Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MOÐVIUINN Miðvikudagur 16. október 1985 238. tölublað 50. árgangur Aron Mnisi sendifulltrúi frá Afríska þjóðarráöinu (ANC) kom til landsins í gærkvöldi. Hann mun dvelja hér frameftir vikunni í boði vinstri flokka og ýmissa verkalýðsfélaga og kynna fyrir Islendingum stöðu og ástand mála í réttindabaráttu svartra gegn hvíta minnihlutanum í S-Afríku. Gestgjafar Mnisi hérlendis tóku á móti honum í gærkvöldi á Lækjarbrekku og hér heilsar Steingrímur Sigfússon alþm. uppá góðan gest. Mynd. E.OI. Skattaeftirlit Bókhaldið í miklum ólestri 62% þeirra bókhaldsfyrirtækja sem athuguð voru reyndust hafa bókhaldsitt íólagi og 77% lögfrœðifyrirtœkja Ólafsvík Garðar Valdimarsson, skatt- rannsóknarstjóri, sagði að það væri áhyggjuefni og alvarleg niðurstaða að atvinnugreinar eins og lögfræðiþjónusta og bók- haldsþjónusta kæmu svona illa út á Má Af þeim 423 fyrirtækjum sem skoðuð voru reyndust 276 fyr- irtæki vera með reikninga sína í ólagi. Þetta er niðurstaðan úr könnun skattrannsóknarstjóra á bókhaldi þeirra aðila sem skyldir eru til að gefa út reikninga í við- skiptum sínum við neytendur. Könnuninni lauk 4. október sl. og hafði þá staðið í 4 vikur. Könnu- nin var gerð í Reykjavík, á Reykjanesi og í Norðurlandskjör- dæmi eystra. eins og raun bæri vitni. Taldi hann ástandið verra en þeir hefðu búist við. Hann sagði að þau fyr- irtæki sem væru með bókhald sitt í ólagi samkvæmt þessari könnun myndu fá sent bréf þar sem skorað yrði á þau að bæta úr á- standi bókhalds síns. Hann sagði að það væru ein tíu fyrirtæki sem þeir myndu athuga nánar en vildi ekki tilgreina þessi fyrirtæki. - IH Sem dæmi um niðurstöður könnunarinnar má nefna að af lögfræðingum, fasteignasölum og skjalagerðarmönnum, reyndust 17 fyrirtæki hafa bókhald sitt í ólagi en aðeins 5 í lagi. 77% þess- ara lögfræðiþjónustufyrirtækja reyndust þannig hafa bókhald sitt í ólagi. f bókhaldsþjónustu reyndust aðeins 38% fyrirtækja hafa bókhald sitt í lagi. f húsa- smíði voru aðeins 12 fyrirtæki af 48 með bókhald sitt í lagi, eða 25%. Ríkisábyrgðasjóður átti hœsta boðið í togarann 110 miljónir króna. Landsbankinn bauð 107 miljónir og bað um ann- að uppboð semframfer 16. desember Uppboð fór fram í gær á togar- anum Má frá Ólafsvík. Fiskveiða- sjóður sem átti 1. veðrétt í skipinu bauð 106 miljónir króna, þá bauð Landsbanki íslands 107 miljónir en Ríkisábyrgðasjóður bætti um betur og bauð 110 miljónir króna. Þegar það var Ijóst fór Lands- bankinn fram á annað uppboð og var ákveðið að það færi fram 16. desember nk. Kristján Pálsson framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins Útver s.f. sem gerir Má út sagði í gær að allt yrði gert sem hægt væri til að halda í togarann, þ.e. að fá hann aftur til Olafsvíkur eftir að upp- boðið hefur farið fram. Hann sagðist telja að menn reyndu að mynda nýtt félag til að kaupa skipið, en ekkert hefði þó verið ákveðið endanlega í þessu efni. Ef Ólafsvíkingar missa skipið myndi það að sjálfsögðu hafa mjög ntikil áhrif til hins verra á atvinnulífið, bæði í Ólafsvík og á Hellissandi en aðilar frá þessum tveimur þorpum eru hluthafar í skipinu. Þá blasirstóreignamissir við fiskvinnslustöðvum og ein- staklingum missi þeir skipið. - S.dór 6 ungmenni á aldrinum 20-25 ára sitja nú í varðhaldi vegna að- ildar að smygli á fikniefnum frá Amsterdam. Fíkniefnin 650 gr. af hassolíu, rúm 100 gr af hassi og 25 gr af heróíni fundust innanklæða á ársgömlu barni við leit á Schip- holflugvelli í Amsterdam sl. föstu- dag. Aður hafði verið leitað ár- angurslaust á foreldrum barnsins en fjölskyldan var á leið til ís- lands. Að sögn Arnars Jenssonar hjá Fíkniefnadeild lögreglunnar hef- ur þetta fólk ekki komið við sögu lögreglunnar áður og er talið víst að þau hafi einungis haft það verk með höndum að flytja fíkniefnin til landsins, en verðmæti eitur- efnanna er álitið um 2 miljónir. Fíkniefnalögreglan hafði um nokkurn tíma haft auga með öðr- um ungum manni sem dvaldi í Amsterdam á sama tíma og ungu hjónin og var hann handtekinn er hann kom heim sl. laugardag og úrskurðaður í 30 daga gæsluvarð- hald en hann tengist umræddu fíkniefnasmygli. Jafnframt var nýjum þingmálum var út- býtt til fréttamanna á fyrsta starfsdegi alþingis í gær og eru þau öll nema eitt frá stjórnarand- stöðunni. Þetta eina er auðvitað fjárlagafruinvarpið og fylgigögn þess þ.e. þjóðhagsáætlun og lánsfjáráætlun. Frá þingmönnum Alþýðu- bandalagsins voru auk beiöni um skýrslu um aukafjárveitingar lagðar fram tillögur um málefni myndlistarmanna, um saina gjald fyrir símaþjónustu áöllu landinu, um framlag ríkisins til listskreyt- ingar Hallgrímskirkju í Reykja- vík og frumvarp til laga um að mæðralaun skuli greidd með börnum fram til 18 ára aldurs. Frá þingmönnum Bandalags jafnaðarmanna voru lagðar frant tillögur um úttekt á aðstæðum barna undir 12 ára aldri og um gerð frumvarps um fylkisstjórnir auk frumvarps um breytingu á stjórnarskránni þess efnis að ráð- herrar hafi ekki atkvæðisrétt á al- þingi. Frá þingmönnum Alþýðu- flokks voru lagðar fram tillögur um réttarstöðu og lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks, um stofnun landsnefndar til' stuðnings jafnrétti og frelsi í S-Afríku og frumvarp um að ferðakostnaður sjúklinga verði greiddur að fullu þó ferðir séu skemmri en 15 km. Frá þingmönnum Kvennalista var lögð fram tillaga um að meta heimilisstörf til starfsreynslu. - ÁI Fíkniefnasmygl Innanklæða á komabami ungmenni ívarðhaldi. Unghjónhandtekiná Schipholflugvellií Hollandimeð hassolíu og heróín innanklœða á kornabarni sínu. 4 til viðbótar handteknir hér heima sambýliskona hans handtekin og vegna fíkniefnaafbrota en þeir úrskurðuð í 5 daga gæsluvarð- eru taldir tengjast þessu sama hald. í gær handtók lögreglan síð- máli. an tvo menn til viðbótar sem oft Lögregluyfirvöld í Amsterdam hafa komið við sögu lögreglunnar hafa haft hjónin sem handtekin voru sl. föstudag í gæslu þar til í gærkvöld að þau komu til lands- ins í lögreglufylgd og voru þau þegar flutt til yfirheyrslu. -lg- Alþingi 14 þingmál á fyrsta degi Öllfrá stjórnarandstöðuni nema fjárlagafrumvarpið Beðið um annað uppboð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.