Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Magnea og Brynja fá ekki leyfi! Leika varla meira með Breiðabliki íár. Öxabáck leyfir aldrei félagaskipti á miðju tímabili Magnea H. Magnúsdóttir og Brynja Guðjóns- dóttir, landsliðskonur í knattspyrnu, geta sennilega ekki leikið meira með Breiðabliki í Islandsmótinu í sumar. Þær fengu bráðabirgðaleyfi frá KSI til að leika með Blikunum þar til skeyti hefði borist frá sænska félaginu Öxabáck um að það myndi sam- þykkja félagaskipti þeirra yfir í Breiðablik. Þær náðu að leika gegn ÍA þann 28. júlí en tveimur dögum síðar barst skeyti frá Öxabáck þess efnis að félagaskiptin yrðu ekki samþykkt. Að sögn Magneu samþykkir Öxabáck aldrei fé- lagaskipti frá félaginu á miðju kcppnistímabili - þetta er stefna hjá félaginu sem hefur víða mætt andstöðu, m.a. hjá sænska knattspyrnusamband- inu. Stjórn Öxabáck mun koma saman á sérstakan fund í næstu viku og þar fer fram atkvæðagreiðsla um hvort samþykkja eigi félagaskipti íslensku stúlknanna. Þær hættu að leika með Öxabáck snemma í sumar og tilkynntu félagaskipti yfir í Breiðablik. -VS Sund Glæsimet Bryndísar Bœtti sig um 5 sek. Gross með 3 gull, Friedrich með 2 Heimsmet vestra Bryndís Ólafsdóttir setti glæsilegt íslandsniet og stórbætti eigin árangur í 200 m skriðsundi kvenna á Evrópu- meistaramótinu í sundi í gær. Hún synti á 2:10,11 mín. en met Guðrúnar Feniu Ágústsóttur var 2:12,03 nu'n. Bryndís átti best áður 2:15,40 mín. og befur því bætt sig um cina 12-13 metra alls í sundinu. Bryndís varð síðust í sinum riðli og hafnaði í 25. sæti af 27 keppendum. Magnús Ólafsson og Ragnheiður Knattspyrna Þrenna og Kína úr leik Vestur-Þjóðverjinn Marcel Witeczek skaut gestgjafana, Kín- verja, útúr heimsmeistarakcppni drengjalandsliða í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-2 sigri Vestur-Þjóðverja í Peking. V.Þjóðverjar niæta Brasilíu í undanúrslitunum á morgun en Brasilíumcnn unnu Saudi-Araba 2-1 í gær. Guinca sló Ástrali óvænt út, vann 4-2 í víta- spyrnukeppni eftir að staðan hafði verið 0-0 eftir framlengingu, og mætir annarri Afríkuþjóð, Nígeríu, í undanúrslitunum. Ní- geríumenn báru sigurorð af Ung- verjum, 3-1, í 8-Iiða úrslitunum í gær. -VS/Reuter England Channon til Portsmouth Mick Channon, sem lék 46 landslciki fyrir Englands hönd, hefur ákvcðið að leika einn vetur -^-enn í ensku knattspyrnuuni. Hann hefur sitt 20. keppnistímabil í búningi 2. deildarliðs Portsmouth sem er stýrt af gömlum félaga úr enska landsliðinu, Alan Ball, og hefur samið við féiagið til eins mánaðar til að hyrja með. Chann- on varð mjólkurbikarmeistari mcð Norwich sl. vetur. -VS/Reuter Cram Fjórða heimsmetið? Stevc Cram, handhafi þriggja heimsmeta í millivegalengdum, ætlar að reyna að bæta fjórða heimsmetinu í safnið á morgun. Þá tekur hann þátt í 1000 metra hlaupi í hcimabæ sínum, Gateshe- ad á Englandi, og þar ætti hann að fá góðan stuðning áhorfenda. Cram hefur síðustu þrjár vikurn- ar sett heimsmet í 1500 og 2000 m hlaupum og í míluhlaupi. Knattspyrna Bommer í bílslysi Rudi Bommer, félagi Lárusar Guðmundssonar og Atla Eðvalds- sonar hjá vestur-þýska liðinu Ba- yer Uerdingen, missir sennilega af fyrstu leikjunt komandi keppnis- tímabils. Hann lenti í bílslysi fyrir stuttu og meiddist illa á öxl. Bom- nter lék við hlið Atla hjá Fortuna Dússeldorf og Uerdingen keypti þá báða í sumar. -VS Fœreyjar íslenskum þjálfurum gengur vel Islenskir þjálfarar hafa um langt árabil verið atkvæðamiklir í færeysku knattspyrnunni og í sumar starfa þrír í cyjunum. Þorleifur Már Friðjónsson, sem nt.a. hefur þjálfað Magna og Leikni Fáskrúðsfirði, stjórnar liði MB sem heyr einvígi við B 36 um sigur í 2. deild og þar með 1. deildarsæti. B 36 hefur tveggja stiga forystu þegar fjórum um- ferðum er ólokið. Guðmundur Gíslason, sem lék með Þrótti Reykjavík fyrir nokkrum árum, þjálfar liðið sem er í þriðja sæti deildarinnar. Þá er Vestmanna- eyingurinn Páll Guðlaugsson, sem lék í marki Þórs Akureyri í fyrra, við stjórnvölinn hjá VB sem er með örugga forystu í 3. deild og fer næsta víst uppí 2. deild. Þorleifur Már hefur jafnframt tekið við stjórn unglingalandsliðs Færeyja, 16-18 ára, fyrir leikina tvo við ísland sem fram fara í Færeyjum 21. og 23. ágúst. Eftir skellina sem drengjalandslið Færeyinga fékk hér á landi í síð- asta mánuði þótti rétt að fá ís- lending til að sjá um unglingalið- ið... _____________________-vs Svíþjóð Tvö mörk Teits Teitur Þórðarson skoraði 2 mörk þegar Öster sigraði Norr- köping 4-1 í sænsku 1. deildinni (Allsvenskan) á sunnudaginn. Teitur lék mjög vel og fékk frá- bæra dóma fyrir leik sinn. Öster rétti því hlut sinn dálítið eftir slakt gengi undanfarið en liðið er nú í 5. sæti deildarinnar. Átta efstu liðin leika útsláttarkeppni um sænska meistaratitilinn. -VS Kvennaboltinn Sigþór Ómarsson fagnar glæsimarki Sigurðar Halldórssonar (nr. 5) gegn Aberdeen á Laugardalsvellinum fyrir tveimur árum. Billy Stark er til hægri á myndinni - við vorum dauöfegnir að komast i 2. umferð, segir hann. Evrópuleikir Kaldur straumur niður skosku bökin Leikmenn Aberdeen smeykir við leikina gegn Skagamönnum í haust „Aberdeen hefur áhlaup sitt á 2. umferð. í fyrri leiknum lentum Evrópubikarinn með leik gegn hálfatvinnuinönnunum frá Akra- nesi á íslandi, leik sem fær kaldan straum til að hríslast niður bök skosku meistaranna,“ segir í grein í nýjasta tölublaði enska knattspyrnutímaritsins Match. „Þeir skutu okkur skelk í bringu,“ segir Billy Stark, einn leikmanna Aberdeen, þegar hann rifjar upp leiki liðanna í Evrópukeppni bikarhafa fyrir tveimur árum. „Allir reiknuðu með því að við myndum sigra auðveldlega, en þegar upp var staðið vorum við dauðfegnir að hafa komist í gegnum leikina og í við marki undir áður en Mark McGhee bjargaði andliti okkar með tveimur mörkum. Við vor- um aldrei í sérstakri hættu um að tapa síðari leiknum á Pittodrie en íslendingarnir sýndu frábæra baráttu og náðu 1-1 jafntefli," segir Billy Stark. Ekki er alveg farið rétt með staðreyndir þegar Akurnesingar eru sagðir hálf-atvinnumenn en það er ljóst að skosku meistar- arnir eru smeykir við leikina í haust. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum 18. sept- ember en sá síðari í Aberdeen 2. október. -VS Úrslítaleikur Úrslitaleikurinn um meistáratitii 2. deildar kvenna í knattspyrnu fer fram á Selfossi í kvöld og hefsl kl. Í9-þrátt fyrir að keppni í deildinni sé ekki lok- ið. Pað eru Víkingur og Haukar sem leika til úrslita en bœði lið leika í 1. deild að ári. Víkingur sigraði í A-riðli en Haukar i B-riðÍi 2. deildarinnar. Knattspyrna Úrslit 5. flokks á KR-velli í kvöld Úrslitakeppnin í 5. flokki í knattspyrnu hefst á KR- vellinum við Frostaskjól í dag. í A-riðli leika KR, Þróttur Reykjavík, Höttur og FII og í B-riðli Valur, Þór Akureyri, Grindavík og Fram. 1 dag kl. 18 mætast KR- Þróttur og FH-Höttur í A- riðli og kl. 19.10 hefjast leikir Fram-Vals og Grindavíkur- Þórs í B-riðli. Leikið verður áfram á morgun og laugardag og úr- slitaleikirnir fara fram á sunnudag. Allir leikir fara fram á KR-vellinum. KR sigraði í A-riðli 5. flokks, Fram varð í öðru sæti og Valur í þriðja. FH vann B-riðilinn og Grindavík varð númer tvö. Þróttur sigraði í C-riðli, Þór í D-riðli og Höttur frá Egilsstöðum í E-riðli. -VS Runóllsdóttir kcpptu einnig í Sofia í gær. Magnús náði sínum besta ár- angri í 100 m flugsundi. synti á 1:01.26 mín, en var síðastur í sínum riðli. Ragnheiður synti 200 m bring- usund á 2:47,83 mín. og varð síðust í sínum riðli. Michael Gross frá V. Þýskalandi setti mótsmet í 100 m tlugsundi í undanrásunum, synti á 53,93 sek. en á mótinu 1983 í Róm synti hann á 54,00 sek. Heimsmet hans er 53,08 sek. Hann sigraði síðan í úrslitasund- inu á 54,02 sek. en Andrew Jameson frá Bretlandi varð annar á 54,30 sek. Annað gull hans á mótinu og þeim átti eftir að fjölga. Heike Friedrich frá A. Þýskalandi náði einnig í sitt annað gull í gær þeg- ar hún sigraði í 200 m skriðsundi kvenna á 1:59,55 mín. Hin 15 ára gamla landa hennar Manuela Stellmach varð önnur á 1:59,88 mín. en aðrar voru þeim langt að baki. Tamas Darnyi frá Ungverjalandi sigraði í 400 m fjórsundi karla á 4:20,70 mín, en Sovétmaðurinn Va- dim Yaroschuk varð annar á 4:21,54. Tania Bogomolova frá Búlgaríu gladdi hjörtu heimamanna með sigri í 200 m bringusundinu á 2:28,57 mín. Það voru óvæntustu úrslit gærdagsins því hún stakk sér framúr hinum sigur- stranglegu austur-þýsku stúlkum Syl- viu Gerasch og Silke Horner strax í byrjun og þær áttu aldrei svar. Michael Gross hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Hann leiddi sveit V. Þýskalands til sigurs í 4x200 m boð- sundinu á 7:19,33 mín. Með honum í sveitinni voru Alexander Schowtka, Thomas Fahrner og Dirk Korthals. A. Þjóðverjar voru dæmdir úr leik og Svíar urðu þar með númer tvö á 7:25,69 mín. Gross þar með kominn með 3 gull. í dag keppa þrír íslendingar í Sofia. Magnús Ólafsson í 100 m skriðsundi, Ragnhciður Runólfsdóttir í 100 m baksundi og Eðvarð Þ. Eðvarösson í 200 m haksundi. Annars staðar á hncttinum, vestui í Kaliforníu, var sett heimsmet í gær. Matt Biondi synti 100 m skriðsund á 49,24 sekúndum og bætti met Rowdy Gaines, 49,36 sek., sem sett var fyrir fjórum árum. -VS/Reuter Golf Landsliðið Landsliðið í golfi sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi síðar í þessum niánuði var til- kynnt í gær. Ragnhildur Sigurð- ardóttir, Stcinunn Sæmundsdótt- ir, Þórdís Geirsdóttir og Ásgerð- ur Sverrisdóttir skipa kvennalið- ið, en þeir Sigurður Pétursson, Ulfar Jónsson, Hannes Eyvinds- son, Ragnar Ólafsson, Gylfi Kristinsson og Óskar Sæmunds- son cru í karlaliðinu. -VS Knattspyrna Fillol til Spánar Spænska stórliðið Atletico Ma- drid keypti í gær argentínska landsliðsmarkvörðinn Ubaldo Fillol frá brasilíska félaginu F’lamengo fvrir 120 þúsund doll- ara. Fillol er talinn í hópi bestu markvarða heims og varð hcimsmcistari með Argentínu- mönnurn árið 1978. -VS/Reuter ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.