Þjóðviljinn - 24.05.1985, Page 14

Þjóðviljinn - 24.05.1985, Page 14
VIÐHORF UM HELGINA LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Edith Piaf sýnd föstudag og mánu- dagkl. 20.30. Fáarsýningareftir. Þjóðleikhúsið Söngleikurinn Chicago frumsýndur föstudagskvöld, 2. sýning á annan í hvítasunnu. Valborg og bekkurinn á Litla sviðinu annan í hvítasunnu kl. 16. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ Fugl sem flaug á snúru sýndur ann- an í hvítasunnú kl. 20.30. Fáarsýn- ingareftir. Leikfélag Reykjavíkur Draumur á Jónsmessunótt föstu- dagskvöld, næstsíðasta sýning. Ástin sigrar miðvikudag. MYNDLIST Nýlistasafnið Hannes Lárusson opnar sýningu laugardag kl. 15. Opið virka daga kl. 16-20 ogumhelgarkl. 14-20 til2. júní. Gallerí Borg Einar Hákonarson sýnir olíumál- verk. Opiðvirkadagakl. 12-18og um helginakl. 14-18, lokaðhvíta- sunnudag. Listasafn ASI T ryggvi Ólafsson sýnir málverk og eina klippimynd. Opið virka daga kl. 14-20enumhelgina kl. 14-22. Sýn- ingunni lýkur á annan í hvítasunnu en þann dag kl. 16 verða djasstón- leikar í salnum. Guðmundur Ingólfs- son og félagar! Listmunahúsið Vignir Jóhannsson opnar málverka- sýningu laugardag kl. 14. Opið virka dagakl. 10-18, hvítasunnudagana kl. 14-22,annarsumhelgarkl.14- 18, lokaðáþriðjudag. Hamragarðar Steinþór Eiriksson frá Egilsstöðum sýnir málverk. Haf narborg, Strandgötu 34 Guðmundur Karl Ásbjörnsson opn- ar laugardag sýningu á málverkum og vatnslitamyndum. Stendur til 25. júni. Akureyri Aðalsteinn Vestmann opnar laugar- dag sýningu á málverkum í golfskál- anum að Jaðri. Opið fram á mánu- dagskvöldfrákl. 14-22. Galleri Langbrók Japanski myndlistarmaðurinn Kun- ito Nagaokasýnirgrafikmyndir. Opiðvirkadagakl. 12-18ogum helginakl. 14-18framáannaní hvítasunnu. Kjarvalsstaðir Þrjár sýningar í húsinu, lýkur öllum á mánudagskvöld. Kjartan Guðjóns- son í vestursal, Ólafur Lárusson i austursal og níu glerlistamenn á göngunum. Opið daglega kl. 14-22. Norrænahúsið Norrænu glerlistarsýningunni lýkur á mánudagskvöld. Opið daglega kl. 14-19. Gerðuberg Nemendur í Myndlista- og handíða- skólanum sýna verk sín. Opið dag- lega frá kl. 16-22 fram til 17. júní. Myndlista-oghandiðaskólinn Vorsýning nemenda á 4. ári í húsa- kynnum skólans að Skipholti 1 opn- uð laugardag.Opið kl. 14-22 framá mánudagskvöld. Listasafn íslands Yfirlitssýning á verkum Jóhannesar Jóhannessonarlistmálara. Opið daglega kl. 13.30-16. MIR-salurinn, Vatnsstig 10 Rússneskar graf íkmyndir og lakk- munir, bækur, frímerki, plakötog hljómplötur til sýnis. Opið daglega kl. 17-19ogumhelgarkl. 14-19til mánaðamóta. Safnahúsið, Selfossi Jón Ingi Sigurmundsson sýnir olíu-, pastel- og vatnslitamyndir. Opið virkadagakl. 15-22 ogkl. 14-22um helgarfram á þriðjudag. Gallerí íslensk list Jóhannes Geir opnar málverkasýn- ingu laugardag í galleríinu að Vest- urgötu 17. TÓNLIST íslenska óperan Leðurblakan sýnd föstudag kl. 20 og annan I hvltasunnu kl. 21. Næstsíðasta sýningarhelgi. Háskólabió Janice T aylor mezzó-sópran syngur við undirleik Daltons Baldwin laug- ardagkl. 14.30. Norrænahúsið Dalton Baldwin píanóleikari heldur námskeið fyrir píanóleikara og söngvaraföstudag kl.-l 4-17. Áheyrendur velkomnir. íslenska hljómsveitin Tvennir sveiflu- og gítartónleikar á landsbyggðinni um helgina. I sam- komuhúsinu i Vestmannaeyjum hvitasunnudag kl. 14 og i Iþróttahöll- inni á Akureyri annan í hvítasunnu kl. 14. Listasafn ASI Guðmundur Ingólfsson, Tómas R. Einarsson og Guðmundur Steingrímsson halda djasstónleika á sýningu T ryggva Ólafssonar ann- an í hvítasunnu kl. 16. YMISLEGT Torfusamtökin Skoðunarterð um Kvosina undir leiðsögn Harðar Ágústssonar listmálara. Lagt upp frá dómkirkj- unni kl. 10 annan í hvítasunnu. STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. UMFERÐAR Iráð Samvinna um hvað? eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur i linnsýnargrein Þjóðviljans laugardaginn 18. maí fjallar Mörður Arnason um mögu- leikana á samvinnu hinna s.k. félagshyggjuflokka fyrir næs- tu borgarstjórnarkosningar. Kveikjan er fundur sem hald- inn var með fulltrúum þessara flokka á Hótel Hofi þann 14. maí s.l. Undir millifyrirsögninni „Er eitthvað að í Kvennó?“ gerir hann málflutning minn á fundin- um að umtalsefni og segir m.a.:„... það var ekki mikill sam- stöðukeimur af framsögn hennar á Hótel Hofi. - Við lítum á okkur sem kvennapólitískt afl, ekki borgarstjórnarflokk, sagði Sól- rún, og taldi síðan upp mála- flokka sem yrðu að hafa forgang í nær óhugsanlegu samstarfi Kvennaframboðsins við aðra borgarstjórnarflokka“ (undir- strikun mín). Þessi túlkun á mín- um málflutningi hefur verið alls ráðandi í fréttaflutningi NT og Þjóðviljans af þessum fundi og endurspeglar hann í raun þá. af- stöðu til Kvennaframboðsins sem m.a. kom fram í máli borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins á fundin- um. Enda kannski ekki óeðlilegt þar sem þessi blöð eru öðru frem- ur málgögn þessara tveggja flokka þó þau reyni að hafa á sér „frjálst og óháð“ yfirbragð. Þessi túlkun er mér satt best að segja algerlega óskiljanleg og ég kann ekki á henni aðrar skýringar en þær, að annað hvort hafi þeir sem henni halda á lofti verið bún- ir að gefa sér það fyrirfram að Kvennaframboðið væri með öllu ófáanlegt til samstarfs og/eða þeir eru þeirrar skoðunar að sam- starf félagshyggjuaflanna í borg- arstjórn sé fyrst og fremst „tækni- legs“ eðlis en ekki málefnalegs. Með öðrum orðum, spurningin snúist um það að finna samstarfi formlegan vettfang en ekki má- lefnalegan grundvöll. Hvað sagði „Kvennó“? Mér þykir auðvitað illt að sæta því að málflutningur minn skuli þurfa að fara í gegnum flokks- holla skilvindu Þjóðviljans áður en hann nær til lesenda. Við því er auðvitað ekkert annað að gera en að rekja hér í örstuttu máli mína framsögu á fundinum. Fyrst gerði ég tilurð Kvenna- framboðsins að umtalsefni og benti á að það hefði frá upphafi verið hugsað sem pólitísk aðgerð kvennahreyfingar; aðgerð með það að markmiði að knýja fram stefnubreytingu í samfélaginu. Við værum fyrst og fremst kvenn- apólitískt afl en ekki borgarmá- laafl og af því leiddi að það væri ekki sjálfgefið að við myndum í framtíðinni kjósa að eyða kröftum okkar innan borgar- stjórnar. Ég gerði síðan stefnu Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn að umtalsefni og sagði reynsla okkar af henni þá, að augljóst væri að við ættum ekki málefnalega samleið með þeim flokki. Þá var röðin komin að minni- hlutaflokkunum þremur. Um þá sagði ég m.a. að ef á þá ætti að leggja raunhæft mat, þá yrði að skoða þá í ljósi þess tímabiis sem þeir sátu við stjórnvölinn ekki síður en þeirra þriggja ára sem þeir hafa nú setið í minnihluta. í framhaldi af því nefndi ég fimm atriði sem ég taldi gagnrýni verð á vinstristjórnartímabilinu. Þau voru: 1) íbúasamtök fengu ekki aukin völd eða áhrif. 2) „Það er bjargföst trú mín að hugsanlegt samstarfvið nœstu borgarstjórnar kosningar verði að byggjastá málefnagrundvelli en ekki bara sameiginlegri andstöðu við Bubba kóng“ Stjórnkerfið tók engum breyting- um. 3) Uppbygging dagvistar- stofnana var ekkert til að hrópa húrra fyrir. 4) Nýbyggðar leiguí- búðir mátti telja á fingrum beggja handa. 5) Launamisrétti milli kvenna og karla hjá borginni tók engum breytingum. Tók ég síðan skýrt fram að ég nefndi þessi at- riði vegna þess að þau hlytu að hafa áhrif á þær vonir og kröfur sem félagshyggjufólk gerði til stjórnar félagshyggjuaflanna á borginni ef af yrði. Mín lokaorð voru svo þau að Kvennframboðið væri tilbúið til samstarfs við alla þá sem vildu gefa þessum málaflokkum for- gang að ógleymdri aukinni þjón- ustu við aldraða. Lagði ég jafn- framt áherslu á að Kvennafram- boðið væri ekki tilbúið til að prútta með þessa málaflokka enda væru þetta helstu baráttum- ál þess í borgarstjórn. Reynslan 1978-82. Auðvitað var það eins og við manninn mælt að um leið og ég svo mikið sem orðaði gagnrýni á vinstri meirihiutann fyrrverandi þá varð fjandinn laus. Jafnvel menn eins og Mörður Árnason sem spyr: „Hvernig eigum við að nýta okkur reynsluna frá 1978-82 þegar við tökum næst við stjórn borgarinnar?“, vilja ekki hlusta á neina gagnrýni sem kemur frá konum í Kvennaframboðinu. Ég get hins vegar ekki með nokkru móti litið svo á að meirihlutinn 1978-82 sé einkamál þeirra flokka sem að honum stóðu og áskil mér allan rétt til að draga lærdóma af því tímabili. Og hafi menn raunverulegan vilja til að nýta sér reynsluna sem þá fékkst, þá verða þeir að ræða af hrein- skilni það sem miður fór því til þess eru vítin að varast þau. Ein- hverra hluta vegna tapaðist þessi meirihluti og einhverra hluta vegna voru margar konur sem og vinstri menn óánægðir að kjör- tímabilinu loknu. Það örlar t.d. á slíkri óánægju að kjörtímabilinu loknu. Það örlar t.d. á slíkri óá- nægju hjá Merði þegar hann segir: „Helsti Ijóðurinn á ráði vinstrimeirihlutans var svo auðvitað sá að hann var ósköp lítill vinstri meirihluti." Það er bjargföst trú mín að hugsanlegt samstarf við næstu borgarstjórnarkosningar verði að byggjast á málefnagrundvelli en ekki bara sameiginlegri andstöðu við Bubba kóng. Sú andstaða hrekkur skammt við stjórn borg- arinnar, en að koma henni í hendur félagshyggjuaflanna hlýtur að vera markmið þeirra sem eru ákafastir talsmenn sam- starfs þessara afla. Ég reyndi að gera málefnin að umtalsefni á títtnefndum fundi því eins og Mörður segir réttilega: „Að tak- ast á um einstök deiluefni og stærri stefnumál er auðvitað fyrsta forsenda samvinnu". Op- inn fundur í Málfundafélagi fél- agshyggjufólks hlýtur að vera vettvangur fyrir slík „átök“ þ.e.a.s. ef menn eru þá ekki þeirrar skoðunar að allt slíkt eigi að loka inni á toppfundum flokk- anna. Telji menn að fundurinn margumræddi hafi ekki verið rétti vettvangurinn fyrir málefn- aumræðu þá hlýt ég að spyrja: Hvað áttum við að ræða? Óbilgjarnir úrslitakostir? í lok Innsýnargreinarinnar spyr Mörður Árnason: „... hvernig samvinna? Hvaða sam- starf?“ Ég vil bæta við, um hvað samvinna? Ég nefndi hér áðan að í öllum umræðum um samvinnu myndi Kvennaframboðið setja á oddinn mál eins og dagvistarmál, byggingu leiguíbúða, aukin áhrif íbúasamtaka, launajöfnun milli kynja og aukna þjónustu við aldr- aða. Mér virðist sem ýmsir félags- hyggjumenn bregðast ókvæða við þessari forgangsröðun mála og túlki hana sem óbilgjarna úr- slitakosti sem hljóti að gera sam- starf Kvennaframboðsins við aðra borgarstjórnarflokka „nær óhugsandi“, eins og Mörður orð- ar það. Er helst á mönnum að skilja að við séum að þröngva upp á aðra félagshyggjuflokka þröngum sérhagsmunum lítils þrýstihóps. En er það nú svo? Er það ekki nær sanni að við séuni að tala um félagslegar nauðþurft- ir sem allir, sem kenna sig við félagshyggju, ættu að berjast fyrir með oddi og egg? Og í þessu samhengi ætla ég að svara þeirri spurningu sem Mörður setti fram í millifyrirsögn þ.e. „Er eitthvað að í Kvennó?" Það er ekki annað „að“ en það að Kvennaframboð- ið reynir að standa undir nafni og halda tryggð við þann málstað sem við konur sameinuðumst um fyrir síðustu kosningar. Að lokum þetta: Hafi sú for- gangsröðun málefna sem ég nefndi hér að ofan farið fyrir brjóstið á Merði Árnasyni, Öddu Báru og e.t.v. fleirum í Alþýðu- bandalaginu, þá hefði leiðari Þjóðviljans þann 29. apríl s.l. ekki síður átt að gera það. Þar segir um hugsanlega samvinna félagshyggjuaflanna: „Slík sam- vinna gæti byggst á aðgerðum í ýmsum nauðsynjamálum sem hafa setið á hakanum hjá núver- andi borgarstjórn, svo sem dag- vistarmálum, úrbótum í húsnæð- ismálum aldraðara, byggingu leiguíbúða og síðast ekki síst lýð- ræðismálunum." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.