Þjóðviljinn - 23.07.1985, Side 5
Landbúnaður
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri.
Miklir
vaxtamiöguleikar
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri: Möguleikarnir felast íendursköpun landbúnaðarins.
Loðdýrarœktsérlega áhugaverð. Tala loðdýrabúa hefur margfaldast á síðustufjórum árum.
Fiskeldi raunhœfur möguleiki fyrir bœndur. Nýta þarfhlunnindi betur.
Það er bráðnauðsynlegt og
við höfum unnið markvisst
að því undanfarin ár, að
leiðbeina bændum um nýj-
ar leiðir í búskapnum. Með
því að taka upp í auknara
mæli nýjar búgreinareins
og loðdýrarækt, fiskeldi og
með því að nýta ýmis
hlunnindi beturer mögu-
legtað hleypa nýju lífi í ís-
lenskan landbúnað. Það er
Ijóst að hinar hefðbundnu
framleiðslugreinar í land-
búnaði, kjöt- og mjólkur-
framleiðslan, eru svo mörg-
um takmörkunum háðar, að
við verðum að fara út á nýj-
ar brautir, sagði Jónas
Jónsson búnaðarmála-
stjóri í viðtali við Þjóðvilj-
ann um þróun íslensks
landbúnaðar undanfarin ár
og þau næstu, og mögu-
leikana sem íslendingum
gefst í endursköpun iand-
búnaðarins.
Pað er nokkuð langt síðan
menn fóru að gera sér grein fyrir
því, að hefðbundinn landbúnað-
ur á íslandi, þ.e. kjöt- og mjólk-
urframleiðslan, mun ekki duga til
að halda uppi grósku í þessari
atvinnugrein nema að mjög tak-
mörkuðu leyti. Framleiðslan er
háð ýmsum höftum og niður-
.greiðslur á afurðum bænda hafa
komið af stað heiftarlegum
deilum um málefni landbúnaðar-
ins. Sumir vilja jafnvel reka
bændur á mölina og hefja inn-
flutning á landbúnaðarafurðum.
En bændur hafa tekið vel við sér
og hafa verið að þreifa sig áfram
með ýmsar aukabúgreinar, aðal-
lega loðdýrarækt.
Um 1970 hófst loðdýrarækt að
nýju á íslandi eftir nokkurt hlé og
var þá aðallega um að ræða stór
minkabú. 1980 var svo fyrir al-
vöru farið að flytja hingað inn
loðdýr, í fyrstu aðallega refi, því
þeir munu vera auðveldari í rækt-
un, en síðar einnig mink og nú
rækta menn ref og mink jöfnum
höndum. í ársbyrjun 1981 voru
starfrækt 13 loðdýrabú á landinu.
1982 voru þau orðin 26, 1983
voru þau 86, 1984 hafði þeim
fjölgað í 118 og í byrjun þessa árs
voru 141 loðdýrabú á íslandi. Bú-
unum hefur s.s. fjölgað úr 13 í 141
á fjórum árum og af því sést svo
ekki verður um villst, að bændur
eru mjög opnir fyrir því að skipta
yfir í arðsamari búgreinar. Og
það er útlit fyrir að á næstu árum
eigi tala búanna eftir að mar-
gfaldast. Jónas Jónsson segir að
eftir fimm ár verði mögulega
starfandi 1000-1500 loðdýrabú,
auk þess sem búin eiga eftir að
stækka að umfangi. Á þessu ári er
búist við að hundrað bændur
muni bætast í hóp þeirra sem nú
stunda loðdýrarækt.
Samfara þesari hreyfingu
bændanna hefur orðið grundvall-
arstefnubreyting hjá yfirvöldum.
Með nýjum jarðræktarlögum er
dregið verulega úr framlögum
hins opinbera til ræktunar en
hvatt til endurbóta á jarðræktar-
landi og framlög til grænfóður-
ræktunar voru felld niður. Þess í
stað er veitt framlag sem nemur
allt að 30% kostnaðar við loðdýr-
ahús. Veitt eru framlög til endur-
bóta á lýsingu í gróðurhúsum til
þess að lengja vaxtartíma. Þá eru
með nýju lögunum veitt framlög
til skjólbeltaræktunar, sem er
garðræktarbændum mjög til
framdráttar.
Bein
gjaldeyristekjulind
Loðdýraræktunin er mjög á-
hugaverð, m.a. vegna þess að
hún byggir nær eingöngu á inn-
lendu fóðri. Fóðrið er aðallega
framleitt úr fisk- og slátuúrgangi.
Þessu hráefni hefur til skamms
tíma verið að mestu hent, en með
loðdýraræktuninni er mögulegt
að breyta því í verðmæta útflutn-
ingsvöru. Aðeins 10-15% fóðurs
til loðdýraræktar er flutt inn til
landsins, en það eru kolvetni og
vítamín sem við getum ekki fram-
leitt á íslandi enn sem komið er.
Það eru stórkostlegir vaxtar-
möguleikar í loðdýraræktinni.
Við getum mögulega framleitt
200-300 þúsund lestir af loðdýra-
fóðri, sem myndi duga okkur til
að framleiða allt að því j afn mikið
af skinnum og Danir. í Dan-
mörku stunda um 2500 bændur
loðdýrarækt og brúttótekjur
þeirra á síðasta ári voru 6-7 milj-
arðar íslenskra króna. Við gætum
s.s. orðið á meðal þeirra þjóða
sem mestar tekjur hafa af loð-
dýrarækt. Svo er aftur spurning
hvað við eigum að fara út í mikla
framleiðslu. Það fylgir þessu
mikil áhætta. Verð á loðdýra-
skinnum er háð heimsmarkað-
sverði og ef það lækkar mikið þá
stöndum við illa með mikla fram-
Þriöjudagur 23. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5