Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 4
LEHÐARI Lífríki Mývatns í hættu Um það leyti sem iðnaðarráðherra, fjármála- ráðherra og menntamálaráðherra voru að þrátta um keisarans skegg á dögunum, vegna náttúruverndarmála Mývatns var ríkisstjórninni fullkunnugt um að lífríki vatnsins væri í mikilli hættu. Ríkisstjórnin vissi vel að hætta var á ferðum, en reyndi að þyrla upþ moldviðri um fjármögnun rannsókna og vera í samkeppni um að komast í fyrirsagnir í blöðunum í stað þess að gera strax það sem þeim ber, ákveða ráðstaf- anir til að bjarga lífríkinu. í Þjóðviljanum síðustu daga hafa óhugnan- legar staðreyndir komið í Ijós. „Eitrið sem renn- ur í Mývatn frá Kísiliðjunni og byggðinni við vatnið er gífurlega mikið,“ segir Árni Halldórs- son formaður samtaka um verndun Mývatns í viðtali við Þjóðviljann. Viðmælendur blaðsins hafa nefnt nokkur atriði sem hafa getað valdið þessari röskun á lífríkinu sem gæti kallast hrun. í fyrsta lagi eitrið Sator, sem leysir upp olíu en er náttúrunni stórhættulegt í miklu magni. Það rennur útí hraunið og í vatnið frá verksmiðjunni. í öðru lagi nefna menn hreinsiefni frá byggð- inni við Mývatn, sem ásamt skólpi er leitt í rot- þrær, sem eru svo ófullkomnar að menn telja að| viðbjóðurinn renni svotil beint í vatnið og rotni þar. í þriðja lagi hefur mælst mikil aukning á nitrati og fosfór í grunnvatninu. Afleiðingarnar af allri þessari mengun eru m.a. taldar vera: 1) Við það að skolp, hreinsiefni, nitrat og fos- fór komast útí vatnið, verður óeðlilega mikil rotnun í því, sem veldur súrefnisskorti. 2) Mýið hverfur. „Það er hugsanlegt að þessi lífrænu efni sem komast út í vatnið hafi orsakað þessar stórfelldu breytingar á þörungalífinu og þarmeð orðið til þess að hrun hefur orðið í mý- stofninum," sagði Þóroddur Þóroddsson for- stöðumaður rannsóknarstöðvarinnar við Mý- ; vatn í samtali við Þjóðviljann. 3) Silungurinn sem er í vatninu fær ekki lengur fæðu, súrefnisskortur og önnur mengun veldur því að mýið hverfur, silungurinn rýrnar og veslast upp. Silungsveiði hefur verið sérstak- lega slök í sumar, segja Mývetningar. 4) Andarurigadauði hefur verið gífurlega mik- ill undanfarin 3 ár og aðalvarptíminn í sumar kom afar illa út. Ástandið er verst hjá öndum sem lifa á vatninu sjálfu meðan þær sem byggja á Laxánni hafa sloppið. Verst er ástandið hjá duggönd, skúfönd og hrafnsönd. „Duggönd og skúfönd má segja að séu aðaltegundirnar á vatninu, svo þetta er tilfinnanlegt," segir Árni Einarsson hjá Líffræðistofnun Háskólans. Þá kemur í Ijós að í starfsleyfi Kísiliðjunnar, sem gefið er út af heilbrigðismálaráðuneytinu 1981, eru engin skilyrði sett um mengunar- varnir, sem varða frárennsli úrgangs frá verk- smiðjunni útí Mývatn. Hins vegar er vísað til sérstakra ákvæða sem sett verði. Ólafur Pét- ursson forstöðumaður mengunarvarna Hollust- uverndar ríkisins upplýsti við Þjóðviljann að þessi starfsleyfisákvæði hafi enn ekki verið sett. Þá er þess getið, að komi fram skaðleg áhrif á umhverfi verksmiðjunnar eða hætta, geti Heilbrigðiseftirlitið í samráði við Náttúruvernd- arráð og fleiri stofnanir lagt til við ráðherra að starfsleyfi verði endurskoðað. Forstöðumaður rannsóknastöðvarinnar við Mývatn upplýsir einnig að Náttúruverndarráð hafi krafist þess að komið yrði upp hreinsibún- aði við verksmiðjuna, en ekki hafi verið orðið við því. Sami maður telur einnig að brýnt sé að rannsaka til hlítar magnið af fosfór og nítrati í vatninu og rekur vaxandi magn eiturefnanna einnig til nábýlisins við Kísiliðjuna. Hvort sem dvalið er lengur eða skemur við þessar vísbendingar er hitt Ijóst, að ríkisstjórnin verður að grípa snarlega til ráðstafana til að vernda lífríkið við vatnið. Það verður að veita nægilega miklu fjármagni til rannsóknanna, svo að þær geti farið fram fljótt og vel. Enn fremur hlýtur að vera lágmarkskrafa að sá hreinsibún- aður sem Náttúruverndarráð krefst að verði settur upp við verksmiðjuna sé snarlega pant- aður. Og honum komið upp strax. í Ijós hefur komið að þær raddir efasemda og náttúruverndar sem alla tíð hafa verið sterkar í Mývatnssveit hafa haft alltof rétt fyrir sér. Var- færnin er aldrei nógu mikil þegar lífríki er raskað með verksmiðjurekstri á borð við Kísiliðjuna við Mývatn. Þjóðin þarf að læra af þessari reynslu og komast hjá fleiri slysum í sambýli okkar við þá náttúru sem aldrei verður fyllilega til verðs metin. -óg PJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritatjórnarfulltrúl: Öskar Guðmundsson. Fréttaatjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndlr: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir. Utllt og hönnun: Filip Franksson, Sváva Sigursveinsdóttir. Handrfta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrffstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Sfmavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkoyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverö á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Laugardagur 24. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.