Þjóðviljinn - 06.09.1985, Síða 15
ÍÞRÓTTIR
Grand Prix
Hagnast Einar á meiðslu
Marokkóbúans?
25 þúsund dollarar fyrir sigur í stiga-
keppninni. Sigur í Róm gefur tvöföld stig
á við önnur mót. Margir eiga möguleika
Meiðslin sem Marokkóbúinn
Said Aouita varð fyrir á frjáls-
íþróttamótinu í Rieti á Ítaiíu í
fyrrakvöld gætu reynst Einari
Vilhjálmssyni happadrjúg!
Aouita hefur forystu í stiga-
keppninni Grand Prix mótanna
fyrir stórmótið í Róm á morgun.
Sá sem stendur uppi með flest stig
samanlagt eftir það hlýtur 25 þús-
und dollara í verðlaun. Keppend-
ur fá helmingi fleiri stig fyrir ár-
angur sinn í Róm en á fyrri Grand
Prix mótum þannig að ef Aouita
getur ekki keppt eiga fjölmargir
íþróttamenn möguleika á að ná
efsta sætinu.
Einar Vilhjálmsson er meðal
þeirra en margir fleiri koma til
grema. Doug Padilla og Sydney
Maree, bandarísku langhlaupar-
arnir, eru næstir á eftir Aouita og
verða að teljast líklegastir til að
komast á toppinn. Stangar-
stökkvararnir frægu Sergei Bu-
bka frá Sovétríkjunum og Pierre /
Quinon frá Frakklandi eiga ein,n^
ig ágæta möguleika. yý
Það kemur ekki í ljós fýrr en í
fyrramálið hvort Aouita geti
keppt í Róm. Jafnvel þó hann
verði meðal keppenda er ekki ó-
líklegt að meiðslin muni há hon-
um. Með því að sigra í spjótkast-
inu gæti Éinar Vilhjálmsson því
tryggt sér sigur í stigakeppninni -
og þá að sjálfsögðu jafnframt í
spjótkastkeppni mótanna.
-VS/Reuter
England
Dregið í
mjólkurbikamum
Síðari leikirnir í 1. umferð enska
mjólkurbikarsins í knattspyrnu voru
leiknir nú í vikunni. Úrslit urðu þcssi,
samanlögð úrslit í svigum:
Bournemouth-Reading..........2-0 (5-1)
Blackpool-Preston N.E........1-3 (2-5)
Brentford-Cambridge..........2-0 (3-1)
Bristol City-Hereford........2-0 (3-5)
Bury-Burnley.................5-3 (6-5)
Carlisle-Crewe...............3-4 (6-7)
Chester-Tranmere.............0-0 (3-1)
Chesterfield-Bradford C......3-4 (5-6)
Crystal Palace-Charlton......1-1 (3-2)
Doncaster-NottsCounty........2-1( 2-2)
(Notts áfram á útimarki)
Exeter-Plymouth..............2-0 (3-2)
Gillingham-Southend..........2-0 (3-1)
Hartlepool-Derby.............2-0 (2-3)
Hull City-Halifax............3-0 (4-1)
Lincoln-York City............1-2 (2-4)
Middlesboro-Mansfield .......4-4 (4-6)
Millwall-Colchester..........4-1 (7-3)
Newport-Bristol Rovers.......1-0 (1-2)
Northampton-Peterborough.....2-0 (2-0)
Orient-Aldershot.............2-2' (5-3)
PortVale-Wigan...............2-0 (3-2)
Rochdale-Wrexham.............2-1 (2-5)
Sheff. Utd-Rotherham.........5-1 (8-2)
Scunthorpe-Darlington........frestað
Stockport-Bolton.............1-1 (2-5)
Italía
Stórliðin
sluppu
naumlega
Napólí úr leik
Itölsku meistararnir Verona og
Evrópumeistararnir Juventus
sluppu inní 16-liða úrslit ítölsku
bikarkeppninnar í knattspyrnu á
markatölu. Síðustu leikir forriðl-
anna voru leiknir í fyrrakvöld,
Juventus tapaði 1-0 fyrir Fiorent-
ina og Verona gerði jafntefli, 1-1,
við Pisa.
Eina stórliðið sem féll út var
Napólí, sem þó vann Lecce 2-0 í
fyrrakvöld. Diego Maradona
lagði upp bæði mörk liðsins. Tvö
lið úr 2. deild komust áfram á
kostnað Napólí.
Keppninni verður haldið
áfram næsta vor, eftir að deilda-
keppninni lýkur.
-VS/Reuter
Swansea-Carditf..............3-1 (4-3)
Swindon-Torquay..............2-2 (4-3)
Wolves-Walsall...............0-1 (1-2)
Það gcngur því enn illa hjá hinum
fornfrægu Wolves. Þrjú töp í fyrstu
fjórum leikjunum í 3. deild og falla á
heimavelli í mjólkurbikarnum.
Sigurliðin leika í 2. umfcrð og þar
koma til leiks 1. deildarliðin og 14
efstu liðin úr 2. deild í fyrra.
í gær var síðan dregið um hvaða lið
skyldu mætast í 2. umferð. Útkoman
varð þessi:
Exeter - Aston Villa
Wrexham - Stoke
Hereford - Arsenal
Sheff. Utd - Luton
Shrewsbury - Huddersfield
Leeds - Walsall
Crewe - Watford
Chester - Coventry
Gillingham - Portsmouth
Everton - Bournemouth
Bretnford - Sheff. Wed.
W.B.A. - Port Vale
Nottm. For. - Bolton
Sunderland - Swindon
Liverpool - Oldham
Manch. City - Bury
Cr. Palace - Manch. Utd
West Ham - Swansea
Q.P.R. - Hull
Ipswich - Darl.ton/Scunthorpe
Millwall - Southampton
Wimbledon - Blackburn
Preston - Norwich
Fulham - Notts County
Brighton - Bradford City
Newcastle - Barnsley
Oxford - Northampton
Derby - Leicester
Bristol R. - Birmingham
Mansfield - Chelsea
Orient - Tottenham
Grimsby - York
Leikið er heima og heiman í 2. um-
ferð. Þær reglur gilda um dráttinn til
2. umferðar að 1. deildarlið mætast
ekki innbyrðis þannig að ekkert er um
eiginlega stórleiki í umferðinni.
Norwich er handhafi mjólkurbikars-
ins og ætti að komast áfram á kostnað
4. deildarliðsins Preston.
- VS/Reuter.
Þróttardagur
Þróttardagurinn verður hald-
inn hátíðlegur á sunnudaginn, 8.
september. Mikið verður þá um
dýrðir á félagssvæði Þróttara við
Sæviðarsund frá kl. 13-17, leikir í
yngri flokkum og ýmiss konar
skemmtiatriði.
Kvennaboltinn
IA meistari
á morgun?
í fyrramálið, kl. 11.30, leika ÍA og
KA í 1. deild kvenna í knattspyrnu á
Akranesi. ÍA dugir jafntefli til að
tryggja sér íslandsmeistaratitilinn og
verður Skagastúlkunum afhentur
bikarinn í leikslok ef úrslitin verða
þcim hagstæð. Það ætti ekki að vera
nema formsatriði - KA er sama og
fallið í 2. deild og leikur gegn Breiða-
bliki í Kópavogi í kvöld, aðeins rúm-
lega hálfum sólarhring áður.
1. deild
Tryggir Valur
sér titilinn?
Eða eigafjögur lið möguleikafyrir síðustu
umferðina?
Næstsíðasta umferðin í 1.
deildarkeppninni í knattspyrnu
verður leikin á morgun og á
sunnudag. Að henni lokinni gætu
línur hafa skýrst eitthvað í hinni
hörkuspennandi baráttu um
meistaratitilinn og áframhald-
andi sæti í 1. deild.
Þrír leikir hefjast kl. 14 á morg-
un. ÍBK-Valur í Keflavík, FH-
Fram á Kaplakrika og Þróttur-
Þór á Laugardalsvellinum. Kl.
14.30 hefst síðan leikur ÍA og
Víkings á Akranesi. KR og Víðir
mætast í lokaleik umferðarinnar
á KR-vellinum kl. 14 á sunnudag-
inn.
Staðan í 1. deild er þessi:
Valur........... 16 9 5 2 25-11 32
Fram.............16 9 4
ÞórA.............16 10 1
ÍA...............16
K.R..............16
IBK..............16
FH...............16
Þróttur..........16
Víðir............16
Víkingur.........16
3 30-22 31
5 27-20 31
4 33-18 30
4 31-24 28
6 27-19 26
9 21-30 17
3 3 10 16-29 12
3 3 10 17-35 12
2 1 13 15-34 7
9 3
8 4
8 2
5 2
Á morgun, laugardag, leika Reynir frá Árskógsströnd og ÍR frá Reykja-
vík til úrslita um meistaratitil 4. deildarinnar í knattspyrnu. Bæði lið leika I
3. deild að ári, ÍR í SV-riðli og Reynir í NA-riðli. Leikurinn fer fram á
Akureyrarvelli. Á myndinni hér að ofan fagna ÍR-ingar 3. deildarsætinu
eftir sigur á Augnabliki en þeir hafa unnið 13 leiki og gert eitt jafntefli í 14
leikjum í 4. deild í sumar.
Víkingar falla í 2. deild á morg-
un ef þeir gera jafntefli eða tapa á
Akranesi, og ef Þróttur eða Víðir
fá stig. Valur gæti orðið meistari
á morgun með því að vinna, ef
Fram og Þór tapa og ÍA gerir
jafntefli eða tapar. Ef Valsmenn
vinna og hin liðin gera jafntefli
verða þeir einnig öruggir með
meistaratitilinn vegna góðrar
markatölu. En miklu líklegra er
að spennan haldist framí síðustu
umferð.
-VS
Belgía
Bríigge efst
FC Brúgge tók forystuna í 1. deild
belgísku knattspyrnunnar í fyrra-
kvöld með þvi að sigra nágrannana
CS Brúgge 1-0 á útivelli. FC Brúgge er
með 9 stig eftir 6 umferðir. Beerschot,
sem var efst, lék ekki og er með 8 stig
ásamt Anderlecht, Beveren og Ghent.
Anderlecht, lið Arnórs Guðjohnsens,
gerði jaftefli, 1-1, við Beveren á úti-
velli og hefur nú leikið tvo leiki í röð
án sigurs. Langt síðan það hefur
gerst.
-VS/Reuter
Frjálsar
Metþátttaka í
öldungamótinu
Yfir 60 keppendur frá 15 fé-
lögum og héraðssamböndum eru
skráðir til leiks í meistaramóti
öldunga í frjálsum íþróttum sem
haldið verður í Laugardal á
morgun. Þetta er metþátttaka og í
sumunt greinum er meiri þátttaka
en þekkst hefur í íslenskum
meistaramótum í áratugi.
Keppt verður frá kl. 10-13 og
16-18 á laugardaginn á frjáls-
íþróttavellinum í Laugardal.
Margir kunnir kappar frá fyrri
árum eru skráðir til leiks og verð-
ur áreiðanlega gaman að sjá þá
leika listir sínar.
Um morguninn verður keppt í
110 m grindahlaupi, sleggjukasti,
langstökki kvenna og karla, 100
m hlaupi kvenna og karla, 1500 m
hlaupi, spjótkasti og 400 m hlaupi
kvenna og karla og hástökki. Síð-
degis verður keppt í 200 m
hlaupi, kúluvarpi kvenna og
karla, stangarstökki, 800 m
hlaupi, 10 þúsund metra hlaupi
kvenna og karla og kringlukasti
kvenna og karla.
Ólympíuleikar
Leitað að
Síberíutígri
Suður-Kóreumenn hafa ákveðið að
Síberíutígur skuli vera tákn Olympíu-
leikanna í Seoul 1988. Tígurinn er
nokkurs konar goðsögn í Kóreu, en
vandamálið er að hann hefur verið
útdauður í Suður-Kóreu í þrjá ára-
tugi, nokkur dýr eru þó talin halda til í
fjöllum Norður-Kóreu. Nú er hafm
leit í hinum ýmsu dýragörðum
heimsins til að hafa uppá eintaki svo
Suður-Kóreumenn geti sýnt lifandi
eintak af dýrinu þegar leikarnir fara
fram.
-VS/Reuter .
Firmakeppni IK
Firmakeppni ÍK í knattspyrnu
utanhúss verður haldin á Vallar-
gerðisvelli í Kópavogi dagana 28.
og 29. september.
Leikið verður á tveimur
völlum, 7 menn í liði, og leiktími
er 2x15 mínútur. Þátttökugjald er
3.500 krónur á lið.
Þátttaka tilkynnist til Sveins
Kjartanssonar, sími 641103, eða
Víðis Sigurðssonar, símar 75209
og 81333, í síðasta lagi mánudag-
inn 23. september.
Föstudagur 6. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15