. Hún hefur sungið
með flestum stærstu hljómsvei-
tum Bandaríkjanna og Kanada
og einnig víða í Evrópu, bæði í
óperum og óratóríum. Nýlega
söng hún aðalhlutverkið í ópe-
runni Alessandro á hátíð í Carn-
egie Hall þar sem fluttar voru
fimm óperur eftir Handel. Þar
voru stórstjörnur í öllum aðalhlu-
tverkum og má nefna ma. Joan
Sutherland, Marilyn Horne, Tat-
yana Troyanos og Kathleen Batt-
le.
Á tónleikunum á morgun syng-
ur Janice Taylor gömul spænsk
lög auk verka eftir Berloz, Resp-
ighi, Debussy og Mahler. Undir-
leikarann þarf vart að kynna ís-
lenskum tónleikagestum en Dalt-
on Baldwin hefur oft komið hing-
að til lands með afburðasöng-
vara.
-ÞH
Vignir Jóhannsson
Vignir
Jóhanns-
son f-
Listmuna-
húsinu
Á morgun, laugardag, kl. 14
opnarVignirJóhannsson
málverkasýningu í
Listmunahúsinu, Lækjargötu
2. Þar sýnir Vignir uþb. 40 olí-
umálverk sem hann hefur
unnið á þessu og síðastliðnu
ári.
Vignir er frá Akranesi og út-
skrifaðist úr grafíkdeild MHÍ
vorið 1978. Hann fór til fram-
haldsnáms í grafík til Rhode Is-
land í Bandaríkjunum og lauk
meistaragráðu árið 1981. Hann
hefur síðan verið búsettur í New
York þar sem hann vinnur að list
sinni. Þetta er önnur einkasýning
Vignis í Listmunahúsinu en hann
hefur sýnt víða, bæði hér heima
og erlendis.
Sýning Vignis verður opin um
hvítasunnuna frá kl. 14-22, á
þriðjudaginn verður lokað en síð-
an verður opið virka daga nema
mánudaga frá kl. 10-18 og kl. 14-
18 um helgar fram til 9. júní.
-ÞH
Hannes
sýnir
í Nýlistasafni
Á morgun, laugardag, kl. 15
opnar Hannes Lárusson mynd-
listarsýningu í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg. Þar sýnir hann 20
verk, flest samsett og gerð með
ýmsum hætti. Sum eru tvívíð,
önnur þrívíð og nokkur eru löguð
að staðháttum á sýningarstað en
slík verk kallast innísetningar (á
ensku Installations). Sýning
Hannesar verður opin virka daga
kl. 16-20 en kl. 14-20 um helgar
fram til 2. júní.
-ÞH
Steinþór aðHamragörðum
Um þessar mundir stendur yfir
sýning á 45 olíumálverkum eftir
Steinþór Eiríksson frá Egilsstöð-
um að Hamragörðum við Há-
vallagötu í Reykjavík. Steinþór
er einn af frumbyggjum Egilss-
taða og rak þar verkstæði um ára-
bil. Hann er sjálfmenntaður í list
sinni og hefur haldið 19 einkasýn-
ingar að þessari meðtalinni. Þetta
er í annað sinn sem hann sýnir
verk sín að Hamragörðum, fyrra
sinnið var 1973 og þá náði hann
því takmarki sem flesta listamenn
dreymir um: að selja öll verkin á
sýningunni. Valdís tók myndina
af honum að Hamragörðum.
-ÞH
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13