Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 9
Otrúlega poppuð popplög Það er mikið á seyði hjá hljómsveitinni Kukl um þessar mundir. Fyrr í sumar sló hún í gegn á Roskilde-hátíðinni í Danmörku. í næstamánuði kemur út ný LP-plata frá hljómsveitini sem heitir „The Naughty Nought“ og er gefin út hjá enska Crass-merkinu. Um svipað leyti heldur Kuklið í aðra Evrópureisu sína og mun spila á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Sviss, Hollandi ogjafnvel víðar. Síðasten ekki síst er Kukl farið að vinna með Megasi og gefstfólki kostur á að heyra afrakstur þeirrarsamvinnu átvennum tónleikum í Gamla bíói um næstu helgi, 6. og 7. sept- ember. Megas hefur heldur ekki setið auðum höndum upp á síðkastið því að hann er nýbúinn að vera á hljómleikaferð hringinn í kring- um landið, Ég hitti Megas og nokkra Kuklara að máli til að spyrjast fyrir um þetta samkrull og ýmislegt fleira. Talið barst fyrst að nýju plötu Kuklsins. „Við höfum haldið þeirri stefnu að vera með átta valin- kunn lög á hverri plötu. Þessi nýja plata er gjörólík þeirri fyrri, bæði hvað lögin, heildarstrúktúr- inn og hljóminn varðar. Einna mest er þó byltingin í hljóminum. Hljóðblöndunin er gjörólík enda þótt músikin sé áfram í hinum eina og sanna Kukl-anda. Penny Rimbaud (trommuleikari Crass) stjórnaði upptökunni í samvinnu við okkur og hann sá algjörlega um hljóðblöndunina. Þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum á þennan hátt með upptökustjóra. Þar sem við tökum öll mikinn þátt í músikinni er gott að fá ein- hvern utanaðkomandi sem mixar svo að við séum ekki öll með puttana í þessu í einu. Penny hef- ur góða yfirsýn yfir þetta efni okkar. It takes a Penny to make a pound.“ Núll- heimspekl Hvað er fólgið í þessu nafni á plötunni, The Naughty Nought? „Stafir. Orðaleikur íhuganum. Kannski verður undirtitillinn „Holidays in Europe". Naughty Nought er núllta núllið, núll í núllta, 0°. Það eina sem virkar á núll er núll þannig að núll er ekki tala. Núll í núllta er einn, sköpun úr tóminu. Núllið er uppspretta logaritma sem er grundvöllur allrar hreyfingar. Við erum búin að redúsera heimsmyndina niður í eitt núll, tómið. í dag eru allir að rembast við að vera eitthvað meira en núll, að vera ekki núll og nix. Við sættum okkur hins vegar alveg fullkomlega við að vera núll því að það er heimurinn okkar. í dag þekkist einstakling- urinn af nafnnúmeri og er með- höndlaður sem tala og óbreytan- leg staðreynd. En ef við skoðum einstaklinginn sem núll þá bend- um við á að hann hefur óendan- lega möguleika til sköpunar. Um leið og einstaklingurinn fer að skynja sig sem heild tekur hann örlög sín í eigin hendur. Öll lögin á plötunni hafa ein- hvern vott af þessu í sér. Eitt lagið ætluðum við að kalla Núll en þá var okkur bent á að á ara- Kuklan Kuklan & Urdan Bíttan Ijúka upp leyndar- dómum núllheim- spekinnar, sœd-realismans og kampalampanna bísku er orðið fyrir núil zaro og þaðan er komið enska orðið zero. En eins og kunnugt er voru arab- arnir alltaf heilir á sönsum, komu með mikla menningu til Evrópu, kenndu okkur t.d. að reikna. Zaro þýðir líka sæði. Þetta lýsir vel kjarnanum í Naughty No- ught, sæði, sköpun úr engu. Því má bæta við að það er arabi sem syngur í þessu lagi, J amil Sairah. “ Guðlaugur: „Ég er að skrifa handbók í stærðfræði fyrir fram- haldsskóla þar sem gengið er út frá núll-heimspekinni. Ég er bú- inn að redúsera alla stærðfræði niður í núllið sem gerir hana mjög einfalda og symmetríska." Einar Örn: „Það þarf bara að gera núll-sjónvarps- og útvarps- þætti. Ég hef ákveðnar hugmynd- ir um þá. Þeir verða geysilega fjörugir. Síðan koma núll-bækur, núll-sælgæti og núll-föt, núll- vörur sem sagt. Þegar ég er kom- inn í núll-veröldina mína kostar Texti: Árni Óskarsson ekkert ekkert. Þá kostar eitthvað ekkert. Þar með eru þetta orðnar núllvörur og þá verður nóg af öilu. Eignarrétturinn verður samt áfram í fullu gildi því að það eiga allir allt sem þeir vilja eiga.“ Uppskeru- hátíð Á þessu ári hafið þið spilað á tveimur stórum tónlistarhátíðum úti í heimi, fyrst í Hammersmith Palais í London með Pysychic T.V. og fleirum og síðan á Roskilde-hátíðinni. Hver var reynsla ykkar af því? „Evróputúrinn okkar í fyrra var óplægður akur en þessir kons- ertar uppskeruhátíð eftir hann. Þarna sáum við árangurinn af ferðinni okkar í fyrra. Við upp- götvuðum það á þeirri mínútu sem við byrjuðum að spila að við áttum þúsundir aðdáenda. Það var stórfurðulegt. Þetta var eins og stjórnmálafundur, fólk mætti þarna með Kukl-borða og -flögg. Sumir kölluðu nöfnin okkar og aðrir sungu með.“ Þar ó ég heima Megas, þú ert búin að gera víð- reist hérna innanlands. Hvernig var hringferðin? „Þetta var frábær túr. Þegar maður sér fólkið sem kemur finn- ur maður vel hvað maður stendur föstum fótum í hefðinni. Maður sér fólk söngla með, veðurbarið og gráhært, með barnabörnin á hné sér, þrýstandi eyrunum fram svo að þau missi ekki af nokkurri hendingu. Ég er mjög hamingju- samur með þessa hringferð og hún var orðin tímabær. Fyrir utan þessa hringferð er ég búinn að fara á Vestfirði, í Atlavík, Húna- ver, Bíldudal og Hrísey.“ Komu þessar viðtökur þér á óvart? „Það mundi hæfa að segja að þessar viðtökur hafi komið mér afskaplega mikið á óvart. En innst inni átti ég von á því að þetta mundi gerast. Löngu áður en þessi hljómleikaferð hófst var ég byrjaður að syngja: hjá yður, þingeyingar, þúfnabanar, þar finn ég loks að á ég heima. Það er með þennan túr eins og guðspjöllin sem eru uppfylling á því sem spáð var í Gamla testa- mentinu." Hver voru tildrög þess að Megas og Kukl ákváðu að leiða saman hesta sína? Birgir: „Gagnkvæm ást.“ Einar Örn: „Það byrjaði á því þegar ég spurði þig í Félagsstofn- un 1981 hvort ég ætti að kalla þig Magnús eða Megas. Og þú svar- aðir: „Hvort heldur þér þykir betra.“ Svo ég kallaði þig bara Þránd.“ Svo var það hann Páll B. B. sem sagði: „Hvernig væri það að Kukl og Megas ynnu einn konsert?" Þetta er mjög rökrétt eins og allt sem við gerum. Fólkið í Kukl byrjaði að hugsa um músik í kringum 1980 nema Gulli sem var byrjaður fyrr. Síðan er Kukl uppstokkun eftir nýbylgjuna. Og Megas er ennþá útvörður útúr- stefnumannanna, útherji fram- herjanna. Hvað er réttara en að þessir tveir pólar leiði saman skaut sín? Við ræðum ekki hér hver er plúsinn og hver er mínus- inn. Við Kuklarar erum með öðru- vísi vinnubrögð í þessari sam- vinnu en áður sem við vildum prófa. Þetta er svolítið léttara en áður, gengur hraðara fyrir sig. Hingað til höfum við iðulega ver- ið marga mánuði að fullhæfa sama lagið. Megas er að kenna okkur að blúsa. Það hafa bara tveir í Kukli blúsað áður. Kukl er fyrst núna að skynja grundvöllinn í þeirri músik sem við höfum ver- ið að spila. Við erum í kennslu- stund hjá Megasi og hann er í kennslustund hjá okkur.“ Að hvaða leyti er þetta sam- starf ólíkt því sem þú hefur áður fengist við, Megas? „Það liggur aðrJIega í vinnu- brögðunum. Áður samdi ég líne- ar ballöður. Núna reyni ég að láta grunninn að lögunum gusast út í einni bunu án þess að rökhugsun þvælist fyrir, svo vinnum við þetta í sameiningu. Oft er það bara textahrynjandi sem lagt er út af. Síðan kemur Sigtryggur með trommurnar og þvínæst bassi, gítar og hljómborð. Tex- tarnir sem við vinnum upp eru gerðir í anda sæd-realisma. Þetta er tímalaus veruleikakokkteill." Einar Örn: „Samanber yfir- skrift tónleikanna: Sjáðu hað ég sé. Undirtitillinn er svo: Allt á að seljast." Allir: „Þegar Megas kemur til okkar og við til hans kemur upp þessi möguleiki að það eru komn- ir þrír söngvarar, SAVOK. Það opnar milljón dyr svo ekki sé meira sagt. Það gefur möguleika á að hrinda í framkvæmd ótrú- lega poppuðum popplögum. Það býður upp á sjónrænar kræsing- ar, Krás 2. Við verðum í skart- klæðum og það verður söngur og dans. Þetta verður eins konar N- Jörfagleði. Við erum sjö en spilum á milli okkar á tólf hljóðfæri sem þýðir að það er engin tónlistarstefna óhult fyrir okkur. Jafnvel Tobbi Túba fær ekki að liggja óhreyfður í gröf sinni. Við erum hvergi smeyk né banginn. Við spilum hreinræktaða popptónlist. Þetta verðuf ofsapopp, hin mesta skemmtun. Við rennum okkur upp og niður frumefni vinsældar- listanna. Við tökum eitt upphit- unargigg í Breiðholti á næstu dögum undir dulnefninu Kuklan Kuklan & Urdan Bíttan. Uppá- haldslitir okkar eru ljósbleikur og fölgrænn. Uppáhaldsmatur okk- ar er jarðarber og kampalampar, nema Bjarkar sem er meira fyrir ofnbakaða kindakæfu með che- erios. Þetta er gott samstarf sem á eftir að hafa varanleg áhrif. Þetta er söguleg stund.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.