Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 8
Blósið til reglu Árni Páll í Gallerí Salnum Islenska hljómsveitin á æfingu í Langholtskirkju fyrir tónleikasyrpuna sem hefst um helgina. Marc Tardue hljómsveitarstjóri, Frederick Fox tónskáld og Sigríður Ella Magn- úsdóttir söngkona. íslenska hljómsveitin Fimm tónleikar ó sex dögum Akranesi, Hafnarfirði, Selfossi, Keflavíkog Reykjavfk Fjóröa starfsár íslensku Hljómsveitarinnar hefst með tónleikum í Bíóhöllinni Akra- nesi laugardaginn 19. októ- ber kl. 15:00. Tónleikarnir verða endurteknir í Þjóðkirkj- unni í Hafnarf irði sunnudag- inn 20. október, kl. 16:00, í Selfosskirkju þriðjudaginn 22. október kl. 20:30, í Kefla- víkurkirkju miðvikudaginn 23. október kl. 20:30, og loks í Langholtskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 24. október, kl 20:30. í ár verða haldnir tíu áskriftar- tónleikar á hverjum áðurnefndra staða, alls fimmtíu tónleikar, og eru þessir tónleikar þeirra fyrstir. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Bandaríski hljóm- sveitarstjórinn Marc Tardue stjórnar hljómsveitinni. Söng- konan Sigríður Ella Magnúsdótt- ir kemur fram á tóneikunum. Á efniskránni eru þrjú tónverk og eru tvö þeirra verk ítalskra höfunda. í verkinu Trittico Bott- icelliano leitast höfundurinn, Ott- orino Respighi, við að draga upp tónmyndir af þremur frægum málverkum Botticellis, eins mesta meistara endurreisnar- tímabilsins. Yfirskriftir hinna þriggja þátta tónverksins vísa til málverkanna La Primavera (Vorið), L’Adorazione Dei Magi (Vitringarnir frammi fyrir Jesú- barninu), og La Nascita Di Ven- ere (Fæðing Venusar). Tónverkið Þjóðlög eftir Luci- ano Berio hefur verið flutt víða um lönd og hlotið hlýjar við- tökur, enda aðgengilegt eins og nafnið bendir til. Lögin eru frá ýmsum löndum, sungin á frum- málinu og listilega útsett fyrir fá- menna karhmersveit. Berio til- einkar verkið konu sinni, hinni heimskunnu söngkonu Kathy Berberian. Auk ítölsku verkanna mun hljómsveitin frumflytja tónverk- ið Now and Then eftir Banda- ríska tónskáldið Frederick Fox, en verk þetta er tileinkað ís- lensku hljómsveitinni og aðal- stjórnanda hennar. Frederick Fox á að baki litríkan feril í tóns- míðum og hafa verk hans verið flutt víða og verið hljóðrituð af þekktum hljómsveitum, m.a. af Louisville Orchestra. Undanfarin ár hefur lítið borið ágeometríu í málaralistinni. Síðan minimalismann eða naumstefnuna svokallaða leið ásamt skyldum greinum, litflatastefnunni (Colour-field) og síð-malerismanum (Post- painterly), hafageometrískir málararfarið nær huldu höfði. Það er ekki þar með sagt að þeir hafi hætt iðju sinni, heldur hafa þeir starfað í skugga annarrarog beturauglýstrar listar, s.s. nýjamálverksins margumtalaða. Margt bendir þó til þess að geo- metrían sé í sókn þótt hægt fari enn um sinn. í Bandaríkjunum hefur hópur málara reynt að endurvekja þessa list, en reyndar hefur hún ávallt átt trygga fylgj- endur í þvísa landi, enda er am- erískt stórborgarumhverfi nátt- úruleg kveikja gemometrískrar listar með öllum sínum nýtísku- legu kassabyggingum. Til skamms tíma var geometr- ísk list talin eitt helsta úrkynjun- armerki borgaralegrar menning- ar. Þeir sem töldu menningarlegt heilbrigði fólgið í frásagnar- kenndri (representatif) myndlist, tóku gjarnan list Hollendingsins Mondrians, eða Rússans Male- vitsj, sem dæmi um óeðli og sýk- ingu andans. I seinni tíð hefur þessi afstaða snúist við og ósjaldan rekst mað- ur á greinar í tímaritum, þar sem geometrísk list fyrri tíma er talin vottur heilbrigðrar og framsæk- innar menningar. Listfræðingar horfa gjarnan með söknuði til rússneskrar listar í upphafi bylt- ingarinnar, Bauhaus-skólans í Þýskalandi Weimar-lýðveldisins og de Stiji-hreyfingarinnar í Hol- landi; ...„þegar módernisminn var hreinn og óflekkaður og listin hafði mikilvægu hlutverki að gegna í skipulagi framtíðarþjóð- félagsins". Að mati áðurnefndra listfræð- inga er geometrían nokkurs kon- ar klassík nútímans; ákall til reglu og hetjulegrar staðfestu. Hún sameinar listamenn, arkitekta, verkfræðinga og hönnuði og býð- ur þeim að leggja grunn að nýjum heimi og skipulegra þjóðfélagi. Pað er staðreynd að flestir fylgis- menn geometrískrar listar voru róttækir tæknikratar. Sýning Árna Páls í Gallerí Salnum er ákall til reglunnar. Hann heldur því fram að tími uppstokkunar sé í nánd og blása verði í lúðra gegn ringulreiðinni og upplausninni. Verk hans tala sínu máli. Þau eru einföld beinlínuverk, dregin skýrum og ákveðnum dráttum. Innan um málverkin má sjá álplötur með bókstöfum í ætt við bifreiðanúm- er. Allt er stærðfræðilega einfalt og klárt. Vissulega er geometría Árna Páls ekki nein frumleg geometría og verk hans minna óþægilega á ýmsá meistara lífs og liðna. Reyndar veit hann þetta manna best sjálfur. En geometrískri list er þröngur stakkur sniðinn og því er næsta eðlilegt að verk eins mál- ara líkist verkum annars. Það sem skiptir meira máli er að verk Árna Páls eru fallega máluð og vandvirknislega. Þau eru yfir- lætislaus og verka róandi á sjón- taugarnar. Samt læðist að manni sá grunur að þetta séu ekki framtíðarverk, heldur saknaðaróður til fyrri skeiða geometrískar listar. Hið dökka yfirbragð og glanslakkaða yfirborð virkar gamalgróið eins og á forngripum. Það er engu lík- ar en Rembrandt hafi orðið fyrir áhrifum af tuttugustu öldinni. Er þetta teikn þess að lúðrablástur- inn hljómi einungis í höfði lista- mannsins, en nái aldrei út um stræti og torg? HBR 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN GM &■ □PEL n ISUZU VETRARSKOÐUN -1985 Gildistími 10. okt. - 1. des. 1. Mótorþvottur 2. Viftureim athuguð 3. Hleðsla og rafgeymir mæld 4. Rafgeymasambönd hreinsuð 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensínsíu 9. Mótor- stilling 10. Mælikerfi athugaðH. Frostþol mælt12.Ljós yfirfarin og stillt 13. Rúðuþurrkur athugaðar- settur á frostvari 14. Hemlar reyndir. VERÐ: (m/söluskatti) 4 cyl. 2.598,- 6 cyl. 3.352,- 8 cyl. 3.882,- INNIFALIÐ í VERÐI: Vinna Kerti Platínur Bensínsía Frostvari fyrir rúðusprautu HÖf ÐABAKKA 9 5IMI 687300

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.