Þjóðviljinn - 16.10.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Side 9
MENNING Páll heitinn Jónsson bókavörður í hinu einstæða safni sínu. Borgarnes Bókasafn Páls Jönssonar Hinn 27. maí sl. lést í Reykja- vík Páll Jónsson bókavöröur. Páll var landskunnur maöur, m.a. fyrir Ijósmyndir sínar sem víða birtust, svo og fyrir rit- stjórn Árbókar Ferðafélags ís- lands. Þá var Páll ekki síður þekktur fyrir bókasöfnun sína, enda lét hann eftir sig eitt af fágætustu og fegurstu einkabókasöfnum hér á landi á síðari árum. Bókasafn hans er ekki einungis mikið að vöxtum, heldur ber það af hversu margt er þar af fágætum ritum og sérstæðum eintökum og hve bún- aður þeirra allur er gerður af óbrigðulli smekkvísi.. Þar gætir mjög handbragðs Páls sjálfs, en hann var Iistavel hagur og meðal vandvirkustu bókbindara. Áður en Páll lést hafði hann ánafnað Héraðsbókasafni Borgarfjarðar bókasafn sitt, og hefur það nú tekið við þessari einstæðu gjöf. Páll Jónsson fæddist á Lundum í Stafholtstungum 20. júní 1909. Hann ólst upp að Örnólfsdal í Þveráhlíð, en fluttist á ungling- sárum til Reykjavíkur. Þar stund- aði hann í fyrstu verslunarstörf, en réðst árið 1941 sem auglýs- ingastjóri að dagblaðinu Vísi. Árið 1953 varð Páll bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur Lífshamingju- bœkur Peales Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefurendurútgefið bækurnar VÖRÐUÐ LEIÐTILLÍFS- HAMINGJU og LIFÐU LÍF- INU LIFANDI eftir Norman Vincent Peale í þýöingu Bald- vins Þ. Kristjánssonar. Höfundurbókanna, dr. Norm- an Vincent Peale, er einn vinsæl- asti kennimaður Bandaríkjanna fyrr og síðar. Hann er og frægur rithöfundur og ritstjóri. Vörðuð leið til lífshamingju er ein þekktasta bók hans og ein- hver mest selda bók sem um get- ur. Árum saman var hún efst á lista metsölubóka í Bandaríkjun- um og hefur selst í milljónum ein- taka um allan heim. Er bókin kom fyrst út á íslensku árið 1965 seldist hún upp á skömmum tíma. Lifðu lífinu lifandi kom út á íslensku árið 1967 og hlaut eins og fyrri bókin fádæma góðar við- tökur. Um muninn á þessum tveimur bókum segir höfundur sjálfur: „Fyrri bók mín kenndi mönnum að HUGSA jákvætt um vandamál sín. Þessi gengur skrefi lengra; hún sýnir þeim hvernig breyta á þessari jákvæðu hugsun í FRAMKVÆMD til að gera líf sitt árangursríkara." til Héraðsbókasafns og gegndi því starfi í 27 ár uns hann lét af því fyrir aldurs sakir 1980. Páll Jónsson var einn af stofn- endum farfuglahreyfingarinnar á íslandi, enda voru ferðalög og útivist meðal kværustu hugða- refna hans. Hann átti sæti í stjórn Ferðafélags íslands í 31 ár, 1947- 78, og var einn af máttarstólpum þess. Ritstjóri Árbókar Ferðafél- agsins var hann um 15 ára skeið, Hólmfríður Árnadóttir sýnir 24 pappírsverk í Gallerí Borg við Austurvöll. Þetta eru samlíming- ar eða „collage“, sem settar eru saman úr mismundandi pappír, grófum og fínum, lituðum á ýms- an hátt. Samlímingar Hólmfríðar eru óhlutbundnar og virkni þ$irra er því formræns eðlis. Samsetn- ing lita og lögunar miðar að fag- urfræðillegri launs sem gleður augað. Allt frá því að þeir félagar Pic- asso og Braque reyndu fyrir sér á þessu sviði, hafa samlímingar átt miklu fylgi að fagna meðal lista- manna. Segja má að samsetning- ar tilbúinna pappírsbúta og síðar hluta séu eitt helsta einkenni list- ar á þessari öld. Meginhluti þeirra verka sem leit dagsins ljós undir merkjum dada- og fútúr- isma var af þessum toga spunn- inn. Menn notfærðu sér það sem hendi var næst og skelltu saman alls kyns afgöngum svo úr urðu myndverk með margs konar virkni. Þýskættaðir dadaistar voru hvað framsæknastir í samlíming- unum. Kurt Scwitters notaði gamla aðgöngumiða, lestrar- miða, umbúðarpappír og blaða- úrklippur, sem hann rað'aði sam- an af miklu hugviti til að tjá ver- öldina kringum sig. Raoul Haus- mann og Hanna Höch skópu það sem kallað var photomontage, eða ljósmyndaklipp: Max Ernst skóp einnig sérstæð verk með áþekkri tækni og John Heartfield (Johan Herzfelde) notaði ljós- myndaklippið í pólitískum til- gangi ásamt Georg Grosz. En collage-tæknin var einnig stór þáttur í list ítalskra og rússneskra fútúrista og oft beittu hinir síðarnefndu pappírnum á höggmyndrænan hátt. Öll þessi tilraunastarfsemi hafði mikil áhrif á ný-dadista og popplistar- menn eftirstríðsáranna og náði hámarki í verkum bandarísku. 1968-82. Árið 1980 var hann kjörinn heiðursfélagi Ferðafélags íslands. Á síðasta ári, þegar Páll Jónsson varð 75 ára, færðu vinir hans honum afmælisrit, Land og stund, sem bókaútgáfan Lögberg gaf út. Bókasafni Páls Jónssonar mun nú verða komið fyrir í Borgar- nesi, í sérstakri deild Héraðs- bókasafns Borgarfjarðar sem tengd verður nafni hans. listamannanna Roberts Rausc- henbergs og Jaspers Johns á 6. áratugnum. Þar var heilu hlutun- um skeytt saman svo úr urðu stór- skornar samsetningar. Hólmfríður byggir þ.a.l. á merkilegri hefð, sem þrátt fyrir ungan aldur (tæp 80 ár eru ekki langur tími í listasögunni) er ótrú- lega margslungin. í ljósi þessa geta samlímingar Hólmfríðar ekki talist mjög framsæknar né óvenjulegar. Þótt í þeim sé fólg- inn vilji til áræðis og frumleika og efniviðurinn sé stundum hrjúfur og ólistrænn, koðna þessar sam- límingar niður í fagurfræðilega smæð offágunar og tilgerðar. Þeir, sem sáu sýningu kvenna „Hér og nú“, hafa eflaust tekið eftir pappírsverkum Bjargar Þor- steinsdóttur í austursal Kjarvals- staða.Björg hafði áður sýnt papp- írsverk í Norræna húsinu. Þótt samanburður sé ávallt hvimleið- ur, verður ekki hjá honum kom- ist, svo mjög svipar verkum Hólmfríðar til verka Bjargar. Þrátt fyrir áþekkar aðferðir og efnivið, skortir samlímingar Hólmfríðar það líf og þau átök sem einkenna svo mjög samlím- ingar Bjargar. Stærð skiptir hér máli, sem og frelsi pappírsins undan gleri og ramma. Hafi menn séð stór pappírsveggteppi geta þeir ekki sætt sig við smágerða eftirmynd þeirra undir gleri. Þannig er listin því miður, að hún útheimtir ávallt eitthvað annað og meira en áhorfandinn hefur þegar séð. Þess vegna hrífur hann ekki hið áþekka og smækkaða. Pappírsverk ' Sýning HólmfríðarÁrnadótturíGallerí Borg Kvikmyndahátíð kvenna í Stjörnubíói Yfirlit yfir allar myndir á kvikmyndahátíð kvenna í Stjörnubíói Nornaveiðar Forfölgelsen eftír Anja Breien, Noregur 1981 Spennumynd sem lýsir á átakanlegan hátt galdraofsóknum í Noregi á 17. öld. Ung stúlka er ásökuð um samflot við djöfulinn og jafnvel ástmaður hennar fer að trúa því að hann sé undir töframætti hennar. Norskt tal, enskur texti. Bönnuð innan 12 ára. Haf horfinna tíma El mar del tiempo perdido eftir Solveig Hoogesteijn, Venesúela 1977 Þessi mynd er tilraun til að túlka suður-amerískan raunverulauka á myndræn- an hátt, byggð á samnefndri smásögu eftir Nóbelsverðlaunahafann Gabriel Garcia Marques. Spænskt tal, franskur texti. Piparmyntufriður Peppermint Frieden eftir Marienne S.W. Ftosenbaum, V-Þýskaland 1983 Lýsir á áhrifamikinn og sérkennilegan hátt upplifun 6 ára stelpu í lok síðari heimsstyrjaldar. i hennar augum er helsti kostur friðarins sá, að nú er nóg til af piparmyntutyggjói. Mynd, sem hefur notið ótrúlegra vinsælda í Evrópu. Ath. þýskt tal án texta. Nógu gömul Old Enought eftir Marisa Silver, Bandaríkin 1984 Skemmtileg mynd um tvær unglingsstúlkur sem alast upp í New York. Hún lýsir á sérlega nærfærinn og léttan hátt ýmsum vandamálum gelgjuskeiðsins, sam- bandi við fjölskyldu og fyrstu upplifun í samskiptum kynjanna. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Enskt tal. India Song Eftir Marguerite Duras Frakkland 1974 Af mörgum talin ein af athyglisverðustu myndum kvikmyndasögunnar. Myndin gerist á Indlandi á þriðja áratugnum og fjallar hún um ástir franskrar sendiherr- afrúar. Ótrúlega dáleiðandi fegurð. Enskur texti. Dorian Grey á síðum gulu pressunnar Dorian Grey im Sþiegel der Boulevardpresse eftir Ulrike Ottinger, V-Þýskaland 1984 Ævintýraleg mynd um samskipti Dr. Mabuse, leiðtoga alþjóðlegra fjölmið- lasamtaka og hins unga, ríka og undurfagra Dorian Grey. Á ferð um stórborg- ina sýnir hún honum mannlíf sem lesendur æsifréttablaða láta sér nægja að lesa um. Ath. myndin er á þýsku með frönskum texta. Daguerro myndir Daguerrotypes eftir Agnés Varda, Frakkland 1975 Ótrúlega skondin mannlífslýsing úr einni litríkustu götu Parísar þar sem Agnés Varda hefur búið um árabil. Enskur texti. Ódysseifur Ulysse 1982 eftir Agnés Varda, Frakkland 1983 Ódysseifur er talinn meðal fegurstu mynda Agnés Varda. Hún byggir á minn- ingum tengdum gamalli Ijósmynd af barni, nöktum manni og geit við hafið. Enskur texti. Svar kvenna Reponse de femmes eftir Agnés Varda, Frakkland 1975 Stutt mynd þar sem kvenlíkaminn er skoðaður á djarfan og skemmtilegan hátt. Enskur texti. Ekkert þak engin lög (og þú ekki) Sans toit ni loi eftir Agnés Varda, Frakkland 1985 Ung flækingsstúlka verður úti um vetur í Suður-Frakklandi. Hver er leyndar- dómur hennar? Myndin fékk Gullljónið í Feneyjum á síðustu hátíð. Ath. myndin er á frönsku, enginn skýringartexti. Leggðu fyrir mig gátu Tell Me a Riddle eftir Lee Grant, Bandaríkin 1981 Átakamikil en um leið gamansöm mynd um gömul hjón sem vilja skilja eftir 47 ára hjónaband en ástríður æskuáranna blossa upp að nýju er konan veikist skyndilega. Enskt tal. Agatha eftir Marguerite Duras, Frakkland 1981 Mynd sem vakið hefur geysilega mikla athygli fyrir mjög sérstæð efnistök á ástarsögu systkina sem framið hafa sifjaspell. „í þessari einföldu og nöktu mynd birtist ferskleiki og fegurð kvikmyndanna." Enskur texti Hugrekkið ofar öllu First Comes Courage eftir Dorothy Arzner, Bandaríkin 1943 Mynd full af spennu og hugljúfum ástarsenum á tímum heimsstyrjaldarinnar síðari í Noregi og fjallar um unga konu er starfar sem njósnari í þágu neðanjarð- arhreyfingarinnar. Dorothy Arzner var fyrsta konan sem stjórnaði kvikmyndum í Hollywood. Enskt tal. Önnur vitundarvakning Christu Klages Der zweite Erwachen der Christa Klages eftir Margarethe von Trotta, V- Þýskaland 1978 Geysispennandi mynd um konu sem fremur bankarán til að bjarga barnaheim- ili f fjárþröng. Fyrsta mynd Margarethe von Trotta sem hún fékk æðstu kvik- myndaverðlaun Þýskalands fyrir. Blóðbönd - Þýsku systurnar Die Bleierne Zeit eftir Margarethe von Trotta, V-Þýskaland 1981 Fyrir þessa mögnuðu mynd fékk M.vonTrottaGullljóniðí Feneyjum 1981. Ung kona stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að systir hennar er tekin og dæmd fyrir hryðjuverkastarfsemi. (slenskur texti. Sóley eftir Rósku, ísland 1981 Ljóðræn ástarsaga með pólitísku ívafi. Efniviðurinn er sóttur til þjóðsagna og trúar á álfa og huldufólk á 18. öld. Skilaboð til Söndru eftir Kristínu Pálsdóttur og Guðnýju Halldórsdóttur, ísland 1983 Efni myndarinnar er sótt í samnefnda sögu Jökuls Jakobssonar og fjallar um miðaldra ráðvilltan rithöfund og samskipti hans við unga ráðskonu - Söndru. Á hjara veraldar eftir Kristínu Jóhannesdóttur, (sland 1983 Myndin fjallar um drauma og brostnar vonir þriggja einstaklinga á hjara verald- ar. Ágirnd og sex stuttar Ágirnd (35 mín) er frá árinu 1952. Höfundur handrits og leikstjóri er Svala Hannesdóttir. Myndin er sannkallað brautryðjandaverk í kvikmyndagerð ís- lenskra kvenna. Hún vakti mikla athygli á sínum tíma enda bönnuð af lögreglu fyrir guðlast og klám. Sex stuttar íslenskar myndir eru eftir þrjár ungar konur, Eddu Sverrisdóttur, Rúrí og Sigríði Margréti Vigfúsdóttur. Miðvikudagur 16. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.