Þjóðviljinn - 05.06.1985, Síða 15
ÍÞRÓTTIR
Egilsstaðir
Einar fer austur
Kennir við ME nœsta vetur og gengur til
liðs við UÍA
Einar Viihjálmsson spjótkast-
ari flytur austur til Egilsstaða í
haust og mun næsta vetur
leiðbeina við íþróttabraut
Menntaskóians á Egilsstöðum.
Hann verður þar með úrvals að-
stoðarmenn, Unnar Vilhjálmsson
bróður sinn, íslandsmethafa í
hástökki, Emil Björnsson íþrótt-
akennara sem um þessar mundir
er að bæta við þekkingu sína í
Danmörku, og Hólmfríði Jó-
hannsdóttur.
Aðstaða við Menntaskólann á
Egilsstöðum fyrir þá sem leggja
vilja stund á íþróttir og tengja
þær menntaskólanáminu verður
einstök næsta vetur, sérstaklega í
frjálsum íþróttum, handknattleik
og körfuknattleik. Úrvals
leiðbeinendur, nýtt íþróttahús og
góð aðstaða fyrir þrekþjálfun.
Þess má geta að Éinar Vil-
hjálmsson mun um næstu áramót
skipta um félag og hefja keppni
undir merkjum UÍA, Úng-
menna- og íþróttasambands
Austurlands, en í sumar verður
hann sem fyrr liðsmaður UMSB.
Það er mikill styrkur fyrir
Austfirðinga að fá einn besta
spjótkastara heims í sínar raðir.
-VS
Handbolti
Páll Ólafsson - sjötti leikmaður
landsliðsins til að ganga til liðs við
vestur-þýskt félag.
Unglingalandslidið
Naumt tap gegn Imm
íslensku strákarnir komust yfir 1-0, en töpuðu 2-1
Lið Islands og írlands skipuð
leikmönnum 18 ára og yngri átt-
ust við á Kópavogsvelli í gær-
kvöldi. Leikurinn var liður í Evr-
Knattspyrna
Johann í
Víking
Jóhann Þorvarðarson miðvall-
arspilari úr Val er genginn til liðs
við Víkinga á ný eftir ríflega árs-
dvöl hjá Hlíðarendafélaginu. Jó-
hann lék áður með Víkingum en
hann verður ekki löglegur með
nýja/gamla félaginu fyrr en eftir
tvo mánuði. Hann nær þó sjö síð-
ustu leikjum íslandsmótsins með
Víkingi.
-VS
ópukeppni landsliða í þessum
aldursflokki. írarnir náðu að
sigra 2-1, en í hálfleik var staðan
0-0.
Fyrri hálfleikurinn var frekar
tíðindalítill og jafn. Siguróli
Kristjánsson átti góðan skalla að
marki íra á 14. mín., en Kelly í
marki fra varði vel. írar sóttu
meira er líða tók á hálfleikinn og
varði þá Þorsteinn Gunnarsson
vel skot frá Eamonn Dolan og
síðan skaut Martin Russel rétt
framhjá.
íslensku strákarnir hresstust í
síðari hálfleik og voru atkvæða-
meiri í byrjun hans. Snemma
náðu þeir góðri sókn og Atli Ein-
arsson gaf á Kristján Gíslason, en
skot hans fór rétt framhjá og
stuttu síðar náðu varnarmenn íra
að hreinsa á síðustu stundu. Á 25.
mín. náði ísland forustu með
góðu marki. Kristján gaf inná
Atla Helgason sem skaut við-
stöðulaust og í netinu hafnaði
knötturinn. Strákarnir voru enn
að fagna þegar írar jöfnuðu. Þeir
fengu aukaspyrnu út við hægri
hliðarlínu. Löng fyrirgjöf rataði á
hausinn á Niall Quinn sem skall-
aði í netið, óverjandi. Eftir þetta
var vindurinn að mestu úr okkar
mönnum og frar sóttu. Þeir
tryggðu sér sigurinn með marki
Dolan eftir stórgóða sendingu frá
Derek Ryan. írarvoru nærþvíað
auka muninn, en íslendingar að
jafna, m.a. bjargaði Þorsteinn
tvisvar mjög vel og á síðustu mín-
útunni áttu gestirnir skot yst í slá
og í framhaldi af því í stöng.
Sigur íranna var sanngjarn, en
íslenska liðið átti ágætis kafla og
var mun betra en á móti Skotum í
síðustu viku. Þorsteinn var
traustur í markinu og þeir Elías
Friðriksson, Siguróli og Snævar
Hreinsson voru einnig góðir.
-gsm.
Danmörk
Hetjur á hreyfingu
Níu landsliðsmenn. Danir uggandi.
Frá Emil Björnssyni fréttamanni ítalíu. Napoli vill fá hann í stað
Þjóðviljans í Danmörku:
Danir eru margir hverjir mjög
uggandi um frammistöðu lands-
liðs síns í knattspyrnu á næstunni
vegna þess hve margir landsliðs-
mannanna eru á faraldsfæti -
standa í samningaviðræðum við
félög sín eða eru að leita á nýjar
slóðir.
Níu úr landsliðshóp Dana hafa
staðið í slíku stappi undanfarið,
eða standa frammi fyrir breyting-
um. Morten Olsen og Frank Arn-
esen hafa þó komist að samkomu-
lagi við lið sitt, belgísku meistar-
ana Anderlecht, og leika með því
a.m.k. eitt ár enn. Hins vegar er
þriðji Daninn hjá félaginu, Per
Frimann, óráðinn ennþá í hvað
hann gerir.
Michel Laudrup er á förum frá
Lazio til Juventus á Ítalíu en Laz-
io féll í 2. deild ítölsku knatt-
spyrnunnar. Preben Elkjær, sem
af mörgum er talinn einn besti
framherji í heimi um þessar
mundir, hefur fengið gott tilboð
frá Roma. Elkjær varð ítalskur
meistari með Verona sl. vetur og
Roma hefur boðið þrjá sterka
leikmenn fyrir hann, Graziani,
Iorio og annan Brasilíumann-
anna s; .na, Cerezo eða Falcao!
Klau' öerggren er á förum frá
Pisa sem einnig féll í 2. deild á
Argentínumannsins Bertonis og
Fiorentina í stað Brassans fræga
Socratesar. Sören Busk er á för-
um frá belgíska félaginu Gent og
ætlar jafnvel í áhugamennsku
heim til Danmerkur, John Sive-
bæk hjá Vejle hefur gert samning
við svissneska félagið Lautzern
og loks er Jens Jörn Bertelsen á
förum frá franska liðinu Rouen -
til Sviss, eða þá heim til Esbjerg á
ný.
Danir eru smeykir um að allar
þessar hræringar hafi slæm áhrif á
hetjurnar sínar og að þær nái ekki
að einbeita sér sem skyldi þegar
leikið er fyrir hönd Danmerkur á
næstunni.
Páll til
Dankersen
Enn missum við landsliðsmann
í handknattleik úr landi - Páll Ól-
afsson, Þróttari, er búinn að
semja við vestur-þýska Bundes-
liguliðið Dankersen um að leika
með því næsta vetur. Þetta er
mikill missir fyrir Þróttara en
Páll þjálfaði þá auk þess að vera í
aðalhlutverki í liðinu sl. vetur.
Páll leikur einnig með Þrótti í
knattspyrnunni og hefur skorað 4
af 5 mörkum liðsins í 1. deild til
þessa.
-VS
Spánarleikurinn
Forsalan
að byrja
Forsala aðgöngumiða fyrir
HM-leik íslands og Spánar hefst á
morgun, flmmtudag. Selt verður
í bifreið á Lækjartorgi, í verslun-
unum Óðni á Akranesi og Sport-
vík í Keflavík og hjá Ferðaskrif-
stofu Akureyrar. Laugardaginn
12. júní verður miðasala á Lækj-
artorgi og Laugardalsvelli frá kl.
10 um morguninn.
Handbolti
Bogdan
velur
Bogdan Kowalczyck landsliðs-
þjálfari í handknattleik hefur val-
ið 21 leikmann til undirbúnings
fyrir A-keppnina í Sviss næsta
vetur. Þetta er ekki endanlegur
hópur, fleiri geta átt eftir að
bætast í hann.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Brynjar Kvaran, Stjörnunni
Einar Þorvarðarson, Val
Kristján Sigmundsson, Víkingi
Aðrir leikmenn:
Altreð Gíslason, Essen
Atli Hilmarsson, Bergkamen
Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eickel
Geir Sveinsson, Val
Guðmundur Albertsson, Víkingi
Guðmundur Guðmundsson, Víkingi
Hans Guðmundsson, FH
Jakob Sigurðsson, Val
Júlíus Jónasson, Val
Kristján Arason, Hameln
Páll Ólafsson, Dankersen
Sigurður Gunnarsson, Tres De Mayo
Sigurður Sveinsson, Lemgo
Valdimar Grímsson, Val
Þorbergur Aðalsteinsson, Saab
Þorbjörn Jensson, Val
Þorgils Óttar Mathiesen, FH
Pótur Pótursson - ekki með geqn
Spáni.
Spánarleikurinn
Pétur í
banni
Pétur Pétursson getur ekki
leikið með íslenska landsliðinu
gegn Spánverjum í undankeppni
HM í knattspyrnu næsta miðvik-
udag. Pétur verður í leikbanni -
hann hefur fengið tvö gul spjöld í
keppninni. Gegn Walcsbúum sl.
haust og gegn Skotum á dögun-
um.
Það er því ljóst að tvö sæti í 16
manna hópnum verða laus, sæti
Péturs og Sigurðar Jónssonar
sem nær örugglega verður ekki
búinn að ná sér af meiðslunum
sem hann varð fyrir í leiknum
gegn Skotum. Spurningin er
hvort Tony Knapp vill fá Lárus
Guðmundsson heim, eða hvort
tveimur leikmönnum frá íslensk-
um liðum verður bætt í hópinn.
-VS
Spánarleikurinn
Frægur
dómari!
Dómari á HM-leik íslands og
Spánar á Laugardalsvellinum
næsta miðvikudag verður enginn
annar en Svisslendingurinn And-
re Daina. Hann dæmdi hinn
harmþrungna úrslitaleik í Evr-
ópukeppni meistaraliða í knatt-
spyrnu í Brússel á dögunum -
milli Liverpool og Juventus.
Hann færði Juventus vítaspyrnu á
silfurfati eins og vel sást í beinu
útsendingunni og úr henni
skoraði Michel Platini sigur-
markið. -VS
Danmörk
Rússneski bjöminn taminn?
Ekki heimsendirþó viðtöpum, segir Piontek. Aldrei sigrað Sovétmenn.
Frá Emil Björnssyni fréttamanni
Þjóðviljans j Danmörku:
„Nú skal rússneski björninn
taminn”. Svo hljóða fyrirsagnir
dönsku blaðanna fyrir leik Dana
og Sovétmanna í undankeppni
HM í knattspyrnu. Sigurvegarinn
í þessum leik nær efsta sæti í
sjötta riðli og eitt er víst að Danir
ætla sér sigurinn.
Þjálfari liðsins, Sepp Piontek,
tekur hlutunum með heimspeki-
legri ró og lét svo um mælt á blað-
amannafundi að ekki yrði
heimsendir þótt Danir töpuðu
fyrir Sovétmönnum, sem þeir
hafa reyndar aldrei unnið í þess-
ari íþrótt.
En hvað um það, Piontek
undirbýr lið sitt af kappi fyrir
leikinn í kvöld og það fær tæplega
frið fyrir æstum aðdáendum svo
hann lét loka æfingasvæði liðsins í
Vedbæk, skammt fyrir norðan
Kaupmannahöfn.
Blaðamenn hafa reynt að geta
sér til um skipan byrjunarliðsins
en hvorki leikmenn né aðrir fá að
vita það fyrr en klukkustund áður
en leikurinn hefst.
Politiken er með eftirfarandi
tillögu: Markvörður: Ole Quist.
Varnarmenn: Sören Busk, Mort-
en Olsen, Ivan Nielsen. Miðju-
menn: Klaus Berggren, Per Fri-
mann, Frank Amesen, Sören
Lerby og Jesper Olsen. Sóknar-
menn: Michall Laudrup og Pre-
ben Elkjær. Varamenn: Troels
Rassmussen, John Sivebæk,
Henrik Andersen, Jens Jöm
Bertelsen og Allan Simonsen.
Það veldur áhyggjum að mark-
vörðurinn Ole Quist er meiddur,
er slæmur bæði í öxl og hné (hann
datt ekki af lögreglumótorhjól-
inu!). Aftur á móti er Preben El-
kjær orðinn góður af meiðslum
sem hann hlaut í lok keppnis-
tímabilsins á Ítalíu.
Forsala á leikinn hófst í febrúar
og seldust allir miðar upp á
nokkmm dögum. Áhorfendur á
Idrætsparken verða 42 þúsund,
og það er einnig að verða uppselt
á aðra heimaleiki Dana í ár.
Mlðvlkudagur 5. júnf 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15