Þjóðviljinn - 08.08.1985, Page 5
Loðdýrarœkt
Vaxandi bugrein í Vopnafirði
Vantar heildarskipulagningu, ráðgjöfog rannsóknir. Sölusamtökin íeigu bœndanna sjálfra.
- Nú er loðdýrarækt stunduð á
10 búm í Vopnafirði, en mætti
vera fimm til sexfalt meiri, því
markaðir virðast nægir. Við Is-
lendingar höfum aðeins innan við
1% af heimsmarkaðnum og höf-
um getað selt alla okkar fram-
leiðslu. Það eru einungis fóður-
öflunarmöguleikar sem hafa ráð-
ið fjölda loðdýra í héraðinu,
sagði Álfhildur Ólafsdóttir
ráðunautur á Akri í Vopnafirði,
þegar blaðamaður heimsótti
hana og Björn Halldórsson
bónda, en þau búa félagsbúi í
Engihlíð ásamt foreldrum Björns
og bróður. Þau eru með 30
mjólkurkýr, rúmlega 200 fjár og
65 minkalæður. Álfhildur, sem er
frá Gerði í Hörgárdal, er búfræð-
ikandidat frá Hvanneyri og var í 3
ár yfirkennari á Hólum. Hún er
nú einn af fjórum ráðunautum
Búnaðarsambands Austurlands.
Við spyrjum þau um loðdýra-
ræktina.
á vegum landbúnaðarráðuneytis-
ins, sagði Björn. Mest allt frurn-
kvæði hefur verið í höndum
nokkurra áhugasamra bænda og
ráðunauta. Einnig ætti ríkisvald-
ið að beina fjármagni í rannsókn-
ir, t.d. á húsbyggingum. Sums
staðar eru byggð allt of dýr hús.
- Fjárhagslega stendur loðdýr-
aræktin höllum fæti, sagði Álf-
hildur. Lánsfé liggur ekki á lausu,
því þótt bankaútibúin séu öll af
vilja gerð, virðast hendur þeirra
bundnar og brjálaðir okurvextir
og óstjórn í peningamálum í
landinu lenda á bændum sem
öðrum.
- Það er athyglisvert hversu
mikið verslunin, en ekki bænd-
urnir sjálfir, virðast græða á land-
búnaðinum, sagði Björn. - Hér
eru seld tæki frá fjölda fyrirtækja
en varahlutaþjónusta í miklum
ólestri. Nú bíða innflutningsfyrir-
tækin eftir því að auka sölu á hinu
og þessu til loðdýrabænda.
- Það er rekinn linnulaus
áróður gegn bændum og lands-
byggðinni yfirleitt en enginn
horfir i ríkisstyrki til fólks sem
fyrir sunnan er að flokka pappíra
utan af landi, bætti hann við.
Mikilvœgi
samstöðunnar
Bæði Álfhildur og Björn lögðu
mikla áherslu á að loðdýrabænd-
ur stæðu vörð um sín eigin sölu-
samtök. Þau eru í eigu bændanna
sjálfra og greiða arð beint til
þeirra. Danir selja nær öll sín
skinn gegnum sölusamtök
bændanna sjálfra. Þau sögðu
bændur verða að gera sér grein
fyrir þýðingu þess að standa sam-
an og vara sig á áróðri beint gegn
samtökum þeirra. Loðdýra-
ræktin ætti mikla framtíð fyrir sér
og hana þyrfti að stórauka.
Að lokum spurðum við Álf-
hildi hvernig Vopnfirðingar
hefðu tekið því að fá konu sem
ráðunaut og hvernig henni líkaði
starfið. - Þeir tóku mér ótrúlega
vel. Mérfinnst gaman aðöllu sem
ég er að vinna að og líður best inni
í loðdýrahúsi eða úti í góðu veðri.
G.G.Ó.
Álfhildur Ólafsdóttir ráðunautur og Björn Halldórsson bóndi á Akri í Vopnafirði ásamt syni þeirra Bergþóri Bjömssyni.
Vantar ráðgjöf
- Það þyrfti að sinna loðdýra-
ræktinni miklu betur en gert er,
það vantar mannskap í ráðgjöf,
sagði Álfhildur. Þetta eru húsdýr
sem bændur þekkja ekkert og
það er ekkert hægt að leita til
nágrannanna um ráð eða hjálp.
Hér er um að ræða uppbyggingu
rekstursins almennt, húsin, hirð-
ingu dag frá degi, tæknivæðingu
og fjármálastjórn. T.d. er pörun
á ref sérstaklega vandasöm. Ann-
ars er hér mjög góð samvinna
milli bændanna. Það eru nokkuð
margar ráðunautastöður lausar í
landinu, en fóður- og vélainn-
flutningsfyrirtæki borga mun
hærri laun, svo landbúnaðarfræð-
ingar vilja frekar vinna hjá þeim.
Nú er loðdýrarækt valgrein við
báða bændaskólana og loðdýra-
ræktarráðunautar ferðast um
landið á vegum Búnaðarfélags ís-
lands.
Álfhildur hefur tvisvar farið til
Danmerkur til að læra að flokka
refaskinn og velja refi til ásetn-
ings og þau Björn hafa bæði sinnt
fræðslustarfi m.a. með því að
þýða greinar um loðdýrarækt í
búnaðarritið Frey.
- Hér á landi eru aðstæður til
loðdýraræktunnar mjög góðar
frá náttúrunnar hendi, sagði hún.
Veðurfarið er hagstætt, hitastig
hentar vel og við höfum gott
drykkjarvatn. Einnig eigum við
ódýrt hráefni í fóður, og betra en
flestar aðrar þjóðir, t.d. þorsk-
og sláturúrgang. Við kaupum að-
eins lítilsháttar kornfóður að
utan.
Heildarskipu-
lagningu skortir
- Þegar aftur var farið út í loð-
dýrarækt hér á landi gleymdust
fóðurstöðvarnar, dýrin komu
fyrst, og svo var farið að hugsa
um fóðurframleiðsluna. Á þessu
þyrfti að vera heildarkipulagning
Gœsarœkt
Uppeldið krefst
nákvæmni
Karl Sveinsson: Fjallabragðið í bland við alifugla-
bragð gerirframleiðsluna frábrugðna verksmiðju-
gœsum.
- Það tók alllangan tíma að ná
tökum á gæsaræktinni. Útungunin
og ungauppeldið krefst nákvæmni
og meðferð stofngæsa yfir veturinn
getur verið vandasöm. Fyrstu árin
bar mikið á ófrjósemi og unga-
dauða en nú er slíkt úr sögunni.
Þetta voru orð Karls Sveinssonar
gæsabónda og sláturhússeiganda í
Borgarfirði eystra, þegar Þjóðvilj-
inn var þar að forvitnast um gæsa-
rækt á Austurlandi.
- Hér á Austurlandi eru þrjú bú
með gæsarækt sem aðalbúgrein,
Hólaland og Geitavík í Borgarfirði
og Dvergasteinn í Seyðisfirði.
Fleiri hafa þetta sem aukabúgrein.
Hér slátruðu yfir 20 aðilar í fyrra
rúmlega 5000 fuglum en það var
annað árið sem við rekurn þetta
sláturhús. Varpið fer fram síðari
hluta vetrar og er ungunum slátrað
4-6 mánaða gömlum.
Fyrstu fimm til sex vikurnar er
þeim gefið kjarnfóður með
beitinni, en ganga svo sjálfala á
fjalli í tvo til þrjá mánuði á sumrin.
Svo er þeim gefið í fjórar til fimm
vikur fyrir slátrun. Með fjalla-
beitinni erum við að sækjast eftir
fjallabragði í bland við alifugla-
bragðið. Það er það sem skilur
okkur frá verksmiðjubúunum.
Erfiður markaður
- Afurðirnar eru seldar í mat-
vöruverslanir á Reykjavíkursvæð-
inu og úti um land, einnig í hótel og
veitingahús, en markaðurinn var
erfiður s.l. ár. Áður gátum við los-
að við allt um ieið og slátrað var en
nú var helmingurinn eftir um ára-
mót og við urðum að selja það
undir kostnaðarverði. Stærri aðil-
ar, nær Reykjavík eru komnir inn í
myndina og kaffæra okkur
auðveldlega. Þetta er lítill ntarkað-
ur og viðkvæmur. Svo er sláturhús-
ið sjálft okkur erfiður baggi fjár-
hagslega, þar sem við notum dýrari
aðferð við slátrunina en flestir aðr-
ir. Við notum svonefnda vaxaðferð
sem er seinlegri en gefur af sér betri
vöru en hin hefðbundna kaloner-
ing, bæði betri hreinsun og fallegra
útlit.
- Framtíðin er óviss en við erum
bjartsýn og vonumst til að geta
haidið ótrauð áfram.
G..G.Ó.
Karl Sveinsson gæsabóndi í Borgarfirði eystra fyrir framan fugla-sláturhús
þeirra Borgfirðinga: „Stærri aðilar, nær Reykjavík, eru komnir inn í myndina
og kaffæra okkur auðveldlega".
Fimmtudagur 8. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5