Þjóðviljinn - 11.09.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Qupperneq 1
Það er engin ástæða til að láta bjóða sér þetta lengur. Vinnuveitendur hafa talið sig geta treyst á samstöðuleysi meðal fiskverkunarfólks og þá einkum kvenna í fiskvinnu, en mín reynsla er sú að konur geti staðið enn betur saman ef þær bara einsetja sér það! Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson í ávarpi til starfsfólks Hrað- frystistöðvarinnar í Reykjavík í gær. Guðmundur fundaði með fiskverkun- arfólki þar ásamt Rögnu Bergmann formanni Verkakvennafélagsins Framsóknar og fleirum. -99 Sjá bls. 3. Það vakti upp gamlar minningar hjá blaðamanni frá því hann var að sullast við fyrirdrátt í Héraðsvötnum í Skagafirði og Jón á Syðri-Húsabakka óð upp undir hendur í skinnbrókinni, að sjá þá hjá eldisstöðinni við Elliðaárnar vera að góma þar laxinn í gær. Og þó voru umhverfi, aðstæður og veiðiaðferðir næsta ólíkar. Þarna strengdu þeir net yfir hylina, óðu svo um ána og ráku laxinn í netið, sem að vonum varaðist ekki þessa hrekki. En veiðin gekk víst þolanlega því þessa stund, sem Þjóðviljamenn stóðu þarna við, munu hafa verið komnir eitthvað yfir 100 laxar á land. Þeir verða svo hafðir í öruggri gæslu þar til um mánaðamótin okt.-nóv. að þeir verða rændir hrognunum. -mhg Ragnar Júlíusson Hef ekki séð biéfið Segist ekki sjá þörfá að hafa samband við forráðamenn Kirkjusands Eg hef heyrt af þessu bréfi en ég hef ekki séð það og ég get ekki svarað fyrir borgarstjóra um hvað hann hugsar. Þetta sagði Ragnar Júlíusson, formaður samninganefndar, um hugsanlega samvinnu og/eða Kerfið brást! Allt útlit er fyrir að tilrauna- rekstri með hótel í eyðiþorpinu Djúpuvík á Ströndum verði hætt innan tíðar og segir hótelstjórinn í samtali við Þjóðviljann að áhuga- leysi kerfiskarlanna hafi m.a. eyðilagt þennan nýja sprota í ferðamannabransanum. Sjá bls. 2. samruna BÚR og ísbjarnarins. „Það er mitt persónulega mat að á þessu stigi málsins sé ekki þörf á því að hafa samband við forráðamenn Kirkjusands hf. vegna þeirrar forsendu sem gengið er út frá. Forsendan er sú að fiskvinnslan skuli fara fram á Grandagarði og í Örfirisey. Mér finnst hins vegar sjálfsagt mál að haft sé samband við þá aðila sem stunda fiskvinnslu í Reykjavík, það er vitað mál að ég er formað- ur þessarar nefndar og þeir á Kirkjusandi hafa ekki haft sam- band við mig. Nú, það er dálítið erfitt að flytja fiskvinnslu Kirkju- sands út á Granda, þeir hafa eícki nein fisköflunartæki, heldur að- eins vinnslutæki og þeir eru ekki eigendur að neinum skipum. Mér þykir því líklegt að borg- arstjóri hafi ekki talið þörf á að skoða þetta dæmi miðað við þær forsendur sem gengið er út frá“, sagði Ragnar að lokum. -IH ^ Bónus Samstöðu er þörf nú GuðmundurJ. Guðmundsson: Sýnið þeim samtakamátt ykkar Leikbrúðuland Fyrstu verðlaun í Júgóslavíu Við erum í sjöunda himni yfir þessum móttökum. Strax og fréttist um verðlaunin vorum við beðin að hafa fleiri sýningar hér í Róm en þessar tvær sem fyrirhug- aðar eru, sagði Helga Steffensen, þar sem við náðum í hana í Róm. Hún er nú á ferðalagi um Evrópu með sýningu Leikbrúðulands á „Tröllaleikjum“ og vann sýningin til 3ja verðlauna á alþjóðlegri brúðuleikhúshátíð í Zagreb í Júg- óslavíu. Á þessari hátíð komu fram yfir 20 hópar og fékk íslenska sýning- in fyrstu verðlaun sem besta bamasýningin. Vom það börn frá þremur þjóðlöndum sem völdu bestu sýninguna. Þá fékk sýningin einnig tvenn önnur verðlaun, fyrir besta temað og fyrir bestu túlkun. „Við endurunnum sýninguna nokkuð frá því við sýndum hana í Iðnó í fyrra og textann höfum við á bandi á esperantó, serbókróat- ísku, ítölsku og frönsku. Við höf- um leikið í Ljubliana og Belgrad, auk Zagreb og á morgun verður fyrsta sýningin hér í Róm. Héðan fömm við svo til Charleville, þar sem yfir 100 leikbrúðuhópar koma fram. Við komum svo heim 30. september", sagði Helga enn- fremur. Hópurinn fer síðan aftur út f október til að sýna á brúðu- leikhúshátíð í Vínarborg, en auk Helgu eru í þessum hópi þau Bryndís Gunnarsdóttir, Hall- gerður Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson. -þs Lœknavísindi Bóluefni gegn tannpínu! Melbourne - Vísindamaðurinn Geoffrey Smith í Melbourne í Ástralíu segist hafa fundið upp bóluefni sem draga muni verulega úr tannskemmdum og geti valdið byltingu í tannhirðu. Smith sagðist hafa gert tilraun- ir með bóluefnið á tíu börnum sem öll vom með talsvert skemmdar tennur. Fimm þeirra fengu bóluefnið og niðurstaðan varð sú að þau hefðu myndað þrefalt sterkari vörn gegn tann- skemmdum en hin sem ekkert bóluefni fengu. -ÞH/reuter

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.