Þjóðviljinn - 11.09.1985, Blaðsíða 5
Rætt við Hrafnkel Helgason yfirlækni um björg-
unarstarfið á Vífilsstöðum í 75 ár
Fyrst var um það spurt hverjir
hefðu einkum verið forgöngu-
menn hælisbyggingarinnar.
- Pað var Guðmundur Björns-
son fyrrverandi landlæknir, sem
fyrstur vakti máls á nauðsyn þess
að byggja berklahæli, og barðist
fyrir þeirri hugsjón sinni í ræðu
og riti. Og til þess að hrinda mál-
inu af stað gekkst hann fyrir
myndun svonefnds Heilsuhælis-
félags. Það var stofnað í Reykja-
vík þann 13. nóv. 1906. í stjórn
félagsins völdust engir smákarl-
ar. Formaður var Klemens Jóns-
son landritari ritari, Björn Jóns-
son ritstjóri og gjaldkeri Sighvat-
ur Bjarnason bankastjóri. Þegar
svo Björn Jónsson varð ráðherra
1909 kom Guðmundur Björns-
son inn í stjórnina í hans stað.
Félagið hófst þegar handa við
undirbúning að byggingu
heilsuhælis og réði Rögnvald
heitinn Ólafsson sem bygging-
armeistara. Hornsteinn að hús-
inu var lagður 31. maí 1909 og
flutt var inn í það fullgert 5. sept.
1910. Það tók þannig ekki nema
rúmt ár að byggja húsið og útbúa
að öðru leyti. Væri ánægjulegt ef
við ættum nú á dögum slíka
áhuga- og framkvæmdamenn
sem þessa félaga.
Rögnvaldur Ólafsson var ákaf-
lega listrænn maður en andaðist
mjög fyrir aldur fram. Hann dó
hér í þessu húsi, sem hann
byggði, 14. febrúar 1917. Þetta
hús þótti á sínum tíma mjög mikil
og merkileg bygging og var það
vissulega. Við hana bundu marg-
ir miklar vonir. Sumir sáu þær
rætast, aðrir ekki.
- Lágu einhverjar sérstakar
ástæður til þess að húsinu var val-
inn staður einmitt hér?
- Ég býst við því, já. Erlendis
var svona byggingum gjarnan
valinn staður úti í skógi. Hér var
ekki um það að ræða og þá var
farið út í hraun. Menn óttuðust
berklaveikina eðlilega mjög og
því voru hælin frekar byggð þar
sem þau voru nokkuð afskekkt.
Ef til vill hefur það líka einhverju
ráðið um staðarvalið að Vífils-
staðir voru í eigu Garðakirkju og
þurfti því ekki að kaupa landið.
Tjaldbúðir
í hrauninu
- Hvað rúmaði húsið marga
sjúklinga?
- f upphafi voru rúm fyrir 80
sjúklinga. Mörgum fannst það
óþarflega stórt og reksturinn
óbærilega kostnaðarsamur. En
fyrstu árin bjuggu allir hér í þessu
húsi, bæði sjúklingar og starfs-
fólk, og húsið reyndist fljótlega
of lítið. Troðið var í hver j a smugu
og varð að koma fleiri sjúklingum
fyrir í hverri stofu en upphaflega
var ætlunin. Menn voru svo stór-
huga árið 1910 að í þeim stofum,
sem ætlaðar voru fyrir einbýli,
varð síðar að hýsa þrjá, og enn
eru tveir þar sem átti að vera
einn. Seinna var svo reist hús
fyrir starfsfólkið.
Margir gerðu sér ekki fyllilega
grein fyrir því hvílíkur ógnvaldur
berklaveikin var. Sjúklingafjöld-
inn varð brátt slíkur að þótt hver
krókur og kimi innan húss væri
nýttur til hins ýtrasta og auk þess
byggð legudeild hér á lóðinni þá
varð að grípa til þess að vista fólk
í tjöldum úti í hrauni að sumrinu.
Tjaldbúðalífið var auðvitað ákaf-
lega eftirsótt og vinsælt, því þar
þótti ríkja meira frjálsræði en
inni á hælinu. En svo margir dóu
yfir sumarið að hægt var að taka
tjaldbúana í hús með haustinu.
- Hvernig var rekstri hælisins
háttað?
- Stjórn Heilsuhælisfélagsins
rak hælið til 1916 en þá tók ríkið
við rekstrinum og hefur séð um
hann síðan.
Buskapur
- Var ekki um langan aldur
rekinn búskapur á Vífilsstöðum?
- Jú, og ástæðan var sú, að á
þessum árum var erfitt um vik að
útvega nægjanlega mjólk til hæl-
isins. Kúabændur í nágrenni
Reykjavíkur seldu sína mjólk í
bæinn og hafa sjálfsagt naumast
fullnægt þörfinni þar og svo kom
til flutningskostnaðurinn. Það
varð því úr að hefja búskap hér á
staðnum og 1916 var byggt hér
fjós og hlaða. Björn Konráðsson
frá Y tri-Brekkum í Skagafirði var
hér lengst af bústjóri, eða allt frá
1925. En svo kom að því að næg
framleiðsla varð bæði á mjólk og
öðrum búvörum og þá var bú-
skapnum hér hætt.
- En svo við víkjum aftur að
berklaveikinni, baráttunni við
Afmæli
Ötulir
forgöngumenn
Það var því engan veginn út í
hött að blaðamaður og ljósmynd-
ari Þjóðviljans lögðu leið sína
upp í Vífilsstaði til fundar við
Hrafnkel Helgason yfirlækni, í
því skyni að fræðast af honum um
þessa merku björgunarstöð og
starfsemina þar fyrr og síðar.
Hrafnkell, sem er sonur hins
dáða læknis og fyrrum alþingis-
manns, Helga Jónassonar á Stór-
ólfshvoli, tók okkur ljúfmann-
lega og leysti greiðlega úr öllu því _____ _____________________________________________________________________
sem um var spurt - og rúmlega vífilsstaðaspítali. 75 ár eru nú liðin síðan baráttan við berklaveikina hófst í þessu húsi. Á innfelldu myndinni er
það- Hrafnkell Helgason, yfirlæknir.
Mannskæðasti sjúkdómur,
sem herjaði á íslendinga fyrir
nokkrum áratugum, var berkla-
veikin. Mátti svo heita að hún
legði sum heimili algerlega í rúst.
Ungt fólk varð einkum fyrir barð-
inu á þessum bölvaldi, en annars
lagði hann að velli fólk á öllum
aldri. Sjúkrahús okkar voru fá og
smá og engin leið að veita þeim
öllum viðhlítandi umönnun, sem
á henni þurftu að halda.
Mörgum var auðvitað ljóst að
við svo búið mátti ekki standa.
Það varð með einhverjum hætti
að vígbúast gegn vágestinum. Og
fyrsta skrefið á brautinni til við-
náms var bygging Vífilsstaðahæl-
is, sem nú um þessar mundir er 75
ára.
Þegar sigurorð var
borið af berklaveikinni
Miðvikudagur 11. september 1985 JÓÐVILJINN - SÍÐA 5