Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN Tilkynning um brunatryggingar húsa í Hafnarfirði Þriðjudaginn 15. október 1985 taka Samvinnutrygg- ingar við lögboðnum brunatryggingum húsa í Hafnar- firði. Endurnýjun trygginganna fer fram 1. janúar 1986 fyrir tímabilið 15. október 1985 til 31. desember 1986. Umboðsskrifstofa félagsins í Samvinnubankanum að Strandgötu 33 Hafnarfirði annast alla þjónustu varð- andi vátryggingar þessar. Hjúkrunarfræðingar athugið Ráðstefnan verður haldin í Hjúkrunarskóla (slands, laugardaginn 26. okt. frá kl. 9-16. Efni: Hjúkrunarrannsóknir kynntar. Nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar í símum 15316 og 21177, fyrir miðvikudaginn 23. október. Rannsóknarnefnd Hjúkrunarfélagsins Laus stáða Dósentsstaða í stærðfræði við raunvísindadeild Há- skóla íslands er laus til umsóknar. Dósentinum er einkum ætlað að starfa á svið fágaðrar rúmfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisin. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, skulu þær hafa borist fyrir 15. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið, 10. október 1985. Blikkiðjan Iðnbuft 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð I 46711 Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið í Húsavík óskar að ráð hjúkrunarfræð- inga, nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Sjúkrahúsið í Húsavík s/f. Sjóefnavinnslan h/f Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar h/f verður haldinn í veitingahúsinu Glóðinni, Keflavík, föstudaginn 1. nóv- ember 1985, og hefst kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Maðurinn minn og faðir okkar_ Einar Guðbjartsson Efstasundi 6 lést á Borgarspítalanum 15. október. Fyrir okkar hönd, tengdabarna, barnabarna og barnabarna- barna, Skúlína Haraldsdóttir og börn hins látna. Þetta er ekki Berlínarmúrinn heldur há girðing sem skilur að hverfi kaþólskra og mótmælenda í Belfast. London - Dublin: Samiö um stöðu Noröur-íiiands Breskyfirráð - Reynt að slá á stuðning við IRA með umbótalöggjöf og erlendum peningum - Andstaða verður mikil Breskir og írskir embættis- menn hafa setið á ströngum fundum undanfarna ellefu mán- uði og munu senn reiðubúnir með samkomulag um Norður- írland, sem ætlaö er að bæta nokkuð stöðu hins kaþólska minnihluta þar og draga þar með úr stuðningi viö hina róttæku sameiningarsinna í Sinn Fein og IRA, írska lýðveldisherinn. Ólík- legt er samt talið að með þessu samkomulagi muni byssur þagna á Norður-írlandi. Gert er ráð fyrir að forsætis- ráðherrar Bretlands og írlands hittist í byrjun nóvember til að leggja síðustu hönd á verkið og verður sá fundur að líkindum haldinn í Dublin. Og því er haldið fram, að þessi samningur muni hafa svipaða þýðingu og samn- ingurinn frá 1922 sem í reynd skipti írlandi: af honum hafa menn mátt súpa beiskt seyði síð- an. Svikinn draumur? Fréttaskýrendur telja sig hafa komist að því, að í þessum „pakka” séu ákvæði sem miða að því að auka vægi hins kaþólska minnihluta á Norður-írlandi í stjórn „sýslanna sex” og þar með draga úr þeirri óánægju sem hef- ur verið bakhjarl IRA og Sinn Fein. Breska stjórnin mun í leiðinni fullvissa sambandssinna (mótmælendur og þeirra samtök) um að þeir fái áfram að vera innan Bretlands en þó með því skilyrði að þeir veiti kaþólskum jafnrétti við sig. írska stjórnin mun að líkindum lýsa því yfir, að ekki verði breytt þeim ákvæðum stjórnarskrár írlands, sem gefur kaþólsku kirkjunni sérstaka stöðu og rétt í ríkinu, og muni stjórnin fallast áþá ósk meirihlut- ans á Norður-írlandi að halda áfram að vera mótmælendur og breskir þegnar. í þeirri fréttaskýringu sem hér er stuðst við er ekkert um það sagt, hvort fellt verði burt það ákvæði stjórnarskrár írlands þar sem segir að landið sé eitt og óskipt. En hitt munu þeir rót- tækir vafalaust halda til streitu, að með því samkomulagi sem á döfinni er, séu ráðandi menn í Dublin endanlega að grafa drauminn um sameinað írland. Talið er líklegt að helsti flokk- ur kaþólskra manna á Norður- írlandi, SDLP (Sósíaldemókrat- íski Verkamannaflokkurinn) muni samþykkja samkomulagið á ársfundi sínum sem fram fer snemma í nóvember. Hafi frá því verið gengið á leynifundi með fulltrúum stjórnarinnar í Dublin. Ráðgjöf og vald Samkomulagið felur það í sér meðal annars að sett verður upp ný bresk-írsk nefnd til að fvlgjast með því hvernig Norður-Irlandi er stjórnað. En umboð fulltrúa írlands í þeirri nefnd verður að- eins til ráðgjafar og bresku full- trúarnir fara með ákvörðunar- valdið. Formenn nefndarinnar verða írlandsmálaráðherra breta og utanríkisráðherra frlands. Peim mun þjóna skrifstofa, skipuð embættismönnum frá London, Dublin og Belfast, en stofnun þessi á ekki að hafa vísan sama- stað - hvernig sem ber að skilja það. Kannski á að sneiða hjá því að embættisr'.enn frá írska lýð- veldinu skeri í augu mótmælenda með því að setjast að í Stor- montkastala í Belfast? Um leið og samkomulagið tekur gildi á að grípa til ýmissa ráðstafana sem eiga að hressa upp á efnahag Norður-frlands. Bæði Bandaríkin og Efnahags- bandalagið hafa verið beðin um sérstök fjárframlög til atvinnu- uPPbyggingar. Fleiri kaþólskir menn verða ráðnir til starfa við dómstóla og löggæslu en þar hafa starfað og á þetta að auka trú kaþólskra á dómstólum og lögreglusveitum sem hafa að mestu verið skipuð mótmælendum. Sérstök blönduð nefnd á að fylgjast með framferði og þjálfun lögreglusveita. Þá á að setja sérstök lög sem ætlað er að vinna gegn mismunun á kaþólsk- um mönnum og mótmælendum við mannaráðningar og í húsnæð- ismálum og á fleiri sviðum. Ur ýmsum áttum Það er talið víst að fjölmargir muni - hver á sínum forsendum snúast gegn því samkomulagi sem hér var skýrt frá. Ekki aðeins Sinn Fein og IRA, sem kveðast aldrei munu gefast upp fyrr en frland er sameinað. Charles Haughey, fyrrum forsætisráð- herra og leiðtogi stjórnarand- stöðuflokksins Fianna Fail (sem er reyndar stærsti flokkur írska lýðveldisins) hefur nýlega komist svo að orði á fundi í Cork, að hans flokkur muni aldrei fallast á sam- komulag sem gefi sameiningu ír- lands upp á bátinn. Þá er búist við andstöðu af hálfu mótmælenda á Norður- írlandi. Þeir herskáustu þar, menn séra Ians Paisleys og fieiri slíkir, telja, að með samkomu- laginu sé verið að stíga Iaumulegt skref í átt til þess að mótmæl- endur verði neyddir til að sam- einast hinu pápíska lýðveldi í suðri. Og eins og vænta mátti fylgja þeim geðshræringum hót- anir um að drepa írska Ieiðtoga og embættismenn. Þeir sem að samkomulaginu standa munu einkum treysta á það að bandarískir peningar og peningar Efnahagsbandalagsins muni draga úr pólitískri heift á Norður-írlandi og þar með rót- festa samkomulagið. ÁB 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 16. október 1985,'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.