Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 15
MENNING Fjórði Norrœni vefjarþríœringurinn: „My personal shadow“, frá 1985, eftir Þórdís Sigurðardóttir við verk sitt „Appelsínugulur morgunn". Kirsti Rantanen. Einstaklingarnir ráða ferðinni „Bunker", 1983, eftir Ane Henriksen. Nú líður senn að lokum Nor- ræna vefjarþríæringsins, en sýn- ingin hefur staðið frá byrjun mánaðarins að Kjarvalsstöðum, þar sem verkin hafa fyllt alla sali. Hér má líta 84 textílverk eftir nær sjö tugi listamanna frá öllum helstu þjóðum norrænum. (Að vísu saknar maður Færeyinga, Grænlendinga og Álandseyinga, ene.t.v. kemursá dagur er þessar þjóðir taka þátt í apparatinu sem fullgildir meðlimir.) Petta er fjórði þríæringur sinnar tegundar og samkvæmt venju er hann skipulagður af undirbúningshóp og dómnefnd sem í sitja fulltrúar frá öllum aðildarlöndunum. Eins og gengur og gerist eru fulltrúar landanna misjafnlega margir. Áberandi eru hve Noreg- ur og Finnland eiga marga full- trúa, eða 25 og 19, miðað við 11 frá Danmörku og einungis 8 frá Svíþjóð. íslendingar eiga fimm fulltrúa að þessu sinni. Þeir eru Hólmfríður Árnadóttir, Guðrún Marinósdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir, Sigurlaug Jóhannes- dóttir og Þórdís Sigurðardóttir sem tekur þátt í sýningunni með- an hún staldar hér við. Einn karlmaður Svo virðist sem aðeins einn karlmaður sýni í öllum þessum kvennafans. Það er Daninn Lars Jórgen Falkenberg sem hefur brotið ísinn og notar hæfileika sína til vefnaðar með góðum ár- angri. Það er satt að segja ein- kennilegt að ekki skuli fleiri karl- menn sýna hvað í þeim býr á þessu sviði, því ekkert er það við textíl sem gerir hann frekar að kvenlegri iðn en karlmannlegri. Reyndar er frægasta og mesta afrek norrænt á þessu sviði, hinn margslungni Bayeux-refill, trú- lega verk karlmanns. En trúlega verðum við að bíða enn um stund eftir að karlmenn taki við sér á þessu sviði, þó svo að þekkt nöfn á sviði vefnaðar úti í hinum stóra heimi bendi til að þar komi karlmenn að einhverju leyti nærri. Ekki verður þó séð á vef Falkenbergs að þar fari karla- komplex, ekki fremur en séð verði á „Bunker“, verki löndu hans Ane Henriksen, að þar fari ímynd kvenhugans. Annars koma Danir vel út úr sýningunni, mun betur en Svíar. Sýnist manni sem þeir hafi jafn- besta pródúktið og slái þar með Finnum og Norðmönnum við. Erfiðara er nú en áður að draga löndin í dilka, því einstaklings- framtakið nýtur sín ein- hvernveginn betur á þessari sýn- ingu en á fyrri þríæringum. E.t.v. Þessi minimalismi byggist á einföldum og sterkum frumform- um sem oft eru endurtekin á serí- alískan (raðlægan) hátt. í sumum tilfellum nær þessi einfaldleiki til- ætluðum árangri sökum persónu- legrar úttektar listamannsins, en alltof oft verður um að ræða áhrif sem manni finnst vera gömul og úr sér gengin. Kirsti Rantanen, Ane Henr- iksen og Bente Sætrang eru vef- arar og textíllistamenn þeir sem undirrituðum fannst að hefðu eitthvað sérstætt fram að færa, auk Þórdísar Sigurðardóttur frá Sámsstöðum sem bjó til „Appel- sínugulan morgunn“ úti á túni úr 6 metra háum bambus sem mynd- aði 8 metra kantstóran þríhyrn- ing með bómullarefni í 26 litum. HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf hefur frjálshyggjan margumtal- aða þrengt sér inn í herbúðir nor- rænna listamanna. Fyrir vikið gerir áhorfandinn meiri kröfur til einstakra listamanna óháð heildarblæ og þá kemur í ljós mis- jafn sauður í hinu marga fé. Minimalismi Þrátt fyrir það er ákveðinn heildarblær yfir sýningunni sem skapast af ákveðinni sameigin- legri leit að tjáningarformi. Engu er líkara en minimalisminn í höggmynda- og málaralist hafi nú loks þrengt sér inn í norræna vefj- arlist. Einhvern veginn finnst manni sem þar sé of seint í rassinn gripið, því þessi stefna sem setti svo mjög svip sinn á alþjóðlegt listalíf á öndverðum síðasta ára- tug er orðin dálítið þreytt í bili. Island Oft hef ég séð betra framlag frá íslendingum og ferskara. Það I skortir síst að verk fjórmenning- | anna séu ágætlega útfærð í sjálfu II sér, en einhvern veginn vantar snerpuna að þessu sinni. Það sem vantar er einfaldlega áræði og sprengikraftur. Raunar er það svo að dirfska er ekki aðalsmerki þessarar sýningar, en þó eru kröftug verk hér og þar í báðum sölum. Því miður eru þau ekki eftir íslensku þátttakendurna. Einna helst veðja ég á Guð- rúnu Marinósdóttur og „Form“ hennar; að þau muni segja mönnum eitthvað úti í heimi. Eg hef séð þetta áður hjá henni og finnst margt gott um slík vinnu- brögð. Hún þarf þó að útvíkka þá möguleika sem hún bryddar upp á og finna þeim verðugt fram- hald. Það er e.t.v. vandamál ís- lenskrar vefjarlistar í dag að framhald skortir of oft á góðar hugmyndir og þess vegna dagar þær uppi forpokaðar. Því er kom- inn tími fyrir íslenska veflistar- menn að blása í nýja herlúðra. 111 Fjöibrautaskólinn við Ármúla Nemendur komi í skólann mánudaginn 2. sept. milli kl. 13 og 15. Þá veröa afhentar stundaskrár og bókalistar gegn greiðslu kr. 1.000.- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. sept. Deildarstjórafundur verður þriðjudaginn 27. ágúst kl. 10. Kennarafundur verður mánudaginn 2. sept. kl. 9. Skóiameistari Ný flugstöð á Keflavíkurflugvelli Skoðunarferðir Almenningi er hér með boðið að skoða nýju flugstöðv- arbygginguna á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 24. ágúst og sunnudaginn 25. ágúst 1985. Langferðabifr- eiðar munu flytja gesti ókeypis frá bílastæði við versl- unina Hagkaup í Njarðvík frá 14.00 til kl. 17.30 báða dagana. Byggingarnefnd flugstöðvar á Kefiavíkurflugvelli Grundarfjörður Kennarar - kennarar Við Grunnskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði, eru lausar almennar kennarastöður. Leitað er eftir kennurum sem geta tekið að sér: kennslu yngri barna, kennslu forskólabarna, kennslu í líffræði, eðlisfræði, tón- mennt, og handmennt (hannyrðir). Húsnæði í boði (húsnæðisfríðindi), leikskóli á staðnum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-8619 eða 93-8802. Skólanefnd Bandalag kennarafélaga og Kennaraháskóli íslands efna til ráðstefnu um íslenska skólastefnu laugardaginn 31. ágúst kl. 9.00 til 17.00 að Borgartúni 6, Reykjavík. Erindi flytja: Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla íslands. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðu- neyti. Svanhildur Kaaber, formaður Bandalags kennarafé- laga. Dr. Wolfgang Edelstein, prófessor við Max Planck rannsóknarstofnunina í Vestur-Berlín. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu Kennaraháskólans í síma 91-686065 fyrir 28. ágúst. Ráðstefnan er öllum opin. Kennaranámskeið í skyndihjálp á Akureyri og í Reykjavík Rauði kross íslands heldur kennaranámskeið í skyndihjálp á Akureyri dagana 6.-16. september næstkomandi. Innritun og nánari upplýsingar í síma 96-24402 virka daga frá kl. 14-17 eða 91-26722 á venjulegum skrif- stofutíma. Rauði kross íslands heldur kennaranámskeið í skyndihjálp í kennslusal RKÍ, Nóatúni 21, Reykjavík dagana 23. september til 4. október næstkomandi. Innritun og nánari upplýsingar í síma 91 -26722 á skrif- stofutíma. Rauði kross íslands Laugardagur 2-*. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.