Þjóðviljinn - 05.06.1985, Page 4
LEIÐARI
í stað stöðnunar
Sókn
Þegar ríkisstjórn Framsóknarflokksins og
Sjálfstæöisflokksins komst til valda, var hennar
fyrsta verk aö afnema samningsrétt verkalýðs-
hreyfingarinnar og banna dýrtíðarbætur á laun.
Þegar á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar 1983 hrap-
aði kaupmáttur taxtakaups niður fyrir 75 miðað
við 100 árið 1980. Kaupmáttarskerðingin var
því um fjórðungur miðað við ríkisstjórnarár
Gunnars Thoroddsen.
Þrátt fyrir samninga á stjórnartímabilinu hefur
ekki tekist að endurheimta þann kaupmátt sem
tekinn var af taxtakaupinu þegar á fyrstu mán-
uðum ríkisstjórnarinnar. Þvert á móti situr við
hið sama, kaupmáttarskerðingin er jafnvel orð-
in meiri.
En þar sem kaupmáttarskerðingin var þegar
komin fram að mestu leyti á fjórða ársfjórðungi
1983, getur sá kaupmáttur þess tímabils ekki
orðið neins konar fyrirmynd fyrir aðilja vinnu-
markaðar.
Á 35. þingi ASÍ sl. haust var gripið á þessum
málum í ályktun um kjara- og efnahagsmál: „í
kjölfar stórfelldar kjaraskerðingar hlýtur
verkalýðshreyfingin nú að stefna fram til
aukins kaupmáttar með endurskoðun
samninga á næsta vori. Sérstaklega verður
að stefna að því að bæta kjör lágtekjufólks
og tryggja launajafnrétti kynjanna. Með
samræmdu átaki verður að stíga skref sem
lyfti kjörum launafólks í jöfnum áföngum.
Barátta verkafólks er barátta um sókn í stað
stöðnunar, um kaupmátt en ekki kauptölur“.
Verkalýðshreyfingin og talsmenn hennar
hafa hvað eftir annað hnykkt á þessu viðhorfi
um endurheimt kaupmáttar og síðan
kauptryggingu. T.d. segir í ályktun miðstjórnar
ASÍ frá því í lok apríl, að „við komandi samn-
inga hljóti megin áherslan að vera á trygg-
ingu þess kaupmáttar sem um semst.
Samningar verða að stefna að því að
kaupmáttartap síðustu ára vinnist upp í
áföngum“.
í ályktun Verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda-
lagsins í maí sl. segir að ráðið „heiti á verka-
lýðshreyfinguna í landinu að tygja sig til
baráttu fyrir því að endurbæta að fullu kaup-
mátt launa, sem var 1982 áður en núverandi
ríkisstjórn tók við völdum, - og fullar verð-
bætur á laun komi til“.
í ályktun framkvæmdastjórnar Verkamanna-
sambandsins 1. júní sl. er kauptryggingarkrafan
ítrekuð og bent á að í fyrra hafi verið samið um
svipaða kauphækkun og VSI tilboðið hljóðar
uppá, en kauptryggingar. Sú hækkun hefði
horfið á örfáum mánuðum. „Slík samnings-
gerð er víti til að varast. VMSÍ bendir á að
tilboð VSÍ stöðvar ekki kaupmáttarhrapið
sem framundan er, heldur festir verkafólk á
svipuðu láglaunastigi og það býr nú við“.
Framkvæmdastjórn og þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins sendi frá sér ályktun, þar sem
einnig er bent á meinbugi VSI-tilboðsins, þar
sem engin kauptryggingarákvæði er að finna.
„Með slíkum samningi væri verið að festa í
sessi það kjararán sem átt hefur sér stað
undanfarin tvö ár“. Undirstrikað er í ályktun-
inni að kaupmáttartrygging sé forsenda kjara-
samninga og minnt á samþykktir Alþýðubanda-
lagsins og verkalýðshreyfingarinnar í sömu
veru.
Þjóðviljinn tekur undir og ítrekar þá afstöðu
að krafan er um endurheimt kaupmáttar og
kaupmáttartryggingu. Ákvæði um kauptrygg-
ingu þarf að vera hafið yfir allan vafa. Það þarf
að vera svo einfalt og skýrt að allir skilji. Endur-
heimt kaupmáttar og kauptrygging, sókn í stað
stöðnunar.
-m/óg
KUPPT OG SKORHE)
Tólf fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Davíð kyssir
drottninguna
Málefni Reykjavíkurborgar
eru óttalega leiðinlegt og
þreytandi fjölmiðlaefni. Flókin
skipulagskort, bókanir í nefnd-
um, langir fundir þar sem fulltrú-
ar glundroðaflokkanna fjasa um
ákvarðanir sem fyrir löngu er
búið að taka, - í þetta er varla
eyðandi plássi í stórblöðum og
fréttatímum sjálfs Ríkisútvarps-
ins. Það er miklu einfaldara að
sinna borgarmálunum með því að
fylgja eftir sjálfum borgarstjór-
anum. Enda er það hann sem
ræður: „Ég hef ákveðið“ er við-
kvæðið, hvort sem rætt er um að
leggja niður BÚR eða byggja í
Stangarholtinu.
Lénsherrann í Reykjavík bygg-
ir svo bara á gömlum arfi þegar
hann er látinn kyssa fegurðar-
drottninguna á kroppasýningu
Baldvins auglýsingastjóra Mogg-
ans: þetta hét einusinni réttur
hinnar fyrstu nætur.
Urðarkettir
Auglýsingastofurnar sem póli-
tíkusarnir eru farnir að leita til
eru ekki vanar því að sápur hafi
stefnuskrá. Þær þurfa bara að
lykta vel. Davíð Oddsson keyrir
sína pólitík á þessum nótum:
borgarstjórn er ekki pólitískt
mál. Hann felur hina borgarfull-
trúana ellefu og lætur auglýsinga-
stofurnar búa til föðurímynd eða
stórabróður af sjálfum sér. Veit
einhver hvað hinir heita?
Þetta reynir Jón Baldvin líka.
Þegar Ámundi umboðsmaður
stflfærir ímyndina af honum á
Laugardalshöllinni, - hverfur Al-
þýðuflokkurinn sálugi í skugg-
ann, það er komið nýtt „mo-
ment“ uppá; persónan, einstak-
lingurinn, kræfur kall og
hraustur, í ljósabaði, myndirnar
af honum eru uppum alla veggi,
uppljómaður í kastljósunum,
Kim il Sung, Davíð, Jón Baldvin,
og þeir allir undir sömu markaðs-
lögmál settir. Flokkar þeirra og
hugsanlega hugsjónir eru á bak-
við sviðsljósið, þeir eru mennirn-
ir. Ýmislegt bendir að vísu til þess
að Ámundi hafi farið yfir strikið,
mörkin sem þátttakendur í hyll-
ingasamtökum Jóns Baldvins sjá
að eru á milli hugsjóna sósíal-
demókratíunnar og amrísks ljós-
abaðs.
Hvað um það, klippára finnst
Davíð vera mun klókari við að
búa til af sér sápuímyndina.
Á dögunum var haldinn
hreingerningardagur í Bakka- og
Stekkjahverfi. Aðstandendur
fyrir hátíðarhöldum og vinnu
þennan dag voru í einni bendu:
íþróttafélagið ÍR, Skátafélagið
Úrðarkettir, KFUM- og K, Félag
Sjálfstæðismanna í hverfinu og
Foreldrafélagið.
Við erum
sammála
Þannig er Sjálfstæðisflokkur-
inn í borginni orðinn einsog hvert
annað foreldrafélag í Reykjavík -
eða það er myndin sem flokkur-
inn gefur af sér með svoddan
uppákomu.
I síðustu viku var kynnt merkt
framlag borgarinnar, fegrunar-
vika (sem stendur reyndar í 9
daga) sem full ástæða er til að
vekja athygli á. Sums staðar hef-
ur mátt sjá auglýsingu „Við erum
sammála“ með einum fulltrúa frá
hverjum flokki í borgarstjórn, -
aukin heldur heyrðist á rás tvö
auglýsing þar sem Davíð segir
brandara af þessu tilefni. Það vill
hins vegar til að formaður fegrun-
arnefndarinnar er Gerður Stein-
þórsdóttir borgarfulltrúi.
Hæ, Rod
Það skiptir miklu fyrir
stjórnmálamann, sem hefur tak-
markaðan tíma, að vera á réttum
stað á réttum tíma fyrir fjölmiðl-
ana. Borgarstjórinn hefur á þessu
gott lag einsog öðru sem varðar
fjölmiðlaheiminn. Á fegurðars-
amkeppninni um daginn var
rokkstjarnan Rod Stewart meðal
gesta. Hann segir frá því í eftirm-
innilegu viðtali við Moggann að
hann hafi verið á gangi í miðbæn-
um: „og hittum borgarstjórann,
the Lord Mayor“, og Lordinn var
hinn elskulegasti við rokkstjörn-
ina og segir samkvæmt Morgun-
blaðinu: „Hæ, Rod, gaman að sjá
Þig“-
Rokkarinn var að vonum hress
yfir svona elskulegri framkomu
borgarstjórans. Þá segir blaða-
maður Morgunblaðsins: „Hann
er feiknarlega vinsæll núna - ég
efast um að við höfum átt vinsælli
stjórnmálamann um langa hríð“.
Guðlegur
Ijómi
Herra biskupinn yfir íslandi
gerðist óvænt þátttakandi í sápu-
óperunni í messunni á sjómanna-
daginn. Biskupinn hafði eftir
„borgarstjóranum okkar“ úr
Morgunblaðsgrein um ferð Da-
víðs til ísrael og þá er hann stóð
uppá fjallinu þarsem Jesús mett-
aði þúsundirnar, og horfði út á
Galileuvatn, og vindhviðu sló
niður í vatnið og rótaði því og það
var ófært. „Þessi atburður var
einn af mörgum sem sló leiftri
guðspjallanna niður í huga
manns“, sagði borgarstjórinn \
Mogganum, og biskupinn hafði
eftir í útvarpsmessunni.
Þannig verður borgarstjóran-
um allt til auðnu og einingar;
skátafélagið, íþróttafélagið,
sjálfstæðisfélagið, foreldrafé-
lagið, rokkstjörnur, fegurðardís-
ir, biskupinn og guðspjöllin. Það
er ekki nema von að Morgun-
blaðið og ríkisfjölmiðlarnir vilji
ekki setja bletti á þessa ímynd
með óþægilegum spurningum
t.d. óhlýðnina við félagsmálaráð-
herra og 60 miljóna króna landið
sem hann vill kaupa af ríku erf-
ingjunum við Hengil.
-óg
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Simavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ' Miðvlkudagur 5. júní 1985