Þjóðviljinn - 08.08.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 08.08.1985, Page 7
Listdans Dansinn á örri uppleið Norrœnir danshöfundar og dansarar á námskeiði í frá- sagnartœkni og uppbygg- ingu dansverka. Það er mikið að gera hjá nor- rænum listamönnum um þessar mundir. Hér í Reykja- Sagg rmannkyns: Tímabil tveggja heims- styrjalda Út er komið hjá B’ókaklúbbi Al- menna bókafélagsins 13. bindi Sögu mannkyns. Nefnist bindið Stríð á stríð ofan og næryfirtímabilið 1914-1945. Má sjálfsagt kalla þetta tímabil eitthvert það við- burðaríkastaísögu mannkynsins. Um kyrrðog jafnvægi var sannarlega ekki að tala því að á þessum 30 árumgeisuðutvær heimsstyrjaldir-einskonar 30 ára stríð með einu löngu vopnahléi. Af hverju stöfuðu þessi umbrot? Voru þau ef til vill vegna misbresta í þeirri heimsheild sem hafði verið að byggja sig upp síðan á öld landafundanna-16. öld? Samtímis þessu áttu sér stað þróun og breytingar í lífi fólks sem jafna má við ævintýri. Síminn, útvarpið, almennings- bíllinn, kvikmyndin, allt dreifðist þetta víðsvegar. Og vaxandi matvælaframleiðsla fyrir aukna tækni og þekkingu mettaði fleiri og fleiri ntunna. Saga mannkyns verður í 15 bindum og mun útgáfu verksins ljúka í árslok 1989. Bindin koma ekki út í réttri röð - næst mun 6. bindið koma í október n.k. og síðan munu 3 bindi koma á ári þar til verkinu er lokið. Þetta bindi sem nú er nýkomið er 272 bls. að stærð með miklunt fjölda mynda, korta og upp- drátta. Þýðandinn er Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri ríkisút- varpsins. vík stendur nú yfir námskeið fyrir listdanshöfunda og list- dansara sem Norræna leiklistarnefndin heldur. Efni námskeiðsins eru frásagn- araðferð og tækni í dansverkum. Hafa ýmsir þekktir kennarar ver- ið fengnir til þess eins og Ulf Gadd frá Sviþjóð, Reijo Kela frá Finnlandi og Bernd Köllinger frá Austur-Berlín. Emte Stag frá Noregi er námskeiðsstjóri og þátttakendur eru 25, þar af fimm frá íslandi. Mirja Tukianinen frá Finnlandi byrjar hvern morgun með þjálfunartíma fyrir þátttak- endur. Auk þjálfunartíma Mirju fer námskeiðið fram í fyrirlestra- formi. Meðal annars hafa danshöfundar tekið með sér myndbönd af verkum sínum sem verða sýnd og tekin til umfjöllun- ar. Fyrirlestrar Köllingers sem er aðalfyrirlesari námskeiðsins eru bæði fræðilegir og verklegir. Á verklegum hluta námskeiðsins verður leikritið Hafmeyjan eftir Ibsen tekið fyrir og fjallað urn það hvernig sækja má efni í leikritið og gera úr því ballet. Danshöfundar eru ekki á eitt sáttir hvort mögulegt sé að búa til ballett upp úr leikriti né heldur hvort það sé æskilegt. Að sögn Köllingers er það tilvalið verk- efni fyrir danshöfunda að fást við efni úr menningararfleifð eigin þjóðar einsog til dæmis Finnar gera með glæsibrag. „Oft þegar ég virði fyrir mér verk margra danshöfunda finnst mér þeir vera eins og stórt vöruhús og í öllum vöruhúsum er hægt að kaupa það sama...“ Þátttakendum verður skipt niður í smærri hópa sem hver um sig vinnur með leikrit Ibsens. Síð- an verða uppástungur hópanna, kostir og gallar hverrar tillögu og túlkunar rædd sameiginlega. Köllinger taldi það fjarstæðu hina mestu að dans væri á niður- leið. „Dansinn er sú listgrein sem er í hvað mestri þróun alls staðar í heiminum. I dag eru miklu fleiri sem vilja sjá dans en fyrir 20 árum síðan og þar er ungt fólk í meiri- hluta. Skýringar má ef til vill finna í þeirri staðreynd að dans er ljóðræn list sem ekki endurspegl- ar veruleikann beint heldur á myndrænan hátt. Dans vinnur með tilfinningar. Dans er sýndur í sal þar sem sameiginleg upplifun dansara og áhorfenda skapast og áhorfandinn tekur þátt í sýning- unni. Hann sér lifandi manneskju en ekki hluti og milli dansara og áhorfenda er alltaf beint sam- band. Ástæðan fyrir því að dan- sinn höfðar til ungs fólks er þetta samband og það að dansarar og danshöfundar eru búnir að reyna margvísleg tjáningarform til að gera list sína vinsælli og þróa hana. Dans er ekki listform liðins tíma heldur þess sem koma skal og því einnig dagsins í dag“. Hópur dansara úr íslenska dansflokknum vinnur að undir- búningi að dansverkum, sem þau munu flytja á Listahátíð æsku- fólks í Stokkhólmi síðar í ágúst. Tveir aðrir dansarar vinna með þeim, stúlkur úr Kramhúsinu, eingöngu þjálfaðar í nútíma- dansi. Hugmyndin er sú, að þessi hópur dansi þessi tvö nýju verk fyrir þátttakendur námskeiðsins og aðra, sem hug hafa á að korna, í húsi Jóns Þorsteinssonar á föstu- dagskvöldið 9. ágúst. Þetta á að vera nokkurs konar „prufu- keyrsla" og beðið um álit allra þessara norrænu danshöfunda. Síðan hafa þau nokkrun tíma til að breyta og slípa verkið áður en haldið er til Svíþjóðar. -aró Fyrirlesarar og starfsfólk námskeiðsins. Frá vinstri: Raja Vuoria, Pétur Einarsson, Emte Stag og Bernd Köllinger. Steingrímur Gunnarsson og Rejo Kela krjúpa. Ljósm. jis. Fimmtudagur 8. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.