Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 2

Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 2
FRÉTTIR Japönsku gestirnir Toshio Okamura og Yoshio Niki við komuna til landsins í gær. Þeir eru hér á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga. Samtökin efndu til móttökuathafnar við aðalhlið bandarísku herstöðvarinnar í Miðnesheiði, Keflavíkurflugvallar, viö komu gestanna.Toshio Okamuraereitteftirlifandi fórnarlamba kjarnorkuárásarinnar á Hiro sima 6. ágúst 1945, Yoshio Niki er læknir og hefur um árabil annast sjúklinga þá er lifðu af kjarnorkuhörmungarnar sem og þá er sýkst hafa af völdum geislavirkni, á japönsku nefndir hibakusi. Ljósm. Ari. Kjarnorkuárásin á Hirosima Ógnun við tilveru mannkyns Minningareldur tendraður við hlið herstöðvarinnar í Keflavík Arásin á Hirosima markaði nýtt skeið í sögu mannkyns. Öld kjarnorkuógnunar var runn- Þröstur Guðbjartsson leikari: Ég hef tekið þátt í flestum aðgerðum Sam- taka herstöðvaandstæðinga sl. 10 ár og hef hugsað mér aö taka fullan þátt í friðarbúðunum. Ég vonast til þess að fólk um heim allan taki sig saman gegn kjarnorkuvopnabrjálæði stór-. veldanna. Fólk þarf að vakna til bar- áttu en láta ekki varpa yfir sig kjarnorkusprengjum í svefnrofunum. Forystumenn þurfa að verða áþreifanlega varir við vilja fólksins. in upp. Rúmlega 10 ferkílómetra svæði var gereytt á aðeins einni mínútu. íbúar borgarinnar stikn- uðu flestir eða krömdust til bana. Yfir 100 þúsund manns létust þannig samstundis. Þeirra er eftir lifðu biðu ólýsanlcgar og langvar- andi þjáningar vegna brunasára og geislunar frá sprengjunni. Fyrir alþýðu hcimsins táknaði sprengjan ógnun. Ógnun við þá von að geta lifað í friði og séð framtíð barna sinna tryggða. Ógnun við tilveru sjálfs mannkynsins. Svo mæltust Ingibjörgu Har- aldsdóttur varaformanni Sam- taka herstöðvaandstæðinga orð á fundi samtakanna við aðalhlið Keflavíkurflugvallar sl. þriðju- dagskvöld. A annað hundrað íslenskra friðarsinna voru þar saman komnir í NA-næðingnum, við hlið herstöðvar Bandaríkjahers til þess að minnast kjarnorkuár- ása þessa sama hers á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki fyrir40árum. Viðhliðfjölmargra hinna 1000 herstöðva Bandaríkj- anna víðsvegar um heim var efnt til slíks fundarhalds. í lok ræðu sinnar sagði Ingi- björg: „Reynslan frá Hirosima hefur sýnt að í kjarnorkustyrjöld verður enginn sigurvegari og vopnakapphlaupið eykur aðeins spennuna á milli stórveldanna og hættuna á því að styrjöld brjótist út annað hvort af smávaegilegu tilefni eða af slysni. Hér á íslandi Ari Tryggvason, vagnstjóri hjá SVR: Ég tek þátt í friðarþúðunum flesta daga vikunnar, en hér er ég staddur ásamt nokkrum vinnufélögum. Vissulega hefði ég óskað betra veðurs, hann hangir þó þurr og því þara að búa sig vel. höfum við ekki farið varhluta af þessu kapphlaupi stórveldanna. Friðarbarátta verður ekki háð hér á landi án þess að horfst sé í augu við þá staðreynd sem her- stöðin hér á Miðnesheiði er. SHA hafa um langt árabil barist fyrir því markmiði að bandaríska herliðið hverfi á brott og ísland segi sig úr hernaðarbandalaginu NATO. Barátta okkar hefur sjaldan verið mikilvægari en ein- mitt nú.“ Að ræðu Ingibjargar lokinni, var lesinn þáttur úr leikriti grik- kjans Aristofanesar, Lysiströtu, um friðarbaráttu aþenskra kvenna um 400 f.Kr. Þá flutti Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fjöl- brautaskólanemi úr Keflavík, ávarp. Að því loknu tendraði Jó- hann Geirdal minningareld sem loga á til föstudagskvölds 9. ágúst þá er friðaraðgerðunum lýkur. Síðan tóku þeir Ari Tryggvason og Þröstur Guðbjartsson við eld- vörslu sem fyrsta vakt fram til miðnættis. Aðrir þátttakendur héldu heim til friðarbúða við Samkaup á mörkum sveitarfélag- anna Keflavíkur og Njarðvíkur, en þar höfðu þá risið auk sam- komutjalds á þriðja tug tjalda. já Friðarbúðir Dagskráiní dag Heilsað upp á SOSUS - Lundaveisla Idagskrá Friðarbúða segir að „skuggaaðgerðir“ verði einn af atburðum dagsins, fjöruferð ann- ar, síðan grillveisla og kvöldvaka. Fjörðuferð verður farin milli Stafness og Ósabotna á suðvest- anverðu Rosmhvalanesi. Þar á nesinu, í Þórshöfn, fyrrum versl- unarhöfn, telja menn neðansjáv- ar-hlustunarkapalinn SOSUS liggja í land hvar hann kemur frá Grænlandi. Fylgst verður með ferðunt flugvéla og sérfróðir menn leiðbeina um tegunda- greiningu.í tjaldbúðunum sjálfurn hafa fóstrur umsjón með barnatí- volíi. I kvöld heimsækja japönsku gestirnir Toshio Okamura og Yoshio Niki friðarbúðirnar til viðræðna við íslenska friðar- sinna. Þá verður efnt til grillveislu. Eins og áður hefur komið fram á síðum Þjóðviljans verða þá m.a. grillaðir lundar, veiddir í Drangey. Að sjálfsögðu verður einnig efnt til kvöldvöku með ýmsum skemmti- og menn- ingaratriðum. já Ungi maðurinn sem heldur á lofti þessu ágæta kröfuspjaldi heitir Osk- ar Traustason og er frá Hafnarfirði. Þó hann sé aðeins 10 ára hefur hann þegar gengið til liðs við friðarbarátt- una og útbúið sitt fyrsta kröfuspjald. Ljósm. Ari. Það er alltaf verið að banna fá- tæklingunum að fiska í soðið. Ferðaskrifstofur Allt er til sölu Prálátur orðrómur um að ferðaskrifstofan Utsýn verðiseld. Ingólfur Guðbrandsson: Reksturinn með miklum blóma. Ætli sagan sé ekki komin frá keppinautunum? „Allt veraldlegt góss, það gcngur kaupum og sölum, ef nógu hátt verð er í boði. Það gæti vel verið að fengi ég slíkt tilboð í ferðaskrifstofuna Utsýn mundi ég hugsa mig um, að selja fyrirtæk- ið, en til þcss hcfur ekki komið enn og ekkert verið eftir því leitað.“ Þetta sagði Ingólfur Guð- brandsson m.a. í viðtali við Þjóð- viljann þegar hann var spurður álits á þeim orðrónri að Ferða- skrifstofan Útsýn væri til sölu. „Ferðaskrifstofan Útsýn hefur hvorki verið boðin né auglýst til sölu. Rekstur fyrirtækisins er með miklum blóma á öllurn svið- um og veruleg aukning frá fyrri árum. Ég held að farþegar okkar séu mjög ánægðir með viðskipti sín við Utsýn. Þeir koma aftur og aftur. Stundum þurfa þeir að reka sig á, með því að gera verri viðskipti með lakari þjónustu annars staðar. En þeir eru þá reynslunni ríkari og koma með viðskipti sín aftur til Útsýnar. Það hefur verið orðtak okkar að „forsjáll ferðamaður velur Út- sýnarferð af því að það þjónar hans eigin hagsmunum“. Ég hef eytt ævistarfi í að byggja upp þessi viðskipti og hef náð hag- stæðum samböndum um allan heim. Þau sambönd eru verðmæt og því viðskiptatrausti sem Útsýn hefur byggt upp á 30 árum getur enginn annað aðili státað sig af, , þeirri reynslu og þeim sambönd- um sem Útsýn hefur og nýtur. Viðskiptavinir njóta síðan þessa, í viðskiptum sínum við fyrirtæk- ið. En ætli þessi saga sé ekki kom- in frá keppinautum, einsog ýmsar aðrar sögur, í því skyni að reyna að veikja það traust sem almenn- ingur ber til fyrirtækisins og lýsir sér á mörgum sviðum. Ég sé ekki aðra skýringu á því, að slíkur kvittur kemur upp.“ I.H. Nafnaruglingur Nafnaruglingur varð í frétt unr laxeldi í Grundarfirði í blaðinu í gær, miðvikudag. Páll Guð- mundsson var sagður Kristjáns- son og Svanur Guðmundsson var sagður sonur Páls, en þeir eru nú bræður. 2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ! Fimmtudagur 8. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.