Þjóðviljinn - 15.10.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Ólafsfjörður
400 þús. gönguseiði
Óslaxhf. byggir eldisstöð. Lélegar heimtur í hafbeit.
Ólafsfjarðarvatn kjörið tilfiskeldis
Laxeldisstöðin Óslax hf. á ÓI-
afsfirði er nú byiguð á bygg-
ingu eldishúss við Olafsfjarðar-
vatn, sem á að geta rúmað 400
þúsund gönguseiði. Byggingunni
á að vera lokið fyrir áramót. Haf-
beit er þegar stunduð í vatninu,
en það hefur samgang við sjó. A
ellefta þúsund seiða hefur verið
sleppt síðustu tvö ár en heimtur
verið slakar, ekki nema um rösk-
lega hundrað laxar hafa skilað sér
til baka.
Ólafsfjarðarvatn er talið mjög
heppilegt til fiskeldis, því vatnið
er nánast skipt, þannig að efstu
Iögin eru mjög fersk en undir er
saltur sjór. Ferskvatnslagið
verkar sem hitaeinangrari fyrir
sjóinn undir, sem er því vel volg-
ur yfir allt árið og því feiki heppi-
legur til fiskeldis. Mikill áhugi
hefur því verið um fiskeldi í vatn-
inu og þegar hlutafélagið var
stofnað var nánast slegist um
hlutabréfin.
Ólafsfjarðarvatn er sennilega
einsdæmi að því leyti að þar hafa
veiðst mjög óskyldar tegundir
svo sem ufsi, koli og lax, að því er
Ólafsfirðingur sagði í spjalli við
Þjóðviljann í gær.
-ÖS
Bíó
ir, en hún tók einnig fyrstu skóflustungu að lauginni á sínum tíma. Myndin er
tekin þegar Ágústa tók fyrstu sundtökin með hjálp sjúkraþjálfara. Ljósm. Sig.
iff
Sfftasta föstudag var ný sundlaug tekin í notkun við Grensásdeild Borgar-
spítalans. Fyrsti sjúklingurinn sem nýtti sér laugina var Ágústa Guðmundsdótt-
■TORGIB'
Ef maður ætti nú þúsundkall
og gæti staðið i skipakaupum!
KEA
50 þús.
fjár
slátrað
Meðalvigt fast að
15 kg
Samkvæmt sláturfjárloforðum
verður 49-50 þúsund fjár slátrað
á vegum Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri, að sögn Þórarins Hall-
dórssonar, sláturhússtjóra félags-
ins. Þar af eru um 39 þúsund fjár
á Akureyri og um 10 þúsund á
Dalvík. Það er ámóta fjöldi og í
fyrrahaust.
Þórarinn taldi vænleika dilka
vera góðan, meðalvigtin að þessu
sinni fast að 15 kfló, en ætti trú-
lega eftir að Iækka eitthvað amk.
ef tíð yrði rysjótt. í fyrra var með-
alvigtin þó hærri, en þá var líka
árgæska.
- mhg
Samið hjá
Securitas
Aukið kvikmyndakonfekt
„Mánudagsmyndir“ Háskólabíós endurvaktar ínýjuformi í Regnboganum
7% hækkun umfram
almenna samninga
Niðurstaða samninganna var
sú að starfsmenn Securitas fengu
7% hækkun umfram almennar
launahækkanir. Það var aðalat-
riðið í þessari samningsgerð,
sagði Þröstur Ólafsson hjá
Dagsbrún þegar Þjóðviljinn
spurði hann um niðurstöður úr
þeim samningum sem starfsmenn
Securitas gerðu við vinnuveitend-
ur sína.
„Auk þess fengust ýmis minni
atriði í gegn, svo sem eins og
varðandi vaktir, hærri greiðslur í
lífeyrissjóð, ákvæði um auka-
vaktir og greiðslur fyrir fæðis-
gjald og fatnað. Einnig var
ákveðið að setja á nefnd um mat
á vinnuálagi. Þetta voru dálítið
sérstæðir samningar, þ.e. að
þarna var verið að semja um ým-
islegt sem ekki er að finna hjá
öðrum verkalýðsfélögum, þá
einkum vegna eðlis starfsins.
Sumt af þeim atriðum sem samið
var um hafa aðrir haft í sínum
samningum en sumt ekki,“ sagði
Þröstur að lokum.
Samningarnir voru gerðir á
föstudagskvöld en undirritaðir
síðdegis á laugardegi.
- IH
Við ætlum að hefja sýningar í
þessum mánuði á listrænum,
vönduðum myndum sem venju-
lega eru ekki taldar ganga á al-
mennum sýningum en mér finnst
að séu nauðsynlegur þáttur í bí-
ómenningu okkar.“ Þetta sagði
Friðbert Pálsson, bíóstjóri í
Háskólabíói, þegar Þjóðviljinn
leitaði fregna hjá honum um það
hvort endurvekja ætti Mánu-
dagssýningar bíósins sem féllu
niður fyrir nokkrum árum.
„Við erum nú ekki að endur-
vekja gamla formið á Mánu-
dagssýningunum en innihaldið
verður vonandi jafn gott og það
var þá. Ég geri ráð fyrir að hver
mynd verði sýnd í u.þ.b. tíu daga
en auðvitað fer það allt eftir að-
sókn að hverri mynd. Við mun-
um sýna í Regnboganum, það
gefur okkur ákveðið svigrúm
vegna fjölda sala. Það verður
byrjað á myndinni Love Streams
(Ástarstraumar) eftir John Cass-
avettes, þá verðum við komnir
með prógramm yfir nokkrar
myndir þar sem gefnar verða
sæmilega ýtarlegar upplýsingar
um hverja mynd. Á þessu stigi
get ég ekki gefið upplýsingar um
hverjar þessar myndir eru en það
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
verður vonandi fljótlega.
Reyndar munum við þjófstarta
með myndina Heller Wan eftir
Margrete von Trotta, hún verður
frumsýnd á Kvikmyndahátíð
kvenna en kemur síðan yfir í
Regnbogann. Mig langar til að
benda á að ábendingar um áhug-
averðar myndir eru afskaplega
vel þegnar frá fólki, við viljum
reyna að hafa þetta svolítið
myndarlegt,“ sagði Friðbert Páls-
son bíóstjóri Háskólabíós og
Regnbogans.
-m
Skák
Tilþrrfalrtil jafnteflisskák
15. skákin var bæði stutt og til-
þrifalítil. Kasparov fórnaði peði í
9. leik en heimsmeistarinn skilaði
því til baka sjö leikjum síðar og þá
var strax (jóst að skákinni lyki
með jafntefli.
Hvítt: Garry Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Petroff vörn
1. e4 e5 5. d4 d5
2. Rf3 Rf6 6. Bd3 Rc6
3. Rxe5 d6 7. 0-0 Bg4
4. Rf3 Rxe4 8. c4 Rf6
Ef 7. - Rxd4 þá vinnur hvítur
mann með 8. Bxd4 dxe4 9. Dxd4.
Og eftir 7. - Bxf3 8. Dxf3 Rxd4 9.
Ddl hefur hvítur góð færi fyrir
peðið. T.d. 9. - Be7 10. cxd5
Dxd5 11. Bxe4 Dxe412. Rc3 De5
13. Hel Dd6 14. Bf4! Dxf4 15.
Hxe7+ og vinnur.
9. Rc3 Bxf3
Ef svartur hefði leikið 9. -
Rxd4 þá hefði hvítur leikið 10.
Da4+ Rc6 11. Re5 og góð staða
hvítu mannanna er fyllilega peðs-
ins virði.
10. Dxf3 Rxd4 14. Bb5+ c6
11. Hel+ Be7 15. Rxd5 cxb5
12. Ddl Re6 16. Db3 0-0
13. cxd5 Rxd5
Ekki hefði verið hyggilegt að
leika 16. - a6 vegna 17. Be3 og þó
svartur sé peði yfir þá er staða
hans mjög veik.
17. Rxe7+ Dxe7 21. Hacl h6
18. Dxb5 a6 22. h3 Rd4
19. Db3 Hfd8 jafntefli
20. Be3 Hac8
8 h
7 Í # Í 1
6 i i
5
4 i
3 ! # & t
2\Á& tt
i [______g § <5?
Staðan:
Karpov 7Vi
Kasparov 7Vi