Þjóðviljinn - 11.09.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Síða 7
„Það er ekki satt að ég hafi verið búinn að gefa út tuttugu Ijóðabækurfyrir þrítugt, eins og stendur í dagskrá Ijóðlist- arhátíðarinnar", segir James Tateoghlær. Þærvoruníu. James T ate er einn af gestum hátíðarinnar og er frá Banda- ríkjunum. „Hinar 11 voru bara hefti“, segir JamesTate. „Nýjasta ljóða- bókin mín heitir Constant Def- enders og kom út 1983. Um hvað ljóðin eru? Það er erfitt að segja nema að þau eru full af kímni og myrkri. Ljóð hjálpa okkur að af- hjúpa innra líf okkar og eitthvað af þeim framandleika lífsins sem við eigum erfitt með að skilja. Ég get ekki sagt að ljóðin mín séu beint pólitísk en ef þau eru það þá er-það raunveruleikinn sem hefur þessi áhrif á Ijóðin. Það er afskaplega þægilegt fyrir ljóðskáld að hugsa sér að fólk almennt sé ólæst og lesi aldrei ljóð. Mér hefur verið boð- ið að halda fyrirlestra og lesa ljóð á 575 stöðum í Bandaríkjunum og það kom í ljós að á hverjum einasta stað stórum eða smáum komu áheyrendur. Það eru marg- ir áhyggjufullir í dag vegna stöðu Ijóðsins en ljóðið er ekki í neinni samkeppni við fjöldamenning- una. Við erum að skrifa um alvar- lega hluti jafnvel þó að þeim fylgi oft húmor. En sérhvert ljóðskáld sem hef- ur gefið út nokkrar bækur lendir í því að maður kemur upp að hlið hans og segir: Þakka þér fyrir, þú bjargaðir lífi mínu þetta myrka sumar. Ég er ekki að segja að það séu bara svona atburðir sem gera það að verkum að við skrifum en hvort við seljum fleiri eða færri bækur er ekki aðalatriðið. Ástæðan fyrir því að ég skrifa er sú að það veitir mér mikla ánægju að skrifa. Vegna þess að ég hef gefið einhverju meiningu sem ég var eitt augnablik hrædd- ur um að væri meiningarlaust. Ég get varpað öndinni léttar og sagt: lífið er ekki meiningarlaust. Og það eru ekki bara mín eigin ljóð sem fá mig til að varpa öndinni léttar, ég fæ þessa sömu gleðitil- finningu þegar ég les ljóð ann- arra.“ Áttu þá einhver uppáhalds- skáld? „Ég get nefnt þér þrjú nöfn af handahófi, Tomas Tranströmer frá Svíþjóð, Zbignew Herbert frá Póllandi og Vasko Popa frá Júgó- slavíu en þau eru miklu fleiri." Hvað er markmiðið með svona Ijóðlistarhátíð? „Flest ljóðskáld lifa einmana lífi, við eyðum tímanum ein fyrir framan hvítt blað með blýant í hönd og okkur langar til að vera boðið út. Til þess að sannreyna hvort við erum geggjuð eða hvort það eru fleiri sem hugsa á svipað- an hátt og við. Það getur verið að ljóðlistarhátíðin verði gesta- landinu til einhvers góðs ef ljóð- skáldin sem koma eru góð. Ljóð hafa mismunandi þýð- ingu í ólíkum menningarsamfé- lögum. í Bandaríkjunum hafa ljóðskáld sjaldan átt vinsældum að fagna nema kannski Robert Frost og Walt Whitman. Við Bandaríkjamenn erum ekki fólk sem lítur til ljóðskálda um leið- sögn en ljóðskáldin varðveita helgustu leyndarmál samfélags- ins og ske kynni að einhver hefði áhuga." - aró. Ljóðlistarhötíð Varðveitum leyndarmál segir Ijóðskáldið James Tate frá Bandaríkjunum Ljóðlist „Ég held að fleira ungt fólk sé farið að lesa Ijóð en fyrir nokkrum árum,“ sagði Mari- anne Larsen, Ijóðskáld frá Danmörku, sem hérerstödd í tilefni norrænu Ijóðlistarhátíð- arinnar. „Fyrir nokkrum árum síðan ferðaðist ég um og las ljóð í skólum og þá voru ljóð álitin erf- ið og óskiljanleg og of fín fyrir venjulegt fólk. Nú hefur hins veg- ar ungt fólk í auknum mæli byrj- að að skrifa ljóð eða kannski ætti ég að segja að það sem unga fólk- ið skrifar sé í formi ljóðsins. Kannski verður það til þess að það fer inná bókasöfn að leita uppi ljóð og ljóðabækur, fái áhuga. Unga fólkið hefur oft þreifað sig áfram, byrjað með að semja texta við lag og uppgötvar þannig ferlið sem felst í því að skrifa. Það uppgötvar orðin, að þau geti staðið ein og sér án tón- listar. Mín kenning er sú að hið stutta og oft samanþjappaða form ljóðsins bjóði uppá hraða og stutta upplifun á þeim tíma hráða sem við lifum á, jafnframt er ljóð- ið eitthvað sem þú getur kafað dýpra í. Ljóð er Ííka óháð tíma, þú lest ljóð, nýtur þess á því augnabliki, leggur það frá þér og eftir ákveðinn tíma getur þú lesið ljóðið aftur. Þú veist semsagt ekki hversu langan tíma ljóðið varir. Þessu er öfugt farið með skáldsögu, þú tekur bókina, virð- ir hana fyrir þér og segir: já, bók- in er svona margar blaðsíður, ég verð svona lengi að lesa hana. En í hvert skipti, sem þú tekur ljóðið og lest það, upplifirðu og uppgötvar nýja hluti sem þú sást ekki áður, allt eftir því hvernig þér líður, hvernig þú ert stemmd.“ Hvað um yfirskrift hátíðarinn- ar: Ljóð á tœkniöld? „Tæknilegt málfar ryður sér æ meira til rúms. Tæknimálið er nafnlaust, einhæft og ófrjótt. Það er engin tilfinning í tæknimáli, það á sér enga persónulega rödd. Ég lít á ljóðið sem verkfæri, vopn í baráttunni gegn því að gera fólk að nafnlausum, ópersónulegum stærðum í tæknilegu leikspili. Það er hlutverk ljóðskáldsins að beita vopni sínu, ljóðinu, í þess- ari baráttu. Ljóðskáldin eiga að örva fólk og fá það til að finna sína eigin persónulegu rödd og verða ekki hrætt þó hún heyrist. Það má ekki láta afköst ráða ferð- inni og gera manneskjuna að nafnlausu verkfæri tækninnar. Á tækniöld er hætta á að fólk glati tungumálinu sem persónu- legu tæki til að átta sig á og upp- götva heiminn með. Talsmáti og orðaforði verða staðlaðri og ein- hæfari og samskipti manna verða einnig stöðluð og einhæf." Getur hátíðin haft einhver áhrif? „Það er erfitt að segja til um hvaða áhrif svona ljóðlistarhátíð- ir geta haft. Ljóð er nokkuð sem flestir standa í sérkennilegu sam- bandi við. Það er í raun tungumál sem allir hafa innra með sér. Ljóðið er bein tjáning ef fólk þor- ir að láta þau orð sem bærast innra með sér sleppa út. Ljóðið getur líka verið eitthvað sem gleður aðra að heyra eða lesa því málið er í raun fallegt og stórkost- Iegt en það er líka óstýrilátt og þess vegna sterkt andspænis tækninni og vélunum sem eru stýranlegar og planlagðar.“-aró. Ljóðið er óháð tíma segir Marianne Larsen Ijóðskáld frá Danmörku, einn af mörgum gestum norrcenu Ijóðlistarhátíðarinnar Miðvikudagur 11. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.