Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 4
Ásta Arnardóttir. r ■F ¥ *-vtt ■ r Og hér er allur hópurinn samankominn á sviðinu. „Erum að skjóta Ijóninsem eftir eru“ 7 9 manno hópur frá Stúdentaleikhúsinu í mánaðar leikferð með Ekkó „Meö góöu samstarfi og aö- stoö fjöldamargra einstak- linga og stofnana hefurtekist að hrinda í framkvæmd þeirri hugmynd aö fara meö ung- lingasöngleik í landsferð. Þetta hefur kostað gífurlega vinnu nú þegar, og hún á eftir að verða enn meiri. En við erum bjartsýn og vinnum nú sem óðast að því að skjóta þau ljón sem eftir eru á veginum,“ sagði Andrés Sigurvinsson, leikstjóri sýningar Stúdentaleikhússins, Ekkó eða guðirnir ungu. 19 manna hópur frá leikhúsinu leggur land undir fót um þessar mundir og fer hringinn í kringum landið með viðkomu á 30 stöðum, þar sem verkið verður sýnt. Þetta er lengra og strangara leikferðalag en venja er og langt síðan hópur atvinnu- eða áhugaleikara hefur sýnt daglega í heilan mánuð víðs vegar um landið. Mörg bæjarfé- lög og sveitarstjórnir hafa lagt hópnum lið og aðstoð varðandi ferðir, húsnæði o.fl. „Við tökum fríin okkar í þetta og erum mjög spennt sagði einn leikaranna," Börkur Baldvinsson, þegar við hittum þá Andrés að máli. En um hvað er verkið? Andrés svarar: „Verkið byggir að nokkru leyti á gömlu goðsögninni um Ecco og Narcissus, en gerist í dag. Fjallað er um líf unglinga, samskipti þeirra við umhverfi, foreldra, vini og skóla. Þá er fjallað um fíkniefnaneyslu og aðrar freistingar sem á veginum verða, en verkið er hvorki kennsluleikrit né predikun.“ „Heldurðu að verkið höfði til unglinga?“ „Ég vona það. Við vorum með þrjá unglinga að horfa á æfingu í síðustu viku og þegar ég spurði einn þeirra hvort honum fyndist hann sjá í verkinu unglinga sem hann kannaðist við, benti hann á hina tvo áhorfendurna og sagði ,.Ég sá þá báða“. Mér fannst þetta lofa góðu.“ Ragnhildur Gísladóttir hefur samið tónlistina sem flutt er í verkinu, en hljómsveitina skipa þau Margrét Ornólfsdóttir, Jón Steinþórsson, Halldór Lárusson og Agúst Karlsson. Þýðingu verksins gerði Ólafur Haukur Símonarson, Karl Aspelund gerir leikmynd og búninga en Guðný B. Richards brúður, sem fara með hlutverk hinna fullorðnu. Atvinnuleikarar ljá brúðunum raddir sínar, en að öðru leyti eru þátttakendur áhugafólk sem allt hefur þó leikið áður. Þau heita: Ari Matthíasson, Börkur Bald- vinsson, Guðmundur Karl Friðjónsson, Arna Valsdóttir, Ásta Arnardóttir, Halla Helga- dóttir, Stefán Jónsson, Svan- björg Einarsdóttir, Einar Gunn- laugsson, Anna E. Borg og Soffía Karlsdóttir. Leikskrá sá Ólafur Sveinsson um. Forsýning á leikritinu var í Tónabæ síðastliðinn þriðjudag, en hin eiginlega frumsýning var á miðvikudaginn á Akranesi. Leikhópurinn sýndi síðan á Grundarfirði og í Stykkishólmi. í dag er sýning í Búðardal en hring- ferðinni lýkur á Laugarvatni 27. september. Þá verður verkið sýnt í Reykjavík og nágrenni. -þs Soffía Karlsdóttir. Arna'og Ari í hlutverkum Ekkó og Narsa. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.