Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN ATVINNULÍF
Una Einarsdóttir er framkvæmdastjóri, verkstjóri, bílstjóri, gjaldkeri og saumakona á saumastofunni Hrund á Vopnafirði:
„Gátum greitt launauppbót á síðasta ári“.
Saumastofan
í mörgu að snúast
Una Einarsdóttir erframkvæmdastjóri, verkstjóri, bílstjóri,
gjaldkeri og saumakona á saumastofunni Hrund á Vopnafirði
Er með tiltektaræði
og því fæst eftirfarandi á gjafverði:
Tveir góðir stólar með krómaðri grind
og púðum úr ekta nautshúð, þarfnast
viðgerðar, Brother prjónavél, 7 ára,
lítið notuð, meö borði, 4 rafmagnsþil-
ofnar, sem nýir, gamalt 20" Winther
drengjareiðhjól, stór og fönguleg
barnavagga úr tré, gæti dugað fyrir
tvo. Upplýsingar í síma 45663.
íbúð óskast
Óskum eftir lítilli íbúð á leigu á viðráð-
anlegu verði. Uppl. í síma 28257.
Ávarp til sanngjarnra
og heiðarlegra
íbúðaeigenda
Ég er 24 ára gömul, reglusöm og í
góðu, föstu starfi. Mig langar til að
komast úr 4 fermetra herberginu
mínu í litla 2 herbergja íbúð, helst í
miðbænum eða Þingholtunum, en
það er þó að sjálfsögðu ekkert skil-
yrði. Ég get borgað einhverja fyrir-
framgreiðslu og heiti skilvísum mán-
aðargreiðslum. Ef einhver hefur
áhuga á að sinna þessu kalli þá vins-
amlegast hringið í síma 36718 eftir
klukkan 17.
Hjólsög
í borði til sölu. Verð 6000 kr. Sími
12711 milli kl. 18 og 20 á kvöldin.
Telpnareiðhjól
Til sölu telpnareiðhjól fyrir 7-10 ára,
nýlegt og gott hjól. Upplýsingar í síma
76796.
íbúð óskast
Kennari og laganemi ásamt bömum
óska eftir 3-5 herbergja íbúð. Upplýs-
ingar gefur Margrét í síma 24946.
Citroén, árgerð 1974
til sölu á krónur 8000. Er í ökufæru
ástandi. Upplýsingar í síma 34323.
íbúð óskast
Reglusamt par í Háskólanum óskar
eftir 2-3 herbergja íbúð. Skilvísum
greiðslum og góðri umgengni heitið.
Sími 76020 og 42169.
Eldavél óskast
Óska eftir að kaupa góða, notaða
eldavél. Upplýsingar í síma 36701 á
kvöldin.
Atvinna óskast
Fertugan mann vantar vinnu nú þeg-
ar. Flest kemur til greina. Hefur bíl til
umráða. Upplýsingar í síma 621593
eftir kl. 19.
Tómt eldhús
Ef einhver þarf að losa sig við notaða
eldhúsinnréttingu, eldhúsvask, ís-
skáp, eldavél og tvær hurðir á mjög
vægu verði þá vinsamlega hafið
samband sem fyrst í síma 40568.
Búslóð til sölu
Sjónvarp, hillusamstæða, hjónarúm,
fataskápur, stólar og borð og margt
fleira. Upplýsingar í síma 17601.
Kontrabassi
til sölu. Hentugur fyrir unga djassara.
Verð kr. 22000. Upplýsingar í síma
82941.
ísskápur
til sölu. Uppl. í síma 44482.
Vantar bráðnauðsynlega
4 eldhússtóla og vandað sófasett,
strax. Upplýsingar á vinnutíma í síma
81333. Vilborg.
Mjög góður
Ford Mercury Comet
árg. '74 skoðaður '85 til sölu. Óska
eftir Lödu Sport í skiptum. Uppl. í
síma 45530 frá kl. 20-24 alla daga.
Talstöðvar óskast
Óskum eftir að kaupa 3 40 rása CB
Benco talstöðvar. Uppl. í síma 45530.
Talstöðvarklúbburinn Bylgjan.
Dagmamma óskast
fyrir 1V2 árs gamlan strák frá kl. 8-16 í
Bakkahverfi í Breiðholti. Uppl. í síma
79468 eftir kl. 18.
íbúð óskast
jslenskur námsmaður búsettur er-
lendis vill leigja sér smáíbúð á
Reykjavíkursvæðinu í nokkra mán-
uði. Gjarnan með síma og húsgögn-
um. Hringið í Gunnar, sími 671353.
Rest til sölu
Vegna flutninga: 3 ára ísskápur
(AEG), 4 nýleg negld vetrardekk
13x155, barnatvíhjól (6-8 ára) og
svefnbekkur með rúmfatageymslu.
Allt selst á mjög góðu verði. Uppl. í
síma 39442.
Til sölu
Gardínur, ýmsar gerðir, 2 vandaðir
reyrstólar í sumarbústaðinn eða
garðhúsið, vönduð ullardragt númer
40-42, skór númer 39 og töskur. Upp-
lýsingar í síma 42935.
Gólfteppi
Hafirðu áhuga á gömlu gólfteppi, þá
færðu upplýsingar í síma 34136 eftir
kl. 18 næstu daga.
Óska eftir atvinnu
Ég er 17 ára, rösk og dugleg stelpa í
skóla og vantar vinnu á kvöldin og/
eða um helgar strax og í vetur. Uppl. í
síma 72034 eftir kl. 17. Anna Soffía.
Heimilishjálp
- Barnakerra
Óska eftir heimilishjálp 3-4 tíma á
viku. Barnakerra til sölu á sama stað.
Sími 21428 og 17055.
Ýmislegt til sölu
Til sölu kerra á kr. 3.500,- og regn-
hlífarkerra með svuntu og skerm kr.
2.500,- Uppl. í síma 23410.
ATH.
Við erum vanir gluggaútstillarar, ansi
góðir í skiltamálun og hönnun sýning-
arstanda. Ef þú ert í vandræðum
hafðu þá samband í síma 27007,
26069.
Vantar íbúð
Ung hjón í háskólanámi vantar íbúð til
leigu. Möguleg skipti á nýstandsettri
íbúð i Keflavík. Skilvísum greiðslum
heitið. Uppl. í síma 92-4099 fyrir há-
degi (Ragnar) og 92-4124 á kvöldin.
Barnagæsla
Barngóð stúlka eða kona óskast til að
gæta tveggja barna frá kl. 9-17. Er í
gamla vesturbænum. Uppl. í síma
27514.
Tímaritið Gestgjafinn
Vill ekki einhver selja mér vel með
farinn „Gestgjafa” 2. tbl. 1. árg.? Má
þess vegna kosta kr. 500. Sími 97-
8886.
Ljósmyndastækkari
Beseler svart/hvítur stækkari til sölu,
fyrir allar stærðir af filmum, 2 linsur
fylgja. Uppl. í síma h. 18795 eða í
vinnu 81333 Svava.
Eldavél
Stór amerísk eldavél fæst gefins.
Vantar hillusamstæðu í barnaher-
bergi. Einnig vantar mig taurullu. Sími j
17087.
Skodi120L
Mig vantar Skoda 120L til niðurrifs.
Má ekki kosta mikið. Sími 30504.
Gömul kommóða
Óska eftir gamalli kommóðu (ekki
tekk). Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í
síma 13374 eftir kl. 18.
Rafmagnshellur á borð
Til sölu er lítil borð-eldavél með 2 hell-
um. Verð kr. 1.000. Uppl. í síma
33202.
Ertu að byrja að búa?
Dýnur og púðar í sófa, og eldhúsborð
selst mjög ódýrt. Sími 45379.
Til sölu gamall ísskápur
á kr. 3 þús., furusófasett, 3ja sæta
sófi, 2 stólar og sófaborð á kr. 6 þús.,
gamall stofuskápur 1 þús., stúdenta-
bóksöluhillur 2 ein. á 2 þús.. Uppl. í
síma 37413.
Fuglabúr
Hver vill selja mér fuglabúr og fugl
(fugla)? Uppl. í síma 92-3542.
Þetta gengur ekki lengur
Þú verður að koma dótinu þínu fyrir í
öruggri geymslu. Til leigu rúmgott
upphitað geymsluherbergi með sér-
inngangi. Leigist í 6-24 mánuði. Uppl.
í síma 41039 í dag og næstu daga.
Vagga til sölu
Handmáluð dönsk vagga í sveitastíl
til sölu, dýna fylgir. Einnig fallegt
gamalt fururúm fyrir barn/ungling án
dýnu. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma
20171.
Kvenreiðhjól óskast
Óska eftir að kaupa kvenreiðhjól í
góðu lagi, má vera gamalt og ódýrt.
Uppl. í síma 39598, Guðrún, í vinnu
26710 kl. 8-16.
Lífsspursmál
Ég er ungur, algjörlega reglusamur
kennari við tónskóla hér í bæ og hef
ég verið húsnæðislaus síðan í maí.
Mig vantar 2 herb. íbúð sem allra
fyrst. Uppl. í síma 29000, deild 33c.
- Vopnafjörður er mikið sauð-
fjárræktarhérað og framleiðir
mikið af ull. Mér fannst skelfilegt
að við skyldum ekki vinna neitt úr
henni sjálf, sagði Una Einarsdótt-
ir framkvæmdastjóri, verkstjóri,
bflstjóri, gjaldkeri og saumakona
á saumastofunni Hrund á Vopna-
firði þegar Þjóðviljamenn heim-
sóttu saumastofuna nýlega.
- Fyrir nokkrum árum spruttu
saumastofur upp eins og gorkúlur
úti um allt land og urðu yfir 50
þegar mest var. Sumar fóru aldrei
af stað og margar hafa helst úr
lestinni. Nú eru líklega 30-40
starfandi, sagði Una.
Saumastofan Hrund er
hlutafélag í eigu Vopnafjarðar-'
hrepps, Kaupfélags Vopnafjarð-
ar og einstaklinga. Hún var stofn-
uð 1977.
Hvað varð til þess að þúfórst út
í rekstur saumastofu?
- Framan af mínum búskap
hafði ég nú nóg að gera heima,
með fimm börn, fædd á átta
árum, en ég fór fljótlega að taka
heimasaum og saumaði bæði
kven- og barnafatnað. Þegar síld-
arævintýrið flæddi yfir fór ég að
vinna utan heimilis hluta úr ári og
seinna í frystihúsi og loks í
saltfiski. Það var kaldur vinnu-
staður, óupphitaður og við unn-
umþarnaoftíhörkufrosti. Égvar
komin með liðagigt og þoldi þetta
ekki. Ég var þá í hreppsnefnd og
hreyfði þar hugmyndinni um
stofnun saumastofu og bauðst til
að sjá um hana. Með 5 ára lán úr
byggðasjóði og iðnlánasjóði fór-
um við svo af stað.
Byrjunarerfiðleikar?
- Við kunnum auðvitað lítið á
þetta. En námskeið iðntækni-
stofnunar í verkstjórn sem haldin
hafa verið í Reykjavík og á Akur-
eyri hafa hjálpað mér mikið. Svo
fór ég í kynnisferð í Dyngju á Eg-
ilsstöðum og til Raufarhafnar.
Hver eru verkefnin?
- Við höfum saumað langmest
fyrir Álafoss, mest jakka úr ofn-
um og prjónuðum efnum. Flík-
urnar eru hannaðar hjá hönnu-
nardeild Álafoss og skipt um ár-
lega. Við fáum sniðin tilbúin
ásamt sýnishornum af flíkinni.
Prjónuðu efnin koma frá Pól-
arprjóni á Blönduósi. Álafoss
pantar ekki saumaskap á meiru
en þegar hefur verið selt og gæða-
eftirlitið er strangt.
Hvað eru hér margir starfs-
menn?
- Við vorum sex til átta í fyrstu,
en hér hafa verið 17 konur frá
áramótum, flestar hálfan daginn.
Dagsverkin eru 10 til 11. Sami
kjarninn hefur verið hér frá upp-
hafi. Þetta eru mjög vel þjálfaðar
konur. Þjálfunin skiptir höfuð-
máli. Það tekur tíma að þjálfa
hópinn í að sauma hverja flík.
Við klárum 300 til 400 stykki áður
en allar hafa náð tökum á flík-
inni. Því veldur það okkur erfið-
leikum hve oft er skipt um verk-
efni. Við erum hér oftast með
fatnað með erfiðum og flóknum
saumaskap.
Hvernig er afkoman?
- Verðið er ákveðið af verðút-
reikningadeild Álafoss, en við
getum gert athugasemdir við
þeirra niðurstöður. Hér er aldrei
unnin yfirvinna og enginn bónus.
Hann veldur bara úlfúð og
leiðinda andrúmslofti á vinnu-
stað, þegar hvergi má stoppa
hleðst streitan upp og gigtin
magnast. Hér er enginn áhugi á
slíku.
En við gátum greitt launaupp-
bót á síðasta ári vegna góðrar af-
komu, og margar saumakonurn-
ar eru sjálfar hluthafar. Iðjutaxt-
arnir sem við förum eftir eru
hrikalega lágir og kjörin fara
versnandi.
Hverjar eru framtíðarhorfur
fyrirtœkisins?
- Það er skuldugt, en fjárhags-
staðan þó ekki slæm. Við erum í
eigin húsnæði, með góðan véla-
kost og góða vinnuaðstöðu. Okk-
ar helsta vandamál er flutnings-
kostnaður og svo vitum við aldrei
hvort verkefnin verða næg. Nú er
ég t.d. uggandi um tímabilið fram
í nóvember en þá hefst nýtt fram-
leiðsluár. Á milli stærri verkefna
vinnum við úr afgöngum og
reynum að nýta hverja pjötlu.
Flíkur frá okkur eru seldar á
þreföldu verði í Reykjavík og enn
meira í útlöndum. Mér er sagt að
jakki sem við fáum 2.600 fyrir sé
seldur f Frakklandi á 12.000 kr.. í
okkar verði er innifalið efni,
vinna, húsnæði og flutningur.
Mér er sagt að þú eigir langan
vinnudag Una.
- Já, það er í mörgu að snúast,
ég vinn trúlega helmingi lengur
en þá 10 tíma sem ég fæ borgaða.
En ég hef svo gaman af bara að
geta rekið þetta, fyrir mér er
saumaskapurinn hálft lífið. Mér
líður best innan um tuskurnar.
Annars fylgir vinnudagur minn
útvarpsdagskránni. Ég hlusta
mikið á útvarp og finnst meiri-
hluti dagskráarinnar skemmti-
legur, fræðandi efni hefur aukist
og það líkar mér vel, sagði Una
Einarsdóttir að lokum. GGÓ
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN j Fimmtudagur 8. ágúst 1985