Þjóðviljinn - 15.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.10.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Á aldarafmæli Kjarvals Nú gera menn sér dagamun í tilefni þess að Jóhannes Kjarval á aldarafmæli. Það er haldin mikil sýning í því húsi sem ber nafn hans, ævi- saga kemur út í tveim bindum og kannski lýkur innan tíðar því starfi að koma verkum Kjarvals á skrá. Og menn óska hver öðrum til hamingju með það að hafa átt annan eins listamann og dæsa líklega yfir því að annan slíkan munum við ekki eignast, því miður. Það er einatt um það talað, að braut lista- mannsins sé þyrnum stráð og er oft meiru logið. Margt gerist á þeirri brautu sem erfitt er að henda reiður á, ekki síst þegar skoðuð er ævi manns sem var í rauninni jafn dulur og Kjarval var: „Ég er alltaf annars staðar en fólk heldur að ég sé,“ sagði hann eitt sinn í viðtali. En að því er varðar undirtektir og lýðhylli, þá átti Kjarval reyndar furðulega góðu gengi að fagna hjá myndlausri þjóð eða svo gott sem. Kannski vegna þess meðal annars hve fátæk þjóðin var að myndum. Og vegna þess að svo margt var að breytast með þjóðinni á þeim tíma, þegar Kjarval lagði af stað út á hafið og inn til óbyggða til að finna svo margt það sem aðrir höfðu ekki komið auga á og færa að gjöf landsmönnum af örlæti sínu óviðjafnanlegu. Og allt frá því hann hélt sínar fyrstu sýningar, ungur maður og ó- sigldur, hafa íslenskir menn af öllum tegundum verið kappsamir um að játa fögnuð sinn yfir þessari list. Meðal annars vegna þess gat Kjar- val komist svo að orði á námsárum sínum, að þær stundir koma þegar „ég finn að ég ber kraft heillar þjóðar í sjálfum mér og vinn og trúi öllum mínum fallegu draumum". En þótt íslenskir menn hafi verið ósparir á lofsyrði um listamanninn ágæta og keppst við að kaupa myndir hans eftir að þeir komust í álnir, þá er því ekki að leyna, að tilburðir opin- berra aðila til þess að sýna Jóhannesi Kjarval sóma sem vert væri, voru mjög í skötulíki. Þegar hann var fimmtugur var vakið máls á því að reisa Kjarvalshöll yfir myndir hans, þegar hann var sextugur fékk ríkisstjórnin „heimild“ til að ráðast í að smíða Kjarvalshús með sýningarsal, þegar hann varð sjötugur hafði enn ekkert gerst. Þegar Kjarval varð áttræðurvarsvo hafist handa um að byggja Kjarvalshús á Seltjarnar- nesi, hús sem listamaðurinn aldrei kærði sig um að flytjast í - og nokkrum árum áður hafði hann sjálfur viljað leysa vanda hins svifaseina samfé- lags með því að leggja það til, að þeir peningar sem þá höfðu verið merktir Kjarvalshúsi yrðu „stofnfé í byggingarsjóð málverkasafns ríkis- ins“. Snillingareru stundum til þess hafðir-og það er hið versta mál - að vera eins og einskonar svipa á þá listamenn sem eftir koma: af hverju getið þið ekki verið eins og Kjarval? Ekkert væri fjær Kjarval sjálfum en slík misnotkun á nafni hans - svo mjög sem hann lagði sig fram um að sýna samstöðu með öðrum myndlistar- mönnum, leggja lífi listanna lið. Ef menn eru til í að hafa uppi heitstrengingar á aldarafmælinu og bæta þá um leið fyrir ýmsar vanrækslusyndir liðinna ára þá er rétt að mæla einmitt með því, að minnast Kjarvals með persónulegu og opin- beru örlæti við listirnar í landinu. Með því að halda uppi reisn í safnamálum og fræðslu og listauppeldi og aðstoð við listamenn og öðru því sem gefur mannlífi á íslandi lit og línu. Gleðileg undantekning Stjórnmálaflokkar á íslandi eru með allra daufasta móti, og margir þeirra eru nánast orðnir að einskonar jábræðralagi, þar sem menn svífa skoðanalausir og áhugalausir um víða velli. Al- þýðubandalagið er þó gleðileg undantekning frá þessari lognmollu. Þar er í gangi hressi- leg umræða um starf og stefnu, sem hefur tæpast farið fram hjá neinum. Fjölmiðlar hafa gert sér mat úr þessari umræðu, enda ger- ist það æ sjaldnar að fólk innan stjórnmálaflokka talist á tæpi- tungulaust um málefni. Hins veg- ar er gjarnan mikil og ófrjó um- 1 ræða í gangi innan sumra annarra j stjórnmálaflokka sem snýst nær ; eingöngu um persónur, en mark- mið og leiðir virðast skipta litlu máli á þeim bæjum. Öllum stjórnmálaflokkum, sem vilja finna til í stormum sinna tíða, er nauðsynlegt að fara gegn- um tímabil þar sem menn setja upp gleraugu gagnrýninnar, spyrja sjálfa sig og samstarfs- menn nærgöngulla spurninga, og reyna að skoða sig og umhverfið í öðru og skarpara ljósi en áður. í Alþýðubandalaginu er þetta ein- mitt að gerast. Þar hefur farið fram frískleg og hreinskilin um- ræða að undanförnu, og slíkt er í hæsta máta eðlilegt í aðfara mikilvægs landsfundar, þar sem teknar verða afdrifaríkar ákvarð- anir um starf flokksins og stefnu. En landsfundur Alþýðubanda- lagsins verður í fyrri hluta næsta mánaðar, og því von að menn noti einmitt tímann núna til um- ræðna. Tilraun til tortryggni Blöð andstæðinganna reyna auðvitað að gera flokkinn sem tortryggilegastan vegna hressi- legrar þátttöku í umræðum innan flokksins. Það var til að mynda fróðlegt hvernig bæði DV og Morgunblaðið freistuðu þess um helgina að gera umræður og lýð- ræðislegar kosningar á vettvangi Útgáfufélags Þjóðviljans fyrir helgi að einskonar valdatog- streitu innan Alþýðubandalags-„ ins. Það var auðvitað fjarri öllum' sanni. Þó menn ræði frísklega um markmið og leiðir og reyni að meta hvaða herfræði beri að beita á komandi mánuðum og misser- um, þá er algerlega fráleitt að sjóða úr því einhvers konar per- sónulegt valdabrölt milli manna. En auðvitað stafa þessi viðbrögð hægri fjölmiðlanna af því einu, að ævinlega þegar eitthvert lífsmark sést til að mynda í Sjálfstæðis- flokknum, þá er það í kringum átök valdagírugra potara, en aldrei um málefni. Afhverju umræða? Ragnar Elbergsson, einn helsti forystumaður þess Alþýðu- bandalagsfélags sem býr við einna besta pólitíska heilsu, Al- þýðubandalagsfélagsins í Grund- arfirði, gerir einmitt þetta atriði að umræðuefni í síðasta tölublaði Birtingar, sem félagið í Grundar- firði gefur út. Þar segir Ragnar: „Er kreppa í Alþýðubandalag- inu? Samkvœmt skrifum í blöð- um hœgrimanna virðist kreppa Alþýðubandalagsins vera mjög alvarleg. Kreppan er skilgreind í þessum blöðum á þann hátt, að sú opna og hreinskilna umrœða sem átt hefur sér stað innan raða Al- þýðubandalagsins, sé undanfari klofnings í flokknum. Auðvitað blundar sú von í brjóstum íhalds- manna að helsti andstœðingur þeirra, þ.e. Alþýðubandalagið eigi undir högg að sœkja, og reyna í krafti áróðursmáttar síns að breiða út þá skoðun. En hvað veldur þí að þessi umræða fer af stað?“ Styrkari flokkur „Eins og fyrr greinir hefur op- inská og hreinskilin umrœða farið fram innan raða Alþýðubanda- lagsins um stöðu flokksins og hvernig best megi bregðast gegn þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað á íslandi. Ríkisstjórnin hefur frá því hún kom til valda rýrt kjör almennings svo harka- lega að neyð blasir við á flestum heimilum launamanna. Aróður svokallaðra frjálshyggjuhópa hef- ur verið ríkjandi í pólitískri um- rœðu á landinu. Eini valkosturinn gegn þessum öflum er sterkt Alþýðubandalag. Úmræðan sem nú er ígangi innan flokksins, er til þess fyrst og fremst að styrkja stöðu hans til baráttu gegn frjálshyggju og her- námssinnum. Sú umræða á eftir að leiða flokkinn til sigurs gegn þessum öflum. Þessi opinskáa umræða sýnir kjark Alþýðubandalagsins um- fram aðra flokka og sýnir sér- stöðu hans í íslenskum stjórnmálum. Skrif íhaldsblað- anna um kreppu og klofning íAl- þýðubandalaginu er ekkert annað en heilbrigðisvottorð um það að flokkurinn sé á réttri elið. Þeir óttast Alþýðubandalagið!“ Skerping á sérstöðu Þarna hitti Ragnar Elbergsson naglann á höfuðið. Sú umræða sem fer fram innan flokksins er auðvitað til þess eins að styrkja stöðu hans. Þessvegna er hún op- inská og umbúðalaus. Það er staðreynd, að skammt er síðan Alþýðubandalagið kom úr samsteypustjóm bæði á vett- vangi ríkisstjórnar og eins í Reykjavík. Auðvitað er það sjálfsagt að í stjórnum með öðr- um flokkum fallist flokkurinn á málamiðlanir. En að þeim lokn- um þarf einfaldlega að fara fram skerping á stefnunni, flokkurinn þarf að taka sér tak og þvo af ásjónu sinni málamiðlanir, efla sérstöðuna. Það er einmitt þetta sem er að gerast með umræðunni sem á sér stað innan flokksins í dag. Þessvegna er hún af hinu góða og það er gjörsamlega ást- æðulaust fyrir menn að óttast að hún skaði flokkinn. Hún er nefni- lega heiðarleg og snýst um mál- efni og starfshætti, en beinist alls ekki að tilteknum persónum. Kjarkur Hafi menn ekki kjark til þess að vera í flokki sem tekur um- búðalaust á sínum innri vanda, þá eiga menn ekkert erindi í pólitík. Það er ekkert sjálfsagðara en að í aðfara jafn mikilsvægs atburðar og landsfundar ræði menn málin af hreinskilni. Því það verður aldrei hægt að meitla ferska stefnu og laga kúrsinn að breyttum aðstæðum nema menn þori að ræða málin. En til þess þarf kjark. -ÖS DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Úlgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjárar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson. Fréttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóftir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gisla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utllt: Sævar Guöbjömsson, Garðar Sigvaldason. Sfmvarsla: Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olðf Húnflörð. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbrelðslustjórl: Sigríður Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristfn Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfml 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuðl: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.