Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 1
246 djöðviuinn SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING HEIMURINN Kennarasambandið Veikir samtakamáttinn Fulltrúaráð KÍítrekaði ígœr að úrsögn taki gildi á áramótum. Kristján Thorlacius formaður BSRB: Kennarar veikja með þessuBSRB, Kennarasambandið og launþegahreyfinguna alla. ValgeirGestssonformaðurKÍ.Sátturviðþessa afgreiðslu. Ný atkvœðagreiðsla myndi vekja upp nýjar deilur Það er örlagarík ákvörðun að afsala sér verkfalls- og samn- ingsrétti og með úrsögn eru kenn- arar að veikja BSRB, Kennara- sambandið og launþegahreyfing- una sem heild. Stjórn BSRB álftur þessa úrsögn ólöglega og hún mun fjalla um þá hlið málsins á næstunni, sagði Kristján Thorl- acius formaður BSRB í samtali við Þjóðviljann í gær eftir að fuUtrúaráð Kennarasambands íslands hafði ítrekað fyrri sam- þykkt sína um að frá áramótum muni KÍ vera utan BSRB. Kristján óskaði eftir því að fá að vera viðstaddur fundinn í gær og haft var eftir Valgeiri Gests- syni formanni KÍ í útvarpi á fimmtudaginn að svo myndi verða. í gær brá svo við, að Val- geir sjálfur bar upp þá tillögu fyr- ir fundinn að Kristján fengi að vera viðstaddur með fullu mál- frelsi. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. „Mér þykir það fullkomlega óeðlilegt að það þurfi að bera mig upp sem for- mann BSRB á slíkum fundi, sér- staklega með hliðsjón af orðum Valgeirs í útvarpi,” sagði Krist- ján. Krístján Thorlacius gengur á fund fulltrúaráðsins eftir aö það hafði samþykkt setu hans á fundinum. Ljósm. E. Ólason. Flugstöðin Á fundinum hélt Kristján svo ræðu og brýndi þar fyrir kennur- um, sem ávallt hafi barist fyrir grundvallaratriðum í kjarabar- áttu sinni, að halda hópinn með heildarsamtökunum og vinna þannig að því sem engir sér- hagsmunahópar gætu náð. „Ég er sáttur við þessa af- greiðslu. Við stefnum til framtíð- ar og treystum því að við eigum þann félagslega styrk sem þarf til að leggja út í óhjákvæmilega bar- áttu. Ný atkvæðagreiðsla myndi einungis valda nýjum deilum að mínu mati og það væri að fara úr öskunni í eldinn,” sagði Valgeir Gestsson í samtali við blaðið í gær. Aðspurður hvort hann héldi að málið myndi fara fyrir dómstóla kvað Valgeir nei við. Hann sagð- ist ekki trúa því að Kennara- sambandið eða BSRB hefði áhuga á því. í tillögunni sem samþykkt var á fundinum með 21 atkvæði gegn 7 er skorað á stjóm BSRB að viðurkenna úrsögn KÍ úr BSRB enda séu engar félagslegar for- sendur fyrir áframhaldandi aðild eftir jafti ótvíræða viljayfirlýs- ingu félagsmanna og úrslit at- kvæðagreiðslunnar séu. Enn fremur lýsir Kennarasambandið yfir vilja sínum til samstarfs með BSRB og öðrum samtökum launafólks. Eftir að þessi tillaga hafði verið samþykkt var borin upp önnur tillaga um að óska eftir úrskurði kjörstjómar Kennarasambands- ins. -gg Afþakkaði boð í reisugildið Hreppsnefnd Misneshrepps ístríði við utanríkisráðherra. Krefst500þúsund króna byggingargjalds fyrir Flugstöðina. Ráðuneytið neitarað borga. Lögtakskrafa í undirbúningi. Jón K. Ólafsson sveitarstjóri: Stöndum hörð á þessu máli. Hreppsnefnd Miðneshrepps í Sandgerði sendi varnarmála- skrifstofu utanrikisráðuneytisins í gær skeyti þar sem afþakkað var boð um að mæta í reisugildi nýju Flugstöðvarinnar. Hreppsnefnd- in á í miklu stríði við utanríkis- ráðherra og varnarmáladeildina og undirbýr nú lögtakskröfu á hendur þessum aðilum fyrir ó- greitt byggingarleyfisgjald vegna Flugstöðvarinnar. Krafan hljóð- Skúlagötuskipulagið Amar fundur? Er ekki möguleiki á því að halda annan fund bráðlega um þetta mál þar sem fundarmcnn væru ekki bundnir við það að bera að- eins fram fyrirspurnir heldur gætu tjáð sig betur um skipu- iagstillöguna? Þessa fyrirspurn bar Geirharð- ur Þorsteinsson arkitekt fram á fundi sem Borgarskipulag boðaði til á fimmtudagskvöldið á Hverf- isgötu 105. Þar var kynnt skipu- lagstillaga að Skúlagötusvæðinu svonefnda. Nánar er sagt frá þessum fundi á bls. 2 ih ar uppá rúma hálfa miljón en ráðuneytið neitar að borga. „Við afþökkuðum reisugildið. Við stöndum hörð á þessu máli því það er ekki endalaust hægt að Íeyfa byggingar á Vellinum án þess að greidd séu af þeim lög- boðin gjöld. Byggingaverktakar hafa greitt að fullu aðstöðugjöld til hreppsins vegna Flugstöðvar- byggingarinnar og ríkið á auðvit- að að borga sín gjöld einnig, sagði Jón K. Ólafsson sveitar- stjóri í Miðneshreppi í samtali við Þjóðviljann í gær. Nýja flugstöðin er reist í landi Miðneshrepps en hreppsnefndin hefur hvergi fengið að koma ná- lægt skipulagsmálum á Vellinum frekar en aðrar sveitarstjómir á Suðumesjum, en samkvæmt lögum heyrir allt skipulag á Vell- inum undir sveitarstjómirnar, þar sem Keflavíkurflugvöllur er ekki sérstakt sveitarfélag. „Það er byggingarnefnd starf- andi á Vellinum sem vinnur eftir reglugerð frá utanríkisráðu- neytinu. Þessi nefnd hefur fengið að vinna óáreitt, þrátt fyrir mót- mæli sveitarfélanna á Suðurnesj- um. Okkur finnst óeðlilegt að verið sé að skipuleggja svæði þarna inni á Vellinum án þess að leita leyfis hjá réttum aðilum. Við krefjust þessara byggingar- gjalda á þeirri forsendu að þarna sé um íslenska byggingu að ræða og ríkið á ekki að vera undanþeg- ið neinum gjöldum," sagði Jón K. Ólafsson. -lg- Sjá ennfremur leiðaraopnu í sunnudagsblaði. Spánn Nýra fyrir vinnu! Atvinnulaus spánverji hefur boðist til að láta annað nýra sitt f skiptum fyrir atvinnu. José Fransisco Pastor Tortaja- da hefur verið atvinnulaus í þrjú ár og tilkynnti fréttamönnum í gær að hann væri reiðubúinn að láta nýrað, - „gæti verið slæmt fyrir heilsuna, en mér er alveg sama“. Móðir hins atvinnulausa bíður við símann eftir tilboðum. Atvinnuleysi á Spáni er um 20 prósent, hið mesta í Vest- ur-Evrópu. -m/reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.