Þjóðviljinn - 08.08.1985, Page 14
VIÐHORF
Bergþóra Gísladóttir:
Blaðburðarfólk V, 4 4, •ess.
Ef þú eir morgunhi
Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 81333
Laus hverfi:
Efri hluti Hverfisgötu og Laugavegar. Einnig í Vestur- bæ og Kópavog.
Það bætir heilsu c að bera út Þjóðvi >ghag Sjann
Betra blað
fft j ísafjarðarkaupstaður
Byggingarfulltrúi
Staða byggingarfulltrúa hjá ísafjarðarkaupstað er
auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22.
ágúst n.k.. Frekari upplýsingar veitir undirritaður í
síma 94-3722 eða á bæjarskrifstofunum Austurvegi 2,
ísafirði. Umsóknir sendist á bæjarskrifstofurnar.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
• Blikkiðjan
iðnbúð 3, Garðabæ
ónnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiói.
Gerum föst verðtilboö
SIMI 46711
Grunnskóli
Eskifjarðar
Tvo kennara vantr að skólanum, aðalkennslugreinar:
íslenska og tungumál í eldri deildum.
Almenn kennsla.
Kennt í nýju skólahúsi og er vinnuaðstaða mjög góð,
íbúðarhúsnæði fylgir. Upplýsingar hjá skólastjóra í
síma 97-6182.
Skólanefnd.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and-
lát og útföf eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Péturínu Bjargar Jóhannsdóttur,
Grímstungu,
Vatnsdal.
Lárus Björnsson
Björn J. Lárusson Erla Guðmundsdóttir
Helga S. Lárusdóttir Helgi Sveinbjörnsson
Ragnar J. Lárusson Elín Jónsdóttir
Grímur H. Lárusson Magnea Halldórsdóttir
Kristín I. Lárusdóttir Jón Bjarnason
Eggert E. Lárusson Hjördís Líndal
barnabörn og barnabarnabörn.
Utan dagskrár
Ertu nú ánœgð kerling?
Nú brosum við barasta góðlátlega yfir auglýsingum á borð við þessa um leið og
við böðum skilningarvitin í litadýrð Mannlífs og leiðum hjá okkur hinn raunveru-
lega boðskap myndarinnar. Vitið þið annars hver á fyrirtækið sem auglýsir
svona?
Tíska - hugmyndir manna um
það, hvernig maður eigi að vera á
hverjum tíma er ekki nýtt fyrir-
bæri. Hvernig á maður að klæð-
ast? Hvernig á hárgreiðslan,
brosið og göngulagið að vera?
Eða er kannski fínast að láta sem
ekkert af þessu skipti máli? Það
sem nýtt er í þessu sambandi er
að tískan breytist örar nú en fyrr
og að hún er búin til eins og hver
önnur markaðsvara og að henni
er dreift af ærnum kostnaði.
Nú er það ekki ætlun mín að
skrifa langa grein um tísku né
heldur mótun viðhorfa og tilfinn-
inga, þótt það sé vissulega verð-
ugt viðfangsefni. Mig langar að-
eins til að gera að umtalsefni einn
þátt þeirrar innrætingar sem við
verðum nú æ meir vör við. Það er
að segja: tískunni um það, hvern-
ig við eigum að bregðast við þeim
veruleika sem við búum við. Það
er engum vafa undirorpið að sú
tíska hefur tekið miklum
breytingum nú á síðustu árum.
Og það væri út af fyrir sig rann-
sóknarefni að athuga, hverjir
hafa kostað þann heilaþvott sem
liggur á bakvið þær viðhorfs-
breytingar.
NÚ á fólk
að vera jákvœtt
í hverju felast breytingarnar
helst - látum okkur athuga það:
Nú á fólk að vera jákvætt. Fólk
á að vera ánægt og glatt. Fólk á
ekki að vera útásetningarsamt
eða gagnrýnið. Um leið og fólk er
leitt eða reitt er það farið að setja
blett á ímynd sína, rétt eins og að
ganga í púkalegum sokkum eða
syngja falskt. Ef einhver lesandi
veit ekki um hvað ég er að tala,
bið ég hann að opna hug sinn,
fylgjast með fjölmiðlum, auglýs-
ingum og ræðu fólks. Við skulum
rifja það upp fyrir okkur, að það
er ekki ýkjalangt síðan að það
þótti ekkert athugavert við það
að vera gagnrýninn. Og fyrir
nokkrum áratugum síðan þótti
það beinlínis fínt að vera ungur
og reiður - og sú tíska náði langt
út fyrir raðir róttæklinga. Tím-
arnir breytast. Áður fyrr þjónuðu
trúarbrögð því hlutverki að skapa
sameiginlegan hugmyndagrund-
völl fyrir þjóðir. Nú eru það fjöl-
miðlar og auglýsingar. Trúar-
brögð höfðu sína siðfræði að
byggja á, sem maður gat vissu-
lega verið sammála eða ósam-
mála eftir atvikum. Fjölmiðla-
heimurinn byggir að verulegu
leyti á hugmyndum frjálshyggj-
unnar, sem eru siðlausar.
Hvað skal gera?
Nú passar sém sagt ekki lengur
að vera reiður eða gagnrýninn.
Og hvað á þá sú að gera, sem elur
með sér slíkar tiifinningar?
Leggjast í drykkjuskap eða fara í
meðferð hjá SÁÁ? Hvað er til
ráða? Ennþá alvarlegri verður
þessi innræting ef hún er skoðuð
með tilliti til þess að misréttið í
þjóðfélaginu fer vaxandi og spill-
ing valdastéttanna eykst dag frá
degi. Jafnframt er því haldið að
okkur að við búum í velferðar-
þjóðfélagi. Það er ekki andskota-
laust að vera fátækur í dag, því ef
við leggjum trúnað á goðsögnina
um velferðarþjóðfélagið hlýtur
næstum að vera eitthvað bogið
við þann sem hefur það skítt. En
að hverju er t.d. kona bættari
þótt lög hafi verið sett um dittinn
og dattinn ef launin hennar
hrökkva ekki til að framfleyta sér
og sínum og hún er að sligast
undan tvöföldu vinnuálagi og
fjárhagsáhyggjum. Þó eru ótald-
ar alvarlegustu áhyggjurnar,
þ.e.a.s. nagandi ótta kvennanna
við að börnin þeirra verði spill-
ineunni að bráð. Um þetta er ó-
fínt að tala,nema þá serrr einstak-
ar harmsögur einstaklinga.
Ekki tilviljun
Eins og tíska í fatnaði er hún
ekki tilviljun, heldur sköpuð af
hugviti og kostuð með fjármagni
hagsmunaaðila markaðarins;
ekki tilviljun hvaða tíska verður
ofan á í mati fólks á því sem að því
snýr. Alvarlegast þykir mér þó
þegar ég þykist greina hvernig
þessi tíska hefur smeygt sér inn í
hugskot þeirra sem beinlínis hafa
það hlutverk að bera fram
gagnrýni og berjast fyrirumbót-
um. Upp á síðkastið hefur farið
fram umræða um stöðu kvenna í
þjóðfélaginu og hvað unnist hafi í
þeim efnum. Sú umræða hefur
teygt sína anga inn á Þjóðviljann
og er það vel. Meðal annars í
þeirri umræðu þykist ég sjá
skugga af þeim ólukkans heila-
þvotti að það sé hallærislegt að
vera reið. Vonandi skjátlast mér.
Hugtakið velferðarþjóðfélag
er oft notað ógætilega og óskil-
greint á íslandi í ræðu og riti. Er-
lendis, t.d. á Norðurlöndunum,
höfðar orðið til viðleitni þjóðfél-
agsins til að taka ábyrgð á af-
komu þegnanna - sérstaklega
þeirra sem ekki eru þess um-
komnir að gera það sjálfir. ís-
lensk stjórnvöld eru langan veg
frá slíkum hugmyndum. Velferð
á íslandi gildir bara fyrir suma og
við skulum ekki láta hræða okkur
frá því með skrumi og tala máli
þeirra sem eru kúgaðir og órétti
beittir. Til þess höfum við sósíal-
ískan flokk og til þess höfðum við
Þjóðviljann.
Virkjum reiðina gegn kúgun
og spillingu, og stöndum saman
um að finna henni farveg svo hún
verði þess megnug að skola burt
óréttlætinu. Samtímis skulum við
neyta færis og gleðjast saman yfir
raunverulegum sigrum.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. ágúst 1985