Þjóðviljinn - 15.10.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.10.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348., Helgarsími: 81663. Priðjudagur 15. október 1985 237. tölublað 50. örgangur DJOÐVUilNN Kjörin Launaskriðið siglir framhjá konunum Launaskrið í verslun 13,4% hjá körlum en8,l% hjá konum. Afgreiðslukonur njóta ekki launaskriðs. Verkakonur eru eini hópurinn sem hefur minnkað við sig vinnufrá síðasta ári Karlar í skrifstofustörfum hafa notið mests launaskriðs frá 2. ársfjórðungi 1984 en á þeim tima hefur dagvinnutímakaup þeirra hækkað um 13,4% umfram taxtahækkanir. Á sama tíma hafa konur í skrifstofustörfum aðeins hækkað um 8,1% umfram kauptaxta. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkomnu fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar þar sem bor- ið er saman tímakaup í dagvinnu og taxtahækkun á 2. ársfjórðungi 1984 og 1985 hjá verkamönnum, verkakonum, konum og körlum í afgreiðslustörfum og skrifstofu- störfum og iðnaðarmönnum. Dagvinnukaup afgreiðslu- kvenna hefur hækkað um 30% á þessu tímabili sem er sama hækk- un og orðið hefur á töxtum. Sem sé ekkert launaskrið þar. Karlar í afgreiðslustörfum hafa hins vegar_ hækkað um 36,9% í dagvinnu eða 5,4% umfram taxta. Dagvinnukaup verkamanna hefur hækkað um 30,9% sem er 3,8% umfram taxta en tímakaup verkakvenna í dagvinnu hefur aðeins hækkað um 26,3% sem er 0,8% umfram taxta. Dagvinnukaup iðnaðarmanna hækkaði á þessu tímabili um 34,6% sem er 3,4% umfram taxta. Vinnutími hefur á þessu sama tímabili lengst hjá öllum ofan- greindum stéttum nema verka- konum. Þær vinna nú 1,3 stund- um skemur á viku en í fyrra. Mest hefur aukningin orðið hjá verka- mönnum og iðnaðarmönnum sem vinna nú 52,5 og 52,4 tíma á viku hverri. Til samanburðar vinna karlar í skrifstofustörfum 44,7 tíma en konur í sömu störf- um 43,3 tíma. _ÁI Blaðamenn á leið um borð í ATR 42, 46 manna flugvélina, sem ekki er ólíklegt að eigi eftir að leysa af hólmi gömlu innanlandsvélarnar. Á innfeldu myndinni sést flugmálastjóri, Pétur Einarsson í samræðum við fulltrúa frönsk-ítölsku flugvélaframleiðendanna í kynningarfluginu. Ljósm. Einar.ÓI. lnnanlandsflug Flugvélakynning yfir Reykjavík Við flugum frá Akureyri í morgun í talsverðri ókyrrð og það verður að segjast að vélin reyndist prýðilega. Hún er stöðug og snögg og hefur ýmis þægindi bæði fyrir farþega og áhöfn, sagði Gunnar Guðjónsson, flugmaður, þegar hann hafði flogið með helstu framámenn i flugmálum á Islandi og blaðamenn í stutta kynnisferð með ítölsk-frönsku flugvélinni ATR 42 í gærdag. Forráðamenn framleiðenda véiarinnar kynntu vélina hér á landi í gær, en í morgun hélt hún áfram í hálfs mánaðar kynnisför um Bandaríkin. ATR 42 vélarnar eru glænýjar og fer fyrsta vélin í áætlunarflug í nóvember, en þeg- ar hafa verið seldar 54 vélar til 17 flugfélaga víðs vegar um heim. Kostnaður á hverja vél er um 7 millj. dollarar, en að sjálfsögðu var fyrst og fremst verið að kynna vélina hér Flugleiðamönnum, enda styttist í að Flugleiðir þurfi að endurnýja flota sinn í innan- landsfluginu. Vélarnar eru mjög hagkvæmar á styttri vegalengdum, þær eru sparneytnar, hljóðlátar og þægi- legar í ókyrrð. Að minnsta kosti fundu blaðamenn lítið fyrir sex vindstigum og stinningskalda þegar flogið var með þá í kynnis- flugið í gær og hver veit nema landsmenn eigi eftir að kynnast þessum þægilegu farskjótum Hlýindi 21 stig á Dalatanga Sunnan hnúkaþeyr yfir öllu landinu. Hlýindin koma lengst suður úr höfum. Veðurfrœðingar spá áframhaldandi blíðu Óvenjuhlýr sunnanþeyr er nú yfir öllu landinu og komst hitinn í 21 stig á Dalatanga í gær og var víða 17 stig norðanlands einsog á Akureyri. I Reykjavík var hitinn 13 stig en þar rigndi, en á norðan- og austanverðu landinu var hið besta sumarveður. „Þetta er ekki mjög algengt, en þetta hefur þó komið stundum fyrir í sunnanátt að við fáum hingað svona hlýtt loft langt sunnan úr hafi af heitustu sort,“ sagði Þóranna Pálsdóttir veður- fræðingur í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Að mati veðurfræðinga er útlit fyrir að þessi hlýindi vari eitthvað áfram en hitastigið mun að öllum líkindum lækka um 2-3 gráður." Reiknað er með að um allt norðanvert landið fari hitinn ekki niður fyrir 10 stig í nótt, en hann var um 13 stig í fyrrinótt. -Ig. áður en langt um líður. Ennþá hafa þó engar ákvarðanir verið teknar um endurnýjun innan- landsvélanna, en ATR 42 er „vissulega freistandi kostur“ einsog einn Flugleiðamanna komst að orði. þs Bretland 121 látinn úr ónæmis- tæringu London - Bresk heilbrigðisyfir- völd tiikynntu í gær að allir sem þess óskuðu gætu farið í rannsókn og látið athuga hvort þeir eru haldnir ónæmistær- ingu. Einnig hefur verið ákveð- ið að allt blóð sem gefið er í blóðbanka í iandinu verði sér- staklega rannsakað með tilliti til þess hvort það innihaldi veiruna sem veldur ónæmis- tæringu. Embættismenn í heilbrigðis- ráðuneytinu sögðu í gær að u.þ.b. 10.000 bretar væru taldir hafa veiruna sem veldur ónæmistær- ingu í blóðinu en þar af er talið að allt að 20% fái veikina. Fram til þessa hefur 121 breti látist úr veikinni og er stærstur hluti þeirra hommar. Þrír hafa fengið veikina eftir blóðgjafir og átta af þeim sem létust voru dreyrasjúk- lingar sem fengu veiruna úr storknunarefni sem unnið var úr gjafablóði. -ÞH/reuter 24. október Kvennafrídagurinn endurtekinn Mikill áhugi hjá konum að leggja alveg niður vinnu. M ikill áhugi er meðal kvenna um land, að minnast 10 ára afmælis kvennafrídagsins þann 24. okt. n.k. með því að leggja niður störf líkt og gert var fyrir áratug og minna þannig á hlut- deild og mikilvægi kvenna á vinnumarkaðinum, jafnframt því sem konur noti daginn til að ræða kjör og stöðu kvenna í atvinnulíf- inu. Á fjölmennum félagsfundi í Verkakvennafélaginu Framtíð- inni í Hafnarfirði í sl. viku var samþykkt að mælast til þess við konur í bænum að þær legðu nið- ur vinnu þann 24. jafnfram því sem félagið hefur ákveðið að halda almennan fund þá um morguninn. Á Akureyri hefur samstarfshópur kvenna þegar undirbúið um nokkurn tíma i fundarhöld og hátíð í Alþýðuhús- ' inu frá morgni til kvölds þann 24. og hafa allar konur í bænum verið hvattar til að leggja niður vinnu þann dag. í Reykjavík hefur 85 nefndin samþykkt að mælast til þess við konur í borginni að þær taki sér frí þann 24 og taki þátt í fjölbreyttri baráttudagskrá. „Við höfum ákveðið að hvetja allar konur til að leggja niður morgni fram á kvöld og um miðj- vinnu þennan dag og ætlum aðv an daginn yrði haldinn fundur þar mæla okkur mót í Góðtemplara- sem kjaramál kvenna yrðu til um- húsinu árdegis þar sem við verð- um með dagskrá fram að hádegi en þá ætlum við að fjölmenna á útifimdinn í Reykjavík," sagði Guðríður Elíasdóttir form. Framtíðarinnar og varaform. ASÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Soffía Guðmundsdóttir sem á sæti í ’85 samstarfshópnum á Ak- ureyri sagði að fjölbreytt dagskrá yrði á kvennafrídaginn í Alþýðu- húsinu. Dagskráin stæði frá ræðu. Þá verða í gangi 5 myndlist- arsýningar kvenna á Akureyri og fjölbreyttur tónlistarflutningur og upplestur verður á fundinum í Alþýðuhúsinu. I Reykjavík verður haldinn úti- fundur í miðbænum þann 24. en þá um morguninn kl. 11 verður opnuð sýningin „Kona, vinna, kjör“ í nýja Seðlabankahúsinu, en að sýningunni standa m.a. 60 stéttarfélög. -Jg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.