Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Blaðsíða 7
HEIMURINN Suður-Afríka Ganga til Mandela Ólögleg kröfuganga að Pollsmoor-fangelsi í nœstu viku. Sex látnirí viðbót Johannesburg - Einn leiðtoga blökkumanna í Suður-Afríku tilkynnti í gær að á miðvikudag í næstu viku yrði farin kröfu- ganga að fangelsi Nelsons Mandeia í Pollsmoor nálægt Höfðaborg. Hann sagði að gangan yrði friðsamleg og skoraði á stjórnvöld að efna ekki til átaka með því að reyna Happdrætti 560 milljónir á þrjá miða New York - íslensku happ- drættin hrósa sér af vænum vinningum en hætt er við að viningshöfum í fylkishapp- drættinu í New York þætti lítið til koma:- hæsti vinningurinn í öflugasta happdræti sögunnar skiptist í gær á þrjá miða og koma tæplega 575 milijónir ís- lenskra króna í hlut hvers Þriggja. Happspilið er í „lótó“-formi þarsem þátttakendur velja sér af handahófi tölur og er vinnings- töluröðin síðan ákveðin með sér- stökum drætti. Sá, (eða þeir) sem hefur tölurnar réttar fær síðan all- an vinnings-„pottinn“ í sinn hlut. Einn af vinningsmiðum í drættinum í gær var sameign 21 starfsmanna í prentsmiðju: hver hafði keypt miða fyrir einn dal og skyldu þeir deila ágóða ef einhver yrði. Vinningshafarnir mættu ekki í vinnuna í gær en voru að sögn í sjöunda himni.Allir nema einn innflytjendur, og fá hérmeð ameríska drauminn beint í æð. REUTER Umsjón: MÖRÐUR ÁRNASON Petta líka... að stöðva göngumenn. Kröfu- göngur eru bannaðar í landinu ásamt öðrum pólitískum sam- komum blökkumanna. „Við höfum þegar krafist þess með orðum að Mandela verði látinn laus, - á miðvikudaginn krefjumst við þess með fótun- um,” sagði Alan Boesak við blað- tunenn þegar hann tilkynnti um gönguna. Boesak er formaður Alþjóðaráðs mótmælendakirkna og einn af leiðtogum Sameinuðu lýðræðisfylkingarinnar, UDF, tveggja ára bandalags fjölmargra samtaka gegn aðskilnaðarstefn- unni í landinu. Nelson Mandela er leiðtogi Afríska þjóðarráðsins sem er bannað í Suður-Afríku og berst gegn stjóminni með vopnavaldi. Hann hefur verið í haldi í 23 ár og Moskva/Washington - Formleg mótmæli hafa fari milli ríkis- stjórna Sovétríkjanna og Bandaríkjanna vegna njósna- duftsins sem hinir síðar- nefndu segja stráð á sendi- ráðsmenn sína í Moskvu til njósna. Kremlarmenn bregðast við illa, neita öllu duftstali og segja Túnis/Kairó - Mikil spenna ríkir nú á landamærum Túnis og Lí- banon. Túnismenn segja að Gaddafi Líbíuleiðtogi hafi hót- að að beita valdi eftir að 283 líbíumenn voru reknir úr landi. Nýlega ákváðu líbísk stjórnvöld að reka úr landi um 30 þúsund verkamenn frá Túnis og um 100 þúsund egypska verka- hinni. Þetta þykja ein skástu sam- skipti ríkjanna um langt skeið. ...Kólumbískir kókaínfurstar hafa flúið lögregluaðför í heimalandinu og lagt undir sig strjáibýlt land- svæði í norðurhluta Perú. Perúher er kominn á staðinn. hefur nýlega hafnað því boði Bot- ha forseta að láta hann lausan gegn loforði um að taka ekki upp vopn. Sex létust í Norður-Aliwal á Höfða í fyrrinótt þegar lögregla skaut að mannfjölda í óeirðum. Lögregla beitti auk skotvopna gúmmíkúlubyssum og táragasi, mannfjöldinn steinum og mólót- offkokteilum. Yfir 630 hafa nú farist síðan óeirðaaldan hófst fyrir rúmu hálfu öðru ári. í Soweto fór lögregla um og handtók nemendur sem ekki höfðu mætt í skóla, - 500 í gær og 300 í fyrradag. Þeim var sleppt aftur eftir yfírheyrslur. Um þúsund manns eru í haldi án ákæru samkvæmt neyðarlög- unum. Alls hafa yfír 2200 verið handteknir síðan lögin voru sett. málið tilbúning í því skyni að undirbúa slúðurherferð gegn So- vét áður en leiðtogamir Reagan og Gorbatsjoff hittast í Genf í nóvember. Þessu neita grafalvar- legir ráðuneytismenn í Washing- ton og segjast fyrst og fremst vera að hugsa um heilsufar starfsliðs síns. Njósnaduftið er að sögn stökkbreytiefni og kynni að valda krabbameini. menn, að sögn til að verða sjálf- bjarga um vinnuafl, og hefur síð- an verið enn stirðara milli Líbíu og grannríkjanna. Mubarak Egyptalandsforseti segir að ástæðan sé sú að Líbía sé að verða gjaldþrota og sakar Gaddafí um að reyna að snúa efnahagskreppu sinni í pólitíska kreppu. Túnismenn segja að Gaddafí sé með brottvísununum að reyna að grafa undan stjórn- inni í landinu. í Líbíu hafa unnið hundruð þúsunda erlendra verkamanna við ýmiskonar framkvæmdir kostaðar af olíusölu sem nú er ekki sami gróðavegur og áður. Njósnaduftið Sovétmenn hundfulir Líbía - Túnis Spenna á landamærum Gagn-gagnnjósnir Kominn yfir múrinn Tiedge biður um hœli sem pólitískur flótta- maðuríDDR Bonn/Berlín - Austurþýsk yfir- vöid tilkynntu í gær að Hans Joachim Tiedge deitdarstjóri í vesturþýsku gagnnjósna- stofnuninni hefði beðið um hæli í Austur-Þýskalandi sem pólitískur flóttamaður. í Bonn er talið að upp sé komið skæð- asta njósnamál í aldarfjórð- ung. Ekki er enn ljóst hvort Tiedge var að koma inn úr kuldanum eða fór austur fyrir múr af einhvers- konar persónulegum ástæðum, en skaðinn er samur að sögn vest- urþýska embættismanna. Tiedge var yfirmaður þeirrar deildar sem sér um að fást við austurþýska njósnara og hafði starfað við stofnunina í 19 ár. Þriggja annarra meintra njósn- ara er saknað og taldir vera komnir austurum. Þeir eru Sonja Lúneburg ráðgjafi Martin Bangemanns efnahagsmálaráð- herra, Ursula Richter starfsmað- ur samtaka flóttamanna frá svæð- um sem sovétmenn og pólverjar lögðu undir sig eftir heimsstyrj- öldina síðari, en þau samtök eru nátengd Kohl kanslara, og Lor- enz Betzing sem vann í drei- fingarstöð hersins og þaráður meðal annars við að grafa kjar- norkuskýli sem vesturþýska stjórnin ætlar sér að nota í styrj- öld. Dagblöð í Austur-Berlín sögðu frá þvx í dag að á síðasta hálfu öðru ári hafi komist upp um 168 vesturþýska njósnara í DDR, og líta menn vestanmegin svo á að þessar fréttir séu sagðar í tengsl- um við njósnamálið í Bonn. Málið er talið áfali fyrir stjórn- ina í Bonn og rifja vesturþýskir fjölmiðlar óspart upp njósnaferil Gúnther Guillaume sem varð ráðgjafi Willy Brandts kanslara. Brandt sagði af sér árið 1974 af þeim njósnasökum. Flugslys 1511 dánir á árinu London - Eftir flugslysið í Manchester í gær er tala lát- inna í flugslysum á árinu kom- in í 1511. Samkvæmt bresku flugtímariti eru helstu flugslysin þessi: 1. janúar - Boeing 727 (Eastern Airlines) í fjöllum Bólivíu, 29 lét- ust; 19. febrúar - Boeing 727 (Iberia) í Bilbao, Spáni, 148 létust; 23. j úní - Boeing 747 (Air India) í Atlantshafi, 329 létust; 2. ágúst -Tristar (Delta Airlines) í Dallas, Texas, Bandaríkjunum, 133 létust; 12. ágúst - Boeing 747 (Japan Airlines) nærri Tókíó, 520 létust; 22. ágúst - Boeing 737 (British Airtours) í Manchester, 54 létust. í fyrra dóu „aðeins” 450 í flug- slysum. ...Ungverskt dagblað sagði í gær nauðsyn á bættum samskiptum landsins við Rúmeníu, og taldi æskilegt að ungverska þjóðar- brotið í Rúmeníu og það rúmenska í Ungó væru einskonar menning- arlegur milliður í samskiptum landanna. Ungverjar telja farið illa með frændur sína handan landamæranna en á það er yfirleitt ekki minnst opinberlega í Ungó til að spilla ekki tengslum ríkjanna. ...Konu var vikið úr kviðdómi í Nor- egi í gær. Konan segist vera miðill og þótti ekki mjög traustvekjandi í kviðdómnum þegar hún lýsti því yfir að hún hefði þegar tekið ákvörðun, - hafði nefnilega „séð“ glæpinn framinn. Fyrir réttinum var klögumál manns sem eyrað var skorið af í ölteiti. ...Þýskur þjófur gaf sig fram við lögreglu í gær. Hann hafði þrifið með sér Ijósmyndavélar og annað lauslegt úr Ijósmyndabúð, en áður látið taka af sér tvær passamyndir og gætti þess ekki að taka þær með. Lögga í Frankfurt sagði að þetta væri örugglega vitlausasti þjófur sem hún hefði kynnst. ...Fulltrúar ríkisstjórna Kóreuríkj- anna hafa ákveðið að leyfa um þúsund manns úr hvorri Kóreunni að heimsækja fjölskyldur sínar í ...í gær var samkvæmt öllum listar- innar reglum endurháð orrustan við Bosworth í Leicesterhire í Eng- tandi. Þar börðust árið 1485 herir Henry Túdors og Ríkarðs þriðja, og var það lokaorrustan í Rósa- stríðunum svokölluðu. í leikriti sínu um Ríkarð lætur Shakespeare orrustuna enda með því að Rík- harður býður falt konungdæmi sitt fyrir hross. ...Brúðgumi nokkur í Nýja-Sjálandi vildi ekki hefja búskapinn með tvær hendur tómar, gekk því inná pósthús tveim stundum fyrir brull- aup og rændi umþaðbil 50 þúsund íslenskum. Hinsvegar vildi brúð- urin ekkert með hann hafa þegar hún frétti á hvaða hátt hann skaff- aði og vinurinn situr nú inni dæmdur til að minnsta kosti tveggja ára bakvið rimlana. ...Þegar verið var að grafa fyrir frá- rennsli í þorpi einu í Andesfjöllum nýlega komu grafarar niður á mannvistarieifar sem talið er aö séu frá því árið 1000 fyrir okkar tímatal. Leirkofar, leifar af fötum og bein eru meðal þess sem fannst. Þessi fornleifafundur er ekki langt frá hinni fornu háborg Inkaríkisins, Machu Picchu í suðurhluta Perú. Afmœli Sungið glatt um Xiaoping Deng Xiaoping hefur einn um áttrætt: kínamenn valhoppa syngjandi á gulibrúm yfir lótuslæki sósíalismans. Peking - Kínverski leiðtoginn Deng Xiaoping er 81 árs í dag. Deng tók við helstu völdum 1979 í ríkinu í mið- ið, og hefur síðan meðal annars leitast við að kveða niður persónudýrkun sem áður var landlæg kringum formennina Mao Tsetung og arftakann Hua Guofeng. Ánægja þjóðarinnar yfir núverandi oddvita sínum brýst þó fram á ýmsan hátt - og í gær birti kínverskt dagblað ljóð við afmælislag dagsins. Hljóðar sá texti svo í lauslegri snörun: Þau bros sem eittsinn brustu eru vöknuð og brúnum augna lyftum ég og þú, og höft af fótum reyrðum eru röknuð á rás er tekið eftir gullinbrú frá öllum brjóstum ómar, - laus við söknuð, áður kœfður gleðisöngur dæll: Heill þér Sjáping, Sjáping komdu sœll Heill þér Sjáping, Sjáping komdu sœll Laugardagur 24. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.