Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 2
FLOSI af loftorrustunni á Kjarvalsstöðum (dag ætla ég aö skrifa um það sem efst er á baugi og hæst ber í heimi lista. Og hvaö skyldi það nú vera????.... Rétt til getið. LOFTIÐ Á KJARVALSSTÖÐUM. Nú þykir við hæfi að hefja þessar hugleið- ingar á lítilli dæmisögu úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. „Einu sinni fóru Bakkabræður að byggja sér húskofa. Er ekki annars getið en allt gengi vel með tóftina. En nú átti að fara að refta; er þá ásinn rafta fyrstur. Nú taka þeir ásinn og fara með hann að dyrunum, láta hann þversum fyrir dyrnar og ætla hönum þar inn að ganga; reyna þeir á alla vega að koma honum gegnum dyrn- ar, en það gengur ekki hvört sem þeir reyna þversum, í skakkhorn, eða reisa ásinn upp, en aldrei kom þeim til hugar að bera endann að dyrunum. Loks kemur til þeirra maður og spur hvað þeir séu að gera. Þeir segjast vera ráða- lausir með að koma húsásnum inn. Hann býðst til að hjálpa þeim fyrir kaup; þeir ganga að því. Tekur hann þá ásinn og leggur á stafna eins og venja er til. Nú gengur þeim vel að refta húsið og þekja, en þá er sá ókostur við að koldimmt er í húsinu. Þetta þókti þeim slæmt og vissu ekki hvörnig úr skyldi ráða. Þá segir einn þeirra: „Gísli, Eiríkur, Helgi, ég sé ráð viö þessu, Sækjum okkur sorp- trog heim og berum myrkrið út og sólskinið inn í staðinn.” Gera þeir nú svo; gekk svo lengi dags að ekki birti í húsinu. Kom þá maður og spurði hvað þeir væru að gera; þeir segja hönum eins og var. Bauðst hann þá til, fyrir kaup, að koma birtu inní húsið; taka þeir því þakksamlega. Sker hann þá glugga á húsið; kom þá í það nægileg birta.” Mesta loftorrusta veraldarsögunnar er tví- mælalaust orrustan um Bretland, sem háð var síðari hluta árs 1940 og lauk, að því er oss var kennt, með sigri Breta 1941. Um þessa loftorr- ustu sagði Winston Churchill í frægri ræðu: „Aldrei fyrr í veraldarsögunni hafa eins margir átt svo fáum jafnmikið að þakka”. Nú hefur verið blásið til mestu loftorrustu í sögu íslands, og er það orrustan um loftið í aðalsýningarsal Kjarvalsstaða. Það er upphaf þessa máls að fyrir ailmörgum árum festi Reykjavíkurborg kaup á jörðinni Klömbrum inn við Rauðará og var fljótlega eftir kaupin afráðið að reisa á Klambratúninu veg- legt myndlistarhús fyrir málara og unnendur þeirra. Ekki er annars getið en vel gengi með tóftina eins og áður í sögu íslenskrar byggingar- listar, en þegar búið var að refta húsið varð mönnum Ijóst að ekkert hafði lærst af reynslu Bakkabræðra og hefði þurft að bera dagsbirt- una inn í fötum eins og forðum á Bakka, ef ekki hefði viljað svo vel til að rafurmagnið var fundið upp í millitíðinni og hægt að veita birtunni inn í sýningarsalina eftir leiðslum líkt og farið er að gera með vatn. Þarna reis svo hámenningarleg háborg ís- lenskrar myndlistar á háum hóli í Klambratúninu og til að undirstrika að hér væri risin há-menn- ingarleg „há”-borg var höllin höfð eins og bók- stafurinn „H” í laginu, þ.e.a.s. séð úr lopti. í vitund Reykvíkinga var Klambratúnið og Klambrar hluti af litlu bæjarsamfélagi sem sumum þótti vænt um og þá ekki síst gamlar, fallegar nafngiftir einsog „Klambrar og Klambratún”. Hinsvegar þótti borgaryfirvöldum ekki á það hættandi að kalla háborgina Klam- bra, „slíkt gæti vakið aðhlátur,” eins og einn fulltrúinn sagði. Eftir miklar vangaveltur var byggingin svo nefnd Kjarvalsstaðir. Næst var að finna Klambratúninu nafn við hæfi og nú voru til kvaddir nokkrir mætir ís- lenskufræðingar með fjörugt ímyndunarafl. Eftir miklar vangaveltur og heilabrot duttu þeir niður á lausnina, einsog fyrir guðlega forsjón. „MIKLATÚN”. Svo var Klambratúnið skírt Miklatún við hátíð- lega athöfn og myndastyttu af Einari Ben með hörpu á bakinu komið fyrir í túnfætinum; að vísu ekki slaghörpu, bara venjulega hörpu. Þegar öll þessi umsvif voru um garð gengin, sagði einhver, sem þótti vænt um gamla bæinn sinn, Reykjavík: „Aldrei í sögu Reykjavíkur hafa eins margir átt svo fáum jafn lítið að þakka.” Nú hefur semsagt dregið til tíðinda í háborg- inni að Kjarvalsstöðum og það útaf því hvernig húsið er reft og þakið. Hönnuður hússins hefur í lofti aðalsýningar- salarins skapað heilsteypt listaverk og hafnað dagsbirtunni, en örar framfarir í tækni og vís- indum stuðla að því að ekki þarf að bera Ijósið inn í skjólum, einsog á dögum Bakkabræðra. Segja má að loftskreytingar í viðhafnarsölum sé ekki algert nýnæmi í sögu mannsandans, og má í því sambandi nefna Mikael Angelo og marga fleiri. Það fjaðrafok sem þessi loftskreyt- ing hefur valdið vekur því nokkra furðu. Menn ættu að hafa það hugfast að loftið dregur athygl- ina frá vondum málverkum, sem stundum hanga á veggjunum, og er það mat vitrustu manna að ófáar málverkasýningar á Kjarvals- stöðum hafi í gegnum tíðina öðlast gildi fyrir tilvist loftsins. í loftorrustunni á Kjarvalsstöðum kváðu menn ýmist með eða á móti loftinu. Einarðasti stuðningsmaður loftsins er að sjálfsögðu höfundur þess, en öflugasti and- stæðingurinn ekkja Picassos, sem óttast það einsog heitan eldinn að myndir fyrrverandi eiginmanns síns falli í skuggann af ornamentum hvelfingarinnar, ef myndir Picassos verða - eins og til stendur - hengdar á veggina undir loftinu á Kjarvalsstöðum. Forstöðumaður Kjarvalsstaða, sem kvað list- fróður í hófi, mun vera hlutlaus í málinu eins og við var að búast, en aðal listfræðingur stofn- unarinnar mun láta sér það í léttu rúmi liggja, hvort loftið er eða fer og er víst þeirrar skoðunar, eins og margir fleiri, að það sé fyrst og fremst andrúmsloftið á Kjarvalsstöðum, sem þurfi að breytast. Fallit blaðaveröld íslensk dagblöð eru alltaf á hausnum og sagt er að Einar Karl Haraldsson, fyrrum rit- stjóri Þjóðviljans hafi fengið hið nýja ritstjórastarf sitt hjá Nordisk Kontakt fyrst og fremst vegna þess að hann hafi rekið um langt skeiö eitt traustasta tapfyrirtæki lands- ins, þ.e. „blaðið okkar“. HP er um þessar mundir aö reyna að bæta eigin stöðu með því að selja Rolf Johansen hlutabréf í sjálfu sér, og sagan hermir að Rolf hafi keypt með semingi, þar sem hann hafi veriöaðbíða eftir hlutabréfa- útboöi í Þjóðviljanum, sem hann hefur ágirnst um langan aldur! NT er þó það blaðanna sem verst er statt, og alla síðustu viku voru haldnir daglegir kreppufundir í stjórninni. Ein- ar Birnir, hinn eiginlegi stjórnandi NT, mun nú vera orðinn svartsýnn á framtíð blaðsins, sérílagi þar sem við stjórnvöl SÍS eru að taka menn einsog Guðjón B. Ól- afsson, sem eru ekki þeirrar skoðunar að tapið á NT eigi að greiðast af SIS. Innan tíðar er því líklegt að sitthvað fróð- legt heyrist af væntanlegum breytingum á blaðinu, sem virðast engan enda ætla aö taka... ■ Kostar ekkíi neitt Aðal DV og það sem látiðhet- ur verið ganga fyrir öllu, eru smáauglýsingarnar. Sú gull- gista hefur reynst blaðinu drjúg í gegnum árin og eig- endur þess ekki þurft að óttast samkeppni á þeim markaði eftir að keppinautarnir hlupu í eina sæng hér um áriö. En nú mega menn fara að vara sig. Á næstum dögum veröur nýtt blað á götum borg- arinnar sem ber heitið Sölu- blaðið. I því eiga að birtast smáauglýsingar og aftur smá- auglýsingar og það sem meira er: auglýsendum að kostnaðarlausu. Á sama tíma og DV auglýsir sína þjónustu með slagorðun- um: Þú hringir, við birtum, það ber árangur, þá auglýsir Sölu- blaðið: Þú hringir, við birtum, það kostar ekki neitt.B Sveinn hræddur Síðasta sumar var mikið fár í fjölmiðlum út af fádæma yfir- gangi forstjóra SVR, Sveinl Björnssyni, sem rak einn starfsmanna sinna, Magnús H. Skarphéðinsson, án þess að geta gefið nokkrar hald- bærar skýringar. Hin eigin- lega skýring var hins vegar sú, að Magnús hafði gagnrýnt SVR og Svein sérstaklega fyrir margt sem aflaga fór í fari beggja, og Sveinn vildi því losna við hann. Forstjórinn fékk að vísu stuðning úr ótrú- legustu áttum, og þrátt fyrir miklar umræður- meðal ann- ars hélt Alþýðubandalagið fé- lagsfund til að ræða málið - stóð uppsögnin. Nú hefur hins vegar heyrst, að Kvennafram- boðið, sem stóð með Magn- úsi í málinu, sé alvarlega að íhuga að skipa Magnús, sem hefur góða þekkingu á mál- efnum Strætó, sem fulltrúa sinn í stjórn SVR. Sveinn Björnsson hefur þegar haft veður af þessum umræðum og einsog einn vagnstjóri hjá Strætó sagði: „Nú skelfur músarhjartað!“B íslenski hesturinn er nú þegar vel kynntur í Evrópu, en nú er frægð hans líka flogin til Am- eríku. Amerískir laxveiðimenn sem hingað hafa komið og þurft að klöngrast leiðar sinn- ar um hálendið á hinu ís- lenska essi hafa fyllst mikilli hrifningu á fótfimi þess og haft uppi miklar lofgjörðir um þarf- asta þjóninn á heimaslóðum fyrir Vestan. Einn þeirra sem heyrði af þessum frægðar- sögum var miljónarmæringur- inn Dan Stutt, sem hafði litlar vöflur á en kom hingað í apríl síðastliðnum og keypti á einu bretti 24 hross! Dan býr í New York og hjá fyrirtækjum hans munu samtals vinna um fjöru- tíu þúsund manns, og karl mun því hafa rúm auraráð og greiddi víst bærilega fyrir ket- ið. Allir hestarnir eru gelding- ar, og fyrr í sumar voru þeir sex fyrstu fluttir utan. Með þeim fór góðkunnur tamn- ingamaður og járnari, Jó- hann G. Jóhannsson, sem sér um þjálfun þeirra á bú- garði Dans. Um þessi mán- aðamót munu hinir hestarnir svo fylgja í kjölfarið og með þeim fer Ragnar Hinriksson tamningameistari. Dan Stutt fyrirhugar að sýna essin á góðgerðarsýningum og end- urselja. Gangi vel er allt útlit fyrir að nýr markaður sé að opnast...B Kanar kaupa hross 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.