Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
MÓÐWIUlglM
Föstudagur 6. september 1985 204. tölublað 50. örgangur
Neyðarástand
Bitnar á bömum
og foreldrum
Forstöðumenn níu dagvistarheimila harma skilningsskort
borgaryfirvalda. 7 heimili neyðasttil að loka deildum eða draga úr starfseminni.
Við undirritaðir forstöðumenn
á eftirtöldum dagvistar-
heimilum Reykjavíkurborgar
hörmum þann skilningsskort,
sem fram kemur í allri umfjöllun
borgaryfirvalda um þá starfs-
mannaeklu sem heimilin búa við í
dag. Ennþá hafa yfirvöld ekki
viðurkennt það ófremdarástand
sem skapast hefur, þegar 7 dag-
vistarheimili borgarinnar hafa
neyðst til að loka deildum eða
draga úr starfsemi sinni vegna
skorts á hæfu starfsfólki.
Þessi röskun á starfsemi 7
heimila hefur nú þegar bitnað á
a.m.k. 150 börnum og foreldrum
þeirra. Eru þá ótalin þau heimili,
sem ekki er enn fullvistað á vegna
starfsmannaskorts, þó ekki hafi
komið til lokunar.
Forstöðumenn hafa margsinn-
is varað yfirmenn dagvistarmála
við þeim vanda sem við blasti
eftir reynslu síðasta vetrar. Því
NATO
Stríðsleikur
á sjó
Mestu œfingar sinnar
tegundar í gangi
á Atlantshafinu
Ocean Safarí nefnast æfingar
sem nú eru í gangi hjá Atlants-
hafsflota Atlantshafsbandalags-
ins. Þetta eru mestu æfingar sinn-
ar tegundar og ganga út á það að
æfa varnir á birgðaflutninga-
skipum yfir Atlantshafið. Flug-
vélar bandaríska hersins á Kefla-
víkurflugvelli taka þátt í æfingun-
um.
Að sögn Jóns Egilssonar send-
iráðsritara varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins ganga æf-
ingarnar þannig fyrir sig að rúm-
lega 100 herskip munu gegna
hlutverki varnarskipa og verja
tank- og vöruflutningaskip en 41
skip og kafbátar munu vera í
sóknarhlutverki. Mac Donald
æðsti yfirmaður Nato flotans
stjórnar æfingunum sem eiga að
standa yfir til 20. sept.
Flugvélar af landi og af flug-
móðurskipum taka þátt í æfing-
unum og eru flugvélar „varnar-
liðsins“ á Keflavíkurflugvelli í
þeim hópi. Þau lönd sem taka
þátt eru: Danmörk, Noregur,
Belgía, Holland, Kanada,
Bandarikin, Bretland, Portúgal
og Frakkland mun að hluta til
taka þátt.
Siglingaleiðirnar eru milli
Boston og íslands, Portúgal og
Bretlands, Skotlands og Ermar-
sunds og milli íslands og Ermar-
sunds. Herskipin munu ekki
koma að landi á íslandi en land-
helgisgæslan mun sjá um að
fylgja flutningaskipum frá her-
skipunum og inn í Hvalfjörð.
-SA
þarf engum að koma á óvart það
neyðarástand sem ríkir. Það er
ekki verjandi gagnvart börnum
að halda uppi fullum rekstri á
heimilum, þar sem vantar fólk á
heildar deildir - það er ekki á
okkar færi að töfra fram uppeld-
isstarf þar sem ekkert starfsfólk
er.
Við töldum að borgaryfirvöld
hlytu að skilja þessar einföldu
staðreyndir, en svo er ekki.
Stöðugt er gert lítið úr vanda dag-
vistarheimilanna og jafnvel yfir-
lýst að þessi vandi sé ekki fyrir
hendi. Er nú svo komið að við
sjáum okkur ekki annað fært en
að frábiðja okkur opinberlega að
sitja undir yfirlýsingum af þessu
tagi.
Jafnframt viljum við frábiðja
okkur ósmekklegar athuga-
semdir á borð við þær sem for-
maður stjórnarnefndar dagvistar
Anna K. Jónsdóttir, lét falla á
fjölmennum útifundi foreldra sl.
mánudag um rannsókn og skýrsl-
uhald frá þeim heimilum, sem
ekki hafa fullmannað deildir og
því þurft að draga úr starfsem-
inni. Vantraustsyfirlýsingar af
þessu tagi flýta ekki fyrir lausn
vandans og torvelda okkur það
samstarf við foreldra sem
nauðsynlegt er við þessar aðstæð-
ur.
Við sem höfum á undanförn-
um vikum og mánuðum staðið í
ströngu við að halda uppi fullum
rekstri við erfiðar aðstæður höf-
um ekki gripið til neyðarúrræða
að nauðsynjalausu. Það er eins-
dæmi að ekki takist að manna
heimilin - sá vandi brennur á
okkur starfsfólki, þó borgaryfir-
völd afneiti honum.
Dagvistun barna og formanni
stjórnarnefndar er fullkunnugt
um allt það sem gert hefur verið
til að ráða starfsfólk. Því lýsum
Þessi skemma hefur verið endurbyggð austur á Skógum, en hún er frá Gröf í Skaftártungum. Hún er portbyggð
og þiljuð að innan. Mikið hefur verið um ferðamenn austur á Skógum í sumar og koma þeir gjarnan að skoða
byggðasafnið, en skemman er ein af húsum þess. Mynd-eik.
Fóstrur
við ábyrgð á hendur þeim sem
vita mætavel um allar þær um-
sóknir, sem dæmdar hafa verið
óhæfar, um öll þau viðtöl, sem
tekin hafa verið og um allar þær
ráðningar, sem við höfum gert
þar sem nýir starfsmenn mæta
ekki einu sinni til starfa.
Við krefjumst þess að borgar-
yfirvöld veiti okkur þann stuðn-
ing sem við þörfnumst í stað þess
að vinna gegn okkur með þeim
hætti sem verið hefur.
Elín Mjöll Jónasd., forst. Ægis-
borg, Guðrún Steingrímsdóttir,
forst. Hagaborg, Elín Jóna Þórs-
dóttir, forst. Austurborg, Mar-
grét Vallý Jóhannsd. forst.
Hamraborg, Erna Jónsdóttir,
forst. Austurborg, Margrét Pála
Ólafsdóttir, forst. Steinahlíð,
Halla Hrólfsdóttir, forst. Múla-
borg, Sigfús Aðalsteinsson, forst.
Austurborg, Soflia Zophonías-
dóttir, forst. Lækjarborg.
Foreldrasamtökin
Yfirlýsing
frá úti-
fundinum
Skorað á yfirvöld að
finna varanlega lausn
Borist hefur yfirlýsing frá úti-
fundi Foreldrasamtakanna sem
haldinn var síðastliðinn mánu-
dag. Þar segir:
„Við foreldrar höfum miklar
áhyggjur af því ástandi sem
skapast hefur á dagvistarheimil-
unum og varðar fyrst og fremst
aðbúnað og uppeldi barnanna
okkar. Fóstrur koma ekki til
starfa og erfitt reynist að fá ófag-
lært fólk til frambúðar.
Ljóst er að undirrót þessa ást-
ands eru skammarleg kjör starfs-
fólks, bæði faglærðs og ófag-
lærðs, sem eru engan veginn í
samræmi við ábyrgð og mikilvægi
starfs þeirra.
Við fögnum að sjálfsögðu
námskeiðum sem stuðla að betri
menntun ófaglærðs starfsfólks,
en vekjum athygli á að þau leysa
alls ekki fóstruskortinn.
Foreldrasamtökin skora á yfir-
völd að finna varanlega lausn á
þessu vandamáli í samráði við
fóstrur og aðra hagsmunaaðila, í
staðinn fyrir eilífar bráðabirgða-
lausnir sem bitna á börnunum.
Framtíð komandi kynslóða er
þess virði!“
Greiðslukort
35 krónur
aukalega
Greiðslukortaþjónusta Visa
hefur lagt sérstakt gjald á við-
skiptavini sína sem taka út fyrir
þúsund krónur eða meira í hverj-
um mánuði. Gjaldið greiðist við
hverja útskrift sé mánaðarúttekt-
in meiri en þúsund krónur.
Gjaldið verður fyrst innheimt í
byrjun október. Jóhann Ágústs-
son stjórnarformaður Visa sagði í
samtali við blaðið að þetta væri
gert til að mæta kostnaði við end-
urnýjun tölvubúnaðar og einnig
væri Visa hér á landi að koma upp
beinu sambandi við samsvarandi
kerfi erlendis og mun það gera
notendum erlendis lífið léttara.
gg
Tillaga frá AB um úrbætur
Meirihluti ífélagsmálaráði ákvað að vísa málinu til starfsmannastjóra.
Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi AB: Beðið eftir borgarstjóra.
Eg flutti tillögu í félagsmálaráði
í dag þar sem lagt er til að
forstöðumenn dagvistarheimila
Reykjavíkurborgar fái helmings
hækkun á fastri yfirvinnu, þannig
að þeir fái yfirvinnu sína greidda
að fullu,“ sagði Guðrún Agústs-
dóttir fulltrúi AB í félagsmálaráði
í samtali við Þjóðviljann í gær.
„Síðan kom meirihlutinn með
breytingartillögu þess efnis að
vísa því til starfsmannastjóra
Reykjavíkurborgar að endur-
skoða yfirvinnugreiðslur til for-
stöðumanna á dagvistarheimil-
um. Ég sat hjá við atkvæða-
greiðslu um breytingartillöguna
og lét bóka að ég hefði viljað fá
viljayfirlýsingu frá félagsmála-
ráði um helmingshækkun á yfir-
vinnu forstöðumanna. í öðru lagi
var í tillögunni mælst til að rætt
yrði þegar í stað við þá aðila sem
málið varðar, um þær kröfur sem
Fóstrufélagið hefur sett fram til
þess að minnka starfsmannaek-
luna.
Og ég spurði að því hvers
vegna ekki hefði verið stofnuð
viðræðunefnd við fóstrur fyrir
löngu, þær hafa ítrekað beðið um
það, og þá var því svarað til að
slík nefnd væri fyrir hendi, það er
Stjórnarnefnd Dagvistunar. Ég
spurði þá hvers vegna stjórnar-
nefnd hefði ekki gert neitt til þess
að leysa vandann og var sagt að
þetta væri allt í vinnslu. Það er
alveg ljóst að þessi vandi hefur
verið til staðar frá áramótum, og
meirihlutinn hefur haft hann „í
vinnslu“ síðan þá. Kröfur fóstra
eru að mínu mati mjög hógværar
og eiga ekki að þurfa að liggja í
marga mánuði áður en ákvörðun
verður tekin um það hvort eigi að
verða við þeim eða ekki. Það fer
að læðast að manni sá grunur að
enginn þori hreinlega að gera
nokkuð fyrr en hans hágöfgi, Da-
víð Oddsson borgarstjóri, kemur
til landsins úr sumarfríi. Ég held
þó að núna sé meirihlutinn loks-
ins að viðurkenna það að þessi
vandi sé verulega alvarlegur,"
sagði Guðrún Agústsdóttir að
lokum.
-vd.
i