Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTHR Lið Framara verður að öllum líkindum þannig skipað í úrslita- leiknum: Friörik Friðriksson Ormarr Örlygsson Viðar Þorkelsson Sverrir Einarsson Þorsteinn Þorsteinsson Ásgeir Elíasson Kristinn Jónsson Pétur Ormslev Ómar Torfason Guðmundur Steinsson, fyrir- liði Guðmundur Torfason Varamenn: Haukur Bragason Örn Valdimarsson Þorsteinn Vilhjálmsson Steinn Guðjónsson Jón Sveinsson Einar Björnsson Bikarkeppni KSI í 26. skipti Tíundi úrslitaleikur Fram, fjórði IBK í ár fer bikarkeppni KSÍ fram í 26. skipti, en fyrst var leikið árið 1960. Fram til 1972 var aðalhluti keppninnar leikinn eftir að Is- landsmótinu lauk og úrslitaleik- irnir fóru fram á Melavellinum í október eða nóvember. Arið 1969 var meira að segja komið framí desember þegar úrslit fengust. Úrslitaleikir keppninnar hafa farið á þá leið sem hér segir: 1960-KR-Fram.................2-0 1961 -KR-lA..................4-3 1962- KR-Fram..............3-0 1963- KR-lA................4-1 1964- KR-ÍA................4-0 1965- Valur-ÍA.............5-3 1966- KR-Valur.............1-0 1967- KR-Víkingur..........3-0 1968- lBV-KR.b.............2-1 1969- lBA-ÍA...........1-1 3-2 1970- Fram-ÍBV.............2-1 1971 -Víkingur-Breiðablik....1-0 1972- ÍBV-FH...............2-0 1973- Fram-IBK.............2-1 1974- Valur-ÍA.............4-1 1975-ÍBK-iA 1-0 1976-Valur-ÍA 3-0 1977-Valur-Fram 2-1 1978-ÍA-Valur 1-0 1979-Fram-Valur 1-0 1980-Fram-ÍBV 2-1 1981 -ÍBV-Fram 3-2 1982-ÍA-ÍBK 2-1 Dómgœslan r I öruggum höndum! Guðmundur Haraldsson dæm- ir úrslitaleikinn á morgun. Guð- mundur hefur um árabil verið einn okkar albesti knattspyrnu- dómari og hann hlaut milliríkja- réttindi aðeins 23 ára gamall, árið 1969. Úrslitaleikurinn er í örugg- um höndum, svo mikið er víst. 1983- ÍA-lBV..............2-1 1984- lA-Fram.............2-1 1985- ??????????????????????? Þetta er 10. úrslitaleikur Fram- ara. Þeir hafa sigrað 4 sinnum en tapað 5 sinnum í úrslitum, töp- uðu síðast fyrir Skagamönnum í úrslitaleiknum í fyrra. Keflvíkingar leika nú sinn fjórða úrslitaleik en þeir hafa aðeins einu sinni orðið bikarmeistarar - og síðan eru liðin 10 ár. í fyrsta úrslitaleiknum sem háður var á Laugardalsvellinum mættust einmitt sömu félög og bítast um bikarinn á morgun, Fram og ÍBK. Það var sögulegur leikur, Fram sigraði eftir fram- lengingu og síðari hálfleikur framlengingarinnar var nánast leikinn í svartamyrkri. Þar töp- uðu Keflvíkingar sínum eina leik á því keppnistímabili en þeir sigr- uðu með yfirburðum í 1. deild. Lið Keflvíkinga verð- ur að öllum líkindum þannig skipað í úrslita- leiknum: Þorsteinn Bjarnason Ingvar Guðmundsson Sigurjóns Sveinsson Valþór Sigþórsson, fyrirliði Freyr Sverrisson Sigurður Björgvinsson Gunnar Oddsson Óli Þór Magnússon Ragnar Margeirsson Helgi Bentsson Sigurjón Kristjánsson Varamenn Ólafur Gottskálksson Jón Kr. Magnússon Björgvin Björgvinsson Jóhann Magnússon Kjartan Einarsson Verður Ragnar Margeirsson Fram vörninni of erfiður... eða skorar Gubmundur Steinsson jafn fallegt mark og í úrslitaleiknum í fyrra? Gerir Sigurjón Kristjánsson eitt af glæsimörk um sínum fyrir Keflvíkinga... ...eða nær Ómar Torfason sér aftur á strik í vítateig andstæðinganna? Fram Forystulið Framarar hafa verið mjög í sviðs- Ijósinu í sumar og sitja í efsta sæti 1. deildar. Þcir byrjuðu mjög vel og voru komnir með yfirburðaforystu, 8 stig, þegar 8 umferðum var lokið. En síðan fór að halla undan fæti hjá þeim, þeir misstu efsta sætið í hendur Akurnesinga og Valsmenn voru síðan á toppnum eni Fram í þriðja sæti í einn sólarhring. í síðustu umferð náði Fram hinsvegar eins stigs forystu í deildinni á ný. Framarar sýndu strax í vor að þeir yrðu í fremstu röð. Þeir urðu Reykja- víkurmeistarar og sigruðu Akurnes- inga í Meistarakeppni KSÍ áður en fslandsmótið hófst. Lið þeirra náði mjög vel saman strax í byrjun og virt- ist gersamlega ósigrandi, þar til 6-2 skellurínn á Akranesi þann 6. júlí hleypti spennu í 1. deildarkeppnina. 1 liði Fram eru fimm nýir leikmenn frá því í fyrra og þeir hafa breyttþví úr fallbaráttuliði í meistaraefni. Asgeir Elíasson tók við þjálfun og leikur lyk- ilhlutverk á miðjunni, Ómar Torfa- son kom frá Víkingi og lék frábærlega framan af fslandsmótinu, Pétur Ormslev sneri heim úr atvinnumenn- skunni og hefur náð sér ágætlega á strik eftir rólega byrjun, Friðrik Frið- riksson markvörður kom aftur heim í Safamýrina eftir ársdvöl hjá Breiðab- liki og Ormarr Örlygsson kom frá KA á Akureyri og hefur komið á óvart í stöðu hægri bakvarðar. Fyrir voru góðir einstaklingar eins og Guðm- undarnir tveir í framlínunni og með slíkt einvalalið er engin furða þótt Framarar hafi verið í fremstu röð í sumar. -VS Aftur 4. Jafntefli Þjálfararnir Tveir reyndir Ásgéir Elíasson þjálfari Fram leikur með liði sínu í úrslitaleiknum á morgun. Hann varð fyrst bikar- meistari með Fram fyrir 15 árum, árið 1970, og síðan árið 1973 og 1979. Þegar Fram varð bikarmeistari árið 1979 var þjálfari liðsins enginn annar en Hólmbert Friðjónsson sem stýrir nú liði Keflvikinga. Undir hans stjórn urðu Framarar einnig bikarmeistarar árið 1980 og léku til úrslita 1981. Ásgeir hefur talsverða reynslu að baki sem spilandi þjálfari. Hann lék um árabil með Fram en inná milli, árið 1975, skaust hann til Ólafsvíkur og þjálfað og lék með Víkingum í 2. deildinni. Árið 1980 þjálfaði Ásgeir lið FH og lék með því og tók síðan við Þrótturum. Hann þjálfaði þá og lék með jreim árin 1981-1984 en tók síðan við sínu gamla félagi, Fram, sl. vetur. Hólmbert Friðjónsson er reyndast- ur þeirra þjálfara sem eru við stjórnvöl 1. deildarinnar í ár, að Gor- don Lee hjá KR undanskildum. Hólmbert hætti snemma að leika sjálfur vegna neibsla en sneri sér þá að þjálfua og árið 1969 gerði hann íið Keflvíknga að íslandsmeisturum. Hann þýáéfaði þá einnig fyrir nokkr- uai inm «a sílhaau árin hefur Hólm- bert þjátfað lið Fram og KR með góð- um áraagri. Nú er hann tekinn við Keflvíkiagum eiaa ferðina ertn og hefur liAið sýnt miktar j^amfarir undir hans stjórn og koaúð mjög á óvart í sumar. -VS IBK Framfarir ÍBK er það lið sem mestar framfar- ir hefur sýnt síðan í vor og hefur kom- ið mjög á óvart síöustu vikurnar. Flestir spáðu Keflvíkingum erfiðu sumri, ekki síst vegna mikilla manna- breytinga og þar á mcðal brotthvarfi þriggja sterkra leikmanna yfir til ná- grannanna í Garðinum. En Keflvíkingar sýndu fljótlega að þeir yrðu ekki auðunnir og gerðu eftirminnilega vart við sig í fyrsta leik síðari umferðarinnar þegar þeir skelltu Frömurum 3-0 í Keflavík. Nú eru þeir aðeins fjórum stigum á eftir Fram í 1. deildinni og meistaratitill- inn er vissulega möguleiki. Keflvfkingar eiga nokkra af skemmtilegustu sóknarmönnum landsins.Ragnar Margeirsson er án efa besti famherji 1. deildarinnar og Óli Þór Magnússon og Helgi Bents- son eru stórhættulegir hvaða vöm sem er. En stóri vinningurinn fyrir lið ÍBK var að næla í Sigurjón Kristjáns- son fyrrum leikmann með Breiða- bliki. Hann hefur nú leikið sex leiki með ÍBK í 1. deild og skorað í þeim 6 mörk, hvert öðru glæsilegra. Hann hefur ekki síst verið Keflvíkingum mikilvægur í allra síðustu leikjunum þar sem Ragnar hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið - meiðsli sem jafnvel gætu komið í veg fyrir að hann verið í byrjunarliði ÍBK á morgun. Reyndustu leikmenn ÍBK eru Sig- urður Björgvinsson, sá öflugi mið- vallarspiíari, og Þorsteinn Bjarnason landsliðsmarkvörður sem er besti markvörður 1. deildarinnar. Þá má nefna miðverðina Valþór Sigþórsson og Frey Sverrisson - Freyr hefur eink- um komið á óvart og reynst ÍBK mik- ill fengur en hann lék með Njarðvík f fyrra. -vs Sigurganga Uiðin í úraKt A WA sirmi i ÉMflMaiÉdfM léku Fraai •• taK •ftirtaMa UMFM-Í8K............0-3 ÍBK-Vaiur...........3-1 ÍMúKA...............2-0 Víkingur Fwrn.........3-4 ÍA-Fr«m...............1-2 Fram-FórA.............3-0 | —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.