Þjóðviljinn - 05.06.1985, Blaðsíða 1
MANNLÍF
VIÐHORF
ÍÞRÓTTIR
Dagvistarheimilin
Starfsmenn flýja kjörin
Byrjunarlaunfóstra20.136kr. ámánuði. Ófaglœrðir
starfsmenn með 14.075 kr. á mánuði. Vantar250 fóstrur í Reykjavík einni.
Óvissa með rekstur heimilanna í haust. Kröfuganga á morgun
Afleiðing lágra launa og mikils
vinnuálags er vitaskuld stór-
felldur flótti starfsfóiks úr dag-
vistarkerfinu. Þetta er einn víta-
hringur því álagið eykst við
mannaskipti. Á síðasta ári var
62.8% hreyfing, þar sem mestu
mannaskiptin voru jafngilti það
að 1-1 '/2 umgangur starfsfólks
færi í gegn um heimilið á ári.
Þetta kom fram á fundi sem
Fóstrufclag Islands og Samtök
foreldra á dagvistunarheimilum
héldu í gær fyrir blaðamenn.
„Við öxlum ekki lengur ábyrgð
á þessum vítahring, þar sem
börnin eru fórnarlömb, okkar
hlutverk er að gæta hagsmuna
þeirra", sögu talsmennirnir.
í Reykjavík eru 8.351 barn á
forskólaaldri og eru aðeins 3.201
á leikskólum og dagheimilum á
vegum borgarinnar eða 38.3%.
1113 eru á dagheimilum en 2088 á
leikskólum. Biðlisti á dagvistar-
heimilin telur 1.616 börn.
Byrjunarlaun fóstru eru 20.136
kr. og hækkar hún mjög tak-
Húsnœðisvandinn
jiokast
markað því hæstu laun eftir 18
ára starf eru 24.136 kr. Ófag-
lærðir starfsmenn eru með 14.075
kr. sem eru lágmarkslaun.
20% forstöðumanna hafa sagt
upp störfum frá áramótum, og er
vitað að aðeins 1 hefur sótt um
starf sjálfviljugur, hinum stöðun-
um hefur verið bjargað. Það
vantar 50 fóstrur til starfa, ef ná á
því lágmarki að hafa eina fóstru á
deild. Ef framfylgja ætti laga-
ákvæðum um að allir starfsmenn,
sem sinna fóstrustörfum séu
fóstrumenntaðir vantar 250 fóstr-
ur.
Algjör óvissa ríkir um hvort
hægt verði að starfrækja allar
deildir dagheimilanna næstkom-
andi haust vegna fólkseklu. Þeg-
ar ekki er hægt að manna þau
heimili sem nú eru sjá menn ekki
hvernig hægt eigi að vera að
manna hin nýju heimili sem eiga
að bætast við. Starfsfólk og for-
eldrar munu afhenda borgar-
stjóra hátt á þriðja þúsund undir-
skriftir með kröfum um úrbætur í
þessum málum nk. fimmtudag kl.
16.45 í Skúlatúni 2.
Einnig vilja foreldrasamtökin
hvetja foreldra með börnin til að
taka þátt í fjöldagöngu niður á
borgarskrifstofur þann sama dag,
sem hefst við Hlemm kl. 17.55.
-*P
Þessi ásamt fleirum vöktu í gær athygli á bágum kjörum starfsfólks dagvistar-
heimilanna og þeim afleiðingum sem þau hafa á börnin. Neðst Margrét Pála
Ólafsdóttir fóstra, Arna Jónsdóttir fóstra, Elín Mjöll Jónasdóttir fóstra, Kristjana
Stefánsdóttir fóstra, Katrín Didrikssen frá foreldrasamtökunum, Andrína Jóns-
dóttir frá foreldrasamtökunum og Hjalti Þórisson frá foreldrasamtökunum.
Ljósm. E.ÓI.
Við eigum nú enn eftir að fara í
gegnum þetta, - það er greini-
lega kominn skriður á húsnæðis-
málin vegna þrýstings frá fólkinu,
samtakamátturinn hefur þokað
þessum málum fram og auðvitað
hljótum við að vera ánægðir með
það sem unnist hefur, sagði Og-
mundur Jónasson talsmaður hús-
næðishreyfingarinnar í samtali
við Þjóðviljann í gær um tillögur
stjórnarinnar til lausnar húsnæð-
ismálunum eftir að stjórnarand-
staðan hafði þokað þar nokkru
Fálkaþjófar
RLR kannar f lugferðir
Voru íslendingar í vitorði með Christian Krey? „Fæ ekki skilið
annað“, segir Haukur Hreggviðsson íMývatnssveit. Tvœrvélarfóru
utanfrá Akureyri daginn eftir að Krey yfirgaf landið
um.
- Á hinn bóginn tökum við
undir með ríkisstjórninni sem
segir í greinargerð með frum-
varpi sínu um tekjuöflun til húsn-
æðismála, að „enn séu mörg við-
fangsefni óleyst í húsnæðismál-
um, ekki síst vegna þessa vanda
sem skapast hefur vegna mis-
gengis launa og lánskjara“.
- í verkefnaskrá ríkisstjórnar-
innar hefur því nú verið lofað að
koma til móts við fólk hvað þetta
varðar. Með öðrum orðum þarna
er kominn fram eina ferðina enn,
sami skilningur stjórnvalda og
okkar á vandanum. En nú er
lofað úrlausn á þessum grund-
velli. Við fylgjumst með því
hvernig þessi loforð verða efnd,
sagði Ogmundur Jónasson.
Milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu tókst ekki heildarsam-
komulag í húsnæðismálum, en
stjórnarandstöðunni tókst að
færa ýmislegt til betri vegar og
þoka stjórninni áfram að vanda
húsnæðiskaupenda. -óg
Sjá bls. 3
Rannsóknarlögreglan kannar
nú ferðir tveggja flugvéla frá
Akureyri til útlanda sem farnar
voru í byrjun maí, daginn eftir að
Þjóðverjinn Christian Krey hvarf
af landi brot en hann er á alþjóð-
legum lista yflr meinta fálkaeggs-
þjófa. í frétt í Víkurblaðinu á
Húsavík er því haldið fram að
Krey hafl ekki getað athafnað sig
á þeim skamma tíma sem hann
dvaldist hér á landi án þess að
njóta aðstoðar íslendinga.
í viðtali við Þjóðviljann stað-
festi Hallvarður Einarsson
rannsóknarlögreglustjóri að
embætti hans hefði að tilhlutan
ríkissaksóknara hafið rannsókn á
tilteknum þáttum sem tengjast
ferðum Christian Krey um landið
í byrjun maí. „Það komu upp
grunsemdir um að eitthvað hefði
slæðst út og við höfum sent tvo
menn norður til að kanna þessi
atriði og eins til að staðreyna
framburð Þjóðverjans sem grip-
inn var núna um helgina. Ég hef
falið Arnari Guðmundssyni
rannsókn þessa máls“, sagði
Hallvarður.
Að sögn Víkurblaðsins munu
tvær flugvélar hafa farið frá Ak-
ureyri daginn eftir að Krey fór af
landi brott, önnur til Cardiff í
Wales en hin til Jótlands. Hafi
þetta verið íslenskar einkaflug-
vélar og í frétt blaðsins segir: „Sá
orðrómur hefur gengið að þek-
ktir aðilar úr viðskiptalífinu hafi
verið í vélunum tveimur".
í blaðinu er einnig rætt við
Hauk Hreggviðsson í Mývatns-
sveit sem annast eftirlit með
fálkahreiðrum nyrðra og segir
hann m.a.: „Ég fæ ekki skilið
hvernig Krey gat komið hingað til
lands og tekið fjögur egg án þess
að fá til þess aðstoð. Það fer eng-
inn frá Þýskalandi og hirðir
fjögur egg og það á jafn-
skömmum tíma og hann var hér í
landinu. Hér eru 1.200 þúsund
krónur í spilinu“.
Christian Krey kom hingað til
lands 2. maí og fór þá um kvöldið
með flugi til Akureyrar en hélt
aftur til Reykjavíkur að morgni
þess 4. svo hann var ekki nema
rúman sólarhring fyrir norðan.
-ÞH
Silungur
Flýr undan kuldanum
Veiðin byrjaði vel en kuldakastið seturstrik íreikninginn.
Silungsveiðin sem byrjaði mjög
vel í upphafl veiðitímans í sl.
mánuði datt mjög niður í kulda-
kastinu á dögunum og hefur verið
hálfléleg veiði í silungsvötnum
undanfarna daga.
Góð veiði hefur verið í Hlíðar-
vatni í Seivogi að undanförnu og
þar krækti m.a. heppinn veioi-
maður í lax á dögunum. í Kleifar-
vatni hefur veiðin verið með
besta móti í sunnanverðu vatninu
á grynningum, stór og fallegur en
eins og víðar er hann flúinn í stór-
um hópum úti í djúpið vegna
kuldans að undanförnu.
í Elliðavatni hefur verið
reitingsveiði og stundum dágott á
flugu og eins hefur gefið sæmi-
lega í Svínadalsvötnunum en þar
er veiði nýhafin.
Arnarvatnsheiði verður opnuð
um miðjan mánuðinn og er það í
fyrra lagi vegna óvenju góðs tíð-
arfars í vetur og sömuleiðis verð-
ur opnað í Veiðivötnum um þar-
næstu helgi. -Ig.